Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 41 Afmæliskveðja: Pálína Þorsteins- dóttir, Akranesi Hún ólst upp á Stöð í Stöðvar- fírði. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Þ. Mýrmann og Guðríður Guttormsdóttir. Þau hjón bjuggu þá í Kirkjubóls- þorpi á Stöðvarfírði, húsið kallaðist Þorsteinshús og þar rak faðir henn- ar verslun og útgerð til 1914. Fyrstu minningar Pálínu eru bundn- ar við þetta hús og umhverfi þess. Maður Pálínu er Guðmundur Bjömsson kennari frá Núpsdals- tungu í Miðfírði. Guðmundur hefur hlotið margskonar viðurkenningu fyrir störf sín við kennslu og félags- mál. Þau hjónin, Pálína og Guðmund- ur, hafa búið á Akranesi frá haustinu 1933. En hver er Pálína, hverra manna og hvaðan? Þessum spumingum ætla ég að svara. Ég vil því gera grein fyrir foreldrum Pálínu og því umhverfi, sem hún ólst upp f. Faðir Pálínu fæddist 12. maí 1874 að Slindurholti á Mýmm í Austur-Skaftafellssýslu, sonur hjónanna Þorsteins Þorsteinssonar og Valgerðar Sigurðardóttur. Þorsteinn missti föður sinn rúm- lega tveggja mánaða gamall. Valgerður flutti þá með böm sín til mágs síns, Jóns Þorsteinssonar, og konu hans, Sigríðar Magnús- dóttur, í Eskey, og ólust bömin þar upp. Þá Þorsteinn var 18 ára fer hann í læri til séra Guttorms Vig- fússonar í Stöð, gegn því að vinna fyrir námskostnaði og uppihaldi. Síðar fór hann á Flensborgarskól- ann í Hafnarfírði og útskrifaðist þaðan 1898. Að námi loknu hvarf hann aftur til Stöðvarfjarðar og hélt heimili með móður sinni og systur til ársins 1905 en þá gengu þau Guðríður Guttormsdóttir í hjónaband. 1914 fluttu þau hjón frá Kirkjubólsþorpi að Óseyri og hófu þar búskap. Þorsteinn var mikill athafnamað- ur og naut trausts og virðingar sveitunga sinna. Hann var oddviti Stöðvarhrepps í 18 ár og lengi sýslunefndarmaður. Þorsteinn var vel máli farinn og kunnur hagyrðingur er orti jafnt gamanbragi og erfíljóð. Móðir Pálínu, Guðríður Gutt- ormsdóttir, fæddist 30. apríl 1883 á Svalbarði í Þistilfirði, dóttir Gutt- orms Vigfússonar prófasts og Þórhildar Sigurðardóttur. Guðríður var söngelsk og kunni fjöldan allan af lagboðum, spilaði eftir eyranu á það sem hendi var næst, hárgreiðu, munnhörpu, harm- oníku og orgel. Hún hafði fágaðan bókmennta- og málsmekk. Auk þeirrar menntunar sem hún naut í foreldrahúsum dvaldi hún á Akur- eyri hjá Helgu Austmann hálfsystur sinni og lærði þar að spila á orgel og fékk tilsögn í hannyrðum. Heimili Guðríðar og Þorsteins var jafnan fjölmennt. Þau eignust auk Pálínu sex böm. Einnig var á heim- ilinu móðir Þorsteins, Valgerður, dóttir Sigurðar Eiríkssonar á Kálfa- felii Einarssonar og Valgerðar Þórðardóttur, systur Steins, afa meistara Þórbergs. Ekki má gleýma Helgu Jens- dóttur, sem var hjá Guðríði og Þorsteini hálfan fjórða áratug. Nokkru fyrir aldamót fluttu þau hjónin, Þórhildur Sigurðardóttir og séra Guttormur Vigfússon, frá Svalbarði að Stöð. Hann var kunnur latínuhestur og kenndi fjölda pilta undir skóla. Kona séra Guttorms, Þórhildur, þótti búkona hin mesta og stjómsöm jafnt innan bæjar og utan. Á heimili þeirra, ömmu sinnar og afa í Stöð, átti Pálína eftir að mótast og þroskast. Þegar foreldrar Pálínu (et þá var 4 ára) eignuðust fjórða bam sitt 1912, átti hún að vera hjá afa og ömmu í Stöð, nokkra daga meðan móðir hennar lá á sæng. En þessir dagar entust henni fram yfír ferm- ingaraldur. Tengslin við foreldra og systkini rofnuðu þó aldrei, því eftir að fjöl- skyldan flutti að Óseyri var mjög skammt á milli heimilanna. Þegar Pálína hleypti heimdrag- anum fór hún fyrst að Hallormsstað til Sigríðar móðursystur sinnar og Guttorms Pálssonar skógarvarðar. Síðar var hún á Efrahvoli hjá Björg- vin Vigfússyni, sýslumanni, afa- bróður sínum. Pálína var vel að sér til munns og handa, eftir uppeldið í Stöð og dvöl á myndarheimilum, auk þess hafði hún verið á unglingaskóla á Fáskrúðsfírði. En nú langaði hana til að læra meira. Hún komst á Hvítárbakka í Borgarfirði í tvo vet- ur 1927—1929 með því að leggja hart að sér. Eftir dvölina á Hvítár- bakka fékkst hún við bamakennslu á vetrum, eins og algengt var með nemendur þaðan. En á sumram var hún í kaupavinnu. Á þessum áram kynntist hún eig- inmanni sínum, Guðmundi Bjöms- syni. Pálína er hagmælt og prýðilega ritfær, eins og sannaðist í skóla, en þeim arfí verður hún að skila til komandi kynslóða gegnum niðj- ana, því tómstundir átti hún fáar til ritstarfa. Þegar böm Pálínu vora að vaxa úr grasi þurfti hún eins og flestar mæður á þeim tíma, að sauma mest allan fatnað á þau. Árin 1930—1950 vora ekki til einnota bleyjur, þvottavélar engar og vinnu- konur um það bil að hverfa. Okkur sem þekkjum til Pálínu frá bemskuáram, fínhst þetta ekki langur tími, við skiljm varla að hún sé orðin áttræð, enda stendur Pálína enn fyrir heimili og tekur á móti bömum og bamabömum þegar þau bregða sér í heimsókn upp á Akra- nes. Þau Pálína og Guðmundur eign- uðust 5 böm, sem öll era vel gefíð efnis- og dugnaðarfólk. Bamaböm- in hennar era fyrsta kynslóðin sem getur áhyggjulítið stundað nám eft- ir eigin óskum og þannig búið sig undir lífsstarfið. Það er afmælisósk mfn og minna til þín, Pálína, að þú haldir lífsgleði þinni, heilsu og andlegum kröftum til hinsta dags. Anna Þorsteinsdóttir ★ Hún tekur á móti gestum á heim- ili sonar síns og tengdadóttur, Grenigrand 39, Akranesi, í dag. Svarthjálmur ullar á Skrúbb forseta; Moranis og Brooks Í „Space- balls.“ til hún rekst á hann í „High An- xiety", dynjandi spennutónlistin kemur úr hópferðarútu með með- limum Fflharmóníuhljómsveitar Lundúna innanborðs. „Blazing Saddles" endaði með kaos í upp- tökuverinu. í „Spaceballes" rotar myndavélin Svarthjálm og í öðra atriði rekast Svarthjálmur og Lone Starr utan í kvikmyndaliðið þegar þeir era að skylmast. Aðalhetjumar flórar sleppa naumlega þegar óvin- imir handtaka staðgengla þeirra. Brooks getur að auki ekki hætt að skopast að framhaldsmynda- gerðinni, sölumennskunni og leik- fangaiðnaðinum í kringum geimvísindamyndimar. Þegar Svarthjálmur og menn hans vita ekki hvað þeir eiga að gera næst horfa þeir bara á „Spaceballs" á myndbandi og fylgjast með fram- vindu mála. Svarthjálmur leikur sér að „Spaceballs“-dúkkum, Jógúrt á heilan lager af „Spaceballs"- bolum og leikföngum. Brooks tekst kannski ekki alltaf að halda dampi og sumt er ófyndn- ara en annað en það er meira en nóg af öllu og máttur farsans er sannarlega með Brooks í þetta skipti. Fyrirlest- ur um skjalastjórn DR. JAMES C. Bennett prófessor í viðskipta- og hagfræðideild ríkisháskóla Kaliforníu flytur opinberan fyrirlestur f boði Fé- lagsvísindadeildar Háskóla íslands mánudaginn 1. febrúar. Fyrirlestur dr. James C. Bennett fjallar um mikilvægi skjalastjómar í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirlesturinn hefst kl. 17.15 í stofu 101 í Odda, húsi félagsvís- indadeildar við Sturlugötu. Fyrirlesturinn er fluttur á enskö og er öllum opinn. Megi farsinn vera með þér Kvlkmyndir Arnaldur indriðason Spaceballs. Sýnd í Bfóhöllinni. Bandarísk. Leikstjóri: Mel Brooks. Handrit: Mel Brooks, Thomas Meehan og Ronny Gra- ham. Framleiðandi: Mel Brooks. Kvikmyndataka: Nick McLean. Tónlist: John Morris. Helstu hlut- verk: Mel Brooks, John Candy, Rick Moranis, Bill Pullman og Daphne Zuniga. Mel Brooks hefur alltaf verið bestur þegar hann hefur gert grín að Hollywood og myndunum sem þaðan koma og hann hefur gert mikið grín að þeim. Hann hefur búið til sína persónulegu snargeggj- uðu Hitchcock-mynd, hann hefur gert sinn persónulega og enn geggj- aðri vestra, hann hefur gert grín að þöglu myndunum, sögulegu stór- myndunum og hryllingsmyndunum. Það hlaut því að koma að því ein- hvem daginn að hann gerði „Spaceballs", sem sýnd er í Bíóhöll- inni. í henni hlær hann að George Lucas og stjömustríðsmyndunum og hvaða geimvísindamyndum öðr- um sem skotið hefur verið á hvíta tjaldið. Og við hlæjum dátt með. Þegar Brooks kemst í gott efni kemur gott efni frá Brooks og stjömustríðsmyndimar bjóða sann- arlega uppá að spaugað sé með þær. „Spaceballs" gerist eins og fyrsta stjömustríðsmyndin í stjömukerfí langt, langt, mjög langt í burtu. Hún hefst á þvi að textinn góðkunni líður yfír tjaldið og þar stendur að á plánetunni Geimkúlu þjáist menn af súrefnisleysi og því geri þeir út leiðangur til að ræna súrefni frá plánetunni Drúsíu í næsta nágrenni. Og í lok textans bætir Brooks við: „Ef þið getið les- ið þetta þurfið þið ekki að nota gleraugu." Þar með rúllar myndin af stað og allt sem fyrir augu og eyra ber er í stfl hins geðveikislega fárán- leikafarsa Brooks. Helstu óþokk- amir era Skrúbb forseti (Mel Brooks, sem líka leikur hinn alvitra Jógúrt er ræður yfír mættinum) og Svarthjálmur (Rick Moranis), sem er aulaútgáfa af hinum hræðilega Svarthöfða (Darth Vader). Þeir ræna Vespu prínsessu (Daphne Zuniga) á Drúsiu og ætla þannig að neyða föður hennar, Róland kóng (Dick Van Patten), til að gefa þeim allt súrefni plánetunnar. En hjálp er ekki íjarri: Lone Starr (Bill Pull- man) og Voffi (John Candy) sem er mandur, hálfur maður og hálfur hundur og því besti vinur sjálfs síns, bjarga Vespu. Þá er bara eftir að bjarga Drúsíu. Það era fleiri myndir en „Stjömu- stríð“ í „Spaceballs"; það er svolítið af „Star Trek“,. „Ápaplánetunni" og svo kemur John Hurt fram í örstuttu atriði og endurtekur fræga kviðristu úr „Alien". „Spaceballs" kemst hiklaust í hóp með myndum eins og „High An- xiety", „Young Frankenstein" og „Blacing Saddles". Margt af því sem Brooks hefur gert áður í þeim myndum gerir hann aftur hér en í meira magni og ennþá villtar. Brooks hefur t.d. alltaf haft gam- an af að draga athyglina að sjálfri kvikmyndagerðinni; myndavélin færist nær og nær glugga þangað Bragðbætt skagfirsk súrmjólk í handhægum hálfslítra fernum Dreifingaraðili Mjólkursamsalan MjólkursamlagJgjr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.