Morgunblaðið - 03.01.1988, Side 49

Morgunblaðið - 03.01.1988, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 49 EDWARD KENNEDY Slj ór málamaðurinn sem vildi verða málari Ef ég hefði ekki orðið stjórn- málamaður, hefði ég án efa gerst listamaður. Vinir mínir innan stjórnkerfisins segja að ég sé frá- bær listamaður á meðan vinir mínir listamennirnir segja mig vera fyrir- taks stjórnmálamann. Hvernig ber að túlka þetta er svo annað mál...“ Svo farast engum öðrum en Ed- ward Kennedy orð, en hann er einn af þekktustu stjórmálamönnum Bandaríkjanna og hefur margoft sóst eftir útnefningu til forseta- embættisins en jafnan mistekist. Töluna hélt Edward á málverkasýn- ingu þar sem hann sýndi olíumál- verk sín í fyrsta sinn. Ræða hans þótti ákaflega fyndin og skemmti- leg en vinir listamannsins segja þó nokkra alvöru hafa verið á bak við. Þeir fullyrða að Edward.óski þess nú einna helst að hann hefði valið sér annað lifibrauð en raun varð á. Ágóðinn af sýningu þessari mun renna í sjóð andlega vanheillra, en sjóðinn stofnaði systir listamanns- ins, Jean Kennedy Smith. Edward fræðir áhorfendur um listræna hæfileika sína. Hjá honum standa systir hans, Jean, og Armand Hammer, milljónamæringur. KÓNGAFÓLK Hinrik ökuníðingur Nýr félagi hefur nú bæst í hóp ökuníðinga og er það enginn annar en Hinrik drottningarmaður í Danmörku sem þar er á ferðinni. Keyrði hann um strandveginn milli Kaupmannahafnar og Helsingar á 170 kílómetra hraða þegar vegalög- reglan var hans vör. Aðrir konungbomir sem fylla þennan fríða flokk eru Mark Philips prinsessumaður á Bretlandi og syn- ir Hinriks sjálfs, þeir Friðrik og Jóakim. Ekki er hægt að refsa hin- um konungbomu ökuníðingum og því sá danska lögreglan sér ekki annað fært en að klaga í Danadrott- ingu sem lofaði að segja körlunum sínum svikalaust til syndanna. Danaprinsarnir hafa hlotið aksturslagið að erfðum frá föður sínum, Hinriki. Hann lætur sér fátt um f innast og brosir sinu breiðasta. COSPER Þessu getur ekki haldið svona áfram, það er leikur að eldi. v9|, HQTEL OCK HVERAGERÐI VIB FRAMLENGJUM JÓLATILBOÐIÐ TIL 31.JANÚAR 1 manns herbergi kr. 1.350,- 2ja manna herbergi kr. 1.950,- Innifalið sund/sauna og morgunverður. 3ja nóttin er ókeypis. VeriÖ velkomin. HÓTEL ÖRK, SÍMI 99-4700. Hin bráðhressa hljómsveit Jóns Sig- urðssonar ásamt hinni bráðhressu söngkonu Hjördísi Geirs koma fjöri í fólkið eins og þeim einum er lagið. Danslagakeppni Hótel Borgar. Gömlu dansarnir. Höfundar athugið að skilafrestur misritaðist í aug- lýsingu, en hann á að vera 15. janúar 1988. Þeir, sem koma fyrir kl. 22.00, fá hressingu FERDASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR sími 621490 Utsalan hefst mánudaginn 4. janúar V/Laugalæk. Sfmi 33755

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.