Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 Skuldbreyting nígerískra skuldabréfa: Leitað ógildingar á atkvæðagreiðslu FYRR S þessum mánuði sam- þykktu eigendur nígerískra skuldabréfa að upphæð fjórir milljarðar dollara breytingu á greiðslutíma þeirra og vöxtum i atkvæðagreiðslu á fundi lánar- drottnanna og skuldunautanna i London. íslenzkir aðilar eiga um 3 milljónir dollara í slíkum bréf- um. Siðan hefur lögfræðingur ákveðins hluta lánardrottnanna ákveðið að leita leiða til ógilding- ar atkvæðagreiðslunnar, þar sem hann taldi óeðlUegum þrýstingi beitt við hana. Niðurstaða þess máls lá ekki fyr- ir í þessari viku. Skuldabréfin, sem breytt var, voru upphaflega til 6 ára, en aldrei hafði verið greitt af þeim. Þau höfðu því fallið verulega í verði og var fundur lánardrottna og skuldunauta ætlaður til að finna úrlausn þess vanda. Niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar varð sú, að greiðslutími yrði lengdur í 22 ár, vextir yrðu fastir, undir markaðs- verði og afborganir hæfust á næstu mánuðum. Samkvæmt frétt um mál þetta í The Wall Street Joumal segir um- ræddur lögfræðingur, Mr. Krzyw- kowsky, að margir lánardrottna hafi samþykkt þetta af ótta við að eyðileggja viðskiptasambönd sín í Nígeríu ella. Menn hafi því verið neyddir til að greiða atkvæði þvert um hug sér. Bjöm Tryggvason, aóstoðar- bankastjóri Seðlabankans, sat þennan fund, en Íslendingar greiddu atkvæði með skuldbreyt- ingunni. Hann sagði, að þar sem við ættum svo lítinn hlut, sem raun bæri vitni, í þessum skuldabréfum, skipti afstaða okkar litlu máli. Við yrðum einfaldlega að sjá hvemig færi. Morgunblaðið/Sverrir Umferðar- ljósin komin í lag EINS og margir akandi Reykvík- ingar hafa tekið eftir biluðu umferðarljósin í austurhluta borgarinnar um hádegi á fimmtudag. Lögreglan stóð í ströngu við umferðarstjóm, en nú em ljósin komin í samt lag. Að sögn Dagbjarts Sigurbrands- sonar, sem sér um viðhald ljósanna fyrir Reykjavíkurborg, bilaði höfuð- stöð ljósanna, sem er við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. Dagbjartur vann að því allan fimmtudaginn og fram á föstudag að finna bilunina og í gær tókst honum að koma ljósunum aftur í gang. Dagbjartur Sigurbrandsson, rafverktaki, við höfuðstöð um- ferðarljósa í Reykjavík, sem bilaði á fimmtudag. í gær tókst Dagbjarti að koma ljósunum í samtlag. VEÐURHORFUR í DAG, 30.01. 88 YFIRLIT í gær: Gert er ráð fyrir stormi á Vestfjarðamiðum, vestur- og suðvesturdjúpi. Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1025 mb hæð, en víðáttumikil og hægfara 965 mb lægð um 600 km suðsuð- vestur af Reykjanesi. Hiti verður nálægt frostmarki við sjávarsíðuna, en 2ja til 8 stiga frost jnn til landsins. SPÁ: í dag verður norðaustanátt og Ö—5 stiga frost á landinu. Lóttskýjað sunnan- og vestanlands en ól verður með austurströnd- inni. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG og MÁNUDAG: Austan- og norðaustan- átt. Þurrt vestanlands en él með austur- og norðurströndinni. Hiti um og undir frostmarki. TAKN: Heiöskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma # * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El — Þoka == Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur [7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma hlti vaður Akureyri 0 úrkoma Reykjavík . 0 skýjaö Bergen 4 skafrenningur Helslnkl +8 skafrenningur Jan Mayen +2 snjókoma Kaupmannah. 3 þoka Narssarssuaq 2 snjókoma Nuuk +12 snjókoma Osló 0 snjókoma Stokkhólmur +3 snjókoma Þórshöfn 4 alskýjað Algarve 16 súld Amsterdam « 10 alskýjað Aþena 14 skýjað Barcelona 16 tóttskýjað BerKn 8 þokumóða Chlcago +4 ióttskýjað Faneyjar 11 rlgning Frankfurt 10 skýjað Glasgow 6 skýjað Hamborg 8 þokumóða LasPalmas 20 skýjað London 7 rlgnlng Los Angeles 11 helðskfrt Lúxemborg 8 rigning Madrid 11 alskýjað Malaga 16 skýjað Mallorca 16 skýjað Montreal +19 þokumóða NewYork +7 lóttskýjað Parfs 8 skúr Róm 17 skýjað Vln 4 þokumóða Washlngton vantar Winnipeg +8 ísnólar Valencia 18 hálfskýjað Aflaði 10,7 millj. með falsi, og fjárdrætti ÁKÆRA á hendur manni, sem stundaði fasteignasölu í Reykja- vík, var birt i Sakadómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn er ákærður fyrir skjalafals, fjársvik og fjárdrátt og mun, samkvæmt ákæru, hafa aflað sér 10,7 millj- óna króna með athæfi sínu. Hluta þess fjár hefur hann endurgreitt. Maðurinn var handtekinn í vor, en síðan sleppt úr haldi og síðan í lok maí hefur hann verið í far- banni. Rannsóknarlögreglan sendi málið til ríkissaksóknara í byijun september og var ákæran birt í gær. Ákæruatriði eru nítján og flest vegna fasteignaviðskipta. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa dregið sér greiðslur að undangengnum samn- ingum um fasteignakaup, sem hann hafði milligöngu um að koma á. Þá er hann og ákærður fyrir að hafa orðið sér úti um fé með því að selja falsaða tékka og víxla. í ákæru er talið að maðurinn hafi orðið sér úti um rúmlega 6,5 millj- ónir með skjalafalsi og fjársvikum og fjárdrátturinn nemur um 4,2 milljónum, svo upphæðin nemur samtals um 10,7 milljónum. í sum- um tilvika greiddi hann fólki kröfur þess með fé sem hann aflaði sér síðar, svo skaðabótakröfur á hendur honum nema ekki svo hárri upp- hæð. dómi Reykjavíkur í gær var maðurinn úrskurðaður í áfram- haldandi farbann til 4. mars. Stefnt er að þvf að dómur falli áður en farbannið rennur út. Sverrir Einars- son, sakadómari, fer með málið. Egilsstaðir: Lægsta til- boði tekið ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka tilboði frá lægstbjóðanda, Hér- aðsverki, um byggingu 2. áfanga Egilsstaðarflugvallar. Fyrirtæk- ið bauð 44,8 milfjónir króna í verkið eða 70% af kostnaðaráætl- un sem er 63 milljónir króna. í 2. áfanga verður fyllt í um 750 metra af flugbrautinni, sem er 2 km að lengd. Farg verður sett ofan á fyllinguna sem þarf að standa í 1 ár vegna hugsanlegs missigs í jarðvegi. Auk þess verður árfarvegi Eyvindarár breytt og flutt til um 900 metra, en áin rennur með öðr- um enda gömlu flugbrautarinnar. Verkinu skal lokið næsta haust og verður þá 3. áfangi flugvallarins að öllum líkindum boðinn út,-að sögn Jóhanns H. Jónssonar fram- kvæmdastjóra Flugmálastjómar. Þegar málið var þingfest í Saka- Listasafn Islands: Opnunarhátíð í dag LISTASAFN íslands flyst í nýtt húsnæði í dag. Formleg opnunar- Leitán árangnrs KONAN, sem leitað hefur ver- ið að á Seltjamamesi, er ófundin. Skipulagðri leit hefur nú verið hætt. Á mánudag er síðast vitað til að konan, Guðríður Kristinsdótt- ir, hafi verið heima hjá sér að Ráðagerði á Seltjamamesi. Björgunarsveitir hafa leitað kon- unnar um allt nesið og gengið Qörur. Leitin hefur engan árang- ur borið. hátíð hefst klukkan 15 en húsið verður opnað gestum klukkan 14.30. í tilefni opnunarinnar er sett upp sýning á verkum í eigfu safnsins og kallast hún „Aldaspeg- ill“ — íslensk myndlist frá 1900-1987. Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands opnar sýninguna en auk hennar flytja ávörp við athöfnina Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráð- herra, Guðmundur G. Þórarinsson formaður byggingamefndar Lista- safns íslands og Bera Nordal for- stöðumaður Listasafns íslands. Strengjatríó leikur létta sígilda tón- list fyrir gesti. Listasafn íslands verður svo opnað almenningi klukkan 11.30 á sunnu- dag. Það verður opið frá klukkan 11.30-16 alla daga nema mánudaga, þá verður það lokað. Sjá umfjöUun um Listasafn ís- lands i Lesbók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.