Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 30
30______ Bretland MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 Frjálslyndir sam- þykkja sameiningn St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FRJÁLSLYNDI flokkurinn sam- þykkti á sérstakri ráðstefnu síðastliðinn laugardag að ganga til sameiningar við Jafnaðar- mannaflokkinn. Yfirgnæfandi meirihluti fundarmanna var hlynntur sameiningunni, en for- ysta flokksins hafði verulegar áhyggjur af andstöðu við hana. Nú um helgina taka jafnaðarmenn Austurríki: Sagnfræðinganefndin þjarmar að Waldheim Vín. Reuter. Sagnfræðinganefnd, sem kannað hefur feril Kurts Waldheims, for- seta Austurríkis, á stríðsárunum, spurði hann spjörunum úr sl. fimmtudag og er hermt, að Waldheim hafi átt undir högg að sækja á fundinum. Júgóslavneskur sagnfræðingur sagði í gær, að Waldheim hefði frá 1947 verið á lista yfir menn, sem voru eftirlýstir vegna striðsglæpa á Balkanskaga. Hans Rudolf Kurz, formaður nefndarinnar, sagði, að fundurinn hefði verið „gagnlegur en ekki auð- veldur Waldheim". Vildi hann ekki lýsa honum nánar en sagði þó, að stundum hefði hitnað í kolunum. Sagnfræðinganefndin, sem aust- urríska stjómin skipaði, á að skila af sér skýrslu 8. febrúar nk. um þær ásakanir, að Waldheim hafi verið viðriðinn stríðsglæpi þegar hann gegndi herþjónustu í þýska hemum á stríðsárunum. Waldheim segist ekki hafa vitað, að gyðingar og aðrir hafi verið flutt- ir í útiýmingarbúðir þegar hann starfaði fyrir þýsku leyniþjónustuna í Grikklandi og Júgóslavíu. Manfred Messerschmidt, einn nefndarmann- anna, sagði, að auðvelt væri að efast um þá fullyrðingu hans. Anton Kolendic, júgóslavneskur sanfræðingur, sagði í gær, að Wald- heim hefði verið á júgóslavneskum lista yfir stríðsglæpamenn frá árinu 1947 og ætti því að svara til saka fyrir rétti, ekki fyrir sagnfræðinga- nefnd. Kvaðst Kolendic sjálfur hafa afhent Sovétmönnum og Bretum skjöl um stríðsglæpi Waldheims. Intemational gefur út á hveiju ári, segir, að 333 af 1.167, sem létu lífíð í flugslysum, hafi fallið vegna að- gerða hermdarverkamanna. „Hætt- an á því að flugfarþegar verði fómarlömb spellvirlqa og flugræn- ingja er vaxandi og stöðugt yfirvof- andi,“ segir í skýrslunni. A árinu 1986 létu 219 flugfarþegar lífið af völdum hermdarverka. í skýrslunni sagði enn fremur, að eftir sem áður orðið vegna mistaka flugmanna. Af þeim sökum létu 392 lffíð í tfu flugslysum á árinu 1987. Níu flugslys eru talin hafa orðið af völdum veðurs og létust 239 far- þegar í þeim. Meðal annarra orsaka fyrir dauðsföllum í flugslysum má nefna vélarbilanir og eldsvoða. í skýrslunni kemur fram, að á síðasta ári urðu flugfarþegar í fyrsta skipti yfir milljarður talsins. afstöðu til samskonar sameining- artillögu í flokki sfnum. Eftir fimm klukkustunda umræð- ur var tillaga um sameiningu við jafnaðarmenn samþykkt með 2099 atkvæðum gegn 385. Til að tillagan hlyti samþykki þurfti stuðning tveggja þriðju hluta fulltrúanna á fundinum. Þessi stuðningur fór fram úr björtustu vonum flokksforystunn- ar. Hún óttaðist mest, að meirihluti styddi tillöguna, en næði ekki tveim- ur þriðju hlutum. Forystan hafði því reiðubúnar tillögur um, hvemig bregðast skyldi við því. Til þeirra þurfti ekki að grípa. í ræðu sinni á ráðstefnunni viður- kenndi David Steel, leiðtogi Frjáls- lynda flokksins, mistökin við samþykkt stefnuskrár hins nýja flokks. Ræðan var vel samin og vel flutt og virðist hafa sannfært marga um gildi sameiningarinnar. Þessi ræða og niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar bæta hlut Steel nokkuð, en hann var mjög valtur í leiðtogasessi um tíma. Umræður em þegar hafnar um væntanlegan leið- toga hins nýja flokks. Steel segir ólíklegt, að hann gefi kost á sér, en hann útiloki það ekki. Flestir veðja á Paddy Ashdown, talsmann Frjáls- lynda flokksins í menntamálum, sem líklegt leiðtogaefni. Reuter A öðrum endanum Þessum Volkswagni hefur ekki verið lagt svona skemmtilega eða lent í einhveijum loftköstum heldur er um að ræða auglýs- ingu fyrir bílasölu í Eystrasaltsbænum Kappeln í Vestur-Þýska- landi. Umræður í Bandaríkjaþingi: Flugslys á árinu 1987: Fjórðung dauðs- fallanna má rekja til hermdarverka London. Reuter. FJÓRÐUNGUR þeirra dauðsfalla, sem urðu í flugslysum á árinu 1987, á rót sína að rekja til hermdarverka. Hættan á að flugfarþegar verði fórnarlömb spellvirkja eða flugræningja hefur aukist, að því er fram kemur í skýrslu um öryggi i farþegaflugi. í skýrslunni, sem tímaritið Flight flest dauðsföll í flugslysum hefðu Kjarnaoddar upprættra f lauga verða geymdir Washington, frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Washington. Þ AÐ KOM flestum á óvart er það var upplýst á Bandaríkjaþingi í umræðunum um staðfestingu þingsins á samningi þeirra Ron- alds Reagans og Míkhails Gorbatsjovs um upprætingu meðal- og skammdrægra kjarn- orkuflauga á landi, að samnings- aðilum er heimilt að halda kjarnaoddum upprættu flaug- anna, án þess að gera kjarnaodd- ana ónothæfa til sprengingar. Upplýsingamar hafa vakið mikið umtal bæði innan þings og utan. Jafnvel staðföstustu stuðnings- menn sammningsins eins og t.d. John Glenn, öldungadeildarþing- maður og geimfari, sagði að hann hefði átt tal við fjölda manns, sem hefði hneykslast stóríega, er því varð ljóst, að það eru engin ákvæði í samningnum um það að hver ein- asta kjamorkusprengja verði eyði- lögð. Helsti andstæðingur samningsins á þingi, Jesse Helms, öldungadeild- arþingmaður frá Norður-Karólínu- ríki, sem er talinn íhaldssamasti þingmaður repúblíkana, varpaði fram þeirri spumingu, hvemig gæti staðið á því, að samningurinn fyrir- skipaði ekki eyðileggingu þess hluta kjamorkuvopnsins, sem drepur menn og eyðileggur mannvirki. Á hinn bóginn em fyrirmæli um það í samningnum, að allir hlutar með- al- og skammdrægra kjamorku- flauga og senditækja þeirra fyrir utan kjamorkuodda og siglingar- tæki skuli brennd eyðilögð með sprengingu undir eftirliti banda- rískra og sovéskra sérfræðinga. Vamarmálaráðherra Banda- ríkjanna, Frank C. Carlucci, lýsti því yfír í þinginu, að ákvæðið um varðveislu kjamaoddanna hefði ver- ið sett í samninginn að undirlagi Bandaríkjamanna sjálfra. Ráðherr- ann gaf í skyn, að það stafaði m.a. af skorti á kjamaefnum, svo sem plútóníum og úraníum, og hafi ver- ið talið nauðsynlegt að nýta efnin í kjamaoddunum til framleiðslu á kjamavopnum á næsta áratug. Verkfall skrifstofufólks í Svíþjóð: Angóla: Suður-afrísk sprengjuvarpa snýr styijöldinni UNITA í vil Jóhannesarborg. Reuter. TALSMENN UNITA-hreyfing- arinnar í Angóla skýrðu frá þvi á þriðjudag að þeir hefðu náð borginni Cuata Cuanavale á sitt vald. Stjómin i Luanda visar þvi á bug að borgin hafi fallið en hún er hernaðarlega mjög mikil- væg vegna flugvallar i grennd við hana. Stytjöldin i Angóla, sem hefur staðið í um þrettán ár, virðist nú vera að snúast skæruliðum i hag eftir að bar- dagar blossuðu upp að nýju i september. Telja sérfræðingar að það megi að miklu leyti þakka nýrrí suður-afrískrí sprengju- vörpu af gerðinni G-5. G-5 sprengjuvarpan hefur und- anfarið verið notuð af suður-afrí- skum hermönnum sem aðstoða UNITA í baráttunni gegn stjóm- inni í Luanda, er nýtur stuðnings Kúbumanna. Stjómarherinn hefur á síðustu mánuðum þurft að hörfa hundruð kílómetra frá því svæði sem UNITA hefur á sínu valdi í suð-austur Angóla. Telja sérfræð- ingar að skýringuna á því megi að miklu leyti rekja til þess að UNITA getur nú haldið uppi stöðugum og nákvæmum stórskotaliðsárásum á stjómarherinn. G-5 sprengjuvarpan, sem kom fyrst á markaðinn árið 1979, er stolt hins suður-afrSska vopnaiðn- aðar, sem hefur blómstrað síðan Sameinuðu þjóðimar settu vopna- sölubann á Suður-Afríku. Að sögn Helmoed-Roemer Heit- man, sem ritað hefur bók um herafla Suður-Afnku, er G-5, og systurvopnið G-6, gott dæmi um það hvemig suður-afríski vopna- framleiðandinn Armscor nýtir sér háþróaða tækni úr ýmsum áttum. Að stofni til eru sprengjuvarpan og skotfærin þróuð af kanadísku fyrirtæki en með því að nýta sér sænska tækni hefur Armscor tekist að betrumbæta skotfærin enn frek- ar. Ýmsir hafa borið lof á sprengju- vörpuna, m.a. hið virta tímarit Jane's Defence Weekly, sem segir hana vera sambærilega við hvaða framleiðslu sem er frá löndum er hafa mun lengri hefð i vopnamíði en Suður-Afríka. Framleiðsla iðnfyr- irtækja að stöðvast Stokkhólmi, Reuter. YERKFALL um 50.000 skríf- stofumanna, sem starfa hjá iðnfyrírtækjum í einkaeigu, er tekið að segja til sín í Svíþjóð. Framleiðsla margra helstu iðn- fyrirtækja landsins hefur riðlast en verkfallið hefur staðið i níu daga. Talsmaður Volvo-fyrirtækisins, stærsta fyrirtækis Svíþjóðar, sagði í gær að framleiðsla í flestum stærstu verksmiðjum fyrirtækisins hefði nánast stöðvast. Kvað hann tap Volvo af þessum sökum nema um l,7 milljörðum íslenskra króna á dag. Um 7.000 starfsmenn L M Ericsson, sem sérhæfir sig í fjar- skiptabúnaði, símakerfum og tölvutækni, eru í verkfalli og hefur fyrirtækið neyðst til að segja 2.000 starfsmönnúm upp. Hjá fyrirtækinu fengust þær upplýsingar að 6.000 manns til viðbótar kynnu að missa störf sín í næstu viku. Stéttarfélag skrifstofufólks sem starfar hjá einkafyrirtækjum krefst launahækkunar umfram verðbólgu sem er nú fimm prósent. Samband vinnuveitenda hefur boðist til að hækka launin um fjögur prósent og hefur hótað að setja á verkbann á mánudag hafi stéttarfélagið ekki fallist á þá lausn launadeilunnar fyrir þann tíma. Einungis um helm- ingur félaga stéttarfélagsins er í verkfalli og voru þeir valdir úr sem leggja skyldu niður störf. Sænska ríkisstjómin hefur ákveðið að takmarka launahækkan- ir við fjögur prósent til að koma í veg fyrir óhagstæðan greiðslujöfn- uð á næsta ári og til að styrkja samkeppnisstöðu sænskra iðnfyrir- tækja. Er litið svo á að verkfallið geti skipt sköpum um hvort ríkis- stjóminni tekst að halda þeirri stefnu til streitu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.