Morgunblaðið - 25.02.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 25.02.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 9 Eigendur Spariskírteina Ríkisjóðs athugið! Einingabréf Kaupþings hafa nú þegar sannað ótvírætt gildi sitt og stöðugleika sem arðbær íjárfesting. Viðbendumeigend- um Spariskírteina Ríkissjóðs á að við tökum spariskírteini sem greiðslu fyrir önnur verðbréf. Með því að íjárfesta í Einingabréfum tryggirðu þér hámarksávöxtun, lágmarks- áhættu og að auki er féð ætíð laust til útborgunar. Einingabréf Kaupbings hf. eru öryggissjóður binn og binna um ókomin ár. 25. FEBRÚAR Einingabréf 1 2.680,- Einingabréf 2 1.559,- Einingabréf 3 1.676,- Lífeyrisbréf 1.347,- SS 85-1 11.884,- SlS 85-1 20.176,- Lind hf. 86-1 11.362,- Kópav. 11.512,- f f KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar ■ sími 68 69 88 Ráðherra og ráðhúsið Um helgina tók Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, ákvörðun um Kvosarskipulagið. Samhliða því varð samkomulag um það milli ráðherrans og Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, að fram fari kynning á skipulagi ráðhússreits við Tjörnina. Áður en félagsmálaráðherra komst að niðurstöðu leitaði hún álits sérfróðra manna og þ.á m. embættis ríkislögmanns, sem taldi engin lagaleg rök hníga að því, að ráðherra beitti pólitísku valdi sínu og neitaði að staðfesta skipuiag ráðhússreitsins. Töfin á ákvörðun félagsmálaráðherra og aðdragandi þess að ráðherrann tók loks af skarið benda eindregið til þess, að ráðherrann hafi að minnsta kosti velt málinu rækilega fyrir sér og ef til vill því, hvort hún gæti gengið gegn ákvörðunum borgarstjórnar Reykjavíkur í ráðhúsmálinu. Mat Alþýðu- blaðsins Alþýðublaðið fjallar um ráðhúsmálið i for- ystugrein í gær og þar segir meðal annars: „Fé- lagsmálaráðherra hefur staðfest, að Davið Odds- son hefur ekki staðið lög- formlega að ákveðnum þáttum er varða kynn- ingu á ráðhúsreitnum, og hefur borgarstjóri sam- þykkt þann úrskurð ráð- herra." Að Alþýðublaðið sjái sig knúið til að setja afskipti Jóhönnu Sigurð- ardóttur i þetta (jóa gef-, ur ekki til kynna, að blað- inu hafi þótt auðvelt að skýra og verja málstað félagsmálaráðherra. í fréttatilkynningu, sem félagsmálaráðherra sendi frá sér á mánudag, er hvergi minnst á það einu orði, að borgarstjóri hafi ekki staðið „iög- formlega að ákveðnum þáttum" vegna ráðhúss- ins. í tilkynningu ráð- herrans er talað um „ágalla“ vegna þess að „ráðherra telur að í ljós hafi komið að ekki hafi verið nægilega vel staðið að kynningu á deiliskipu- Iaginu“ hvað varðar reit- inn á homi Vonarstrætis og Tjamargötu, þar sem áformað er að reisa ráð- hús borgarinnar. Þá er sagt frá þvi í tilkynning- unni, að ráðherrann hafi beint tilmælum til borg- arstjóra um viðbótar- kynningu á skipulagi ráðhússreitsins með sér- stakri sýningu á því, jafn- framt þvi sem almenn- ingi verði gefinn kostur á að bera fram athuga- semdir við sldpulagið. Síðan verði skipulagið, athugasemdir og umsögn skipulagsnefndar um þær lagt fyrir borgar- stjóm til endanlegrar ákvörðunar. Lýkur til- kynningu ráðherrans á þessum orðum: „Borgar- stjóri hefur fallist á að beita sér fyrir þessari meðferð málsins, sem lokið verði fyrir miðjan aprfl nk.“ Með hliðsjón af for- sögu málsins, þessari til- kynningu félagsmálaráð- • herra og því hve Davíð Oddsson hefur tekið til- mælum ráðherrans fagn- andi, er sú söguskýring Alþýðublaðsins, að „borgarstjóri [hafi] beygt sig undir þann úrskurð ráðherra að hann hafi ekki virt rétt fólksins og ekki farið að öllu leyti að lögum og reglum" beinlinis fráleit. Af málatilbúnaði Alþýðu- blaðsins má raunar ráða, að blaðið telur, að ráð- herra hefði sett stein í götu borgarstjóra í þessu máli, ef til þess hefðu verið einhveijar lagaleg- ar forsendur. Þær vom ekki fyrir hendi og tekur álit rfldslögmanns af öll tvímæli um það og niður- staða ráðherrans sjálfs. Ráðist á borgarstjóra 1 framhaldi af þeirri röngu mynd, sem Al- þýðublaðið dregur upp af gerðum félagsmála- ráðherra i forystugrein sinni i gær, tekur blaðið þannig til orða um borg- arstjóræ „Það er enn- fremur ánægjulegt að félagsmálaráðherra hef- ur tekið Davíð á hné sér og kennt honum undir- stöðuatriði í mannasiðum eins og að virða rétt borgaranna i Reykjavik og koma ekki fram við þá eins og ráðríknr höfð- ingi í allflestum málum borgarinnar og beitt frekju og valdstýringu ýmist á vixl eða i sömu mund. Félagsmálaráð- herra hefur með athuga- semdum sinum við deili- skipulagið siðmenntað hinn reykviska einræðis- herra og kennt honum byijendalexíu í manna- siðum og lýðræði." Það er langt síðan þannig hefur verið ausið úr skál- um reiðinnar yfir stjóm- málamann í forystugrein dagblaðs. Verður ekki séð að samkomulag borg- arstjóra og félagsmála- ráðherra gefí tilefni til slíkrar reiði. Undir lok forystu- greinar sinnar víkur Al- þýðublaðið síðan að hlut Þorsteins Pálssonar, for- sætdsráðherra, og sam- tölum hans við Jóhönnu Sigurðardóttur. f þeim hluta greinarinnar er einnig þyrlað upp mold- viðri, þar sem höfundur- inn týnist að lokurn eins og þessar setningar sýna: „Afskipti Þorsteins Páls- sonar af staðfestingu fé- lagsmálaráðherra af (svo!) deiliskipulaginu verða ekki túlkuð á ann- an veg en afskipti ráð- herra af sveitarstjómar- málum. Eða það sem enn verra er; afskipti borgar- stjóra af ríkisstjóm.“ Að sjálfsögðu hafði forsætisráðherra raeira en fullan rétt til að ræða um þetta mál eins og önnur við félagsmálaráð- herra. Og má borgar- stjóri ekki gæta hags- muna Iteykjavíkur gagn- ! vart ríkisstjóm? SIEMENS VS 9112 Öflug ryksuga • Stillanlegur sogkraftur frá 250 W upp í1100 W. • Fjórfjöld síun. • Fylgihlutirgeymdirívél. • Sjálfinndregin snúra og hleösluskynjari. Gömlu góðu SIEMENS gæðin! SMITH& NORLAND Nóatúnl 4 - Sími 28300 FERÐATÖSKUR Þegar feröin er ákveðin þá hefst húnhjá okkur. GEfsiP? AÐALSTRÆTI2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.