Morgunblaðið - 03.01.1988, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 03.01.1988, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 43 Samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu aðfaranótt gamlársdags: Tollar og vörugjald að lögum Söluskatti frest- að til mánudags FRUMVÖRPIN um tolla og vöru- gjald urðu að lögum um tvöleytið aðfaranótt gamlársdags. Um hálfeittleytið náðist samkomulag milli stjómar og sljórnarand- stöðu um afgreiðslu mála en þá höfðu umræður staðið með hlé- um frá því ellefu um morguninn. í samkomulaginu fólst að þriðju umræðu um söluskattsfrumvarp- ið var frestað til mánudags en hinum frumvörpunum tveim spyrat í gegn á methraða. Því varð að ræsa út þingmenn efri deUdar þar sem breytingar höfðu verið gerðar á frumvörpunum í neðri deild og þurfti því sú efri að taka þau tU einnar umræðu. Alþingi samþykkti einnig þennan dag frumvarp til breytinga á lög- um um sölu á búvörum og tUlögu til þingsályktunar um loðnuveið- ar Norðmanna. Á miðnætti var gert stutt hlé á umræðum, svo menn gætu ráðið ráðum sínum. Frám að því voru það einkum þingmenn stjómarandstöð- unnar, sem kvöddu sér hljóðs. Töluðu þeir flestir lengi og fóm vítt yfir í málflutningi sínum. Allir urðu þeir til þess að gagnrýna vinnubrögð stjómarliða og ummæli þeirra um að stjómarandstaðan héldi uppi málþófí. Töldu stjómar- andstæðingar að mál hefðu fengið alltof litla umfjöllun í nefndum og væru hroðvirknislega afgreidd. Albert Guðmundsson (B/Rv) og Kristín Halldórsdóttir (Kv/ Rn) sögðust ekki skilja orð stjómar- liða um að stjómarandstaðan hefði hafnað samkomulagi um afgreiðslu mála; ekkert slíkt tilboð hefði borist. Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) talaði á aðra klukkustund og las meðal annars í tuttugu mínútur upp úr gömlum bréfum. Stefán hótaði að lesa upp úr þingskjölum síðar um nóttina til þess að mótmæla söluskatti á matvæli. Er líða tók á ræðu hans, var orðið allfámennt í þingsölum og hótaði Stefán þá að tala klukkustundum saman í síðari umferð umræðna um nóttina, ef þingmenn létu ekki svo lítið að hlýða á mál hans. Fundur í sameinuðu þingi. ólafur K- Ml«nÚ830n Alþingi kemur aftur saman é.janúar Síðasta þingfundi ársins 1987 lauk rúmlega tvö varpið var frestað. Alþingi kemur aftur saman aðfaranótt gamlársdags. Þá höfðu frumvörp mánudaginn 4. janúar n.k. og verður þá vænt- rikisstjórnarinnar um vörugjald og tolla orðið anlega þriðja umræða um söluskattsfrum- að lögum en þriðju umræðu um söluskattsfrum- varpið á dagskrá ásamt kvótafrumvarpinu. Eyjólfur Konráð Jónsson Eyjólfur Konráð gegn vörugjalds- frumvarpinu EYJÓLFUR Konráð Jónsson (S/ Rvk) greiddi atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um vörugjald þegar það kom tíl efri deildar á ný aðfaranótt gamlárs- dags. Við atkvæðagreiðsluna flutti hann eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Við afgreiðslu skattamálafrum- varpa ríkisstjórnarinnar hér í deildinni lét ég í ljós andstöðu mína við ofsköttunar- og ofstjómarstefnu með því að greiða atkvæði gegn frumvarpi því um vörugjald sem nú kemur til þessarar háttvirtu deildar á ný. Síðan hefur enn verið bætt við margháttuðum sköttum og er því enn frekari ástæða til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu en áður og verslun með hækkun skatta á varaliti, gegn nokkurri niður- greiðslu á soðningu, breytir það engu um. Því segi ég nei.“ Kennsla hefst fimmtudaginn 7. janúar. Fjölbreytt og skemmtilegt kerfi fyrir alla aldurshópa. Framhaldsnemendur mæta á sömu tímum og áður. Innritun og upplýsingar í síma 38360 mánud. 4. jan. og þriðjud. 5. jan. kl. 15-19. Afhending og endurnýjun skírteina miðvikudaginn 6. janúar kl. 16-19. BALLETTSKOU & AL ^Ballettskóli ^ Eddu "" Scheving Skúlatúni 4 Meðlimur I Félagi Islenskra listdansara og Danskennarasambandi Islands POTT- ÞETTAR PERUR AGOÐU VERÐI Allar RING bílaperur bera merkið © sem þýdir að þær uppfylla ýtrustu gæðakröfur E.B.E. RING bilaperurnar fást á bensínstöðvum Skeljungs i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.