Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 23 póstkort, á meðan beðið er eftir matnum — og þennan stað sækir fólk, sem notalegt er að vera innan um, þótt ekki þekki maður á því haus né sporð. Það er alltaf sérstök stemmning í miðborginni á kvöldin og allar matstofur fyrir túrhestana yfirfull- ar, en þangað stendur hugurinn ekki. Á torginu við rústir Minning- arkirkjunnar er að jafnaði iðandi og fjölskrúðugt mannlíf og margt að gerast. Borgin hefur upp á allt að bjóða, sem stórborgir hafa almennt, að viðbættu hinu ríka menningarlífi, og komst ég fyrir tilviljun að einni sérstæðri hlið mannlífsins þama Mér þótti heimsóknin á Þjóðlist- arsafnið góð uppmýking fyrir hina stóm sýningu Berlín — Berlín, sem ég ákyað að skoða daginn eftir, en vegna þess að mér þótti hún opnuð seint, ákvað ég að skoða aðra sýn- ingu þar í grenndinni áður. Auglýs- ingu um hana hafði ég séð tilsýndar á hinni vinalegu matstofu Þjóðlist- arsafnsins, en þangað þurfti ég að fara nokkmm sinnum til að láta h'ða úr bakinu. Þetta er lítil, en ákaflega vel hönnuð veitingabúð og inn af henni listaverkabókabúð í hæsta gæða- flokki þótt f minna Iagi sé. Þar sá ég einmitt á vegg auglýsingu um sýningu, er nefndist „750 heitir Berlínarbúar" og hélt fyrst í ein- feidni minni að þetta væri sýning á 750 blóðheitum byltingarlista- mönnum. En er ég svo kóm á staðinn morguninn eftir, þá upp- götvaði ég, að þetta var sýning á 750 hýmm einstaklingum, bæði innfæddum Berlínarbúum sem vin- um þeirra og lagsbræðrum víða að og frá útlandinu! Mér brá nokkuð, en skoðaði þó sýninguna vel, sem hafði undarleg áhrif á mig, enda ekki á dagskrá. Hér var ekki verið að fela neitt á veggjum né í bókum auk fjölda ljós- mynda af frægum persónum, er töldust til „heita" hópsins. Fór ég þaðan stómm fróðari um þennan þátt mannlífsins og mannréttinda- baráttu hinna „heitu", eins og þeir nefna það — og víst hafa þeir verið ofsóttir í tímans rás. Kom mér á óvart, hve margir þekktir leikarar og dáðir af kvenþjóðinni vom hér á myndum — ljósmyndum sem málverkum ásamt þekktasta vopna- framleiðanda aldarinnar, sem útvegaði ungum ítölskum piltum störf á veitingahúsum í Berlín er hann var á ferð í suðrinu. Til Berlín- i Il**1 ílif* ikllll ar streymdu á áranum milli styij- aldanna heimsþekktir rithöfundar og málarar, sem sumir hveijir em enn á lífí, auk þekktra stjómmála- manna, vísindamanna og „heitra" af öllum stéttum. Minnti þetta mig á loftbrúna frá Brasilíu, sem mér var sagt frá í París fyrir nokkram áram, er slíkir hópuðust þangað og hurfu í Boulogne-skóginn og Pi- galle-glaumhverfíð. En væntanlega hefur hún lagzt af við tilkomu al- næmisins, — en af því hef ég þó engar spumir. — Það var slæðingur af fólki á sýningunni og tók ég eftir því, að sumir urðu jafn undrandi og ég, svo að ég hef ekki verið sá eini sem misskildi auglýsinguna um sýning- una. Svo var tekin stefna á Berlínar- sýninguna, sem var til húsa í mikilli byggingu við Anhalter-brautarstöð- ina sögufrægu, er nefnist „Hús Martins Gropius" (1824—1880). Ekki kannaðist ég við þann mann, þótt eftimafnið væri meira en kunn- uglegt, en veit nú, að um er að ræða arkitekt hússins og náfrænda Walter Gropius, stofnanda Bauhaus í Weimar. Margt var líkt með þeim frænd- um, því að báðir urðu þeir á hátindi ferils síns skólastjórar gagnmerkra listaháskóla og dreifðu nafntoguð- um byggingum um allt Þýzkaland. Ekki var erfítt að rata, þegar byggingin kom á annað borð í sjón- mál, því að straumurinn lá þangað, enda sunnudagur. Og nú var komið að því að skoða hina miklu sýningu á sögu Berlínar frá upphafí til dags- ins í dag, én þó að meginhluta til frá dögum iðnbyltingarinnar, enda hófst vöxtur hennar þá fyrir alvöm á nýrri tímum og heimildir þeim mun betri og fyllri, sem nær dregur að sjálfsögðu. í upphafí sögu sýn- ingarinnar var bmgðið upp mynd af því, hvemig jarðvegurinn myn- daðist í umhverfí Berlínar fyrir 250.000 ámm og var sviðsmynd af landslaginu á þeim tíma, og hvemig jurtalíf þróaðist, er ísbreið- an hopaði norður á bóginn í lok ísaldar. Þetta horfði maður á í gegnum glerrúðu og var með ævin- týra- og hrikalega mynd, sem bmgðið var þar upp af auðninni á þeim forsögulega tíma. Gaf það skoðendum góða hugmynd um óravíddir tímans í tímalausri veröld og hve 750 ár em hér örstuttur timi andspænis þróuninni. í sama herbergi vom og elstu minjar frá sðgu Berlínar og það „Hraðskreiðasta borg veraldar“. Frá sýningunni Berlín Berlín í Martin Gropius Bau. Berlín hefur í senn verið borg nautna, gleði og hörmunga, svo sem vel kemur fram í þessari frægu þrískiptu mynd Otto Dix frál927/28. Hún nefnist stórborg og er gerð með koli, krít og þekjulitum á pappír og yfirfærð á léreft. Er 180x408 cm að stærð. sýnt, sem tiltækt var og varðveizt hefur frá því tímabili. — Miðað við ýmsar aðrar borgir Þýzkalands svo sem Bonn, Trier og Augsburg, sem eiga sér 2000 ára sögu, er Berlín ung borg. En sjálf byggðin á þessum stað báðum megin fljótsins Spree er miklu eldri en hve gömul veit enginn með fullri vissu — þetta vom í raun tveir þétt- býliskjamar sem sameinuðust — Berlin og Cölln (sbr. Neukölln) og elsta innsiglaða skjal er nefnir Cölln er frá 1237 og við það er aldur borgarinnar miðaður. Þróun borg- arinnar endurspeglar í ákafa sínum og snarpleika 750 ára sögu Mið- Evrópu og heimsins. Af þessum 750 ámm teljast 500 meðalár en 250 í hæsta máta umbrotasöm. Mikil mannflölgun og blóðblönd- un átti sér stað fyrir og eftir aldamótin 1700. Eftir niðurlægingu þijátíu ára stríðsins féll íbúatalan niður f 6.000 og þriðjungur húsa borgarinnar var í rúst eða yfirgef- inn. Árið 1671 fluttust 50 brott- reknar gyðingafjölskyldur frá Vínarborg til Berlínar og eftir 1685 komu 6.000 brottreknir Húgenottar frá Frakklandi og fram til 1700 fylgdu Óraníumenn, Vallónar, vel- skir Svisslendingar og Falsar í dijúgum straumum og 1732 bætt- ust við 1732 bæheimskir mótmæ- lendur. Þannig mætti ætla að kynblöndunin hafi verið á fullu á þeim ámm og nefna má að um alda- mótin 1700 var franska móðurmál fjórða eða fímmta hvers íbúa. Vegna hins mikla aðstreymis fólks komust Húgenottar fljótlega í minnihluta en þeir höfðu þó dijúg áhrif á efnahagslega, vísindalega og listræna þróun borgarinnar svo og málfar og framkomu fbúanna. Berlín tók umskiptum og varð sið- aðri, heimslegri og lífmeiri. Og eins og Húgenottar settu svip sinn á þróunina á 18. öld vom það framar öllu Júðar sem settu svip sinn á efnahagslega og andlega þróun allt frá lokum 18. aldar og fram til valdatöku nazista. Um aldamótin 1700 var íbúatalan 29.000 en um næstu aldamót var hún orðin 172.000 og þá var Berlín næst stærst þýzku ríkjanna á eftir Vínar- borg og sem höfuðborg Prússlands naut hún ríkulega pólitískra og hemaðarlegra sigra ríkisins. Og áframhald varð á stuðningi við verzlun og iðnað, vísindi og listir. Vísindaakademfan blómstraði og hið geistlega vald einkenndist af mannúð og umburðarlyndi er hafði áhrif langt út fyrir landamæri Þýzkalands. Af þessari ágrips- kenndu upptalningu má ljóslega ráða á hve sterkri burðargrind menning Berlínar hvíldi því að hér héldust allir þeir þættir í hendur sem em undirstaða öflugs borg- arríkis. Prússland á raunvemlega tilvera sína áfaili að þakka. Án hryllings þijátíu ára stríðsins hefði þetta ríki hvers tilvera byggðist á hemaðar- legum strangleika og aga, en einnig á almennum mannréttindumm sennilega ekki orðið til og ei heldur heimsborgin Berlín. Ekkert land hefur átt jafn marg- ar höfuðborgir og Þýskaland, Aachen, Goslar, Núrnberg, Prag, Vín, Frankfurt, Berlín og Bonn. Landið virðist hafa flotið í Ianda- fræðilegum skilningi og hafa engin eðlileg landamæri. > Og Berlín er byggð á sandi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.