Morgunblaðið - 03.01.1988, Page 28

Morgunblaðið - 03.01.1988, Page 28
28 MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 Htargi Útgefandi mfybifeffr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Allt er ræktun háð Nýtt ár er að hefja göngu sína. Eins og jafnan á tímamótum sem þessum flytja forystumenn þjóðum og heim- inum öllum boðskap. Leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna fluttu ávörp í sjónvarpi, sem send voru út í báðum lönd- unum. Fyrir ári var fallið frá áformum um gagnkvæmar sjónvarpssendingar af þessu tagi vegna þess, hvemig leið- togamir kvöddust á Reykja- víkurfundinum í október 1986. í Washington tókst þeim Re- agan og Gorbatsjov að ná einum áfanga á ferðinni, sem hófst í Reykjavík. Þess vegna þykir mörgum friðvænlegra um þessi áramót en áður og í ávörpum sínum nú gáfu þeir Reagan og Gorbatsjov til kynna, að á Moskvufundi í ár myndu þeir enn stíga skref á afvopnunarbrautinni. Risaveldin ráða yflr afli, sem gerir þeim fært að ógna allri heimsbyggðinni. Þess vegna á boðskapur forystu- manna þeirra erindi til allra, sem jörðina byggja. Forystu- menn annarra þjóða líta sér nær í ræðum og ávörpum um áramót. Frú Vigdís Finnboga- dóttir forseti Islands vék að stöðu íslendinga með þessum orðum í áramótaávarpi sínu: „Ótal sinnum hef ég orðið þess vör á ferðum mínum er- lendis, að útlendir menn undrast þetta samfélag okkar. Menn skilja ekki hvemig 240 þúsund sálir fara að því að lifa sem sjálfstætt fólk í harðbýlu landi eins og þær væm a.m.k. tvær milljónir með álíka marg- ar vinnuhendur og smærri stórborg þarf til að geta rekið sjálfa sig. En í þessu felst ein- mitt reisn okkar. Við eigum svo gott fólk á svo mörgum sviðum, að við getum látið rödd okkar heyrast og það er tekið mark á henni og virðing fyrir henni borin. T.d. eru íslending- ar þekktir af því í erlendum lánastofnunum að borga mjög skilvíslega skuldir sínar, enda þótt þær séu okkur ekki síður þungur baggi en öðrum sem ekki fer af sama orðspor og búa þó ekki fremur við sára fátækt en við. Virðing er borin fyrir sjálfstæði okkar, sér- stæðri tungu og menningar- arfleifð. Og einmitt fyrir það að við eigum þessa rödd á þingi þjóðanna er mikilvægt, að hún missi ekki hljóm sinn, verði ekki rám. Því er okkur nauð- syn að eignast áfram í hverri kynslóð sem flesta menn sem standa sig, sem vinna vel og af alúð það sem þeim er trúað fyrir og þeir starfa við. Að við höldum áfram að vera menn- ingarþjóð í þeim skilningi að „menning er að gera hlutina vel“, eins og einn af heimspek- ingum okkar hefur komist að orði á svo lýsandi hátt. Að við, hver á sínu sviði, gerum svo til sóma sé það sem við höfum tekið að okkur, hvort sem er að flaka fisk, skrifa bók, baka • brauð eða teikna hús.“ í þessum orðum forseta ís- lands felst tímabær áminning. Hvorki stór þjóð né smá nær langt nema hún sýni af sér dugnað og standi sameiginlega þannig að málum, að til far- sældar sé. Hið sama á við um þjóðir og um einstaklinga og fjölskyldur, að hver uppsker í samræmi við það, sem hann sáir. Friðsamlegt andrúmsloft, vaxandi frjálsræði í alþjóðavið- skiptum, hindrunarlausari aðgangur að stórum mörkuð- um, framfarir í samgöngum og sú tækni, sem auðveldar fáum höndum að vinna erfíð verk, veita okkur 240 þúsund sálum ný og óþekkt tækifæri. Þau ganga okkur hins vegar úr greipum, ef við gleymum að vinna hlutina vel, látum vaða á súðum og gerum meiri kröfur til annarra en sjálfra okkar. „Ekkert er sjálfgefíð," sagði forseti íslands einnig í áramótaávarpi sínu og bætti við: „Sjálfstæði íslands verður aldrei sjálfsagður hlutur, ekki heldur íslensk menning, ekki einu sinni gróður landsins. Allt er ræktun háð — að ala upp nýja kynslóð er eins og að rækta tré.“ Á hraðfleygri stund er okk- ur oft nauðsyn að staldra við og huga að því þó ekki væri nema fyrir okkur sjálf, að allt er ræktun háð. Enginn árang- ur næst nema lögð sé rækt við það, sem við tökum okkur fyr- ir hendur. Ef við strengjum þess heit í upphafí nýs árs að hafa þessi einföldu sannindi að leiðarljósi, miðar okkur sjálfum ekki aðeins fram á veg heldur samfélaginu öllu. Niðurstaða skoðana- könnunar á vegum Gallup á íslandi, sem birt var hér í Morgun- blaðinu á gamlársdag, sýnir, að íslendingar eru bjartsýnir og telja, að næsta ár verði þeim gott og mjög fáir eru þeirrar skoðunar, að næsta ár verði þeim verra en árið 1987. Þessi bjartsýni stangast í verulegum atrið- um á við sjónarmiðin, sem haldið var á loft í áramótaboðskap annarra hér í blaðinu á gamlársdag. í stuttu máli má segja, að allir er ræða um efnahagsmál lýsi annars vegar yfir, að árið 1987 hafi verið einstak- lega gott og gjöfult en slái hins vegar vamagla, þegar þeir horfa til ársins 1988. Á nokkrum vikum haustið 1987 hafi flest snúist á verri veg og horfur séu síður en svo góðar nú um áramótin, þegar litið er fram á veg. Á árinu 1987 jókst kaup- máttur um 18%, atvinna var meiri en mannafli dugði til og í árslok stóðu við- skipti með miklum blóma. Hvort heldur litið er á innflutning eða utanlandsferðir var um metár að ræða; um áramótin fögn- uðu skátar því, að fleiri milljónum var skotið upp í loftið en nokkru sinni fýrr. Og það er til marks um væntingamar í ársbyrjun, að í lok desember biðu rúmlega 3.000 bifreiðar kaupenda í skemmum skipafélaga. Þeir Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands, og Gunnar J. Friðriksson, formaður Vinnuveitendasam- bands íslands, vom sammála um það í Morgunblaðsgreinum á gamlársdag, að 1987 hefði verið ár glataðra tækifæra. „Við kveðjum eitt gjöfulasta ár til lands og sjávar, sem þessi þjóð hefur lifað, en jafnframt ár glataðra tækifæra," segir Gunnar J. Friðriksson í upphafi greinar sinnar. Hann segir ástæðunnar annars vegar að leita í því, að kosið var til Al- þingis á árinu 1987 og við þær aðstæður sé oft hætta á því, að efnahagsmál fari úr böndunum. Og einnig segir Gunnar: „Opinberir starfsmenn notuðu hins vegar tækifærið og knúðu fram samninga, sem í mörgum tilvikum voru langt umfram það sem gerst hafði í hinum almennu samning- um.“ Ásmundur Stefánsson er harðari í gagn- rýni sinni á stjómvöld en Gunnar, en Ásmundur segir meðal annars: „í mesta góðæri íslandssögunnar hefur ríkisstjómin rekið ríkissjóð með geigvænlegum halla og misst tökin á peningamarkaðinum og vöxtunum. Þensla hefur magnast, verð- bólga aukist og launaskrið vaxið. Samband aðgerða og aðgerðaleysis ríkisstjómarinn- ar hefur fært flest úr lagi og við emm á nýju að festast í vítahring verðbólgunn- ar... Ríkisstjómin og samtök atvinnurek- enda hafa brugðist hlutverki sínu og gert ár möguleikanna, árið 1987, að ári hinna glötuðu tækifæra." Kjaradeilur? Flestum ber saman um, að nú þegar líkur eru á því að heldur harðni á dalnum skipti mestu, hvemig tekst til við gerð kjarasamninga. í áramótagrein sinni hér í blaðinu kemst Þorsteinn Pálsson, forsæt- isráðherra, varlega að orði, þegar hann ræðir um kjaramálin: „Kaupmátt heimil- anna þarf að veija svo sem frekast er unnt, og jafnframt skapa skilyrði þess að vextir lækki. Miklu skiptir að farsæl lausn fáist á vinnumarkaði. Mikil ábyrgð er lögð á herðar samtaka vinnumarkaðar. Ríkis- stjómin er fyrir sitt leyti reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga verði eft- ir því leitað af hálfu samningsaðila enda verði samningar í samræmi við efnahags- markmið ríkisstjómarinnar og ytri skilyrði þjóðarbúsins.“ í samtali á Bylgjunni á gamlársdag sagði Ásmundur Stefánsson, að til þess að viðhalda þeim kaupmætti út þetta ár, sem var í síðasta mánuði, þyrfti að hækka launin strax um 8-9% og síðan um 7% á þriggja mánaða fresti. Líklegt er, að hvorki ríkisstjómin né samtök atvinnurekenda telji unnt að samþykkja þessar tölur. For- seti Alþýðusambandsins setti þær ekki heldur fram sem kröfur. Athyglisvert er að sjá það í grein hans hér í Morgun- blaðinu, að Alþýðusambandið hefur að því er virðist ekki gert það upp við sig, hvem- ig það ætlar að standa að kjaraviðræðum og samningum á komandi vikum og mán- uðum. Ásmundur segir að vafalaust verði gerðar kröfur um að lægri laun hækki sérstaklega, líklega verði krafist samræm- is milli taxtakaups og greiddra launa og vafalaust verði talið nauðsynlegt að tryggja kaupmátt launa með því að hamla á móti aðgerðum sem valda verðbólgu og tryggja endurskoðun kaupliða kjarasamn- inga standist verðlagsforsendur ekki. Skáletruðu orðin gefa ótvírætt til kynna, að Ásmundur Stefánsson hefur fyrirvara á því, að þessar kröfur verði á oddinum. Ástæðulaust er þó að ætla annað en skoð- un Ásmundar vegi þyngst að lokum við mótun kröfugerðarinnar. Að vísu gera nýir forystumenn í flokki hans, Alþýðu- bandalaginu, kröfu um mikla hlutdeild í ákvörðunum verkalýðshreyfmgarinnar. Boðar Ólafur Ragnar Grímsson, nýkjörinn formaður Alþýðubandalagsins, breyttar baráttuaðferðir í kjaramálum í áramóta- viðtali við Þjóðviljann þegar hann segir: „í stað þess að loka kjarabaráttuna af í þröngum viðræðum nokkurra forystu- manna launafólks við atvinnurekendur og ríkisvald þarf nú uppúr áramótunum að efna til funda og viðræðna á vinnustöðun- um, í matarhléi og kaffítímum, eða með vinnustöðvun stutta stund meðan málin eru rædd ... Við í Alþýðubandalaginu munum gera okkar til þess að beitt verði þessum nýju aðferðum fjöldavirkni, að slagurinn við atvinnurekendur og ríkis- stjóm fari fram á sjálfum vinnustöðunum og ekki í þröngum viðræðuhópum forystu- manna.“ Athyglisvert er að formaður Alþýðu- bandalagsins boðar ekki verkfallsátök í hefðbundnum stíl heldur að útsendarar Alþýðubandalagsins ætli að taka völdin af samningamönnum verkalýðshreyfingar- innar með fundum á vinnustöðum. Verður athyglisvert að fylgjast með því, hvemig kjömir fulltrúar og trúnaðarmenn verka- lýðsfélaga bregðast við þessu og hver verða viðbrögð launþega sjálfra og stjóm- enda einstakra fyrirtækja. Ef forysta Alþýðubandalagsins er lík sjálfri sér á hún eftir að gera meira veður út af eigin ágæti og formsatriðum í kringum fundi af þessu tagi en efni málsins og hag launafólks. I Morgunblaðsgrein sinni segir Ásmund- ur Stefánsson, að launafólk hljóti að búa sig „undir að til átaka geti komið fljótlega á nýju ári.“ Og í samtali á Bylgjunni á gamlársdag sagði Ásmundur, að hann teldi ólíklegt, að samið yrði um kaup og kjör nú í janúar og líklega ekki fyrr en í febrúar eða mars og gætu menn vænst þess, sem hann kallaði skæruhemað á vegum verka- lýðhreyfingarinnar. Þeir, sem hafa hug á því að efna til skæruhemaðar eða hefðbundinna verk- falla, ættu að minnast þess, að þær breytingar hafa orðið á högum launþega, að þeim kemur enn verr en áður að hlé verði á launagreiðslum til þeirra. Mikill meirihluti fólks sættir sig í raun ekki við að vera sviptur tekjum vegna verkfalla og hið sama á við hér og annars staðar, að tjón launþega af verkföllum er að jafnaði meira, þegar upp er staðið, en fleiri og ofast verðminni krónur í umslaginu. I fyrr- greindri könnun Gallup skera Islendingar sig úr, þegar þeir em spurðir um líkur á vinnudeilum á árinu 1988. 51% telja að líkumar séu meiri en á árinu 1987 og aðeins 8% að þær séu minni. Gengi krónunnar Hinn mikli fíöldi bifreiða í skemmum skipafélaganna nú um áramótin kann að vera vísbending um þá trú margra, að óhjákvæmilegt verði að lækka gengi krón- unnar vegna óhagstæðrar þróunar á alþjóðlegum gjaldeiyrismörkuðum. Má segja, að allt frá því kjarasamningar vom gerðir í febrúar 1986 og ákveðið var að festa gengið eins og sagt er, hafí þróun á verði dollara verið okkur í óhag og ekki blæs byrlega í því efni nú um áramótin. En hvað segja forystumenn ríkisstjómar- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 29 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 2. janúar Morgunblaðið/RAX innar um gengismál nú um áramótin? í áramótaávarpi sínu í sjónvarpinu komst Þorsteinn Pálsson þannig að orði: „Minnkandi kaupmáttur útflutnings- tekna síðustu vikur hefur valdið erfíðleik- um bæði í iðnaði og sjávarútvegi. Flestum er þó ljóst að stöðugleikastefna í gengis- málum hefiir reynst afar mikilvæg bæði fyrir afkomu heimila og starfsskilyrði at- vinnufyrirtækja. Tilgangslítið virðist að breyta verðhlutföllum milli íslenskrar krónu og erlendrar myntar ef líkur em á að áhrif slíkrar aðgerðar yrðu þurrkuð út í einu vetfangi með nýjum kostnaðar- hækkunum t.a.m. í kjarasamningum, sem ekki styddust við efnahagslegar forsend- ur.“ í áramótagrein sinni hér í Morgunblað- inu segir Þorsteinn Pálsson ákvarðanir vegna breyttra aðstæðna í gengismálum og á útflutningsmörkuðum vera „viða- mesta verkefnið, sem glíma þarf við að teknum ákvörðunum um ríkisfíármál og fískveiðistefnu." Og hann segir einnig, að gengislækkun yrði „skammgóður vermir og skilaði litlum árangri og hætt er við að hún myndi herða á hraða verðbólgu- skrúfunnar. Hér þarf annað og meira að koma til.“ Steingrímur Hermannsson, utanríkis- ráðherra, ræðir um gengismál með þessum hætti í áramótagrein í Tímanum: „Atvinnuvegimir verða ekki reknir til lengdar með tapi. Sömuleiðis er óhjá- kvæmilegt að taka tillit til viðskiptahalla og þróunar okkar helstu gjaldmiðla, eink- um dollarans. Fast gengi er að sjálfsögðu afar mikilvægt í viðureigninni við verð- bólguna, en það getur ekki verið orðið markmið í sjálfu sér. Ef óhjákvæmilegt reynist að fella geng- ið, er mikilvægast að gera þær hliðarráð- stafanir, sem draga úr áhrifum á verðlag °g tryggja þau atriði, sem til grundvallar eru lögð, eins.og t.d. kaupmáttinn. Ég er ekki í nokkmm vafa um að ná má tökum á efnahagsþróuninni, en það verður best gert með samstilltu átaki ríkis- valdsins og aðila vinnumarkaðarins. Að því ber að vinna. Ef slíkt samkomulag næst ekki, ber ríkisvaldinu skylda til að gera það einhliða, sem þarf hveiju sinni. Það verður ætíð bæði erfíðara og sársauka- fyllra." Á að skilja orð formanns Framsóknar- flokksins á þann veg, að hann telji forsend- ur geta skapast fyrir því á næstu vikum, að ríkisstjómin ákveði kaup og kjör með lagasetningu? En hvað segir Jón Sigurðs- son, viðskiptaráðherra, um gengismálin? í áramótagrein hans í Alþýðublaðinu stend- ur: „Fast gengi er forsenda stöðugs verð- lags en hins vegar getur reynst illmögulegt að halda genginu föstu ef verðlagsþróun innanlands er með allt öðmm hætti en gerist í helstu viðskiptalöndum eða ef gengi helstu mynta breytast til muna inn- byrðis. Á vegum viðskiptaráðuneytisins er verið að kanna hvers konar tilhögun á gengisskráningu íslensku krónunnar tryggi til frambúðar bestan stöðugleika. Meðal annars er verið að kanna hvort teng- ing við einhveija ákveðna myntkörfu (ECU, SDR o.s.frv.) komi að gagni í þessu sambandi. Mikil óvissa ríkir í gengismálum í heiminum um þessar mundir og veldur það óhjákvæmilega óvissu um gengismál hér á landi.“ Hér verður ekki vitnað í fleiri stjóm- málamenn um gengismál og ekki skal gerð sérstök tilraun til að auðvelda lesend- um að átta sig á því, hvað í boðskap þeirra felst. En þó er rétt að minna á, að í Morg- unblaðsfrétt á gamlársdag segir Benedikt Valsson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofn- un, að sveiflumar á gengi Bandaríkjadoll- ars á árinu 1987 hafí ekki skaðað hagsmuni íslenskra útflytjenda, ef á heild- arútflutning er litið. Og haft er eftir Benedikt: „Þegar á heildina er litið fæ ég ekki séð að útflutningstekjur okkar hafí rýmað vegna þróunarinnar á alþjóðagjald- eyrismörkuðum á þessu ári, heldur virðast áhrifín vera jákvæð." Vaxtastefnan Fyrir skömmu komu fram miklar efa- semdir hjá stjómendum Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) um rétt- mæti vaxtastefnunnar, sem nú er rekin. Síðan hefur Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, orðið æ harðorðari um skaðsemi vaxtastefnunnar. Upphaf hennar er þó að rekja til þess tíma, þegar hann var forsætisráðherra. í ára- mótagrein í Tímanum segir Steingrímur meðal annars um þetta mál, að framsókn- armenn telji, að á frelsi einstaklingsins „þurfi að hafa góða stjóm, ekki síst á meðan jafnvægi hefur ekki náðst í efna- hagsmálum og dómgreind manna er meira eða minna undir áhrifum óljósra verð- bólguvæntinga." Og hann segir einnig: „Þegar ákvörðunarvald um vexti var fært frá Seðlabankanum til viðskiptabank- anna, var, að tillögu okkar framsóknar- manna, það vald sett í hendur bankaráð- anna. í þeim sitja hjá ríkisbönkunum fulltrúar stjómmálaflokkanna, sem ætla má að hafí hagsmuni atvinnulífsins einnig í huga. Þetta hefur reynst haldlítið. Vext- ir virðast ákveðnir af þeim fjármagns- markaði, sem er utan ríkisbankanna, „gráa markaðnum" svonefnda." í máli Steingríms Hermannssonar kem- ur ekki fram, hvemig hann vill koma böndum á vextina og með hvaða hætti hann vill veita stjómmálamönnum vald til að hlutast til um ákvarðanir í vaxtamálum. Hann segir á einum stað: „Hér spyr eng- inn um vexti, aðeins hvort hann fái lánið." Spyija má, hvort það sé ekki einmitt þess- um hugsunarhætti sem þarf að breyta og hvort honum verði breytt, ef stjómmála- menn ætla að taka til við það á ný að búa til verð á peningum. Sá ráðherra, sem hefur vaxtamálin á sinni könnu, Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, er á öndverðum meiði við Steingrím Hermannsson. I áramótagrein í Alþýðu- blaðinu segir Jón eftir að hafa minnt á, að þróunin hefur verið sú að vextir ákvarð- ist einkum af framboði á og eftirspum eftir fíármagni: „Þessi þróun hefur án efa verið í rétta átt en því er ekki hægt að neita að nú á síðari hluta ársins hafa raunvextir orðið mjög háir. Hér veldur fyrst og fremst mikil aðsókn í lánsfé vegna fíárfestingar fyrirtækja og einstaklinga og hallareksturs ríkissjóðs á árinu. Háir raunvextir em auðvitað lántakendum þungbærir og að æskilegt er að þeir lækki. En leiðin til að ná því marki er ekki að hverfa aftur til miðstýrðra vaxtaákvarðana og skömmtun- ar á fjármagni heldur verður að koma á betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum.“ Steingrímur Hermannsson telur, að vegna skorts á jafnvægi eigi ríkið að hlut- ast til um ákvörðun vaxta. Jón Sigurðsson er þeirrar skoðunar, að koma þurfí á betra jafhvægi i þjóðarbúskapnum og þá lækki vextimir. Þorsteinn Pálsson er sömu skoð- unar og Jón Sigurðsson. Forsætisráðherra segir í grein sinni hér í Morgunblaðinu: „Vextir eru sannarlega of háir um þessar mundir, nafnvextir jafnt sem raunvextir." Hann mælir ekki með miðstýrðum vaxta- ákvörðunum heldur segin „Hallalaus ríkisbúskapur skapar þvi skilyrði til að vextir megi lækka. Fleira þarf þó að koma til. Óvissa um verðlags- þróun á næstunni hefur getið af sér hærri vexti en ef stilla ríkti i verðlagsmálum. Hófsamleg Iausn í kjaramálum og hjöðnun verðbólgu í framhaldi af því er önnur for- senda þess að nafnvextir lækki á ný. Raunvextir munu fylgja fast á eftir.“ Friðarvæntingar Athyglisvert er að sjá þá niðurstöðu í fyrrgreindri könnun Gallup, sem sagt var frá hér í blaðinu á gamlársdag, að Islend- ingar skera sig úr öðmm þjóðum, þegar þeir em spurðir þessarar spumingar: Verð- ur árið 1988 friðsælla/ófriðsælla en árið sem er að líða. 51% íslendinga telja árið verða friðsælla en í 12 ríkjum Evrópu- bandalagsins (EB) telja aðeins 14% að 1988 verði friðsælla en 1987. Aðeins 8% Norðmanna em þessarar skoðunar hins vegar 41% Austurríkismanna og 48% Moskvubúa. 39% íbúa EB-landanna telja líkur á, að 1988 verði ófriðsælla en 1987, en aðeins 3% íslendinga, til dæmis em 42% Dana þessarar skoðunar. 72% íslendinga telja 10% eða minni líkur á heimsstyijöld næstu 10 árin en aðeins 37% Norðmanna og 46% í EB-löndunum 12. Hvað veldur því, að íslendingar skera sig svo mjög úr að þessu leyti? Við því er ekkert algilt svar. Sérstaða okkar er sú, að við höfum ekki sjálfír axlað þá ábyrgð að sjá landi okkar fyrir vömum heldur samið um það við aðra. Er gmnnt á því í umræðum um öryggismál hér, að ástæðulaust sé að gera sér of mikla rellu út af þeim. Þá er ljóst, að sú skoðun er almenn hér á landi, að nýgerður samning- ur í Washington sé upphaf stærri og meiri skrefa í afvopnunarmálum og menn tengja slík skref hugmyndum um að friðvænlegra sé í heiminum. Könnun Gallup var gerð hér á landi að minnsta kosti einmitt þá daga, sem þeir funduðu í Washington Ronald Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov. Vonandi em íslenskir þátttakendur í þess- ari samanburðarkönnun Gallup glögg- skyggnari á þróun alþjóðamála en fólk í öðmm löndum. Á hinn bóginn er þess að minnast, að viðhorf okkar ráða minnu um þessa þróun en flestra hinna. Og þá steðj- ar hvað mest hætta að öryggi landa, ef þjóðimar, sem þau byggja, láta óskhyggj- una stjórna gjörðum sínum. í tilefni af ára- mótunum er í Reykjavíkurbréfi litið á ummæli ýmissa forvígis- manna landsmála. An þess að leitast sé við að draga af þeim of miklar ályktanir er staldrað við kjaramálin, geng- ismálin og vaxta- málin. Þá er einnig vakin at- hygliáþeirri staðreynd, að ís- lendingar skera sig úr öðrum þjóð- um, þegarþeir meta friðarhorf- ur í bráð og lengd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.