Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 51 Vatnabrandur. Þannig kynnist ég honum fyrst. Þau Guðrún og Brandur hófu búskap í Vík og áttu þar heimili til 1936 en fluttu þá til Reykjavíkur þar sem Brandur stundaði akstur. En heimahagamir toguðu í ungu hjónin og aftur voru þau komin til Víkur 1942. Þar stóð heimili þeirra æ síðan og þar áttu þau heiðurshjón eftir að skila miklu dagsverki og merku og gera garðinn frægan. Hjónaband þeirra var mjög far- sælt og kraftamir stilltir saman til átaka í margbrotnum og mikilvæg- um störfum. Þau hjón bæði höfðu fengið í vöggugjöf mikið þrek og ærinn kjark. Þegar lífssól þeirra stóð hæst virtist manni stundum sem lítil takmörk væru fyrir því, sem þau gátu afkastað. Þau höfðu bæði alist upp við kröpp kjör eins og flestir íslendingar á öndverðri öldinni, en það hafði ekki merkt þau á nokkum hátt. Þvert á móti. Höfð- ingsskapur í sjón og raun var einkenni þeirra beggja heima og að heiman. Þau hjón eignuðust 4 böm. Þau eru Jóhannes Stefán, forstjóri í Garðabæ kvæntur Þuríði Halldórs frá Höfnum, Hrönn búsett í Vík gift Guðjóni Þorsteinssyni, starfs- manni Vegagerðar ríkisins, Birgir, rafvirki, kona hans er Jóhanna Þór- hallsdóttir, þau búa í Hafnarfirði og Hörður bílstjóri ókvæntur í Reykjavík. Brandur Stefánsson var kunnur maður um Suðurland allt frá því að hann hóf baráttu sína við vötnin og vegieysumar á sínum fyrsta bíl. Ég hafði því þekkt hann í nokkur ár áður en ég leit konu hans fyrst augum. Kynni mín af Guðrúnu Jó- hannesdóttur hófust fyrst árið 1951 eftir að ég og fjölskylda mín flutt- ist til Víkur, þar sem við áttum heimili í rúman áratug. Það vom góð kynni, sem við emm þakklát fyrir. Það er ekki mögulegt að minnast annars þeirra hjóna, án þess að geta beggja, svo nátengd vom þau. Þegar ég kom austur, vom þau í blóma lífsins, full af lífskrafti og athafnagleði. Þau höfðu mikið um- leikis eftir því, sem hægt var á litlum stað. Brandur var vegaverk- stjóri i Vestur-Skaftafellssýslu. Hann hafði sérleyfí til fólks- og póstflutninga á leiðinni milli Reylgavíkur og Kirkjubæjarklaust- urs. Þá ráku þau hjónin hótel í Vík, sem Guðrún stjómaði með miklum myndarbrag..Þau veltu því miklum ijármunum eftir því, sem þá gerðist í ekki stærra samfélagi. Ég býst við því að ijárhagur þeirra hafí verið nokkm rýmri en almennt gerðist austur þar á þessum ámm. Það sá lfka á. Þeir veltitímar, sem síðar gengu yfir þjóðina, vom ekki í sjónmáli. Ekki var um beinan skort að ræða hjá fólki það ég vissi, en atvinna stopul. Það hafði því margur lítið milli handa, ekki síst bammörgu heimilin og gamla fólkið. Þetta fór ekki framhjá Guðrúnu og Brandi. Þau vom óspör á hjálp og liðsinni þar sem þau töldu að þörfín væri. Hjálp þeirra var ekki veitt með hangandi hendi eða gjaf- ir skomar við nögl. Þegar Guðrún Jóhannesdóttir gaf var hún stór- tæk. Hún gaf oft og mikið og hún gaf af ánægju, enda var hún ekki lött til þess af eiginmanninum. Þau öfluðu mikils, hjónin og unnu lang- an vinnudag. Ég held að þau hefðu aldrei getað safnað auði. Mér finnst alltaf að gjafimar til þeirra, sem minna áttu, hefðu orðið stærri og fleiri eftir því sem aflaféð var méira. „Því það' er svo misjafnt, sem mennimir leita að.“ Auðsöfnun var ekki það, sem þessi hjón kepptu að heldur athafn- ir og löngun til þess að vera veitandi og sjálfstæð í hugsun og starfí. Guðrún Jóhannesdóttir var falleg kona og skömleg í ffamgöngu. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fór ekki í manngreinarálit. Þótt hún gæti verið tannhvöss ef svo bar undir erfðu menn það ekki við hana. Það sem hún sagði var mælt af sannfær- ingu og heilindum. Það var hennar sterka hlið og þess naut hún meðal samferðafólksins. Hún var tröll- trygg- Ef hún bast vináttuböndum við fólk, var ekki tjaldað til einnar nætur. Þau bönd urðu aldrei rofín af henni. Heimili þeirra Guðrúnar og Brands í Vík var alla tíð mikill rausnargarður þar, sem allir vom velkomnir. Guðrún var frábær hús- móðir. Það duldist engum, sem þangað kom. Um þetta ágæta heim- ili á ég margar minningar og allar góðar. Fáir lifa langa ævi, þótt vel hafí verið að verki staðið án þess að verða fyrir áföllum í einhverri mynd. Það fengu þau Guðrún og Brandur að reyna þegar degi tók að halla. Þau létu þó erfíðleikana ekki beygja sig eða smækka. Sameiginlega höfðu þau tekið því, sem lífið rétti þeim. Þar vom mörg sólskinsár og margir sigrar. Sameiginlega tókií þau öllum erfíðleikum með reisn og höfðings- brag. Þar var einkenni þeirra beggja. Ekki væri það í anda Guðrúnar minnar ef ég héldi því fram að hún hafi verið fuUkomin. Það var hún ekki fremur en önnur mannanna böm. í henni var bæði gull og gijót, en gullið vó svo miklu miklu meira. Þess vegna átti hún vináttu svo margra og þess vegna er nú mörg- um söknuður í huga. Við hjónin og bömin okkar þökk- um látinni heiðurskonu fyrir órofa tryggð og vináttu og vottum Brandi vini okkar og fjölskyldu hans inni- lega samúð. Ragnar Jónsson Látin er Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja, Vík í Mýrdal. Með henni er fallin frá ein af okkar dugmestu samferðakonum, því þó að hún fari nú fyrir aldur fram liggur mikið ævistarf að baki. Guðrún var fædd á Skjögrastöð- um á Völlum hinn 13. maí 1914 og var næstyngst bama þeirra hjóna Jóhannesar G. Jónassonar og Jómnu Jónsdóttur, sem bjuggu þar, uns þau fluttu tií Vfkur í Mýrdal árið 1921. Þar unnu þau hjónin á stórbýlinu Norður-Vík, en Guðrún ólst upp hjá Guðnýju, systur sinni, í kauptúninu til 16 ára aldurs. Þá réð hún sig í kaupavinnu að Suður- Vík, sem þá var annað tveggja stórbýla í útjaðri Víkurkauptúns. Starfaði hún þar næstu tvö árin eða til ársins 1932, en það ár giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Brandi J. Stefánssyni frá Litla- Hvammi í Mýrdal, og hófu þau þá búskap í Vík. Ég tel að hjónaband þeirra hafí verið mjög farsælt og virtist mér þau vera mjög samhent við að takast á við þau verkefni, sem þau höfðu með höndum, en þau voru oft mörg því bæði hafa verið ósérhlífín um dagana. Böm þeirra em í aldursröð: Jó- hannes Stefán, kvæntur Þuríði Halldórs og eiga þau 3 böm, Hrönn, gift Guðjóni Þorsteinssyni og eiga þau 4 böm, Birgir í sambúð með Jóhönnu Þórhailsdóttur og eiga þau 2 sjmi, yngstur bama þeirra hjóna er Hörður. Allt er þetta mikið mjmd- ar- og dugnaðar fólk. Brandur var einn af frumkvöðl- um í bílaútgerð og vann þegar á fyrstu búskaparárum þeirra Guð- rúnar við það í Vík og áfram í Reykjavík, eftir að þau fluttust þangað árið 1936 allt til ársins 1942, er þau komu til Víkur aftur. Biðu þeirra hjóna þá mörg við- fangsefni þar, en í Vík hafa þau búið síðan. Auk þess sem Brandur hafði nú með höndum vegaverk- sijóm hélt hann áfram bflaútgerð og rak sérleyfisbifreiðir til ársins 1955. í beinum tengslum við það ráku þau hjónin veitinga- og gisti- hús í Vík. Hefur samheldni þeirra sem fyrr er getið um ekki síst kom- ið sér vel á þessum tíma, en þessi þáttur í þeirra þjónustustarfsemi hefur að öllum líkindum mætt mest á Guðrúnu. Auk þess að vera dug- leg sjálf hafði hún mikla hæfileika til þess að stjóma og leiðbeina öðr- um. Starfsstúlkum sem hjá henni unnu líkaði vel að vinna undir henn- ar sljóm og mátu hana mikils. Auk lipurðar, glaðlegs viðmóts og við- leitni til að greiða götu hvers manns, fann sá sem til hennar kom að hér var á ferðinni manneskja, sem var þeim hæfileika gædd að útbúa sérstaklega bragðgóðan mat og þá á ég ekki endilega við íburð- armikinn mat. Þetta fór því allt vel saman, og því varð þjónusta þeirra hjóna mjög vinsæl. Um svipað lejrti og þau seldu. þjónustustarfsemi sína Kaupfélagi Skaftfellinga árið 1955 urðu miklir vatnavextir. á Mýrdalssandi. Marg- faldaðist þá öll vinna við vegagerð því kapp var lagt á að halda þjóð- veginum opnum eftir því sem að nokkur kostur var. Vom starfs- menn við vegagerð þá svo lánsamir að Guðrún skyldi ráðast sem bú- stýra til þeirra. Hef ég á tilfínning- unni að þeir lofí hana á svipaðan hátt og starfsstúlkur þær sem unnu á hóteli hennar og beri slíka virð- ingu fyrir henni. Var hún við þetta starf á meðan að heilsa og kraftar entust. Síðustu æviárin barðist hún af miklum hetjuskap við mjög erfíð- an sjúkdóm. Guðrún andaðist að heimili þeirra hjóna í Vík aðfaranótt þriðjudags 19. þ.m. Ég minnist hennar fyrst, þegar ég kom bam á hótelið hennar í Vík. Varð mér þá strax ljóst hversu bamgóð hún var og síðar að þeir sem minna mega sín áttu alltaf athvarf hjá henni. Ég vil að endingu færa Guðrúnu mínar bestu þakkir. Eftirlifandi eig- inmanni, bömum, tengdabömum og öðrum skyldmennum sendi ég samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar í þungbærri sorg. Sigurður Amason Gott er sjúkum.að sofaa, meðan sólin er aftamjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Þar sem ég sit hér og rejmi að festa á blað nokkur kveðjuorð um kæra vinkonu er eins og orðin sitji föst. Það er erfítt að þurfa að sætta sig við þá staðreynd að ég hitti ekki Gunnu framar. Síðastliðið sumar, er hún lá á Landspítalanum, sagði ég við hana að ég væri að bíða eftir að hún útskrifaðist, svo að ég gæti farið að heimsækja hana til Víkur. En tíminn leið, og það var ekki fyrr en í desember sem hún fékk að fara heim. Þar fékk hún svo að vera allt þar til jrfir lauk og get ég ekki annað en glaðst yfír því. Það er að sönnu ekkert nema eigingimi að sitja hér með trega. Þegar jafn dugleg og atorkumikil kona og Gunna var missir heilsuna og sér framá að verða uppá aðra komin, þá held ég að það sé kærkomin hvíld að fá að deyja. Eitt er vist að þó svo að við hitt- umst ekki oftar í þessu jarðneska lífi, þá lifír í huganum minningin um heilsteypta og góða konu og þakklæti fyrir að hafa átt þess kost að þekkja hana og eiga hana að. Ég ætla að láta þessi vísuorð Davíðs Stefánssonar og Rannveigar Guðnadóttur vera mína hinstu kveðju til þessarar mætu konu. Hjartans kvefja í hinsta sinni, hvíld er mjúk við grafarskaut, lokið þá er lífsbrautinni, læknast sérhver jarðlífeþraut. Horfin ert þú af sjónarsviði, sólarbjarminn þar fegurst skín, býrð þú nú og blunda í friði, blessuð veri minning þín. (Rannveig Guðnadóttir) Kæri Brandur og þið öll, ykkur sendi ég, Valur og Kári litli okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sólrún Jónsdóttir og fjölskylda í dag er ég döpur og sár. Döpur jrfir missi vinkonu sem var engri annarri lík og sár út í sjálfa mig fyrir að hafa ekki nýtt okkar sam- eiginlegu jarðvistarstundir betur. En þetta lýsir auðvitað sjálfsvor- kunn meðalmannsins og er engan veginn samboðið virðingu hennar Gunnu sem var allt annað og miklu meira en meðalmanneskja. En hvernig manneskja var hún þá? Fyrir mér var hún fyrst og fremst lifandi vitnisburður um það að and- inn er yfír efíiið hafínn. Af ölhim hennar gjöfum var þessi mér dýrr mætust. Já, hún Gunna gaf ep hún lærði hins vegar aldrei fyllilega að þiggja og þeim mun sárar var það henni að þurfa síðasta þriðjung ævi sinnar að vera svo mjög öðrum háð um aðstoð og umönnun. Það var aldrei nein lognmolla í kringum hana Gunnu, hún var gustmikil, hrein og bein og þekkti ekki hé- góma. Hún gat verið orðhvöt, qjj enginn þurfti að efast um heilindi hennar og einlægni. Hún var glæsi- leg, stolt og kraftmikil og reisn hennar var hin sama hvort heldur hún gekk upprétt eða lá hreyfing- ariítil á sjúkrasæng. Það er auðvelt að vera giaður og gjöfuU þegar allt leikur í lyndi. Hitt er svo erfiðara og miklu fágætara að varðveita glaðværð, umhyggju og samhygð með öðrum og útgeislun krafts og lífsorku í gegnum áratuga þjáning- ar. Þetta gerði Gunna og Guð einn veit hvemig hún fór að því. Ég þekkti Gunnu þijá fjórðu hluta ævi minnar og þykist vita að hún var hvorki algóð né fullkomin fremur en við hin. Að mér sneri hins vegar aldrei annað en það besta. Nú er hennar jarðvist lokið, nú hvílir hún í eilífum friði, laus úr viðjum líkama sem áratugum saman olli henni ómældum þjáning- um. Ég kveð nú þessa mætu manneskju, Guðrúnu Jóhannesdótt- ur, með trega og þakklæti. Brandi og fjölskyldu hans sendi ég samúðarkveðjur, hugur minn er hjá ykkur því ég veiti að þið hafíð misst mikið. Steinunn Helga Lárusdóttir Minning: Guðfinnur L. Fríðríks- son, Bolungarvik Fæddur 11. mai 1919 Dáinn 22. janúar 1988 Hér vestur í Bolungarvík er farið að sjást til sólar að nýju. Sólargeisl- amir eru famir að heilsa fjallatopp- unum og það lifnar jrfir mannfólk- inu. Enn á ný er ljósið að vinna sigur yfír myrkrinu. Þrátt fyrir að veturinn hafí verið fremur góður ríkir tilhlökkun eftir lengri og bjart- ari dögum. Fólk gerir sér dagamun, bakar sólarpönnukökur og efnir til margs konar tilbreytingar af þessu tilefíii. En þá dró skjmdilega óvænt ský fyrir sóiu. Guðfínnur Friðriksson, tengdafaðir minn hné niður í „sjoppunni" sinni á bóndadaginn, 22. janúar síðastliðinn. Á þessum stað hafði hann ejrtt síðustu tuttugu starfsámm ævi sinnar. Við þau störf hafði hugur hans verið bundinn, allt frá því að hann fyrst tók áð sér að annast rekstur Sheli-skálans í Bolungarvík. Ungur kvæntist Guðfínnur eftir- lifandi konu sinni, Björgu Jóns- dóttur. Oft hafði hann á orði að það hefði verið mesta gæfa lífs síns. Það kom líka vel í ljós. Þannig var það eitt hið fyrsta sem ég tók eftir er. ég kynntist þeim hjónum, hversu mjög Guðfinnur dáði konu sína óg þótti vænt um hana. Ekki síst kom það í ljós fyrir rúmlega ári, er Björg átti við vanheilsu að stríða. Þá sást vel vanlíðan hans og glögglega kom í ljós að honum var umhugað um að hún næði góðum bata að nýju. Hann sagði iðulega að án hennar mætti hann sín lítils. Nú hefur ósk hans ræst; hann fékk að fara á undan konu sinni, sem hann unni svo mjög. Oft átti tengdafaðir minn við erfiðleika að etja. En jafnan auðn- aðist honum að sigrast á þeim vanda. Ef á það var minnst sagði hann þó aðeins: „Það er ekki ég sem raeð. Það er einhver með mér, mér er hjálpað." Guðfinnur átti ekki auðvelt með að tjá tilfinningar sínar. Eins og margir fleiri geymdi hann þær með sjálfum sér. Engu að síður birtust þær í íjölmörgum mjmdum, án orða. Ég kynntist því líka að Guðfínnur átti sína trú, þó að hann flíkaði henni ekki hversdagslega. Jafnan þótti mér þó vænt um að hejra og sjá er hann gaf hana til kjmna með sínum hætti. Þegar ég heyri góðs manns getið, glaðnar yfír mér um sinn. Þannig kveður Guðmundur Frið- jónsson frá Sandi. Endurminning- amar frá samvistum mínum við tengdaföður minn kalla fram þessar línur. Seint mun ég geta full þakk- að þeim hjónunum fyrir það hve þau hafa verið mér og mínum góð. Þegar ég nú lít til baka finnast mér þær ómetanlegar stundimar sem að ég átti saman með tengda- foreldrum mínum. Upp ( hugann koma sérstaklega minningar frá síðasta sumri. Þá var margt rætt og ýmislegt ri§að upp jafnt í gamni og alvöru, ekki síst frá liðinni tíð. Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafnar- stræti 85, Akureyri. Fjrrir 8 árum byggðu þau Björg og Guðfínnur sér mjmdarlegt hús að Grundarhóli 1 í Bolungarvík. Bömin þeirra mörg vom all flest flutt að heiman. Það var farið að hægjast um í lífi þeirra sem annars hafði einkennst af erli og önnum. Þama við nýja húsið gafst því gott færi á að búa vel að sínu. Prýða umhverfið og gæða húsið hlýju. Garðurinn varð brátt þeirra paradís. Þar undu þau saman eins og frístundimar lejrfðu og lögðu rækt við að fegra hann á alla lund. Það var þvf ekki að undra að ferðamenn sem áttu leið hjá næmu oft staðan til þess að taka mjmdir. Garðurinn og húsið varð því stolt þeirra hjóna og bar hvort tveggja þess glögg merki. „Flýt þér vinur í fegra heim Kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim.“ (Jónas Hallgrimsson) Ég kveð tengdaföður minn með söknuði. Eftir stendur minningin um góðan mann sem að ég mat mikils. Ég bið góðan guð að gefa tengdamóður minni sfyrk. „Leiddu mína litlu hendi Ljúfí Jesús þér ég sendi Bæn frá mínu bijósti sjáðu, - bliði Jesús að mér gáðu.“ Blessuð sé minning Guðfinns Friðrikssonar. B. Blóma- og skreytingaþjónusta hvert sem tilefnid er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.