Morgunblaðið - 03.01.1988, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.01.1988, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 36 Afmæliskveðja: Prof. Alan Boucher „’Twas for the good of my co- untry that I should be abroad". Það kann að virðast orðin lenska hér, um þessar mundir, að íslend- ingar kveinki sér undan hversksyns erlendum áhrifum á þjóðmenningu sína og tungu. Miklu fátíðara er, að því sé haldið á lofti, hvílíka þakk- arskuid við eigum að gjalda ýmsu því ágæta erlenda fólki, sem hingað hefír lagt leið sína á þessari öld og borið hingað margt það besta úr eigin menningarheimi, en jafnframt gerst íslendingar í þess orðs bestu merkinu og átt dijúgan þátt í að auka hróður lands og þjóðar með verkum sínum. Einn þeirra, sem hér um ræðir, er sjötugur í dag, Alan Boucher, prófessor í ensku við Háskóla ís- lands, sem flestir íslendingar kannast sennilega við sem einn snjallasta þýðanda íslenskra bók- mennta á enska tungu. Alan Estcourt Boucher er fæddur í Frolesworth í Leicester-skíri á Englandi, 3. janúar 1918. Voru for- eldrar hans Robin Estcourt Bouc- her, deildarstjóri í breska flotamála- ráðuneytinu í Lundúnum, sonur Charles Estcourt Bouchers, sóknar- prests í Frolesworth, og kona hans, Katherine Veronica Manton de Rable barónessa, dóttir Thomasar Bums, bryta hjá P.O.-skipafélaginu Lightwater í Surrey. Eftir að hafa gengið í einn af frægustu menntáskólum í Eng- landi, Winchester College, 1932—36, fékk hann inngöngu í háskólann í Cambridge, þar sem hann lagði stund á enska tungu og bókmenntir við Trinity College, 1936—39. Lauk hann embættis- prófí í þeirri grein 1939, og hlaut magisterstitil frá sama háskóla Cá? GA PéTURSSON HF. UMBOÐS- OG H€IIDV€RSIUN Verslun oð Smlðjuvegl 30 € Hópovogur. Símor: 77066, 78600. 77444. SCHÁFER hillukerfiö fyrir lag- era af öllum stæröum og gerðum. Bjóöum fyrirtækj- um að senda okkur teikn- ingaraf lagerhúsnæði sínu, og við ger- um tillögur að innréttingum með SCHÁFER hillukerfi þeim að kostnað- arlausu. SCHÁFER — fullkomin nýt- ing á lagerhúsnæði. Við hjá Bílaborg hf. völdum SCHÁFER hillukerfið í nýtt húsnæði fyrirtækis- ins að Fosshálsi 1. Aðal kostir SCHÁFER hillukerfisins eru að okkar mati sveigjanleiki í upp- röðun og að hægt erað hafa hillukerf ið á tveimur hæðum, og nýta þannig loft- hæð hússins til fulls. Engarskrúfureru notaðarog auöveld- ar það og flýtir fyrir uppsetningu kerf- isins í heild. Eiður Magnússon verslunarstjóri Bilaborgar hf. SEM VEX MEÐ FYRIRTÆKINU OG TEKUR 2 MIN. AÐ SETJA UPP 1941. Við upphaf hins mikla hildar- leiks síðari heimsstyijaldarinnar gekk hann í breska herinn og gegndi herþjónustu í stórskotaliðinu til 1946, síðast sem höfuðsmaður við herforingjaráðið. Það var ein- mitt á tímum heimsstyijaldarinnar sem tengsl hans við ísland hófust, er hann dvaldi hér í herliði Breta. Styrktust þau tengsl enn frekar er hann kynntist hér konuefni sínu, Aslaugu Þórarinsdóttur, skipstjóra frá Ananaustum í Reykjavík, Guð- mundssonar, og konu hans, Ragnheiðar Jónsdóttur. Gengu þau í hjónaband 28. febrúar 1942. Eiga þau þijú böm, Alice Kristínu, f. 7. maí 1942, ritara hjá Flugleiðum í Lundúnum, Robin Gunnar, f. 15. september 1947, flugstjóra í Reykjavík, og Anthony Leif, f. 8. maí 1956, verslunarmann í Nor- wich. Varð Áslaug sjötug þann 7. ágúst sl. Að styijöldinni lokinni lágu leiðir Alans aftur í háskólanám og rann- sóknir, fyrst við Háskola Islands 1948—50, og síðan við háskólann í Cambridge 1950—51, þaðan sem hann lauk doktorsprófí 1951. Fjall- aði doktorsritgerð hans um Hall- freðarsögu vandræðaskálds. Á þessum árum hóf hann einnig kennslustörf í ensku, var fyrst enskukennari við menntaskóla, Ampleforth College í Jórvík, að herþjónustu lokinni 1946—47, og stundakennari við Námsflokka Reykjavíkur 1948—50 og Háskóla íslands 1949—50. Þá hafði hann umsjón með kennslu í íslenskum fræðum við háskólann í Cambridge 1950—51. Sama ár réðst hann til breska útvarpsins, BBC, og starfaði þar sem dagskrárstjóri og leikstjóri við skólaútvarpsdeild þeirrar stofn- unar til ársins 1964. Jafnframt kenndi hann útlendingum ensku við West London College í Lundúnum. Þá kenndi hann á námskeiðum og sem stundakennari í Reykjavík, eft- ir að hann fluttist til íslands, fyrst við Kennaraskóla íslands, og síðar Háskóla íslands, á árunum 1962—67. Varð hann dósent í hluta- starfí við Háskóla íslands 1967—70, og síðan lektor í fullu starfí 1970—72, allt til þess að hann var skipaður prófessor í ensku við heimspekideild síðla árs 1972. Á hann því að baki á þriðja áratugs kennslu í enskum bókmenntum vð heimspekideild, og hygg ég, að bæði nemendur hans og samkenn- arar ljúki upp einum munni um, að hann hafí þar reynst sérdeilis far- sæll og vinsæll kennari og sam- starfsmaður, ssem hefír verið einkar sýnt, að ljúka upp fyrir þeim óþijótandi fjársjóðum enskrar bók- menntaauðlegðar og leiða þá styrkri hendi um völundarhús enskrar bók- mennta- og stílfræði. Má vera öllum ljóst, að til síks verks verður enginn kjörinn, nema hann hafí sjálfur til brunns að bera einlæga ást á þeim bókmenntaarfi, studda traustum bakhjarli fræðilegrar þekkingar og víðfeðmrar yfírsýnar yfír fræðasvið sitt, sem linnulaus þekkingarleit og rannsóknir henni tengdar geta einar eflt. Hefír slíkt brautryðjendastarf vissulega ekki alltaf verið tómur dans á rósum við þau kjör og starfs- aðstöðu, sem kennurum við Háskóla íslands hafa verið búin til þessa. Kennslu- og fræðasvið Alans við heimspekideild hefír verið býsna víðfeðmt, en þó má segja, að bæði á B.A.- og kandídatsstigi hafi ensk kveðskaparlist og ensk stílfræði einkum átt hug hans. Standa bæði nemendur hans og háskólinn í ómældri þakkarskuld við hann fyrir þau ágætu kennslugögn, sem hann hefír á undanfömum árum tekið saman til stuðnings kennslunni í enskum bókmenntum og stílfræði, og Bóksala stúdenta hefír gefíð út. Á ég þar við hið mikla safnrit ensks og amerísks kveðskapar með ítar- legum skýringum, sem hann gaf út í fjórum bindum á árunum 1976—80, A Students’ Anthology of English Poetry: Part I (1500-1700), Part II (1700—1900), Part III (Modern) og Part IV (American). Komu þijú fyrstu bindin út í endurskoðaðri útgáfu í einu bindi 1984. Sama ár gaf hann einnig út annað kennslu-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.