Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 29 Tillaga á Baiidai’íkj aþingi um refisaðgerðir gegn Islendingum og Japönum Tillagan borin upp vegna hval- veiða Japana í vísindaskyni - segir talsmaður Donalds Bonkers, þingmanns í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tillögu þeirri sem Donald Bon- ker, þingmaður Demókrata- flokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hyggst leggja fyrir báðar þingdeildir vegna hvalveiða íslendinga og Jap- ana, felst ekki hvatning til Bandaríkjastjórnar um að grípa til efnahagslegra refsiað- gerða gegn þessum tveimur þjóðum. Upplýsingar þessar fengust á skrifstofu þing- mannsins í Washington í gær. Talsmaður Bonkers, Marie Pampush, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hvalveiðar Japana í vísinda- skyni, sem hófust nýlega, væru meginástæðan fyrir áskorun- inni um að Bandaríkjamenn hvetji aðrar aðildarþjóðir Al- þjóða hvalveiðiráðsins til að grípa tii refsiaðgerða gegn þeim þjóðum sem stunda hval- veiðar. Þingsályktunartillagan er nú til meðferðar í þingnefnd og kvaðst talsmaðurinn ekki geta sagt til um hvenær gengið yrði til atkvæða um hana en sagði líklegt að greidd yrðu atkvæði samtímis um tillöguna í báðum deildum Bandarikja- þings. Bonker stendur um þessar mundir í kosningabar- áttu en hann hefur gefið kost á sér í kosningum til öldunga- deildar Bandaríkjaþings. Marie Pampush sagði að ekki væru bein tengsl milli ákorunar þingmannsins og viðræðna Halld- órs Ásgrímssonar, sjávarútvegs- ráðherra, við Villiam Verity viðskiptaráðherra Bandaríkjanna í næstu viku. Kvaðst hún raunar ekki vita hvert yrði meginvið- fangsefni þeirra viðræðna. Sagði hún Donald. Bonker vera reiðubú- inn til að eiga viðræður við íslenska embættismenn um áskor- unina yrði þess óskað. í tillögu Bonkers segir að Bandaríkjastjóm beri að beita sér fyrir því að önnur aðildarríki Al- þjóða hvalveiðiráðsins grípi til efnáhagsþvingana gegn þeim ríkjum sem stunda hvalveiðar, hvort sem þær eru í ábata- eða vísindaskyni. Marie Pampush var spurð hvort áskorun þessi væri birt með tiltekin ríki í huga og hveijar væru þær aðgerðir sem hvatt væri til. Hún sagði áskorun- ina eiga við um öll ríki Alþjóða hvalveiðiráðsins og yrði það að líkindum rætt er tillagan kæmi til fulltrúadeildarinnar hvort beina bæri henni til sérstakra aðild- arríkja og nefndi hún Kína, Argentínu, Chile og Perú sem dæmi. Gert væri ráð fyrir að svip- uðum aðgerðum yrði beitt og Packwood-Magnuson lagaákvæð- ið segði til um, sem heimilaði Bandaríkjastjóm til að grípa til efnahagsþvingana gegn þeim þjóðum sem á einn eða annan hátt freistuðu þess að draga úr áhrifamætti Alþjóða hvalveiði- sáttmálans. Sagði talsmaðurinn fyrst og fremst gert ráð fyrir því að þeim þjóðum sem brytu gegn ákvörðunum Alþjóða hvalveiðir- áðsins og vísindanefndar þess yrði meinað að stunda veiðar innan 200 mílna lögsögu Bandaríkjanna auk þess sem til greina kæmi að banna innflutning á sjávarafurð- um frá viðkomandi ríkjum. Marie Pampush var spurð hvort tiilaga Bonkers beindist fyrst og fremst gegn hvalveiðum Japana í vísindaskyni, sem þeir hófu ný- lega í suðurhöfum. „Satt að segja er þetta ástæða þess að tillagan er borin upp,“ sagði hún og bætti við að mikil andstaða væri við Japanskt hvalveiðiskip að veiðum á Norður-Kyrrahafi. Tillaga Donalds Bionkers er fyrst og fremst borin upp vegna hvalveiða Japana í vísindaskyni, að sögn talsmanns hans. veiðar Japana á Banadaríkjaþingi og því gerði hún ráð fyrir að tillag- an fengi skjóta afgreiðslu. í tillögunni er ekki að finna beina hvatningu til Bandaríkja- stjómar þess efnis að gripið verði til efnahagsþvingana gegn Islend- ingum og Japönum heldur er henni eingöngu beint til annarra ríkja Alþjóða hvalveiðiráðsins. Talsmaðurinn var spurður hvort þetta væri rétt túlkun. „Það er rétt. í tillögunni er ekki að finna áskorun til til Bandaríkjastjómar varðandi efnahagslegar refsiað- gerðir gegn þessum ríkjum," sagði Marie Pampush. Donald Bonker var í eina tíð formaður þingnefndar þeirrar sem hefur tillöguna til meðferðar en hún heyrir undir utanríkismála- nefnd fulltrúadeildarinnar. Sagði talsmaður hans að staða Bonkers innan nefndarinnar kynni að vega þungt er tillagan yrði tekin til skoðunar. Þegar nefndarmenn hafa lokið störfum verður tillagan borin upp í fulltrúadeildinni og sagði Marie Pampush líklegt að atkvæði yrðu greidd um hana á sama eða svipuðum tíma í öld- ungadeildinni. Væri gert ráð fyrir þess háttar atkvæðagreiðslu i þingsályktunartillögu Bonkers og yrði það vafalítið til þess að flýta afgreiðslu málsins. Donald Bonker hefur setið fjölda funda á vegum Alþjóða hvalveiðiráðsins sem fulltrúi Bandaríkjaþings og hefur látið sig friðun hvala mjög varða á undanf- ömum ámm. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Vilja að hvalveiðar verði stöðvaðar um alla framtíð Vinnubrögð friðunarsamtaka og Donalds Bonkers ólýðræðisleg HALLDÓR Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að til- laga Donalds Bonkers, þing- manns í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þess efnis að Bandaríkjastjórn hvetji önnur aðildarríki Alþjóða hvalveiðir- áðsins að gripa til efnahags- Ívingana gegn Japönum, dendingum og öðrum þeim ríkjum sem stundi hvalveiðar í ábata- eða vísindaskyni kæmi sér ekki á óvart. Hún sýndi glögglega hversu greiðan að- gang hin ýmsu friðunarsamtök ættu að ákveðnum fulltrúum á Bandaríkjaþingi. Halldór mun í næstu viku eiga viðræður við William Verity, viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna, og kvaðst hann ekki telja að þings- ályktunartillaga þingmannsins myndi hafa áhrif á þær. Halldór Ásgrímsson sagði að það kæmi sérlega skýrt fram í tiliögu Bonkers að gert væri ráð fyrir því að hvalveiðar yrðu stöðv- aðar um alla framtíð. Bætti hann við að þetta hefði lengi verið eitt helsta markmið hinna ýmsu frið- unarsamtaka sem hefðu haft afskipti af hvalveiðum íslendinga og annarra þjóða. „Þingmaðurinn vill beita þrýstingi til að beygja aðra undir sinn vilja,“ sagði Hall- dór. „Þetta er ekki beint hægt að kalla lýðræðisleg vinnubrögð," bætti hann við. Halldór sagði að það yrði vissu- lega mikið áfall fyrir sig persónu- lega og íslensku þjóðina ef aðildarríki Alþjóða hvalveiðiráðs- Halldór Ásgrímsson ins yrðu við ákalli Donalds Bonkers. Kvaðst hann ekki vilja trúa því að fjölmargar vinaþjóðir íslendinga tækju að beita lands- mdnn efnahagsþvingunum sökum afstöðu þeirra til nýtingar hvala- stofna. Sjávarútvegsráðherra mun í næstu viku eiga viðræður við William Verity, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. Á síðasta ári náðu fulltrúar Bandaríkjastjórnar og íslendinga samkomulagi um að vinna að endurskipulagningu á starfsháttum vísindanefndar Al- þjóða hvalveiðiráðsins í samvinnu við önnur aðildarríki þess. Halldór kvaðst ekki telja að þingsálykt- unartillaga þingmannsins myndi hafa nokkru áhrif á þær viðræð- ur. Hann var spurður hvernig boðuðu samstarfi Bandaríkja- manna og íslendinga miðaði á þessum vettvangi. „Við höfum lagt fram okkar tillögur og þeir sínar og þær verða ræddar á fund- inum,“ sagði hann. Talsmaður Donalds Bonkers sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær að þing- maðurinn væri reiðubúinn til að eiga viðræður við íslensku sendi- mennina um tillögu sína er þeir kæmu til Bandaríkjanna í næstu viku. Kom einnig fram í máli hans að Bonker hefu setið fundi Al- þjóða hvalveiðiráðsins. Sjávarútvegsráðherra var spurður hvort hann væri reiðubú- inn til að ræða við Bonker. „Ég hef aldrei hitt manninn, en ég get hugsað mér að tala við hvem sem er sem er reiðbúinn til að ræða þessi mál og hlusta á sjónarmið okkar íslendinga," sagði Halldór Ásgrímsson. Hann kvaðst ekki vita hvort Bonker hefði átt hlut að máli er ýmsum ríkjum, sem eru hvalveiðar öldungis framandi, var á sínum tíma að sögn Halld- órs „smalað" inn í ráðið til að tryggja að sjónarmið friðunar- samtaka næðu fram að ganga. Lét Halldór þess getið að það hefðu verið hneykslanleg vinnu- brögð. Ráðherra kvaðst ekki sjá nein merki þess að þingsályktunartil- lagan snerti enn sem komið væri samskipti íslands og Banda- ríkjanna á nokkum hátt. „Þetta mál er ekki komið á hættulegt stig. Stjómvöld í báðum ríkjunum stefna að því að forðast deilur og reyna að finna lausn á þeim ágreingsefnum sem upp kunna að koma.“ Svíþjóð: Pólskur diplómat biðst hælis Stokkhólmi. Reuter. VARARÆÐISMAÐUR Póllands í Stokkhólmi hefur beðið um pólitískt hæli í Svíþjóð, að því er talsmaður utanríkisráðuneytis- ins sagði i gær. Pólveijinn, sem heitir Witold Grabiec, hafði samband við útlend- ingaeftirlitið 15. janúar og bað um hæli fyrir sig, eiginkonu sína og tvö böm þeirra. Sænskir embættismenn sögðu, að samkvæmt venju yrði Grabiec yfírheyrður um njósnastarfsemi austantjaldsríkjanna í Svíþjóð, þó að ekki væri talið, að hann hefði komið þar neitt nærri. Bandaríkin: Sárasóttartil- fellum fjölgar Atlanta. Reuter. Sárasóttartilfellum hefur fjölgað svo mjög í Bandarikjun- um, að líkja má við faraldur og er óttast, að það kunni að verða til að auka útbreiðslu alnæmis. Læknar á Sjúkdómavamastöð ríkisins segja, að fram til miðs nóv- ember í haust hafí verið skráð 31.323 sárasóttartilfelli og er það 32% aukning frá 1986. Búist er við, að heildaruppgjör fyrir sl. ár sýni, að 15 af hveijum 100.000 séu sýktir og hafa þá aldrei verið fleiri frá því árið 1950. Ein helsta ástæð- an fyrir þessari aukningu er, að æ fleiri eiturlyfjasjúklingar stunda vændi til að fjármagna eiturþörfina. Sárasótt og alnæmi em hvort- tveggja kynsjúkdómar og eftir því sem sárasóttartilfellum fjölgar, því meiri hætta er á alnæmissmiti. Því valda sárin, sem sárasóttin veldur. T0P HEAD Siggi Ebenhoch, sérfræðingur í hártopp- um, verður til viðtals og leiðbeinir um val á hár- toppum í dag, laugardag, þann 30. jan., frá kl. 13.00. Hársnyrtistofan HÁRBÆR, Laugavegi 168, sími 21466.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.