Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 væri ennþá á tilraunastigi, og að helsta vandamálið væri að rekstur- inn væri mjög fjármagnsfrekur, og lánafyrirgreiðsla léleg. „Við á Patreksfirði höfum orðið á eftir í þróuninni; hér stóð toga- raútgerð lengst og uppbygging bátaútvegs kemur seint," sagði Björn þegar hann var spurður um orsakir vandans á Patreksfirði. Við misstum síðan af þeirri miklu upp- byggingu á skuttogurum sem varð á síðasta áratug, og nokkrir útgerð- armenn hættu rekstri og seldu báta. Um það leyti sem kvótinn var sett- ur á stóðum við uppi nær bátalausir, og kvótinn hafði þau áhrif að skip hækkuðu svo mikið í verði að menn eiga í erfíðleikum með að kaupa ný skip.“ Lægstu tekjur á Vestfjörð- um Það er ljóst að Patreksfjörður hefur orðið fyrir töluverðu áfalli þegar Skjöldur hætti starfsemi í byijun áratugarins, og má varla við því að stærsta fyrirtæki bæjarins í dag, Hraðfrystihús Patreksfjarðar, hætti störfum í langan tíma. Íbúum hefur fækkað um 5% á Patreksfírði síðan 1981 - eru nú um 970 talsins - og þó að meðaltekjur þar séu aðeins rétt undir landsmeðaltali eru þær hinar lægstu á Vestfjörðum. Aðeins um 40% vinnandi manna uppgjafartónn í Patreksfirðingum þó á móti blási, og flestir líta á lok- un Hraðfrystihússins sem tíma- bundna erfíðleika. Eitt mikilvæg- asta verkefnið á Patreksfírði í nánustu framtíð er bygging elli- og hjúkrunarheimilis. Jón Þórðarson, lyfsali, er formaður framkvæmda- nefndar um bygginguna. „Það ríkir mikill einhugur um þessa bygg- ingu,“ sagði Jón, „en Barðastrand- arsýsla er eina sýslan á landinu þar sem engin aðstaða er fyrir aldraða." Fyrir eru á Patreksfirði sjúkra- hús og heilsugæslustöð, og yrðu hjúkrunardeildin og elliheimilið byggð í tengslum við það. „Þetta er búið að vera í deiglunni í fjölda- mörg ár, en nú liggur fyrir nákvæm framkvæmdaáætlun, og við héfj- umst handa af fullum krafti í ár. Við ætlum síðan að reyna að ljúka við bygginguna á fjórum til fímm árum. Þörfin er augljós hverjum sem kemur inn á sjúkrahúsið, hún er gífurleg. Hér eru 150 manns sem eru 65 ára og eldri og af þeim þurfa- 12-20 á algjörri umönnun að halda og þessi þörf mun fara vaxandi. Auðvitað er þetta stórverkefni, þetta er mikið átak fyrir þessi litlu sveitafélög, en fólk er mjög jákvætt fyrir þessu og skilningur manna á samvinnu þessarra fimm sveitarfé- laga í Vestur-Barðastrandarsýslu hefur aukist." Gísli Olafsson Jón Þórðarson starfa að sjávarútvegi, en hlutfall þjónustustarfa er hátt, því Patreks- fjörður er þjónustumiðstöð Barða- strandarsýslu; þar er t.d. sjúkrahús, bankar, Póstur og Sími og sýslu- mannsembættið. Undirstaðan í atvinnulífi Patreksfjarðar er þó sjávarútvegurinn og hinn mikli samdráttur í afla síðan 1982 hefur komið sér mjög illa. Þó er rétt að geta þess að aflinn dreifist nú mjög jafnt yfir árið og nýting á aflanum er mjög góð. „Aflinn er allur unninn í fyrsta flokks pakkningar á Ameríkumarkað", eins og einn við- mælandi Morgunblaðsins orðaði það. Bygging elliheimilis í bígerð Því fer fjarri að það sé einhver Verður völvan sannspá? Nú er verið að vinna að lausn vanda Hraðfrystihúss Patreksfjarð- ar í Byggðastofnun og innan stjóm- arinnar og Sambandsins, og einhver von er um að lausn fáist á málinu innan nokkurra daga. Þó að mikið ríði á að Hraðfrystihúsið taki aftur til starfa sem fyrst, þar sem það er burðarásinn í atvinnulífi bæjar- ins, skiptir líka miklu máli að finna lausn á vanda PatreksQarðar sem dugir lengur en einn „skyndiplást- ur“. Hvort það takist í bráð skal engu um spáð hér, en völva Vest- firska fréttablaðsins hefur spáð batnandi atvinnuástandi á Patreks- firði - á þeim forsendum að það geti ekki versnað - og er vonandi að völvan verði sannspá. Hraðfrystihús Patreksfjarðar. Bygging þess var mjög dýr vegna mikillar lántöku á óðaverðbólgu- árunum, og skuldirnar sem fyrirtækið safnaði þá eiga mikinn þátt í erfiðleikunum nú. Þjóðin hefur frelsi til að eyða, en ekki til að afla - segir Sigurður Viggósson, fram- kvæmdastjóri og oddviti Patrekshrepps SIGURÐUR Viggósson er oddviti Patrekshrepps og stjórnarform- aður Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar, auk þess sem hann er framkvænidastjóri og eigandi Tölvuþjónustu Vestfjarða. Hann þekkir þvi málefni fiskvinnslunn- ar og byggðarinnar betur en flestir aðrir, og því spurði blaða- maður Morgunblaðsins hann um þann vanda, sem við er að glíma á Patreksf irði um þessar mundir ER vandinn nú meiri en hann hefur verið áður? „Já, hann er meiri en oft áður. Það má kannski segja að við höfum varla borið okkar barr í útgerð og fiskvinnslu síðan 1960 þegar togar- aútgerðin gamla lagði upp laupana. Árin 1970-’80 voru okkur þó að mörgu leyti góð, en síðan hefur farið að halla undan fæti. Eftir að hraðfrystihúsið Skjöldur hætti starfsemi sinni hefur ekkert komið í staðinn, og á sama tíma var Hrað- frystihús Patreksfjarðar veikt - það var þá nýbúið að byggja upp á of löngum tíma og eiginfé þar var gengið til þurrðar.“ A undanförnum árum hefur afli minnkað og bátum fækkað á Patreksfirði. Hvað er þetta mikið vandamál? „Á okkar góðæristímum voru hér um 12 vertíðarbátar, þ.e. bátar sem eru yfír 100-150 tonn að stærð, og einn togari. Um 1981-’82 minnkar flotinn niður í einn togara og fjóra báta, en hinir hverfa á braut þegar Skjöldur og nokkrir útgerðarmenn hætta starfsemi á Patreksfirði. Við þetta minnkar afli auðvitað - mest varð hann um 13.000 tonn af bol- fiski, en fór niður í 7.000 tonn. Síðan hefur ástandið aðeins skánað, og aflinn er nú kominn upp í 8.000 tonn á ári, en þessi aflaminnkun hefur valdið því að veltan á staðnum hefur minnkað um nær helming." Hvaða úrræði eru til að bæta atvinnuástandið og tryggja af- komu útgerðar og fiskvinnslu? „Álit sveitastjómar er að fyrst og fremst þurfi að auka hér út- gerð, en það ætti að geta skapað þau verðmæti og atvinnu sem þarf til að gera staðinn lífvænlegan. Það sem til þarf er að gefa mönnum kost á því að eignast fleiri skip.“ Hvernig hefur kvótakerfið komið út fyrir Patreksfjörð? „Það má segja að kvótinn geri það að verkum að það sé mjög erf- itt að eignast skip, vegna þess hve skip hafa hækkað mikið í verði vegna hans. Kvótinn kom svo sér- lega illa við Patreksfírðinga, vegna þess að við erum á þorskveiðisvæði - byggjum til dæmis lítið á ufsaveið- um eins og Suðumesjamenn - og 40% samdráttur í þorskveiðum þýddi í raun 40% samdrátt í afla. Við þurfum eðlilega fyrirgreiðslu til að auka útgerðina, sVo aflinn nái þó ekki væri nema hálfa leið upp í það sem hann var áður. Við þyrftum að fá um 11.000 tonn af bolfiski á ári.“ Morgunblaðið/Þorkell Sigurður Viggósson Er grundvöllur fyrir opnun Hraðfrystihússins nema rekstur þess verði stokkaður upp? „Frystihúsið verður opnað um leið og það er búið að endurskipu- leggja fjárhag þess. Það þarf einnig að koma á nokkmm vinnslubreyt- ingum, en þær eru ekki dýrar. Það er talið að fyrirtækið eigi vel fyrir skuldum og þar af leiðandi er ástæðulaust að setja það á hausinn, það er ekki hægt. En ef svo heldur fram sem horfír í gengjsmálum, þá hlýtur að verða breyting í þá átt að frystiiðnaður leggist af, og menn geta spáð í það hvað það kostar fyrir þjóðarbúið. Það hefur orðið gífurleg tekju- rýmun í fískvinnslu vegna falls dollarans síðastliðið eitt og hálft ár, og á sama tíma hefur verðlag á íslandi hækkað um 40%. Þetta þýð- ir að minnsta kosti fjórðungsrýrnun á tekjum vinnslunnar. Við viljum eingöngu að gengið sé rétt skráð, og í öllu þessu frelsistali sé ég ekki aðra leið en að opna gjaldeyris- markað. ísland er að eyða langt fram yfír það sem það aflar. Þjóðin hefur frelsi til að eyða, en ekki frelsi til að afla.“ í skýrslu Byggðastofnunar er minnst á að auka þurfi fjöl- breytni í atvinnulífi. á Patreks- firði. Er.það lausnin á vanda bæjarins? „Hér er allt svo tengt sjávarút- vegi, að ef hann er ekki í lagi er ekkert í lagi. Hins vegar er rétt að leita nýjunga í atvinnulífinu, t.d. með fullvinnslu afla og aukinni tæknivæðingu í fiskvinnslu, en það þarf að koma undirstöðunni, út- gerðinni, í lag áður en farið er að huga að öðmm þáttum. Loðdýra- rækt og laxeldi em allra góðra gjalda verð, en verða ekki það stór- ar atvinnugreinar í náinni framtíð að þær skipti miklu máli fyrir Pat- reksfirðinga." Þó að afli hafi minnkað mikið núna síðustu árin er nokkuð um aðflutt, og jafnvel erlent, vinnu- afl í fiskvinnslu. Er ekki mótsögn í þessu? „Jú, ef þetta er sett svona fram. Laun í fiskvinnslu em afskaplega lág, og það virðist vera regla í íslenskum stjómmálum í gegnum árin að fiskvinnsla skuli aldrei borga sig, né útgerð, en allir aðrir þættir skuli hagnast. Stjómendur fiskvinnslu og útgerðar hafa ekki nema yfir einu að ráða, það er laun- unum, og þeir hafa kreppt að sínu starfsfólki í staðinn fyrir að kreppa að þeim sem stýra tekjumyndun í sjávarútvegi. Það er nokkuð um aðkomufólk í vertíðartoppum hér eins og annarsstaðar, en ársverk útlendinga em þó aðeins 7, af 160 ársverkum í fiskvinnslu." Þegar erfiðleikar hafa steðjað að í fiskvinnslu einhversstaðar hefur stundum veríð sagt, og jafnvel í opinberri umræðu, að það „eigi bara að leyfa svona stöðum að fara á hausinn." Á að leyfa Patreksfirði að fara á haus- inn? „Ég segi bara við svona fullyrð- ingum: Leyfið okkur að ráðstafa því fé sem við öflum og þá sjáum við hveijir fara á hausinn. Það em mikil verðmæti fólgin í húsnæði og fólkinu, og ísland væri einskis virði ef ekki væm þessi sjávarþorp. Tímamir breytast og það er eðlilegt að það sé samdráttur á ákveðnum sviðum á ákveðnum stöðum á landinu, en ég lít á það sem grín að segja að það eigi að setja heilu byggðarlögin í eyði. Það er hins vegar alvömmál að sjá svona full- yrðingar í blöðum, en það er ekki oft að viðhorf sjávarplássa koma fram þar. Menn vilja fá fyrirsagnir sem hægt er að slá upp, það selst betur." í framhaldi af því: Hvemig hefur umfjöllun fjölmiðla um Patreksfjörð verið, og hafa fjöi- miðlar einhver áhríf á þróun mála? „Ég verð nú að segja að umfjöll- un fjölmiðla um Patreksfjörð hefur verið fremur jákvæð. Ég man eftir að í fréttum um Suðureyri við Súg- andafjörð fyrir nokkmm ámm var talað um „þorp til sölu“. Það hefur ekki verið rætt um að það sé verið að selja Patreksfjörð, og miðað við útgáfustað blaðanna hafa fréttir verið jákvæðar. Ég skal ekki segja um hvort fréttir hafi áhrif á gang mála, en við tökum eftir því hér úti á landi að það er alltaf nefnt í blöð- um ef eitthvert fyrirtæki úti á landi fer á hausinn en það er ekki fjallað um öll gjaldþrotin í Reykjavík á sama hátt.“ Ertu bjartsýnn á að ástandið á Patreksfirði lagist í nánustu framtíð? „Já, ég er bjartsýnn. Þegar jafn- rétti er komið á milli landshluta mun Patreksfjörður rísa upp úr öskustónni. Meginhluti Patreksfirð- inga vill eiga hér heima og ætlar sér það þó að óáran sé núna. Þess- ir erfiðleikar ganga yfir og þá fer gæfuhjólið að snúast í rétta átt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.