Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 Ortega í heimsókn í Páfagarði: Friðaráætlunina#verður að framkvæma til fulls - segir Jóhannes Páll páfi Vatikaninu. Reuter. JÓHANNES Páll páfi hitti Daniel Ortega, forseta Nicaragua, að máli í gær í Vatikaninu í Róm. Þeir ræddust við í hálfa klukku- stund og þótti páfi taka óvenju kuldalega á móti forsetanum. Páfi Ijáði Ortega hversu mikilvægt það væri að lýðræði kæmist á í Nic- aragua og ákvæðum friðaráætlun- ar Mið-Ameríku yrði framfylgt. Síðast hittust páfi og Ortega þann 4. mars árið 1983 en þá reittu stuðn- ingsmenn sandinista páfa til reiði með þvi að hrópa slagorð við messu í Managua, höfuðborg landsins. Síðan hefur spenna ríkt í samskiptum páfagarðs og stjómar Nicaragua. Embættismenn í Vatikaninu og fréttamenn sem fylgdust með þegar páfi tók á móti Ortega í híbýlum sínum sögðu að páfi hefði verið graf- alvarlegur á svip er hann tók í hönd Ortega og sagði „góðan dag“ á spænsku áður en hann strunsaði inn í stofu sína á undan forsetanum. Venjulega brosir páfi út að eyrum er hann heilsar gestum sínum og bendir þeim að ganga til stofu á undan sér. Joaquin Navarro-Valls, talsmaður Vatíkansins, sagðf eftir fundinn að páfi hefði sagt Ortega að friðaráætl- unin í Mið-Ameríku verði „að komast í framkvæmd að öllu leyti án þess að nokkur hluti hennar gleymist". Ennfremur lagði páfi áherslu á „rétt þjóðarinnar til búa við stjóm sem byggist á lögmálum sanns lýðræðis". Annar embættismaður hjá Vatíkan- inu sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði að Ortega hefði verið í hlutverki áheyrandans á fundinum. Navarro sagði að páfi væri full- komlega meðvitaður um nauðsyn friðar í Mið-Ameríku en hann kæm- ist ekki á nema „með heiðarlegum viðræðum og virðingu fyrir gmnd- vallarréttindum og frelsi ailra". í lok fundarins skiptust leiðtogam- ir á gjöfum og var þá eilítið léttara yfir mönnum. Páfí kvaddi með orðun- um: „Priður til handa íbúum Nic- aragua," og Ortega svaraði: „Já, við verðum að koma friði á.“ Búist var við því að fyrstu beinu samningaviðræðum kontra-skæm- liða og sandinista lyki í gær. Embættismenn stjómar Niearagua rejmdu að finna ieiðir til að halda viðræðunum gangandi fyrir fund Bandaríkjaþings í næstu viku þar sem beiðni Ronalds Reagans forseta um 36,25 milljón dala aðstoð verður afgreidd. Kirkjunnar menn í Nicaragua sem fylgjast með sáttaumleitunum í San Jose í Costa Rica segjast ekki búast við því að samið verði um vopnahlé að þessu sinni. Kontrar lögðu á mið- vikudag fram tillögu um vopnahlé sem hæfist 30 döcum eftir af- greiðslu Bandarikjaþings að því gefnu að þeir fengju að taka þátt í breytingum í lýðræðisátt. Fulltrúar sandinista segjast ekki geta fallist á þríhliða viðræður um stjómarfarsbreytingar, þar sem kontrar tækju þátt auk fulltrúa 14 stjómarandstöðuflokka og sandin- ista. í staðinn buðu sandinistar vopnahlé sem hæfist 15. mars og síðan gætu kontrar tekið þátt í stjómmálum landsins án þess að eiga ákæru yfir höfði sér. Kontrar segja þessar tillögur ekki fela neitt nýtt í sér og vilja að tryggðar verði lýðræð- islegar umbætur áður en þeir leggja niður vopn. Að sögn Bosco Vivas biskups, eins af sáttasemjumm kirkjunnar, verða nýir sáttafundir haldnir eins skjótt og auðið er. Reuter Ferðalok flygildisins Breski flugmaðurinn Brian Milton kom í gær til Sydney í Ástr- alíu á þessu litla flygildi og voru þá liðnir 56 dagar frá því hann lagði upp frá Englandi. Voru áfangastaðirnir að sjálfsögðu margir enda er vélin ekki til stórræðanna þegar höfuðskepnurn- ar eru í ham. Gaza-svæðið og vesturbakkinn: Shamir hlynntur sjálfs- stjóm Palestínumanna Verður Jórdaníumönnum falin öryggisgæsla? Jerúsalem, Reuter. SHAMIR forsætisráðherra fsra- els mun að sögn aðstoðarmanna SKAnFRAMTAU MRFAÐSKIIA í tœka Ifð - skil á skattframtoli erskilyrði fyrirskattleysi á launatekjur 1 987 Skattframtali ber að skila nú sem endranær. Athugið að ef ekki er talið fram, verða gjöld áætluð samkvæmt skattalögum og njóta menn þar með ekki skattleysis vegna almennra launatekna ársins 1987. FRAMTALSFRESKIR RENNUR UT 10.FEBRÚAR. RSK reiðubúinn til þess að samþykkja sjálfsstjórn Palestínumanna á hernumdu svæðunum og að Jórd- aníumönnum verði að hluta til falin öryggisgæsla á Vestur- bakkanum. Hugmyndir þessar voru kynntar bandarískum emb- ættismönnum fyrr í vikunni. Þær eru að mestu byggðar á Camp- David-samkomulaginu frá árinu 1978 en þvi var hafnað af flestum arabaríkjum. Talsmenn Shimons Peres, utanríkisráðherra ísraels, töldu óliklegt að Jórdaníumenn myndu nú samþykkja tillögur sem þeir hefðu fyrir Iöngu hafn- að. Elyakim Rubinstein, ráðuneytis- stjóri Shamirs, kynnti bandarískum yfirvöldum þessar tillögur forsætis- ráðherrans fyrr í vikunni. Hann sneri aftur til ísraels á fímmtudag og upplýsti þá ísraelsku stjómina um niðurstöður viðræðna sinna við bandaríska embættismenn. „Við treystum því að Bandaríkja- mönnum takist að fullvissa Jórd- aníumenn og Egypta um að vegna breyttra aðstæðna sé besta bráða- birgðalausnin algjör sjálfstjóm með nauðsynlegri aðlögun," sagði einn aðstoðarmanna Shamirs, sem ekki vildi láta nafns síns getið, við Reut- er. Annar aðstoðarmanna forsætis- ráðherrans gaf það í skyn að aðalmunurinn á tillögum Shamirs og Camp-David-samkomulagsins væri sá að sjálfstjómartímabilið fram að endanlegri lausn deilunnar væri stytt. Samkvæmt Camp-David-sam- komulaginu, sem undirritað var af Bandaríkjunum, Egyptalandi og ísrael, átti sjálfstjóm svæðisins að vara í fimm ár og samningaviðræð- ur um endanlega stöðu hemumdu svæðanna að heíjast ekki síðar en á þriðja árinu. Talsmenn Peres, utanríkisráð- herra, telja ekki mikið gagn í tillög- um Shamirs og segja að það eina sem Jórdanfumenn muni samþykkja sé alþjóðleg friðarráðstefna um málefni Mið-Austurlanda. Peres mun vera reiðubúinn til þess að fallast á slíka ráðstefnu en ekki Shamir. Sá síðamefndi telur að það myndi leiða til þess að ísraelsmenn þyrftu að draga til baka hersveitir sínar frá hemumdu svæðunum. Rólegt var á hemumdu svæðun- um í gær þó að til einhverra mótmæla hafi komið. ísraelsstjóm virðist nú reyna að koma til móts við mótmælendur og tilkynnti með- al annars að um 100 föngum á Gaza-svæðinu yrði sleppt úr haldi, hermenn yrðu handteknir ef þeir beittu óþarfa ofbeldi og stigin yrðu skref í þá átt að auðvelda samein- ingu palestínskra flölskyldna. írland: Fundu vopn IRA Talið fullvíst, að vopnin séu komin frá Líbýu Dyflinni. Reuter. MIKLAR vopnabirgðir, sem fundist hafa á afskekktum stað í írlandi, auka mjög líkurnar á beinum tengslum Libýumanna og írska lýðveldishershis. Var það haft eftir talsmanni irsku lögreglunnar í gær. I olíutanki, sem fannst grafinn í jörð á eyðilegri strönd í Norðvest- ur-írlandi, voru meðal annars 45 kg af semtex en það er sprengi- efni, sem Líbýumenn hafa áður útvegað hryðjuverkamönnum IRA. Er búist við, að nú verði lagt enn harðar en áður að írsku stjóminni að slíta stjómmálasambandi við Líbýu. I tankinum vom einnig 100 Kal- ashníkov-rifflar, 50.000 hleðslur og fimm véibyssur. Hefur írska lög- reglan aldrei fyrr fundið jafn miklar vopnabirgðir frá IRA. Hermdar- verkamenn samtakanna notuðu semtex, sem er tíu sinnum öflugara en venjulegt sprengiefni, þegar þeir komu sprengju fyrir $ breskri her- stöð í Vestur-Þýskalandi í fyrra og særðu 30 manns og það var einnig notað í bréfsprengjur, sem háttsett- um, breskum embættismönnum voru sendar í apríl sl. Á síðastliðnu hausti komust leyniþjónustur Breta, Frakka og íra á snoðir um, að IRA hafði frá árinu 1985 fengið senda ijóra skipsfarma af vopnum og sá fimmti féll í hend- ur franskra tollvarða í október. Var hann 150 tonn. Síðan hafa 7.000 írskir hermenn leitað að vopna- geymslum IRA í landinu. Wtfe.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.