Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 21 ur biðtíminn örstuttur því það verður hægt að fylla skipíð á nokkr- um mínútum og losa á svipuðum tíma. Þá mun aukinn siglingahraði stytta siglingatímann úr 3 klukku- stundum og 15 mínútum niður í um það bil 2 og hálfa klukkustund. Nú er hafnaraðstaðan þannig á báðum endastöðvum Heijólfs að brú er látin síga að innkeyrslunni í skip- ið, en á nýju Vestmannaeyjafeij- unni mun stefnið opnast í miðju til beggja hliða og brú innbyggð í skip- ið mun leggjast að landmegin. Vegna þessa þarf að gera nokkrar breytingar á hafnaraðstöðunni í- Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum sem hlaut að koma til með nýju skipi, en sá kostnaður er óverulegur hluti af byggingarkostnaði nýs skips sem þó má reikna með að verði hagkvæmt með væntanlegri þátttöku í útboðum frá ýmsum lönd- um. Það styttist því í að þjóðvegurinn milli lands og Eyja verði endumýj- aður enda full þörf þar á, ekki hvað síst af öryggisástæðum því upp hafa komið atvik sem gátu verið tvísýn, en skipshöfn Heijólfs hefur verið farsæl og það er gott verklag um borð, enda kappkostað að fara vel með farþega og skip. Það er mikilvægt að stærsta verstöð lands- ins sem framleiðir fyrir á annan tug prósenta í verðmætum landsmanna af sjávarfangi hafí góðar samgöng- ur og þar er sjóleiðin öruggasta leiðin. Oruggt og gott skip er því lykilatriði, ekki aðeins fyrir það 1,7% íbúa landsins sem standa á bakvið þessi miklu framleiðsluverð- mæti landsmanna, ekki síður fyrir þær tugþúsundir farþega fasta- landsmanna og útlendinga sem sækja Vestmannaeyjar heim árlega og eykst sá fy'öldi hratt meðal ann- ars með tilkomu betri aðstöðu í Eyjum fyrir ferðamenn. Hið nýja skip er spennandi möguleiki og lífsnauðsynlegur þáttur í mannlífi og athafnalífi á Islandi. Vitað er að líkur eru á sameiginlegum út- Stefni eins og verður á nýja Heijólfi fullopnað og klárt fyrir umferð. Níu tilboð í 2. áfanga Listasafns Kópavogs NÍU tilboð bárust í 2. áfanga Listasafns Kópavogs, en áætlað- ur kostnaður við verkið er rúm 21 milljón króna. Lægsta tilboð kom frá’ Trénýtingu sf. tæplega 12,5 milljónir króna eða 59,32% af kostnaðaráætlun en hæsta tilboð er frá Þorsteini Sveins- syni, rúmlega 23 milljónir króna eða 110,13% yfir kostnaðaráætl- un. Aðrir sem buðu í verkið eru: S.H. Verktakar hf., rúmlega 15,3 millj. eða 73,06% af kostnaðará- ætlun, Ágúst og Magnús sf., rúmlega 16,3 millj. eða 77,88% af kostnaðaráætlun, Röst hf. tæp- ar 17 millj. eða 80,72% af kostnað- aráætlun, Reisir sf. rúmlega 18,5 millj. eða 88,12% af kostnaðará- ætlun, Hamrar hf. rúmlega 18,7 millj. eða 89,24% af kostnaðará- ætlun, Byggðaverk hf. 18,8 millj. eða 89,44% af kostnaðaráætlun og Hörskuldur Haraldsson rúm- lega 19,7 millj. eða 94,11% af kostnaðaráætlun. Að sögn Kristjáns Guðmunds- sonar bæjarstjóra, er gert ráð fyrir uppsteypu hússins í 2. áfanga og að honum verði lokið á þessu ári. Sökklar hússins voru steyptir á síðasta ári. Suðurnes: Gjaldheimtan tekin til starfa boðum íslenskra aðila og erlendra með það fyrir augum að smíða skrokk hins nýja skips erlendis en fullsmíða það hér heima, en tilboðs- verðin eru óskrifað blað og hljóta að vega þungt í þeim efnum. Her- jólfsmenn hafa gert ýmsar athuga- semdir við teikningar hins nýja skips, bæði tæknilega og útlitslega, meðal annars með tilliti til þess að þetta farþega- og vöruflutningaskip er á siglingaleið yfir opið úthaf, en íslensku ábendingamar hafa verið taldar til bóta í flestum tilvikum og ekki síst útlitstillögumar, enda þykir nýi Heijólfur hinn rennileg- asti og honum er ætlað að bjóða mikla framför í allri aðstöðu fyrir farþega, hraða og sjóhæfni og ör- yggi almennt. GREIN: ÁRNI JOHNSEN Stefnið að opnast. GJALDHEIMTA Suðurnesja tók til starfa 21. janúar síðastliðinn. Hún er í sameign Ríkissjóðs og sjö sveitarfélaga á Suðurnesjum. Til að byrja með nær starfsemi gjaldheimtunnar einungis til móttöku og innheimtu á stað- greiðslu opinberra gjalda en einnig verða innheimt fasteigna- gjöld fyrir þau sveitarfélaganna sem þess óska. Heimilt er að fela gjaldheimtunni innheimtu ann- arra gjalda eftir samkomulagi við stjórn hennar. Sveitarfélögin sem að gjald*. heimtunni standa em: Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Sandgerði, Garður, Vatnsleysustrandarhrepp- ur og Hafnir en innheimtuumdæmið nær einnig til Keflavíkurflugvallar. Ásgeir Jónsson lögfræðingur hefur verið ráðinn gjaldheimtu- stjóri. Auk hans starfa við fyrirtæk- ið tveir starfsmenn. Aðsetur gjaldheimtunnar er að Grundarvegi 23, Njarðvík, í húsi Sparisjóðsins í Njarðvík. Ifyrst um sinn verður af- greiðsla opin alla virka daga frá 9.15-12 og 13-16. Sími gjaldheim- tunnar er 92-15055. (Úr fréttatílkynningu) TOYOTA Toyota á AkurevTÍ og í Keflavík Bílasýning á öllum tegundum Toyota verÖur nú um helgina í Bílasölunni Stórholt á Akureyri og Bílasölu Brynleifs í Keflavík. Laugardaginn 30. janúar kl. 10:00 til 17:00. Sunnudaginn 31. janúar kl. 13:00 til 17:00. Bílarnir verða til sölu og afgreiðslu strax. Fjórhjóladriíinn Toyota Tercel verður einn sýningarbíla okkar. Hann er frábær í snjó, rúmgóður, eyðslugrannur og ...laglegur. TOYOTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.