Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 64
^Auglýsinga- síminn er 2 24 80 LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 VERÐ f LAUSASÖLU 55 KR. Jóhann gæti lent "áKarpov St. John. Frá Guðmundi Sv. Hermanns- syni, blaðamanni Morgunbladsins. SVO virðist sem Jóhann Rjartar- son muni tefla við Anatoly Karpov í 8 manna einvígnnum nái hann að sigra í einvígi sínu við Kortsjnoj. Reglurnar um þetta eru þó ekki skýrar. Eftir því sem ég kemst næst verða skákstig síðustu tveggja ára látin gilda og er þá miðað við 1. janúar sl. Sá stigahæsti teflir síðan við þann stigalægsta. Ef einvígin —fara eins og nú er útlit fyrir, verður Jóhann Hjartarson stigalægstur þeirra sem komast áfram. Ef Val- ery Salov vinnur einvígi sitt við Timman gæti þó farið svo að hann lendi á móti Karpov. Ekki hefur heldur verið ákveðið hvenær eða hvar 8 manna áskor- endaeinvígin verða haldin. Talað hefur verið um að þau fari fram í maí eða júní en mótshaldið hefur enn ekki verið boðið út. Þráinn ^fiuðmundsson forseti Skáksam- ^^oandsins sagði að ef Jóhann kæmist áfram myndu einvígin ekki verða haldin á Islandi þar sem það myndi setja of mikla pressu á Jóhann. Sjá fréttir á miðopnu. Morgunblaðið/BAR Gengið til fundar. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélagsins, Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og VMSÍ, og Gunnar Friðriksson, formaður Vinnuveitendasambands íslands. Búist við að um helgina skýríst h'vort möguleikar eru á kjarasamningi: Dagsbrún boðar vakta- -vinnubann við höfnina Lestun og losun skipa kann að stöðvast en málið verður skoðað í dag að sögn Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskipafélagsins Verkamannafélagið Dagsbrún hefur boðað 'bann við vaktavinnu hjá hafnarverkamönnum frá og með mánudeginum 8. febrúar næst- komandi. Bannið var samþykkt á sameiginlegum fundi stjórnar og trúnaðarráðs félagsins f fyrradag, en boð þessa efnis bárust fyrst f gær inn á borð Vinnuveitendasambands íslands. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, segir að til aðgerðanna sé boðað vegna óánægju hafnarverkamanna með það hve seint hefur gengið að fá fram leiðréttingar á samningum þeirra. Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eimskipafélags íslands, segir ekki ljóst hvaða afleiðingar vaktavinnubannið hafi, hvort lestun og losun skipa kunni að stöðvast, þar sem um sé að ræða nýjan kjarasamning um vakta- ®^ínnu, sem ekki hafi reynt á áður á þennan hátt. Þorsteinn Ólafsson, formaður | laganna, segir sambandið telja vaktavinnubannið ólöglegt, þar sem Dagsbrún hafi ekki birt kröfur sínar, en það muni verða kannað nánar í dag. Vinnumálasambands samvinnufé- Spurt og svarað um skattamál MORGUNBLAÐIÐ mun að venju aðstoða lesendur sína við gerð skattframtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efni. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 10 og 12 á morgnana og spurt umsjónarmann þáttar- ins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur spurn- ingamar niður og kemur þeim til embættis ríkisskattstjóra. Svör við spumingunum birtast síðan f blaðinu. Búist er við að skýrist á fundum um helgina hvort möguleikar á kjarasamningum til lengri eða skemmri tíma milli Vmnuveitenda- sambands íslands og Verkamanna- sambands íslands em fyrir hendi, en samningafundur hefur verið boð- aður í dag og gert ráð fyrir stífum fundarhöldum um helgina, setji boðun vaktavinnubannsins ekki strik 1 reikningana, sem nokkrir viðmælendur Morgunblaðsins úr hópi vinnuveitenda töldu hugsan- legt. „Við vomm með undirskriftir yfír 300 hafnarverkamanna, sem kröfðust þess að félagið færi að láta til sín taka og vomm áður búnir að fá sendinefndir með boð sama efnis. Þeir em alveg á suðu- marki," sagði Guðmundur J. Guðmundsson í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að málið ætti sér nokkra forsögu, því talað hefði verið um það frá því í sumar að yfirfara samninga hafnarverka- manna. Þeir vinni á tvískiptum vöktum alla virka daga og stundum laugardaga. Samkvæmt vakta- vinnubanninu sé einungis leyfílegt að vinna frá 8-19 alla virka daga nema laugardaga. „Við emm ekki alveg búnir að átta okkur á því hvaða áhrif þetta hefur, hvort þetta þýðir áð öll lestun og losun skipa stöðvast eða hvort þetta er yfirvinnubann. Við emm að vinna eftir nýjum kjarasamn- ingi, sem ekki hefiir reynt á áður í verkföllum, og eigum eftir að túlka samninginn," sagði Hörður Sigur- gestsson aðspurður um hvaða áhrif vaktavinnubannið hefði. „Þessi verkfallsboðun núna kom okkur á óvart. Við höfum ekki ver- ið í viðræðum við Dagsbrún um sérkjarasamning Eimskips og Dagsbrúnar. Við vitum að þeir hafa áhuga á að laga þann samning, en þeir hafa ekki sett fram nein ákveð- in sjónarmið eða kröfur í því sambandi. Þeir hafa ekki óskað eft- ir sérviðræðum um þennan samn- ing, þannig að okkur fínnist það mjög annarleg og óskynsamleg vinnubrögð að boða verkfall núna, sérstaklega þar sem bréfí þessa efnis var laumað inn á borð í Vinnu- veitendasambandinu á sama tíma og menn héldu að þeir væru á al- vöru samningafundi með Verka- mannasambandinu," sagði Hörður ennfremur. Hækkar bensín- gjaldið? HUGMYNDIR hafa komið fram hjá stjórnvöldum um að hækka bensíngjald í þeim tilgangi að standa undir útgjöldum við end- urgreiðslu á uppsöfnuðum sölu- skatti til frystihúsa og loðnu- verksmiðja. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra sagðist í gær ekkert vilja segja um málið. Bensínverð hefur lækkað á heimsmarkaði að undanfömu og hafa fulltrúar olíufélaganna og Verðlagsstofnunar verið að bera saman bækur sínar um málið, en afgreiðslu var frestað á fundi verð- lagsráðs í vikunni. Landhelgisgæslan: Flugmenn segja upp ALLIR flugstjórar og flugmenn Landhelgisgæslunnar hafa sagt upp störfum. Páll Halldórsson flugstjóri hafði þetta að segja um ástæður uppsagnanna: „Við sögðum upp vegna samskiptaerf- iðleika við yfirstjórn Landhelgis- gæslunnar, sem meðal annars hefur Ieitt til uppsagnar tveggja flugmanna.“ Annað vildi hann ekki segja um málið. Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar staðfesti það að uppsagnir flugmannanna hefðu borist í gær. Hann sagði að þetta væri það nýskeð að hann gæti ekk- ert sagt um viðbrögð Landhelgis- gæslunnar. Hann sagði að dómsmálaráðuneytinu væri kunn- ugt um málið. Þá vísaði hann á flugmennina með ástæður upp- sagnanna. Nú era starfandi 9 flugstjórar og flugmenn hjá Landhelgisgæsl- unni. Tveimur hefur verið sagt upp og hætta þeir störfum um mánaða- mótin mars/apríl og þeir sjö sem sögðu upp í gær hætta um mánaða- mótin apríl/maí, ef stjómvöld nota ekki heimildir sínar til að fresta gildistöku uppsagnanna. Landhelg- isgæslan rekur eina eftirlitsflugvél og tvær þyrlur. Líkur á auknum sfldarafla í haust Hafrannsóknastofnun er nú að vinna úr gögnum leiðangurs á Árna Friðrikssyni, þar sem síldarstofninn var rannsakaður. JakobJakobsson, forstjóri stofnunarinnar, segir að mönnum lítist vel á stofninn. Tillögur um afla á vertíðinni í haust verði mótað- ar síðar, en að öllum likindum verði lagt til að afli verði aukinn. Hafrannsóknastofnun kannaði stærð síldarstofnsins í haust og gengu mælingar mjög vel að sögn Jakobs. Síðan var farinn leiðangur til viðbótar nú í janúar. Þá var unnið að ýmiss konar athugunum til að treysta niðurstöður úr mæl- ingum. Kannað var hvort berg- málsmælingar rannsóknarskipa hefðu einhver áhrif á hegðun síldarinnar meðan á þeim stæði, til dæmis hvort hún fældist þær að einhveiju leyti. Einnig vora svokallaðir endurvarpsstuðlar rannsakaðir, en þeir eru notaðir til að yfírfæra bergmálsmæling- amar í Iestir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.