Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988
Halldór
hittir
Verity
HALLDÓR Ásgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra, mun eiga fund
með viðskiptaráðherra Banda-
ríkjanna, William Verity, í
Washington þann 8. febrúar
næstkomandi. Efni fundarins
verður hvalveiðar íslendinga í
vísindaskyni og hugsanleg við-
brögð vegna þeirra af hálfu
stjórnvalda i Bandaríkjunum.
í þessari ferð verður ennfremur
rætt við ýmsa starfsmenn viðskipta-
ráðuneytis Bandaríkjanna, en ekki
er endaniega ljóst hveijir þeir verða.
Þá er heldur ekki endanlega ljóst
hveijir héðan verða í för með Hall-
dóri.
NATO:
Carringfton
íkveðju-
heimsókn
CARRINGTON lávarður fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins er væntanlegur í
heimsókn til Reykjavíkur i byrj-
un febrúar.
Þetta verður kveðjuheimsókn
Carringtons en hann lætur i vor af
starfi sínu hjá bandalaginu og við
tekur Manfred Wömer. Carrington
mun hitta að máli Steingrím Her-
mannsson utanríkisráðherra sem
væntanlegur er heim frá opinberri
heimsókn til Tanzaníu 3. febrúar
næstkomandi.
Morgunblaöið/Jón G. Gunnarsson
Kópuráís
Hann virtist una sér yfirmáta vel kópurínn sem lá á ísnum í
höfninni á Höfn í Homafirði í bliðunni á dögunum. En allur er
varínn góður og þvi lá hann alveg yfir gati sem var um fet á
þvermál. En það var ekki fyrr en menn voru komnir i 5 metra
fjarlægð að hann lét sig hverfa.
Verðkönnun Verðlagsstofnunar:
Verðmunur á
kiöti 25
DÝRASTA innkaupakarfan af
unnum kjötvörum var 37% dýrarí
Deila ríkisendur-
skoðunar og lækna:
Niðurstaða
væntanleg
Munnlegur málflutningur fór
fram i gær hjá borgarfógeta um
þá kröfu rikisendurskoðunar að
fá aðgang að skýrslum lækna í
heilsugæslustöðinni í Árbæ. Nið-
urstöðu fógeta er ekki að vænta
fyrr en að viku liðinni.
Ríkisendurskoðun krafðist þess
að fá aðgang að skyrslum lækn-
anna, en áður hafði Trygginga-
stofnun ríkisins óskað eftir því
sama. Yfirlæknir Heilsugæslu-
stöðvarinnar neitaði hins vegar að
veita aðgang að skýrslunum og
vísaði til ákvæða í siðareglum
lækna og læknalögum um þagnar-
skyldu. Lögmaður ríkisendurskoð-
unar fór í siðustu viku fram á
fógetaúrskurð um innsetningu.
Bandaríkin:
Ráðherra
flotamála
til Islands
JAMES H. Webb flotamálaráð-
herra Bandaríkjanna er væntan-
legur i heimsókn til íslands í
næstu viku.
Webb hittir á fímmtudag að
máli Þorstein Pálsson forsætisráð-
herra og Steingrím Hermannsson
utanríkisráðherra. Auk þess heim-
sækir ráðherrann vamarliðið á
Keflavíkurflugvelli.
Forráðamenn skoskra orkufyrirtækja;
Vafasamt að rúm sé
fyrir íslenska orku
London, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunbladsins
FORRÁÐAMENN skosku ockufyrirtækjanna, sem Fríðrík Sophusson
iðnaðarráðherra ræddi við i síðustu viku hvetja til varkárni við mat
á hugmyndum um orkusöiu frá íslandi til Bretlands. Telja þeir vafa-
samt að rúm sé fyrir orku frá íslandi á breska markaðnum. Á hinn
bóginn sé fyllsta ástæða til að rannsaka allar hliðar hugmyndarinn-
ar um orkusöluna til hlítar.
Fréttaritari Morgunblaðsins
ræddi við stjómendur skosku orku-
fyrirtækjanna South of Scotland
Electricity Board og North of Scot-
land Hydro-Electric Board nú í
vikunni um viðræður þeirra við
Friðrik Sophusson og almennt um
hugmyndina um orkuviðskipti við
íslendinga. David Miller stjómar-
formaður fyrrgreinda fyrirtækisins
sagði vafasamt hvort yfirleitt yrði
rúm á breska orkumarkaðinum fyr-
ir íslenska orku vegna áforma um
ný orkuver fyrir Suður-England og
hversu hugmyndimar er snerta ís-
iand væru skammt á veg komnar.
Bæði David Miller og Aley Murr-
ey, yfirverkfræðingur hjá North of
Scotland Hydro-Electric Board,
töldu óráðlegt fyrir íslendinga að
treysta um of á framtak fyrirtækis-
ins North Venture undir forystu
Alex Copsons í sambandi við hugs-
anlega orkusölu til Bretlands.
Fyrirtækið hefur boðið aðstoð sína
en sú ódýrasta í verðkönnun
Verðlagsstofnunar og af kjöti
var dýrasta innkaupakarfan 37%
dýrarí en sú ódýrasta.
Ódýrasta kjötkarfan var í Kjöt-
miðstöðinni í Garðabæ og kostaði
,.hún 2.505 krónur en sú dýrasta var
hins vegar í SS í Glæsibæ og kost-
aði hún 3.159 krónur. Ódýrasta
innkaupakarfan með unnum kjöt-
vöram var í Hagkaupi í Skeifunni,
1.303 kr., en sú dýrasta var í SS
í Glæsibæ, 1.787 krónur.
Algeng hækkun kjötiðnaðar-
stöðva var 10—12% á nautakjöti frá
því í desember og 0—3% á kinda-
kjöti, um 20% á pylsum og 18% á
kindabjúgum svo dæmi séu tekin.
Ýmsar tegundir af kjötáleggi hækk-
uðu meira í janúar en ætla hefði
mátt hjá sumum kjötvinnslustöðv-
um, samkvæmt upplýsingum
Verðlagsstofnunar.
Sjá verðkönnun á bls. 27.
við að hrinda hugmyndinni i fram-
kvæmd og afla flár til hennar. Taldi
Muirey að allt tal um 10 gígawatta
framkvæmdir hér á landi væri út í
hött, hins vegar væri ekki fráleitt
að kanna forsendur fyrir t.d. 500
megawatta orkuflutningi yfir hafið.
Sjá nánar á bls. 26 frásögn af
viðræðum við ráðamenn
skosku fyrirtækjanna og grein
úr Tbe Economist um einka-
væðingu þeirra.
Ferðamenn á Islandi:
Skattfrjáls
verslun
í athugun
FERÐAMENN á Norðurlönd-
um, að íslandi undanskildu,
geta fengið endurgreiddan
sölu- eða virðisaukaskatt á
vörum sem þeir hafa keypt,
þegar þeir fara úr landinu.
Hefur komið í ljós að skatt-
fijáls ferðamannaverslun í
þessum löndum stuðlar að
aukinni ferðaþjónustu og við-
skiptum.
Sigurgeir Jónsson ráðuneytis-
stjóri 5 flármálaráðuneytinu tjáði
Moigunblaðinu að heimild væri
fyrir því í islenskum tollalögum
að taka upp skattfrjálsa verslun
fyrir ferðamenn. Það væri nú til
athugunar, en engar ákvarðanir
hafa enn verið teknar.
Sigurgeir sagðist halda að
áhugi á að koma þessari endur-
greiðslu á væri fyrir hendi, en
finna þurfi leiðir til að hrinda
þessu í framkvæmd.
Sjá einnig Ferðablað Les-
bókar Morgunblaðsins.
Hagkaup leitar til-
boða 1 egg erlendis
í dag
Hlorflunhtabib
ialNG
--..B
BLAÐ B
IggPáHT
MORGUNBLADS I NS
Helgi annar á
hraðskákmóti
Vann rétt tíl að tefla
á heimsmeistara-
mótinu í hraðskák
St. John. Frá Guðmundi Hermanns-
syni, blaðamanni Morgunblaðsins.
HELGI Ólafsson, stórmeist-
arí, varð annar á sterku
hraðskákmóti, sem lauk hér
í gær. Tvö efstu sætin veita
rétt til þátttöku á heimsmeist-
aramótinu í hraðskák.
Þátttakendur á þessu hrað-
skákmóti vora 70, þar af margir
stórmeistarar. Hver keppandi
tefldi 12 skákir. Helgi hlaut alls
17,5 vinninga, en Kúbumaðurinn
Nogueiras bar sigur úr býtum
með 18,5 vinninga. Á héims
mejstaramótinu verða margir af
sterkustu skákmönnum heims.
HAGKAUP er að leita tilboða í
egg erlendis, en engin ákvörðun
hefur verið tekin um innflutning,
að sögn Jóns Ásbergssonar for-
stjóra Hagkaups. Hann sagði að
fyrirtækið vildi helst kaupa þess-
ar vörur á innanlandsmarkaði
en vildi athuga þennan mögu-
leika líka.
„Við höfum ákveðna samúð með
afstöðu Neytendasamtakanna varð-.
andi egg og kjúklinga og teljum
okkur vita að framleiðsiukostnaðar-
verðið erlendis sé í samræmi við
það verð sem samtökin hafa nefnt,“
sagði Jón er hann var inntur eftir
viðbrögðum Hagkaups við tilmæl-
um Neytendasamtakanna til neyt-
enda og kaupmanna að kaupa ekki
þessar vörategundir nema á verði
Neytendasamtakanna. „Þessi fram-
leiðsla er með svipuðu sniði hér og
erlendis, það er í verksmiðjubúum,
og ættu íslensku framleiðendumir
að geta keppt við innflutning nokk-
um veginn á jafnréttisgrandvelli.
Aftur á móti getum við viðurkennt
það sjónarmið sem fram hefur kom-
ið hjá bændum að þeir hafí ekki
fengið að nota jafn afkastamikla
fiiglastofna og framleiðendur er-
lendis. Við viljum því að neytendur
og bændur beini spjótum sínum að
landbúnaðarráðherra og yfírdýra-
lækni í þeim tilgangi að fá þessum
hindranum ratt úr vegi,“ sagði Jón.
Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra sagði, þegar hann var spurður
hvemig ráðuneytið tæki á innflutn-
ingi eggja: „Eins og á öðrum
ólögmætum innflutningi. Ég veit
ekki til þess að Hagkaup hafi feng-
ið leyfi til innflutnings. Annars er
þetta fyrst og fremst mál heilbrigð-
isyfirvalda því ef við á annað borð
ætlum okkur að stunda landbúnað
hér á landi er ekki hægt að leyfa
mönnum að moka sjúkdómum inn
í landið með þessum hætti. Við
höfum nú þegar allt of sára reynslu
af slíku."