Morgunblaðið - 03.01.1988, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988
fclk í
fréttum
Kona neytti at-
kvæðisréttar
í bæjarstjórnarkosningunum 1888
riðjajanúar fyrir hundrað
árum átti sá sögulegi at-
burður sér stað í bæjarstjómar-
kosningum í Reykjavík, að
Kristín Bjaraadóttir frá Esju-
bergi, fyrst reykvískra kvenna,
hagnýtti sér kosningarétt í sveit-
arstjórnakosningum.
Ekkja sem
hafði einurð
Fréttablaðinu ísafold þótti þessi
kosningaþátttaka kvenna sæta
nokkrum tíðindum og taldi Kristínu
Bjamadóttur vera fyrstu konuna
sem „hafði loks einurð til að koma
á kjörfund".
Ekki mun ofangreint vera alls
kostar rétt hjá ísafold. í bók Gísla
Jónssonar, „Konur og kosningar“
er þriggja kvenna annarra getið
sem höfðu áður neytt atkvæðisrétt-
ar til sveitarstjóma á íslandi. Konur
á íslandi öðluðust óvjefengjanlegan
kosningarétt til sveitastjóma árið
1882. Það er að segja ef þær full-
nægðu öllum skilyrðum sem lög
kváðu á um varðandi kosningarétt-
inn, svo sem varðandi aldur, eignir
o.fl., en síðast en ekki síst, lögin
frá 1882 gildu aðeins um: „Ekkjur
og aðrar ógiftar konur, sem standa
fyrir búi eða á einhvem hátt eiga
með sig sjálfar." Giftar konur höfðu
þar af leiðandi ekki kosningarétt
og kjörgengi fengu konur ekki fyrr
en árið 1902.
Þótt lögjn frá 1882 veittu íslensk-
um konum heldur takmarkaðan
atkvæðisrétt voru þau þó talin bera
vitni um töluvert frjálslyndi í kven-
réttindamálum og urðu til þess að
vekja athygli á íslendingum sem
framfarasinnuðum mönnum og
öfluðu þeim frægðar og vinsælda
meðal fijálslyndra manna erlendis.
Konur sinnulitlar
um atkvæðisréttinn
íslenskar konur aftur á móti virð-
ast hafa veitt þessum réttarbótum
takmarkaða athygli. Fjórða janúar
1886 ritar Guðmundur Guðmunds-
son grein um menntun og jafnrétti
kvenna í fréttablaðið Þjóðólf. Hann
spurði: „En hvemig hagnýta konur
sér þær réttarbætur sem þær hafa
þegar fengið? Svarið er sorglegt.
Það hljóðar svo: Nálega ekkert."
í „Arbókum Reykjavíkur,
1786-1936,“ greinir Jón Helgason
biskup frá því að bæjarstjómar-
kosningin þriðjajanúar 1888 hafi
verið „hitalaus að mestu", en Þjóð-
ólfur segir sjötta janúar það ár:
„Kristján Ó. Þorgrímsson hafði
daginn áður og sama morguninn
gengið meðal lýðsins, til að snapa
saman atkvæðum handa sér.“
í bók Bjargar Einarsdóttur, „Úr
ævi og starfi íslenskra kvenna",
segir: „Árið 1888 munu hafa verið
milli fjömtíu og fimmtíu konur í
Reykjavík sem máttu kjósa en eng-
in þeirra hirti um að nota þann
rétt sinn nema Kristín. Hún var þá
orðin ekkja, átti fasteignir í kaup-
staðnum og hafði sjálstæða atvinnu.
Það er tilgáta Lúðvíks Kristjánsson-
ar að Kristín hafi gengið að kjör-
borðinu fyrir atbeina Þorláks,
tengdasonar síns.“ Lúðvík Krist-
jánsson setur fram þessa tilgátu í
bók sinni um Þorlák Ó. Johnson
kaupmann, „Úr heimsborg í Gijóta-
þorp". Einnig má geta þess að
þrítugasta desember 1887 hafði hin
víðkunna kvenréttindakona, Bríet
Bjamhéðinsdóttir, flutt fyrirlestur
um hag og réttindi kvenna. Þetta
var fyrsti opinberi fyrirlestur, sem
kona hélt á íslandi. Hugsanlegt er
að fyrirlestur Bríetar hafí verið
Kristínu Bjamadóttur nokkur
hvatning til að mæta á kjörfund,
fjórum dögum síðar.
Seldi ekki áfengi
Þegar Kristín Bjamadóttir gekk
að kjörborðinu var hún sjötíu og
fimm ára að aldri. Hún var dóttir
Bjama Hermannssonar, bónda á
Vatnshomi í Skorradal, fædd 7.
Þjóðminjasafn íslands
Kristín Bjaraadóttir frá Esjubergi. Fyrsta kona sem kaus í Reykjavík.
júlí 1812. Kristín giftist Bjama
Bjamasyni árið 1839 og hófu þau
búskap á Esjubergi á Kjalamesi
vorið 1840. Þau hjón efnuðust vel
á Kjaiamesinu og eignuðust sex
böm en aðeins ein dóttir, Ingibjörg,
komst til fullorðinsára. Kristín nam
ljósmóðurfræði 1863 ogvarljós-
móðir í Kjalameshreppi fram til
ársins 1871, en þá fluttist fjölskyld-
an til Reykjavíkur.
Ingibjörg, dóttir þeirra hjóna,
giftist Þorláki Johnson árið 1876
og bjuggu bæði hjónin í Lækjargötu
4, í húsi sem enn stendur. Mann
sinn missti Kristín 1882.
Kristín stofnaði og starfrækti,
ásamt Þorláki tengdasyni sínum,
veitingastofuna Hermes í Lækjar-
götu 4. Undir stjóm Kristínar var
Hermes fyrsti veitingastaðurinn í
Reykjavík sem þreifst án þess að
þar væri selt áfengi. Skólapiltar
máttu ekki sækja almenna veitinga-
staði en á Hermes máttu þeir fara.
Kristín Bjamdóttir lést árið 1891.
1 1
Nasasjón af því sem koma skal. Viktoría í vinnunni með foreldninum.
KÓNGAFÓLK
Verðandi drottning Svíaríkis
gerir sér fulla grein fyrir
framtíð sinni.
Af konunglegri líðan í Svíaríki
Hinir konungshollu Svíar hafa
oft velt fyrir sér hvemig það
sé að vera meðlimur konungsijöl-
skyldunnar. Þeir báðu því Karl
Gústaf konung að gefa sér örlitla
innsýn i daglegt líf og líðan §öl-
skyldunnnar.
Það kom Svíum nokkuð á óvart
að konungi flnnst hann hafa of lítinn
tima fyrir bömin sín og hefur vonda
samvisku vegna þess eins og aðrir
pabbar. Hann gerir þó sitt besta,
sækir til dæmis öll foreldrakvöld í
skólanum sem Viktoría gengur í.
Öll ganga. þau systkinin í venjulega
skóla og alger tilviljun ræður vali á
skólafélögum.
Viktoríu krónprinsessu er fullljóst
hvaða hlutverk bíður hennar.'Hún
gerir sér fulla grein fyrir skyldum
sínum sem verðandi drottning og
því miður íþyngir það henni. Hún
gerir miklar kröfur til sjálfrar sín.
Að öðru leyti er hún eins og aðrar
stúlkur; elskar hesta og önnur dýr
og er mikill náttúruunnandi.
Konungshjónin reyna að veita
bömum sínum gott kristilegt uppeldi
og telja það gott veganesti. Og ekki
veitir af því fjölskyldan á við ýmis
vandamál að stríða sem venjulegt
fólk þekkir ekki. Fjölskyldumeðlimir
geta til dæmis átt von á því að geta
ekki komist þangað sem þau þurfa
vegna lífvarðavaktaskipulagsins. Ef
allir þurfa að sinna einhveijum er-
indum á sama tíma, getur reymst
ómögulegt að finna lífverði handa
öllum flmm meðlimunum. „En þetta
venst allt,“ segir konungur.
JANE WYMAN
Jeppagjöf
til nunna
Leikkonan Jane^Wyman, fyrr-
verandi eiginkona Ronalds
Reagans er kona hjartahlý og göf-
ug. Hún er aukinheldur trúuð mjög
og gekk í katólska söfnuðinn í Be-
verly Hills fyrir nokkrum árum að
áeggjan vinkonu sinnar, Lorettu
Yong.
Til að ítreka hversu þakklát hún
er vinkonu sinni, Lorettu, gaf hún
í hennar nafni nú á öndverðri jóla-
föstu, 10 jeppa til nunna sem
dveljast í Afríku. Munu þeir hafa
komið að góðum notum fyrir nunn-
umar sem hingað til hafa farið
fótgangandi um sléttur Afríku.
Jane Wyman er góð kona og gjöful.