Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988______________________________________________33 ----------------------------------------------------------------------------------------3L SKÁKEINVÍGIN I KANADA ma Einvígi Jóhanns og Kortsjnojs: Vel fylgst með af- rekum Jóhanns Iris Dög'g Ægisdóttir, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir og Jóhanna María Bragadóttir Frammistaða Jóhanns Hjart- arsonar í einvíginu við Kortsjnoj hefur vakið mikla athygli meðal þjóðarinnar. Morgunblaðið spurði nokkra vegfarendur í gær, hvort þeir fylgdust með gengi Jóhanns og hverju þeir vildu spá um úrslit einvígisins. Þá var staðan þrír vinningar Jóhanns gegn einum vinningi hjá Kortsjnoj. „Hef mikla trú á Jóhanni" „Já, ég hef fylgst með þessu ein- vígi, ég fylgist vel með allri keppni í skák,“ sagði Sigurjón Jónsson, sem var að koma úr innkaupaferð í Hagkaup. „Ég er afskaplega ánægður með árangur hans, hef mikla trú á Jóhanni. Það er erfítt að spá um úrslitin, ég tel þó að Jóhann vinni, gæti allt eins trúað að hann geri jafntefli næst og vinni þannig," sagði Sigurjón að lokum. Siguijón Jónsson Hugrún Haraldsdóttir „Vinnur örugglega" Við fórum í Kringluna og hittum þar fyrst fyrir Hugrúnu Haralds- dóttur og spurðum hana, hvort hún hefði fylgst með einvíginu. „Já, það hef ég gert, hann hefur staðið sig mjög vel. Hann vinnur örugglega, ég er alveg viss um 1 það,“ sagði Hugrún. j „Einn af tíu bestu“ i Svavar Guðni Svavarsson, múrarameistari og fyrrum lands- 1 liðsmaður í bréfskák, var ekki í > neinum vafa um álit sitt á afreki Jóhanns. „Honum hefur gengið framar öllum vonum og hann er örugglega einn af tíu bestu skák- mönnum í heiminum í dag. Það ér engin spurning um að hann vinnur þetta einvígi, spumingin er frekar hvenær hann nær heimsmeistara- titlinum. Jóhann er mjög ungur og það hefur hann fram yfir flesta Svavar Guðni Svavarsson Guðni Kristinsson „KALDI íslendingurinn" er Jó- hann Hjartarson nú kallaður hér í St. John. Taflmennska hans gegn Viktor Kortsjnoj hefur vak- ið verðskuldaða athygli, sérstak- lega að hann hefur aldrei látið óvænta leiki koma sér úr jafn- vægi. „Það virðist vera sama hvernig staðan er, það hefur engin áhrif á hann,“ er dómur rúmenska stórmeistarans Suba um Jóhann í mótsblaðinu. Bæjarbúum þykir mikið til Jó- hanns koma og allrar framkomu hans við taflborðið. Áhugi íslend- inga á einvíginu við Kortsjnoj hefur spurst yfir Atlantsála og í bæjar- blöðunum hér er titlinum íslenska þjóðhetjan jafnan bætt framan við nafnið hans. Else Wayne borgar- stjóri er mjög hrifín af Jóhanni og hefur látið svo um mælt að ef St. John-borg ætti stórmeistara í skák á borð við Jóhann þyrfti hún ekki að kvarta. Hér virðast flestir orðið gera því skóna að Jóhann vinni einvígið; hina. Hann minnir mig mikið á Friðrik Ólafsson, þegar hann var upp á sitt besta, en þó hefur Jó- hann drápsgimina, sem Friðrik vantaði, hun er nauðsynleg til að ná toppárangri," sagði Svavar Guðni Svavarsson. Anna Jónasdóttir „Gaman hvað hann stendur sig vel“ Anna Jónasdóttir hefur fylgst með Jóhanni í baráttunni við Kortsj- noj: „Hann hefur staðið sig afskap- lega vel. Ég vil nú ekki segja til um úrslitin, en ætli hann vinni ekki? Það er gaman að fylgjast með því, hvað hann stendur sig vel.“ „Flott hjá honum“ Á leiðinni út úr Kringlunni rák- umst við á Guðna Kristinsson og tókum hann tali. „Já, ég hef fylgst með einvíginu. Þetta er flott hjá honum. Ég tefli mjög lítið sjálfur, bara svolítið. Jóhann vinnur með einum vinningi yfír,“ sagði Guðni Kristinsson. Kortsjnoj geti hreinlega ekki úr þessu snúið því við. Talað er um að skákheimurinn sé að verða vitni að kynslóðaskiptum og Kortsjnoj hafí fallið á tíma í fleiri en einum skilningi gegn Jóhanni. Raymond Keene, sem aðstoðaði Kortsjnoj í heimsmeistaraeinvígjum, sagði við mig að Kortsjnoj myndi varla keppa í einvígjum eftir þetta því aldurinn væri farinn að segja til sín. Ég fékk þetta á tilfínninguna þegar ég horfði á lokamínútur 4. skákarinnar. Þegar Kortsjnoj sá að Jóhann var að ná undirtökunum, sérstaklega eftir að Jóhann lék f-peðinu fram í 33. leik og braut þar með á bak aftur síðustu sókn Kortsjnojs, var eins og bardaga- maðurinn Kortsjnoj gerði sér skyndilega ljóst frammi fyrir hveiju hann stóð. Hann seig saman í stóln- um og gat ekki fengið sig til að leika. Þetta augnablik verður sjálf- sagt minnisstætt þeim sem á horfðu og varð á að hugsa: í svipuðum sporum á ég kannski eftir að standa „Vantar bara hálfan“ Við hittum þrjár stúlkur á gangi um Kringluna og spurðum þær um einvígið. Þær voru vel með á nótun- um, höfðu allar fylgst með fréttum af skákinni og velgengni Jóhanns Hjartarsonar vestur í Kanada. „Mér líst bara vel á,“ sagði íris Dögg Halldór Halldórsson „Jóhann vinnur" „Já, ég fylgist mjög vel með þessu einvígi, þótt ég fylgist annars ekki mikið með skák,“ sagði Hall- dór Halldórsson. „Jóhann stendur sig mjög vel og það vekur áhuga. Ég hef trú á því, að hann sigri með jafntefli í annarri hvorri skákinni sem eftir er.“ þegar aldurinn færist yfír.' En einvígið er ekki búið og Jó- hann á enn erfíðar skákir fyrir höndum. Þeir sem þekkja Kortsjnoj segja að ef hann vinni skákina í dag verði hann til alls vís. Jóhann sjálfur veit vel að hveiju hann geng- ur og tekur enga áhættu og eyddi gærdeginum í undirbúning fyrir 5. skákina. En samt hef ég á tilfínningunni að ef baráttugleði Kortsjnojs rénar einhvemtímann sé það nú, eftir að hafa fengið slíka skelli sem Jóhann hefur veitt honum. Og einvígi á borð við þetta taka sinn toll. Þann- ig hefur Jóhann verið úrvinda eftir skákirnar. Geri Jóhann og Kortsjnoj jafn- tefli í dag er einvíginu lokið, sjötta skákin verður ekki tefld. Nái Kortsjnoj hinsvegar að jafna metin í dag og á mánudag, munu þeir tefla tvær skákir til viðbótar á mið- vikudag og fimmtudag, eftir sömu reglum og gilda í einvígjunum. Verði enn jafnt hefst bráðabani á Ægisdóttir, „hann vinnur ábyggi- lega.“ Hrafnhildur Hafsteinsdóttir fylgist „svona smá“ með keppninni. „Vonandi vinnur hann,“ sagði hún. „Hann vantar bara hálfan, ég held að hann vinni,“ sagði Jóhanna María Bogadóttir. Og svo flögruðu þær áleiðis og brostu til ljósmyndar- ans. Þórdís Steinsdóttir „Vona að hann vinni“ „Nei, ég hef ekkert vit á skák, en ég hef þó heyrt um einvigið," sagði Þórdís Steinsdóttir. „Jóhann hefur staðið sig vel, það fer ekki framhjá neinum. Ég vona að hann vinni. Það er ómögulegt fyrir mig að spá. Við verðum bara að vona.“ laugardag. Þá hafa keppendur hálftíma hvor til að ljúka 40 leikj- um, síðan 15 mínútur á hveija 20 leiki eftir það þar til annar vinnur skák. Fjóra vant- ar hálfan ÖLLUM skákunum í 4. umferð áskorendaeinvígjanna lauk með jafntefli nema skák Jóhanns og Kortsjnojs. Fjóra skákmenn vantar aðeins hálfan vinning til að tryggja sér sigur í einvíginu. Short, Speelman, Jusupov og Jóhann hafa allir 3 vinninga gegn Sax, Seirawan, Ehlvest og Kortsj- noj. Sokolov og Portisch hafa 2,5 vinninga gegn 1,5 vinningum Spraggets og Vaganjans. í einvigi Timmans og Salovs hef- ur öllum skákunum lyktað með jafntefíi eftir gífurlega baráttu á báða bóga. „Kaldi íslendingiirinn“ bræðir kanadísk hjörtu St. John, frá Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.