Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 53
+ tengdafaðir væri annar þeirra sem væri saknað. Hann Magnús, eða Maggi eins og hann var alltaf kall- aður, horfínn, þessi kraftmikli og góði maður, hvers vegna? Svona spumingar leita alltaf á mann, en eins og hann sagði alltaf sjálfur þá fer maður þegar tími manns er kominn, hvar sem maður er stadd- ur. Þegar maður fær svona fréttir, þá reika um huga manns ótal minn- ingar. Allar góðu stundimar sem við upplifðum saman verða ljóslif- andi og þegar um er að ræða mann eins og Magga þá á maður ekkert nema góðar minningar. Síðustu jól- in em sérstaklega minnisstæð, þau vom svo sérstök. Þegar maður hugsar til baka var eins og hann gmnaði að hann ætti ekki eftir að lifa með okkur önnur jól. Maður fann fyrir svo einstaklega miklum kærleik og hlýju. Það em einmitt þessar góðu minningar sem styrkja mann í þessari miklu sorg. Ef mað- ur þurfti að leita ráða við einhveiju eða taka mikilvægar ákvarðanir þá bar maður það alltaf undir Magga. Hann gat leyst úr öllum málum og hans lausnir vom alltaf réttar. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að þekkja hann í 10 ár, 10 yndisleg ár. Það er ekki langur tími þegar maður lítur til baka, en svona virtur og góður maður skilur svo mikið eftir sig, maður á svo fagra og góða minningu. Ekki datt mér í hug að þegar við Maggi kvödd- umst þann 3. janúar að það væri í síðasta sinn sem ég sá hann, síðasta sinn sem hann vafði mig örmum. Þeirri stund og þeim orðum sem hann sagði gleymi ég aldrei og vil ég nú fá að endurtaka þessi orð og segja: „Elsku Maggi, Guð geymi þig“- Megi minningin um góðan mann lifa að eilífu. Vignir Demusson Margra ára viðskiptavinur og seinni tíma persónulegur vinur, Magnús Þórarinsson, hvarf í hafíð ásamt skipsfélaga sínum þann 8. janúar sl. er mb. Bergþór KE 5 fórst. Slík hafa verið örlög margra íslenzkra sjómanna gegnum aldim- ar. Þótt slikir atburðir gerist oft með íslenzku þjóðinni er erfítt að sætta sig við, að hafíð hafí nú sigr- að Magnús, hinn kraftmikla og hugumstóra mann. Mikill er máttur Ægis. Sjómennska og fískveiðar voru hans aðal. Mikið hefur landkrabb- inn numið af ógleymanlegum spjallstundum með Magnúsi á Grandanum. Hann var maðurinn með sterku skapgerðareinkennin og ákveðnu skoðanimar á flestum hlutum er lutu að útgerð og físk- vinnslu. Þar komust ekki margir með tæmar, þar sem Magnús hafði hælana. Mikið kapp var lagt á það að fá Magnús með í kynnisferð til Japans á sl. hausti, ferð, sem nokkrir út- vegsmenn tókust á hendur til að nema nýjungar í fiskveiðum og vinnslu Japana. Vegna reynslu sinnar og sterkrar lyndiseinkunnar þótti Magnús sjálfsagður í sfíka ferð. Ekki brást Magnús. Á ferðalögum fjarri heimabyggð kynnast menn bezt. Svo fór einnig um okkur Magnús. Þær eru ljúfar í minningunni stundimar er hann með sínum kjamyrta frásagnar- máta lýsti uppvaxtarárum sínum í Gerðum, síldarævintýrinu á Víði GK, aflabrögðum í eigin útgerð og öðmm atburðum, er gerðust á við- burðaríkum ferli. Við ferðafélagamir kynntumst einnig mjúkum hliðum aflamanns- ins. Virðing hans fyrir fjölskyldulíf- inu var mikil og metnaður hans fyrir hamingju og velsæld nánustu ástvina var óumræðilegur. Hann leitaði einnig svara við spumingum, sem rökhyggjan gefur okkur ekki óyggjandi svör við. Þar kom maðurinn mjög á óvart. Nú em leikslok í lífi Magnúsar. Vonandi tekur góður heimur við. Góðs vinar er sárt saknað. Við feðgar, ásamt ferðafélögum, vottum frú Ástu og öðmm ástvinum djúpa samúð. Örn Þorláksson MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 Minning: Guðfinna HaJldórsdóttir frá Efri-Brúnavöllum Fædd 8. mars 1924 Dáin 22. janúar 1988 Guðfínna Halldórsdóttir fæddist í Króki, Gaulveijabæjarhreppi, dótt- ir hjónanna Lilju Olafsdóttur og Halldórs Bjamasonar. Hún ólst upp í stómm systkinahópi, var 5. í röð 10 systkina. Um vorið 1950 giftist hún Jóni Ólafssyni frá Efri-Brúnavöllum á Skeiðum. Þau hófu búskap sama ár og reistu nýbýli á Brúnavöllum. Mínar fyrstu minningar um ferða- lög era þegar við systkinin og mamma fómm upp á Skeið að heim- sækja þau Jón og Lillu. Ég sé þau enn fyrir mér, þar sem þau stóðu á tröppunum að taka á móti okkur, hreint aldeilis ánægð að við skyldum vera komin og ekki spillti að í pottinum var uppáhalds maturinn, hrossalqötið, sem Jón saltaði sjálfur. Við hliðina á pottin- um var opin bók og alls staðar vom opnar bækur, því að Lilla var alltaf að lesa og las margar bækur í einu. Þau hjónin höfðu sérstaka hæfileika til að umgangast böm og unglinga og gera einföldustu hluti að ævin- týmm. Hún Lilla var sérstaklega frænd- rækin og var henni mjög annt um okkr systkinabömin. Árið 1982 lést Jón og seldi Lilla þá nágrönnum sínum jörðina með allri áhöfn og var hún mjög þakklát fyrir að jörðin og skepnumar henn- ar skyldu lenda í svo góðum höndum. Hún bjó á Selfossi síðustu árin, í skjóli einkadóttur sinnar, Ólínu Maríu, og tengdasonar, Guðjóns Egilssonar. Nú er hún Lilla frænka mín dá- in, eftir mikla baráttu við krabba- mein. Ég vil þakka henni samfylgdina. Guð blessi minningu elskulegrar frænku. Lilja Eiríksdóttir . Hinn 22. janúar sl. lést í sjúkra- húsinu á Selfossi frænka mín, Guðfinna Halldórsdóttir frá Efri- Brúnavöllum á Skeiðum, eftir erfitt sjúkdómsstríð. Guðfinna, eða Lilla, eins og hún var alltaf nefnd í fjölskyldunni, var fædd 8. mars 1924, dóttir hjónanna Lilju Ólafsdóttur og Halldórs Bjamasonar bónda í Króki í Gaul- veijabæjarhreppi. Þar ólst hún upp í stómm systkinahópi. Lilja lést fyrir allmörgum ámm en Halldór er enn á lífí á 100. aldursári. Árið 1950 giftist hún Jóni Ólafssyni bónda á Efri-Brúnavöllum á Skeið- um og þar bjuggu þau þar til Jón lést fyrir 5 ámm. Lilla og Jón vom búin að vera alllengi bamlaus þegar þau eignuð- ust dótturina Ólínu Maríu. Hún var foreldmm sínum mikill gleðigjafí. Eftir lát Jóns flutti Lilla til Selfoss, þar sem Ólína (Lóló) býr, til Jiess að vera nærri dóttur sinni. Olína er gift Guðjóni Egilssyni vélstjóra, og eiga þau 3 böm. Ég var 8 ára gömul þegar ég var send til sumardvalar hjá Lillu frænku á Brúnavöllum og Jóns manns hennar, í fyrsta skipti. Alls urðu sumrin í sveitinni 5 og oft kom ég að Brúnavöllum eftir það. Lilla var mér afar góð og sama var að segja um Jón. Það var dýrmæt reynsla að fá að kynnast sveita- störfunum og vera í skjóli góðs frændfólks. Á þessum ámm var einnig á Brúnavöllum frændi minn, nokkmm ámm eldri en við Lóló, heimasætan. Þessu liði stjórnuðu þau Jón og Lilla mildum höndum, og áttu dijúgan þátt í uppeldi okk- ar frændsystkinanna. Lilla hafði mjög rólegt yfírbragð og það var aldrei neinn asi á henni. Hún hafði ágæta kímnigáfu og var glaðlynd. Hún þurfti aldrei að hafa hátt eða láta mikið til þess, að tekið væri eftir því sem hún vildi að skild- ist. Þó að ég dveldi ekki lengur heil sumur í sveitinni þá héldum við Lilla alltaf góðu sambandi. Við Lóló urðum góðar vinkonur og hefur sú vinátta haldist eftir að við báðar giftumst og eignuðumst böm. Það hefur verið stutt á milli heimila okkar og heimsóknir tíðar. Eftir að Lilla flutti á Selfoss sáumst við oft. Þegar við kvöddumst í síðasta sinn nokkmm dögum áður en hún dó fann ég sömu hlýjuna og alltaf áður í garð „litlu frænku“ eins og hún kallaði mig. Á skilnaðarstundu er mér efst í huga þakklæti fyrir allt þáð sem Lilla frænka var mér og mínum og ég bið Guð að geyma hana. Við Gunni sendum Lóló, Gauja og bömunum og Halldóri og fjöl- skyldunni frá Króki innilegar samúðarkveðjur. Vala TÖLVUPRENTARAR iRÐARVOÐIR' — GLUGGATJÖLD ERÐ/^VO§lR ~~ GLl%^J” ERÐA GLU(*TÍ ERÐAF^OÐIR - GLUflCATiÖLD ERÐ, GL^ __ ERÐARVOÐIR GLUGGATJÖLD iRÐARVOÐIR - GLUGGATJÖLD ERÐARVOÐIR - - GLUGGATJÖLD ERÐARVOÐIR - GLUGGATJÖLD •RÐARVOÐIR - gluT iRÐAiS 1 r'iyri...'uuli i'n 1 t rryT^rrrwerTT" EFNI - ÁKLÆÐI - GLUGGATJÖLD - LOPI - BAND - - LOPI - BAND - MOTTUR - GÓLFTEPPI - FATNAÐUR ÁKLÆÐI - GLliCGAUÖLD - LOPL,™ BAND - EFNi - .OPI - LOPS EFNi - - LOPi EFNI - - LOPi EFNI - - LOPi EFNI - GIJJGGATiÖI D AKLÆÐI - GLUGGATJdSD - LOPI - BAND - BAND - MOmjRfl GÓLFTEPP|TL FATi/*)UR Gf ►-JMOl LÆÐI T GLUGGATJOXD - LOPI - BAND - BAND - MQTTUR — JaÓLfijTEPPi - FATNAÐUR ÁTO/fFSÍF^^n 51/511 - BAND - - -boi-siCssM- fatnaður ÁKLÆÐI — (liLUGGATJÖLD - LOPi — BAND - - BAND - MOTTUR - GÓLFTEPPI - FATNAÐUR ÁKLÆÐI - GLUGGATJÖLD - LOPI - BAND - - BAND - MOTTUR - GÓLFTEPPI - FATNAÐUR ÁOoiíS - BAND - MQTTIJR - GQLFTEPPI - FATNADUR MOTTUR - GOl - VÆRÐARVOÐIR MOTJUR - GÓU “ÐJJ2VOÐIR GÓU OÐIR MOTTUR - GÖl VÆRÐARVOÐIR GÓL ÐIR MOTTUR - GÓI - VÆRÐARVOÐIR MOTTUR - GÓl - VÆRÐARVOÐIR MOTTUR - GÓl - VÆRÐARVOÐIR MOTTUR - GÓl - VÆRÐARVODIR MOTTUR - GÖ£ VÆFfplOÐIR motIU^ GOU ..VÆHOABVQÐiR Framsóknarvist, Hótel Sögu Framsóknarfélag Reykjavíkur efnlr tll Framsóknar- vlstar í Súlnasal Hótel Sögu á morgun, sunnudaginn 31. janúar, kl. 14. Veltt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Ingvar Gíslason, rltstjóri Tímans, mun flytja stutt ávarp í kafflhléi. Aðgangseyrir er kr. 350 (kaffiveitingar Innlfaldar). Framsóknarfélag Reykjavíkur + sj> m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.