Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 25 Jass-dans- sýning frum- sýnd í Lækj- artungli í LÆKJAIITUNGLI í Lækjar- götu 2 verður frumsýnd jass- danssýningin „Moving men“ á sunnudagskvöldinu nk. Dansarar eru sex undir sijórn Bandaríkja- mannsins Christian Polos. Sýningin er í þremur þáttum og tekur um 35 mínútur í flutningi. A undan og eftir sýninguna leika Björn Thoroddsen og hljómsveit. jass-tónlist ásamt söngkonunni Andreu Gylfadóttur. Bandaríkjamaðurinn Christian Polos kom til íslands á vegum Kramhússins og kennir þar í nokkr- ar vikur. Undanfarin sjö ár hefur hann starfað og dansað hjá Inpols Dance Company í Boston. Stjóm- andi Inpols Dance Company er Adrian Hawkins sem dansað hefur hér á landi. Christian hefur dansað með Adrian auk þess að vera með- stjómandi hennar. „Moving Men“ er dans í þremur þáttum blandaður látbragðsleik og jassdansi með leikrænu yfirbragði. Dansarar auk Christan Polos em: Joao Silva, Björgvin Friðriksson, Sigurður Gunnarsson, Amór Diegó og Viðar Maggason. Hijómsveit Bjöms Thoroddsen skipa Jóhann Ásmundsson bassa- leikari, Kjartan Valdimarsson hljómborðsleikari, Martin Von trommuleikari og Bjöm Thoroddsen gítarleikari. Gestur hljómsveitar- innar verður Andrea Gylfadóttir söngkona úr hljómsveitinni Grafík. Fjöldi kvart- ana vegna fatnaðar Kvörtunum til Neytendasam- takanna vegna fatnaðar og vefnaðarvöru hefur fjölgað mjög eftir jólin. Daglega hringja um 20 manns til samtakanna, að megninu til vegna fatnaðar. Kvörtunarskýrslur vegna mála sem ekki leysast í gegnum síma eru að nálgast 20 það sem af er árinu og þar af eru 12 vegna fatnaðar. Elísabet Þorgeirsdóttir hjá Neyt- endasamtökunum hvatti fólk til þess að fara fram á skriflega yfír- lýsingu hjá seljandá ef hvorki fylgdi efnislýsing né lýsing á meðferð fatnaðarins frá framleiðanda. Hún sagði samtökin oft hafa rekið sig á að munnlegum yfírlýsingum selj- enda bæri ekki saman við frásögn kaupenda og vegna þessa fengist varan oft ekki bætt. „Við höfum mörg dæmi um að fólk hafí komið hér með fatnað sem hefur eyðilagst í þvotíi og segist ekki hafa fengið upplýsingar í viðkomandi verslun um að ekki mætti fara með vöruna á eðlilegan hátt. Þegar haft er sam- band við verslunina er fullyrt að alltaf sé tekið fram við kaupendur ef varan þarf sérmeðferð. En á þessu er oft misbrestur, kaupendur gleyma oft að spyija, til dæmis unglingar," sagði Elísabet. Hún sagði að ekki mætti heldur gleyma þeim verslunum sem reyndu að bæta hlutinn til að fírra sig vand- ræðum. „Eyðileggist þvottur sem þvotta- leiðbeiningar fylgja og kaupandi segist hafa farið eftir þeim, þá til- raunaþvoum við aðra eins flík og metum niðurstöðuna. Þessa þjón- ustu bjóðum við félagsmönnum. En við höfum í raun enga aðstöðu til að fást við slíkar prófanir því hér er engin opinber stofnun sem sér um að prófa og rannsaka gallaða vöru. Okkur fínnst mikil þörf á því vegna þess hversu mörg mál koma upp hér,“ sagði Elísabet. Hljómsveit Björns Thoroddsen leikur jasstónlist á undan og eftir danssýninguna sem frumsýnd verður í Lækjartungli á sunnudags- kvöldinu. Klarinettuleikur í Norræna húsinu GUÐNI Franzson klarinettuleik- ari heldur einleikstónleika i sal Norræna hússins sunnudaginn 31. janúar. Þar leikur hann verk samin fyrir einleiksklarinettu, flest samin á síðustu árum, ýmist með eða án aðstoðar segulbanda. Á efnisskránni eiga eftirtaldir höfundar verk: Þórólfur Eiríksson, Atli Ingólfsson, Z. Karkowski, Há- kon Leifsson, 'Ingvar Lidholm, Luciano Berio og Igor Stravinsky. I fréttatilkynningu segir að aðrir þátttakendur á tónleikunum verði spendýr hafsins sem mönnum hafí orðið tíðrætt um að undanfömu. Tónleikamir heflast kl. 17.00. ÞETTA ER DAGURINN ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ BÍÐA KOMDU Á GAMLA BÍLNUM OG FARÐU HEIM Á NÝJUM VOLVO Glœnýr Volvo fyrir gamla bílinn þinn. Þú borgar 25% út, með andvirði bílsins og/eða peningum. Við lánum afganginn í 18-30 mánuði. ÞETTA ER DAGURINN SKEIFUNNI 15 SÍMI 691610 ÞETTA ER STAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.