Morgunblaðið - 03.01.1988, Page 42

Morgunblaðið - 03.01.1988, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 Hreggviður þagði í hálftíma Kristín Halldórsdóttir: Lögbinda skal hollustuhætti TUTTUGU og átta minútna þögn var meginuppistaðan í ræðu Hreggviðs Jónssonar (B/Rn), við umræður um söluskatt i neðri deild á miðvikudagskvöldið. Hreggviður kvaddi sér hljóðs, en sagðist svo ekkert hafa að segja, þar sem fjármálaráðherra væri ekki i þingsalnum. Ræða sín ætti fyrst og fremst erindi við fjár- málaráðherra, og því myndi hann bíða eftir honum. Sighvatur Björgvinsson (A/Vf), »ftannar varaforseti neðri deildar, sem sat í forsetastóli, sagði fjármálaráð- herra á fundi, en hann væri væntanlegur á hverri stundu. Bað Sighvatur Hreggvið að flytja þá kafla ræðu sinnar, sem ekki ættu erindi til Qármálaráðherra, eða fresta ræðuhöldum ella. Hreggviður þagði hins vegar sem fastast, og mæltist Sighvatur þá til þess að þingmenn hefðu hljóð í salnum meðan háttvirtur ræðumaður væri í ræðustól. Fjármálaráðherra kom sem snöggvast í salinn er Hreggviður hafði þagað í rúman stundarfjórð- ung, og hóf hann þá mál sitt aftur. Ráðherra staldraði hins vegar stutt við og Hreggviður þagði því áfram, þar til forseti gerði tíu mínútna hlé á umræðum. Er hléinu lauk, hafði náðst samkomulag um að afgreiða í skjmdi mál þau, er á dagskrá voru, og hætti Hreggviður við frekari ræðuhöld, en hann hafði þá þágað í tuttugu og átta mínútur af þijátíu og fjórum, sem hann var í ræðustól. Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) sagði við umræður um söluskatt á miðvikudagskvöldið að sölu- skattsfrumvarpið hefði fengið alltof litla umræðu í þingnefnd. í frumvarpinu væri til dæmis ekkert tillit tekið til manneldis- og hollustusjónarmiða, en Kvennalistinn teldi brýnt að hafa áhrif á hollustuhætti með laga- boði og hækka gjöld á óhollum fæðutegundum. Kristín sagði að fjárhags- og við- skiptanefnd hefði ráðfært sig við talsmann Manneldisfélagsins og auk þess hefðu kvennalistakonur leitað álits lækna og ýmissa sér- fræðinga á hollustuháttum þjóðar- innar. Niðurstaðan væri sú, að fæða sú, sem þjóðin neytti, væri alls ekki í samræmi við manneldissjónarmið, og sykur og sælgæti væru alltof ódýrar vörur. Kristín lét þess einnig getið að nauðsynlegt væri að útvega fjár- magn til þess að gera könnun á hollustuháttum þjóðarinnar. Mæling geislavirkra efna frá Chernobyl í hafinu Víslndi Sverrir Ólafsson Þegar fyrstu fréttir bárust af slys- inu í einu af §órum kjamorkuver- um í Chemobyl, þann 26. apríl 1986, sló miklum óhug að íbúum nálægra landa. Geislavirk ský bárust langar vegalengdir og nauðsynlegt reyndist að grípa til umfangsmikilla varúðarráðstaf- ana. Afleiðingar slyssins hafa leikið grátt bændur í ýmsum lönd- um og nægir í því sambandi að minnast á Lappana, en hreindýra- Stofn þeirra varð fyrir verulegri geislamengun, sem gerði mikinn hluta af kjöti sláturhæfra dýra ónothæft til manneldis. Þrátt fyrir óhugnað slyssins hefur það veitt ýmsum vísinda- mönnum einstakt tækifæri til rannsókna, sem hefðu verið óhugsandi án þess. Gott dæmi um þetta er það svið haffræðinnar sem fæst við rannsóknir á niður- falli efna í sjónum og setlaga- myndun af hafsbotni. Nýlega sögðu tveir starfshópar vestur- þýskra, bandarískra og tyrkn- eskra vísindamanna frá niðurstöð- um athugana sem þeir gerðu á niðurfalli geislavirkra sporefna í þremur mismunandi höfum, Svartahafínu, Norðursjónum og Miðjarðarhafinu. Niðurstöður þessar benda eindregið til þess að áhrif sjávarsvifs á niðurfalls- hraðann séu afgerandi. Það er veigamikið verkefni haf- fræðinnar að fylgjast með flutn- ingi margskonar efna um hafið og reyna að skýra þá þætti sem hafa áhrif þar á. Mikilvægt verk- færi, sem notað er til rannsókna á agnasökki f sjónum, er s.k. „set- gildra" (sediment trap), sem hægt er að festa á mismunandi dýpi og stilla þannig að hún tekur sýni af niðurdrifi efna á ákveðnu milli- bili og jrfírtímabil sem spannað getur meira en heilt ár. Það voru setgildrur, sem komið hafði verið fyrir í áðumefndum höfum, sem veittu mikilvægar upplýsingar um sökkhraða geislavirkra efna frá Chemobyl. Geislavirk efni, sem losnuðu úr læðingi við slysið í Chemobyl, bárust til Vestur-Evrópu með loft- straumum veðrahvolfsins. og greindust til að mynda í París þann 30. apríl og við Norðursjóinn 3. maí. Talið er að við Svartahaf- ið hafi niðurfall geislavirkra efna verið mest á tímabilinu frá 1. til 6. maí. Nokkrum dögum fyrir slysið höfðu vísindamenn frá Háskólan- um í Hamborg komið setgildru fyrir á 222 metra dýpi vestur af Bergen, en á tímabilinu frá 24. apríl ti! 21. september tók hún 13 sýni sem síðar voru greind í rannsóknarstofu. Það kom vísindamönnunum nokkuð á óvart að greina geislavirk efni frá Chemobyl á þessu dýpi, einungis 10 dögum eftir að þau mældust við yfírborð sjávar á sömu slóðum. Meðalfallhraði efnanna hefur því verið u.þ.b. 20 metrar á dag, sem er af svipaðri stærðargráðu og fallhraði úrgangsefna (drits) frá dýrasvifi. Sú hugmynd að úrgangsefni dýrasvifs gegni mikilvægu hlut- verki við að sökkva ýmsu smákomaefni í sjónum er ekki ný af nálinni. Hún var sett fram á sjöunda áratugnum, þegar athug- anir sem gerðar voru á sökkhraða geislavirkra efna, sem mjmduðust við tilraunir með kjamasprengjur, sýndu að efnin ferðuðust allt að því þriggja kflometra vegalengd á örfáum vikum, jafnvel þó þau hefðu alls ekki átt að sökkva, ef gengið hefði verið út frá eðlis- fræðilögmálum einum saman. Þessar nyjustu niðurstöður sýna hvemig hafið hreinsar sjálft sig, á mjög hraðvirkan hátt, af ýmsum sporefnum sem falla í það. Talið er að geislavirk (og önnur smákomótt) efni sem lenda á jrfírborði sjávarins festist við jurtasvif, sem þar kemur fyrir í miklu magni. Dýrasvif, sem lifír á jurtasvifínu, tekur þvi til sín mikið magn geislavirkra efna, en fæðuöflun þess og meltingarstarf- semi leiðir til meiri samsöfnunar þessara efna og „kögglamyndun- ar“ á formi úrgangsefna. Athuganir, sem gerðar voru af öðrum starfshóp vísindamanna frá Háskólanum í Hamborg, Wo- ods Hole Oceanographic Instituti- on í Bandaríkjunum og Háskólanum í Izmir á Tyrklandi, sýna á enn áhrifameiri hátt hvem- ig sjávarsvif ákvarðar fallhraða sporefna í sjónum. Þeir komu set- gildru fyrir á 1.017 metra dýpi í suðvesturhomi Svartahafsins og mældu niðurfall í 12 skipti og í sjö og hálfan dag í senn, á tímabil- inu frá 20. júní til 18. september 1986. Efnismagnið sem féll í gildruna var að meðaltali 19 mg/m2 á dag í júnímánuði, en náði hámarki, sem var 360 mg/m2 á dag, á tíma- bilinu frá 4.—11. júlf. í september- mánuði var daglegt meðalniður- fall ekki nema tæplega 3 mg/m2. Mælingar þessar eru í góðu sam- ræmi við fyrri mælingar í Svarta- hafínu og endurspegla virkni dýrasvifs á svæðinu. Geislavirkt ryk og annað komótt efni binst auðveldlega driti þessara lífvera Örvamar sýna þá staði þar sem djúpsjávarsýni vom tekin af geislavirkum efniun frá Chemobyl. Chemobyl-slysið hefur Ieikið grátt iappneska hreindýrabændur. Það hefur hins vegar veitt nokkmm vísindamönnum einstakt tækifæri til að stunda rannsóknir sem án þess hefðu verið illmögu- legar. og sekkur með því til botns. Þeg- ar mest var af dýrasvifi á svæðinu reyndist meir en 60% af mældu niðurfalli samanstanda af úr- gangsefnum þeirra. Hlutur annarra efna á sama tíma var hlutfallslega lágt í samanburði við aðra árstíma. Sýnin voru efnagreind og geislavirkni þeirra mæld. I Svartahafsgildrunni var hlutfalls- lega meira af hvarfgjömum geislasamsætum, þ.e.a.s. þeim sem taka auðveldlega þátt í efna- hvörfum. Dæmi um þetta eru samsætumar cerín-144 og rúten-106. Sökkið tók hins vegar lengri tíma fyrir leysin efni eins og cesín-137. Eðlisgeislavirkni þessara efna var eftirfarandi (einingamar eru Becquerel (Bq) á gramm, en efni sem sendir frá sér einn geislavirk- an skammt á sekúndu býr yfir geislavirkninni eitt Bq); 0,5—2 fyrir cesín, 4—12 fyrir cerín og 6—13 fyrir rúten. Niðurstöður þessara athugana eru mjög áhugaverðar a.m.k. í tvennu tilliti. Þær veita nýjar upp- lýsingar um eðli þeirra ferla sem hafa afgerandi áhrif á það hvem- ig hafið hreinsar sig af smákor- nóttu efni, sem fellur á yfirborð þess, en þær staðfesta fyrri hug- myndir um það að plöntu- og sjávarsvif gegni mikilvægu hlut- verki í þessu hreinsunarstarfí. Eins munu frekari athuganir á dreifíngu efnanna um setlögin veita nýja möguleika til athugana á jarðefnafræði viðkomandi svæða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.