Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 Skotland: Ekki auðhlaupið að því að eiiikavæða orkufyrirtækin EFTIRFARANDI pistill um orku- mál í Skotlandi og hugmyndir um einkavæðingu skosku orku- fyrirtækjanna, sem talin eru líklegustu kaupendur íslenskrar raforku, ef neðansjávarstrengur verður lagður milli íslands og Skotlands, birtist nýlega í breska vikuritinu The Economist Það ætlar að reynast allt að þvf eins erfítt viðfangs að fínna leiðir til að einkavæða skosku raforkufyr- irtækin og að taka ákvörðun um, hvemig ganga á í skrokk á orkubú- skapnum í Engiandi og Wales - sem er þó snöggtum viðameira mál. í Skotlandi eru starfandi tvö orkufyr- irtæki, South of Seotland Electricity Board (SSEB) og North of Scotland Hydro-Electric Board (NSHEB), og sjá þau bæði um framieiðslu, flutn- ing og dreifingu raforku. í Englandi og Wales er þessu öðruvísi háttað. Fyrirtækið Central Electricity Gen- erating Board (CEGB) framleiðir orkuna og afhendir hana tólf svæð- isfyrirtækjum, sem sjá um dreifíngu til notenda. Sérstök lausn í Skotlandi Skotlandsmálaráðuneytið, sem ber ábyrgð á skoska orkuiðnaðin- um, hyggst leysa þetta mál á annan hátt en gert hefur verið í Eng- landi. Skosk orkufyrirtæki hafa selt rafmagnið á lægra verði en sambærileg fyrirtæki fyrir sunnan landamærin, auk þess sem þau hafa selt orku suður fyrir. Skotum hefur einnig vegnað betur í gerð orku- mannvirkja. Malcolm Rifkind Skotlandsmálaráðherra mun ekki verða þess fysandi að selja skosku fyrirtækin á neinn þann hátt, sem ógnað getur góðum rekstrarárangri þeirra. En víst er, að hart mun verða eftir því gengið, að hann finni lausn, sem allir geta sætt sig við. Viðleitni' ráðherrans til að leysa málið hefur strandað á ólíkum við- horfum skosku fyrirtækjanna til þess, hvemig staðið skuli að einka- væðingu þeirra. Stærra fyrirtækið, SSEB, sem þjónar um flórum millj- ónum manna á yfír 20.000 ferkíló- metra svæði, vill, að eitt fyrirtæki verði stofnað úr báðum. Það segist hvort sem er deila kostnaði við orkuöflun, flutning og dreifingu með NSHEB. Auk þess myndi rekstur þeirra heildstætt kerfí fyrir og afkastagetu hvors um sig sé beitt í hagkvæmnisröð. Þau orku- ver, sem hafí lægstan rekstrar- kostnað, séu notuð fyrst — án tillits til þess hvort fyrirtækjanna eigi þau. NSHEB telur, að þessi samvinna geti haldist, þó að fyrirtækin verði seld sitt í hvoru lagi. Þó að það þjóni aðeins 1,25 milljónum manna, nær þjónustusvæði þess yfír fjórð- ung Bretlandseyja- — norður og vestur af línu frá Tay-fírði til Clyde-fjarðar. Margir af viðskipta- vinum þess búa á afskekktum stöðum, og NSHEB hefur gegnt mikilvægu hlutverki í efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu Há- landanna. Það er uggandi um, að sérþörfum sfnum í fjárfestinga- og gjaldskrármálum yrði ekki sinnt nægilega, yrðu fyrirtækin sameinuð í eitt. Með hálfum afköstum Orkufyrirtækin tvö munu áfram þurfa hvort á annars atfylgi að halda, eftir að þau hafa verið seld einkaaðilum. NSHEB yrði sjálfu sér nógt, ef raforkuver þess við Peter- head, sem gengur fyrir olíu og gasi (1.320 MW), væri keyrt með fullum afköstum. Nú er það aðeins keyrt með hálfum afköstum og haft til vara. Frá því f mars 1986 til mars 87 fullnægðu orkuver fyrirtækisins (bæði vatnsorkuver og orkuver, sem ganga fyrir olíu) aðeins um helm- ingi af orkuþörf þess. Afganginn fékk fyrirtækið hjá SSEB og kjam- orkuverum breska ríkisins. SSEB hefur á hinn bóginn umtalsverða umframafkastagetu — a.m.k. 25% eins og stendur, og meira þegar Tomess-kjamorkuverið (1.250 Orkusala íslendinga til Bretlands: MW) er keyrt með fullum afköstum. Það þarf þó á því að halda, að NSHEB visti ódýra orku, þegar lítil eftirspum er eftir rafmagni. Rifkind á ef til vill ekki nema tvo kosti: að sameina fyrirtækin eður ei. Það sýnist ekki vænlegur kostur að sundra orkuiðnaðinum í Skot- landi frekar niður f orkuvinnslu-, flutnings- og dreifíngarfyrirtæki — þar sem fyrir liggur, að heildartekj- ur 1986-87 vom aðeins 1,2 milljarð- ar punda miðað við 11,1 milljarð punda sunnan landamæranna. Þannig kann að virðast sem heppi- legasti kosturinn fyrir Skotlands- málaráðuneytið sé að steypa fyrirtækjunum tveimur saman í eitt, því að þá er sneitt hjá vandamálum í sambandi við að gera öðru þeirra hærra undir höfði en hinu. En þetta yrði illa séð f Hálöndunum — pólitískt — og mundi varpa fyrir róða möguleikum á að koma við samkeppni. ÞÓ að fyrirtækin tvö yrðu seld einkaaðilum hvort í sfnu lagi Og héldu einokunaraðstöðu sinni hvort á sfnu þjónustusvæði, yiði þó alltént hægt að bera saman frammistöðu þeirra. Hvað g’erir Parkinson? Mál þetta kann svo að hlaupa í enn torleystari hnút, ef Cecil Park- inson orkumálaráðherra ákveður að hafa áfram á hendi yfirstjóm kjam- orkuvera í Englandi og Wales — á þeim forsendum að starfsemi þeirra sé of mikilvæg og of dýr til þess að unnt sé að selja þau einkaaðil- um. Enda þótt NSHEB notist ekki við kjamorkuver við raforkufram- leiðslu sfna, munu um 60% af afkastagetu SSEB koma frá kjam- orku í árslok 1988 — en hærra hlutfall þekkist aðeins hjá Frökk- um, sem framleiða um 70% af raforku sinni í kjamorkuverum. Yrði kjamorkuframleiðslan tekin af SSEB, yrði fyrirtækið ekki svip- ur hjá sjón í augum fl'árfestingarað- ila, hvort sem það yrði í slagtogi með NSHEB eða eitt á báti. Skosk orkufyrirtæki hvetja til varkárni í framkvæmdum London, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni. Viðbrögð skosku orkufyrir- tækjanna tveggja við hug- myndum um orkuflutning frá íslandi til Bretlands einkennast framar öðru af varkárni þótt æðstu menn beggja fyrirtækja telji þetta kost sem fyllsta ástæða sé til að kanna til hlítar. Hugmyndir um orkusölu til Bretlands hafa meðal annars gert ráð fyrir einhvers konar hlutdeild skosku rafveitnanna í slikum orkuflutningi, sem beindist þá ekki að Skotlandi sjálfu heldur orkumarkaðnum í suðurhluta Englands. Orku- Skáksambandið tekur við styrktarframlögnm MORGUNBLAÐINU hefur bo- rist eftirfarandi fréttatílkynn- ing frá Skáksambandi íslands: Enn varpa íslenskir skákmenn ljóma á nafn íslands um heim allan. Afburða sigurganga Jó- hanns Hjartarsonar í St. John hefur vakið heimsathygli. Betri landkynning fæst ekki. Skáksamband íslands hvetur nú alla landsmenn til þess að leggja sitt af mörkum til þess að skákhreyfíngunni sé unnt að standa straum af því að ala upp, þjálfa og senda unga skákmeist- ara til keppni á alþjóðleg mót þar sem þeir geta öðlast þá reynslu sem þarf til mikilla afreka við skákborðið og til keppni fyrir ís- Iands hönd. Skákhreyfingin býr við þröng- an kost og á í sífelldum fjár- hagserfiðleikum. íslenska þjóðin hefur sýnt skákinni mikinn áhuga og ómetanlegan stuðning. En bet- ur má ef duga skal. Við þurfum að herða róðurinn og fá sém flesta til að leggja skákhreyfíngunni lið í sókn til sigurs. Við hvetjum einstaklinga, fyrir- tæki og félagasamtök til að sýna stuðning í verki. Styrktarframlögum má koma á framfæri með símgreiðslum með VISA eða EURO í síma Skáksam- bandsins, 27570, opið til miðnætt- is um helgina, eða með Gíró- greiðslum á reikning nr. 12763 við Landsbanka íslands. markaðurinn í Skotlandi er raunar þegar mettur og er ljóst að þeir orkugjafar sem nú eru fyrir hendi eða i bígerð muni sinna öllum þörfum skoska markaðarins fram á næstu öld. Skosku rafveitumar tvær, So- uth of Scotland Eletricity Board og North of Scotland Hydro- Electric Board, selja nú þegar talsverða orku til Englands og hlutdeild þessara fyrirtælcja í orkuflutningi frá íslandi fælist þá einkum í dreifíngu orkunnar suður á bóginn. í síðustu viku hitti Frið- rik Sophusson fulltrúa beggja fyrirtælg'anna að máli og kynnti þá meðal annars þær hugmyndir sem uppi hafa verið að undanfömu um orkusölu frá Íslandí til Bret- lands. Af samtölum Morgunblaðs- ins við forráðamenn fyrirtækjanna tveggja má ráða að viðbrögð þeirra hafi öðru fremur einkennst af varkámi þótt báðir aðilar hafí lýst áhuga á því að þessi kostur verði kannaður enn frekar frá öllum hliðum. Donald Miller, stjómarformaður South of Scotland Electricity Bo- ard, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Glasgow, lagði. áherslu á það í samtali við Morgunblaðið að meg- inmarkaður fyrir nýja orku væri í Suður-Englandi og allar kannanir og úttektir yrðu að miðast við það. Miller benti á að nú þegar væru uppi ýmsar áætlanir um byggingu nýrra orkuvera fyrir þann hluta landsins og því vafa- samt hvort yfirleitt yrði rúm á markaðnum fyrir íslenska orku, ekki síst þegar tekið væri tillit til þess hversu hugmyndir þessar væm í raun skammt á veg komn- ar. Miller lagði þó áherslu á að hér væri um að ræða spennandi kost, sem fyllsta ástæða væri til að kanna til hlítar. Aðspurður um North Venture, fyrirtækið sem hefur viljað hafa forgöngu um að koma orkusölu frá íslandi í kring, í þessu sambandi sagði Miller að það fyrirtæki væri ekki sérhæft á þessu sviði og mátti raunar ráða af ummælum hans að Alex Copson og fyrirtæki hans væm ekki þeir aðilar sem íslendingum færi best að snúa sér til í þessu efni. Farið hægt I sakirnar Þegar Morgunblaðið ræddi við fulltrúa North of Scotland Hydro- Electric Board, sem hefur megin- aðsetur í Edinborg, gætti að mörgu leyti sömu varkámi við hugmyndum um orkuflutning frá íslandi og vart varð við í viðtalinu við stjómarformann South of Scot- land Electricity Board. Yfirverk- fræðingur fyrmefnda fyrirtækis- ins, Aley Murrey, lagði áherslu á það í samtali við Morgunblaðið að Islendingar fæm hægt í sakirnar en flönuðu ekki að neinu. Hann sagði að allt tal á þessu stigi um 10 gigawatta framkvæmdir væri út í hött og raunar óðs manns æði af ýmsum ástæðum. Hins veg- ar væri ékki fráleitt fyrir íslend- inga að kanna kosti sem væm minni í sniðum, fælu til dæmis í sér 500 megawatta orkuflutning yfir hafíð. Murrey sagði að viðræð- umar við Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra hefðu verið hinar fróðlegustu og ráðherrann hefði alveg áttað sig á nauðsyn þess að fara hægt í sakimar. Murrey lét þess einnig getið að á fundinum með Friðrik hefði fyr- irtæki sitt boðist til að veita alla hugsanlega aðstoð við könnun á þeim kostum sem fyrir hendi væm og raunar hvatt til að Landsvirkj- un sendi mann á sinn fund til skrafs og ráðagerða, ekki síst um hina ýmsu tæknilegu þætti máls- ins. Aðspurður um hugsanlega hlutdeild í framkvæmdum sagði Aley Murrey, yfírverkfræðingur North of Scotland Hydro-Electric Board, að málið væri einfaldlega svo stutt á veg komið að engin ástæða væri til að velta hlutum af því tagi fyrir sér. Um North Venture vildi Murrey sem minnst tala, taldi það fyrirtæki greinilega ekki þess eðlis að það væri vel til þess fallið að taka þátt í öllu þessu. Af viðtölum Morgunblaðsins við forráðamenn skosku orkufyrir- tækjanna tveggja er þannig ljóst að menn á þeim bæjum vilja gæta fyllstu varkámi, ráðleggja íslend- ingum að flana ekki að neinu í sambandi við hugsanlega orkusölu til Bretlands. Báðir aðilar hafa kynnt sér þær hugmyndir sem uppi hafa verið og nýjustu athug- anir Landsvirkjunar em komnar inn á borð þeirra. Skosku fyrirtæk- in leggja þó áherslu á að enn ítarlegri rannsóknir þurfí áður en einhver frekari skref verða stigin og bæði em fyrirtækin reiðubúin að leggja sitt af mörkum við slíkar rannsóknir, sem beindust þá ekki síst að markaðsmálum þótt ýmis tæknileg atriði bíði einnig enn frekari úrlausnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.