Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 47 Minning: Jónína G. Sigurðar- dóttir og Sigurður Steinar Sigurðsson Fædd 9. mars 1969 Fæddur 1. janúar 1963 Dóu 22. janúar 1988 „Þeir sem guðimir elska deyja ungir." Þessi setning ásamt ótal hugsunum um skemmtilegu sam- verustundimar, sem við áttum saman, kom í huga mér þegar mér barst sú harmafregn, föstudaginn 22. janúar sl., að Ninna, vinkona fnín, og unnusti hennar, Steinar, hefðu látist í bílslysi. Á þessum tímamótum vakna hugljúfar minningar um þær ógleymanlegu stundir sem við átt- um saman. Um stúlku sem alltaf var kát og hress. Um stúlku sem gladdi alla með nærveru sinni. Um stúlku sem bjó yfir þeim mannkost- um sem flesta dreymir um. Fundum okkar Ninnu bar fyrst saman haustið 1984, þegar hún kom til ísafjarðar til að stunda nám í Grunnskóla ísafjarðar. Eftir þau kynni urðum við mjög góðar vinkon- ur og eyddum miklum tíma saman. Leiðir okkar skildu um tíma í byijun árs 1987 þegar hún fluttist til Ólafsvíkur, til að hefja búskap með unnusta sínum, honum Steinari. Eftir það reyndum við að hittst sem oftast og áttum nokkrar ánægju- stundir saman sem hefðu gjaman mátt vera fleiri. Það er alltaf erfítt að horfast í augu við dauðann, einkum og sér í lagi þegar svona ung manneskja er öll. En við getum þó reynt að hugga okkur með því að hún hvílir núna í heimi okkur æðri, þar sem hún er umvafín hlýju og kærleika Guðs þar sem hinn eilífí friður er ríkjandi. Elsku Ragna. Megi góður Guð gefa þér styrk i þinni miklu sorg. Megi almáttugur Guðs friður fylgja Ninnu vinkonu minni og unnusta hennar til nýrra heimkynna. Erla Kristín og Sigdór Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, er sefúr hér sinn síðsta blund. (V.Briem) í dag verður lögð til sinnar hinstu hvílu, fyrrum skólasystir okkar og vinkona. Það er erfítt að sætta sig við svo skjót endalok, einmitt þegar hún stóð í blóma lífsins. En þeir sem guðimir elska deyja ungir. Ninna var mjög sérstakur per- sónuleiki, sem við komum aldrei til með að gleyma. Hún var sannur vinur sem alltaf var hægt að leita til og hafði sérstakan hæfíleika til að sjá björtu hliðamar á hveiju máli. Hún var mjög lífsglöð og já- kvæð. Þar sem Ninna var, var hægt að treysta því að eitthvað skemmtilegt var um að vera, svo smitandi var lífsgleði hennar. Eng- inn getur gefíð gleði nema hann eigi hana sjálfur, og það á svo sann- arlega við hana. Við kynntumst henni fyrst þegar hún var í 9. bekk Grunnskóla fsa- fjarðar sem hún lauk með mjög góðum árangri. Síðan lá leiðin í Menntaskólann á ísafírði, þar sem hún bjó á heimavistinni með okkur. Þaðan eigum við margar kærar minningar um góða vinkonu og fé- laga, sem aldrei líða úr minni. Um áramótin 1986—1987 flutti Ninna til ólafsvíkur. Þrátt fyrir fjarlægðina rofnuðu vináttuböndin ekki, til þess var hún of góður vinur. Við þökkum fyrir að hafa fengið að verða samferða Ninnu á hennar stuttu en viðburðaríku æyi, fyrir. að hafa verið vinkonur hennar og notið góðs af gleði hennar. Góð stúlka er farin, en minningin lifír. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Úr spámanninum.) Elsku Ragnheiður og aðrir að- standendur, við vottum okkar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja ykkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Erla, Vala, Stína, Guðbjörg, Guðný Elva. og Sú harmafregn sem barst okkur 22. janúar sfðastliðinn skilur eftir djúpt sár í vitund okkar sem aldrei grær. í lífsgæðakapphlaupi nútímans er það orðið að forréttindum að þekkja fólk sem geislar af svo mik- illi lífsgleði að sjaldan falli skuggi á, en þetta var eitt af megin ein- kennum hins stutta lífshlaups Ninnu og Steina. Hinn smitandi hlátur Ninnu við öll hugsanleg tækifæri mun seint líða úr minni og með gleðinni kunni hún ávallt að létta mönnum lífíð og tilveruna, hvað sem á gekk. Þessi eiginleiki Ninnu féll vel að jákvæðu og oft stríðnislegu hugar- fari Steina og til samans gerði þetta nærveru þeirra að ógleymanlegum hluta allra gleðistunda sem við átt- um þess kost að eiga með þeim. 28. desember 1986 flutti Ninna til Ólafsvíkur, frá Barðaströnd, og þar stofnuðu þau Steini það ham- ingjuríka heimili, sem margir urðu síðan þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast. Þar komu þau á fót á skömmum tíma glæsilegu heimili, sem allir dáðust að, og þar var greinilega byggt og búið með framtíðina í huga. Næstu framtíð- aráætlanir þeirra voru þegar orðnar mótaðar. Ríkt í huga þeirra var að eignast barn og Ninna var farin að hugsa sér til hreyfings með áfram- hald í námi, sem hún hafði hugsað sér að stunda utan skóla frá Akra- nesi, en nám hafði alltaf verið henni leikur einn. Steini hafði verið á sjó um langa hríð og átti sjórinn hug hans allan og þótt ungur væri var hann þegar orðinn happasæll skip- stjóri. Hvert þáð tækifæri sem Ninnu gafst notaði hún til að hitta vini og ættingja og heimahagar hennar á Barðaströnd voru henni kærir í /'••1 vmt i smii! því sambandi og er það kaldhæðni örlaganna að þau voru einmitt á þeirri leið er hið hörmulega slys varð. Það er óhjákvæmilegt að hugur okkar leiti til baka á stundu sem þessari. Koma þá upp í hugann margar ógleymanlegar stundir, sem við áttum með þeim, bæði á heim- ili okkar í Reykjavík og í heimahög- um á Barðaströnd, síðastliðið sumar. Allar þessar stundir eru tengdar óendanlegri gleði, hlátri og allskyns galsa, sem var óijúfanleg- ur fylgifiskur Ninnu og Steina. Að þessum gleðistundum munum við búa alla okkar ævi, bæði til lærdóms um hvemig lifa eigi lífinu og til gleðiauka. Erfítt er fyrir alla að sætta sig við andlát svona ungs fólks og slíkt fráfall er missir fyrir hveija litla þjóð og lítil byggðarlög. En trúin flytur fyöll og trúin á guð almáttug- an og hans vald og mátt styrkja alla á sorgarstundu sem þessari og það léttir sorgina þegar upp í hug- ann koma orð Ninnu á unga aldri: „Það er allt í lagi þó ég deyi því þá fer ég til pabba." Við vottum öllum aðstandendum þeirra Ninnu og Steina okkar dýpstu samúð á þessari sorgar- stundu og megi guð styrkja ykkur öll. Guðlaug Einarsdóttir, Högni S. Kristjánsson. í dag, laugardaginn 30. janúar, verða jarðsungin frá Ólafsvíkur- kirlq'u þau Sigurður Steinar Sig- urðsson og unnusta hans, Jónína Guðrún Sigurðardóttir. Það var seinni hluta föstudagsins 22. janúar að við fengum þá sorgar- fregn að Steinar og Jónína hefðu farist af slysförum þá um morgun- inn á norðanverðu Snæfellsnesi. Það var erfítt að trúa þeirri stað- reynd að þetta unga fólk með iífsgleðina, drenglyndið og dugnað- inn væri horfíð okkur af lífsbraut- inni. Það er skarð fyrir skildi við hið skjmdilega fráfall þeirra. Steinar hóf ungur störf sem tengdust fiskvinnslu, fyrst í landi en svo á sjó með föður sínum. Slðustu árin var hann búinn að taka við skipstjóm á skipi föður síns og er mér sagt að það verk hafí hann leyst vel af hendi, eins og öll þau störf er hann tók sér fyrir hendur. Leiðir Steinars og Jónínu lágu saman þegar hann var við hörpu- diskveiðar frá Bijánslæk. Fyrir einu ári stofnuðu þau sitt eigið heimili á Gmndarbraut 12 í Ólafsvík. Þar sáu allir og sannfærð- ust um dugnað og samhug þeirra beggja þegar þau festu kaup á húsnæði. Jónína stundaði vinnu við bakarí- ið í Ólafsvík en þaðan er áreiðanlegt horft á eftir góðum og traustum starfsfélaga. Við fráfall Steinars og Jónínu er mér ofarlega í huga sú samveru- stund sem við áttum saman í sumar sem leið, þegar ég og fyölskylda mín komum í heimsókn í sumarhús foreldra hans að Slítandastöðum í Staðarsveit. Þar vom sannkallaðir fagnaðarfundir og slegið á létta stregi. Á Slítandastöðum áttum við margar sameiginlegar samvem- stundir á okkar uppvaxtarámm í faðmi afa okkar og ömmu, sem þá höfðu sinn búskap þar. Þar vom rifjaðar upp ýmsar góðar endur- minningar á góðri stund. Við kveðjum Steinar og Jónínu með sámm söknuði og biðjum um styrk fyrir fjölskyldur þeirra og sendum öllum ættingjum þeirra okkar iniiilegustu samúðarkveðjur. Drottinn blessi minningu þeirra. Ingólfur Narfason og fjölskylda. Okkur setur hijóða. „Hver er til- gangurinn"? Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Ungt fólk í blóma lífsins, sem nýlega hafði stofnað sitt eigið heimili, er svift út úr lífsmynstrinu. Við vitum að lífið höfum við að láni, en við vildum gjaman_ hafa þennan lánstíma lengri. Ég þekkti Steinar vel, hann var dulur en tilfinninganæmur, tryggur félagi og góður vinur vina sinna. Hann fór út í lífíð með gott veganesti, ást og umhyggju enda foreldrar Steinars, þau Guðrún og Sigurður, alltaf til taks ef á þurfti að halda, á þeirra heimili var alltaf hægt að ræða hlutina. Bömin em þeirra perlur. Því var það gleðidag- ur er Ninna kom í hópinn með sína glaðværð og kátínu, hún var eins og sólargeisli á heimilinu. Hún var eins og ein dætra þeirra hjóna Guð- rúnar og Sigurðar. Steinar og Ninna vom mjög samhent um að koma sér upp fallegu heimili og fórst þeim það vel úr hendi. Fram- tíðin blasti við björt og fögur. Síðan dregur ský fyrir sólu. Eftir standa ættingjar og vinir í þögninni. Við lítum til baka, minningin um þetta unga fólk er falleg, hún yljar manni um hjartarætur, og við skulum minnast orðanna: „Þeir sem guðim- ir elska deyja ungir." Það er komið að kveðjustund. Ég og fjölskylda mín vottum foreldmm, systkinum, tengdabömum og bamabömum okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V.Br.). Lilja Pálsdóttir Þeir, sem guðimir elska deyja ungir, segir gamalt máltæki og verður að vemleika þá ungt efnis- fólk er kallað burt frá nýhöfnu lífsstarfi, eigin væntingum, að ógleymdum vinum og ættingjum. Jónína Sigurðardóttir og Sigurð- ur Steinar vom glæsilegir fulltrúar þeirrar kynslóðar, sem er að taka við. Jarðbundin, starfssöm og heil- brigð í hugsun og áttu sér ákveðin sameiginleg takmörk. Þau vom lif- andi ták þeirra manna og kvenna, er mynda kjölfestu okkar starfsömu þjóðar. Sigurður Steinar kaus sér sjó- mennsku að lífsstarfi og menntaði sig til skipstjómar. í honum þóttust menn sjá flesta þá eiginleika er prýða góðan formann. Hann hafði um skeið skipt verkum með föður sínum sem skipstjóri á báti hans, Sigurvík frá Olafsvík, en var nú tekinn við stjóm hans að fullu. Hann átti sinn þátt í hagkvæmri og farsælli útgerð bátsins. Þar hafði þessi ungi maður staðfest það sem sjómenn þóttust raunar vita um hæfíleika hans. Sigurður Steinar var ráðsettur ungur maður, dag- farsprúður, glaðljmdur með góða kímnigáfu. Hann fór snemma að búa sig undir lífsstarfíð og var ráð- deildarsamari en títt er um unga menn og rasaði lítt um ráð fram. Sigurður Steinar og unnusta hans og sambýliskona kynntust er feðgamir stunduðu sjósókn um tíma frá Bijánslæk á Barðaströnd, hvar hún bjó hjá móður sinni. Þau felldu hugi saman og er sem þau hafí valið hvort annað af mikilli kost- gæfni, svo samstíga urðu þau í samfylgd, er rejmdist átakanlega stutt. Jónína fylgdi mannsefni sínu til Ólafsvíkur þar sem þau höfðu keypt myndarlegt einbýlishús á Gmndar- braut 12 og hófu þau strax að bæta það og prýða. Kynni okkar af Jónínu hófust er hún réðist til starfa á vinnustað okkar, Brauðgerð Ólafsvíkur. Þessi hressa, unga og elskulega stúlka flutti með sér ferskan blæ með ólg- andi lífsgleði sinni og smitandi hlátri. Hún var dugnaðarforkur í starfí, samviskusöm svo af bar og hjálpsöm við starfsfélaga. Traustur vinur er miðlaði af rausn, gleði og hlýju hvar sem hún fór. Jónína og Sigurður Steinar verða í dag, 30. janúar, borin til grafar frá Olafsvíkurkirkju. Við kveðjum þau með þökk fyirir vináttu og sam- fylgd. Foreldrum og aðstandendum öllum vottum við dýpstu samúð og vonum að tíminn lækni dýpstu treg- asárin en skerpi í minningu mynd hins unga mannkostafólks. Vinir og starfsfélagar hjá Brauðgerð Ólafsvíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.