Morgunblaðið - 25.02.1988, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988
13
Samstarf VIS A
og Krabba-
meinsfélagsins
VISA ísland og Krabbameinsfé-
lagið hafa samið um að korthöfum
verði gefinn kostur á að styðja
starf félagsins með reglulegum
framlögum sem verða millifærð
af reikningi korthafa. Framlög
VISA-korthafa munu verða notuð
til að styðja tvö verkefni, annars
vegar aukna þjónustu við krabba-
meinssjúklinga, hins vegar nýjar
rannsóknir á krabbameini.
Ætlunin er að efla mjög starf
Krabbameinsfélagsins að málefnum
krabbameinssjúklinga. Undanfarin ár
hafa nokkrir stuðningshópar sjúkl-
inga starfað í skjóli félagsins og ný
samtök krabbameinssjúklinga voru
stofnuð í fyrrahaust. Á síðasta ári
hófst heimahlynning fyrir sjúklinga
og veittar eru upplýsingar og ráðgjöf
alla virka daga í síma 21122. Nú er
í undirbúningi endurhæfing fyrir
kabbameinssjúklinga og er þá átt við
andlega, líkamlega og félagslega end-
urhæfíngu. Geta Krabameinsfélags-
ins til að takast á við þetta nýja verk-
efni veltur að miklu leyti á fjárstuðn-
ingi VISA-korthafa og annarra vel-
unnara félagsins.
Nýlega hefur Krabbameinsfélagið
komið á fót rannsóknastofu í sam-
einda- og frumulíffræði og mun hluti
af væntanlegu stuðningsfé VISA-
korthafa renna til þeirrar starfsemi.
Hér á landi er að mörgu leyti ein-
stakt tækifæri til krabbameinsrann-
sókna. Tilgangur rannsóknastofunn-
ar er að nýta tiltækan efnivið og
aðstöðu til að afla meiri þekkingar á
eðli og hegðun krabbameins. Verður
unnið að rannsóknum og tilraunum
á sýnum frá sjúku og heilbrigðu fólki,
t.d. blóð- og vefjasýnum. Leitað verð-
ur svara við spumingum eins og
þeirri hvort fínna megi erfðavísa eða
afbrigði í frumustarfsemi, sem gætu
gefíð til kynna hvort sumu fólki sé
hættara en öðru við að fá krabba-
mein. Rannsóknir á bijóstakrabba-
meini verða helsta viðfangsefnið í
byrjun.
Korthafar VISA sem vilja styðja
þetta málefni geta fyllt út svarseðil
sem mun berast með reikningsyfírliti
um þessi mánaðamót. Einnig er hægt
að tilkynna framlög til Krabbameins-
félagsins.
(Fréttatilkynning.)
Hún er smá -
en samt
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Ólafur Þór Þorgeirsson, faðir Hjalta heitins, Ólafur Guðbjartsson,
gjaldkeri slysavamadeildarinnar Þorbjöms, og Sigmar Eðvarðsson
ræða fyrirkomulag á sölu minningarkortanna.
Mimiingarsjóðiir Hjalta
Pálmasonar styrkir
björgunarsveitarmenn
svo kná!
Fjölhæf:
Kraftmikil:
Hrærir, hnoðar, blandar,
þeytir, brytjar, rífur,
raspar, tætir og sker.
Grindavík.
Minningarkort hafa verið gef-
in út á vegum Minningarsjóðs
Hjalta Pálmasonar í Grindavík,
en tilgangur sjóðsins er að
styrkja björgunarsveitarmenn
slysavamadeildarinnar Þor-
björns í Grindavík til náms í
björgunarstörfum.
Minningarsjóður Hjalta Pálma-
sonar í Grindavík var stofnaður af
foreldrum hans, þeim Ólafi Þór
Þorgeirssyni og Stefaníu Björgu
Einarsdóttur, á 20 ára afmælisdegi
Hjalta heitins, þann 12. desember
1986. Hjalti fórst við köfunaræf-
ingu 14. janúar 1986.
í fyrsta sinn.sem úthlutað verður
úr sjóðnum er óskað eftir því að
styrkurinn renni til köfunarflokks
sveitarinnar en Hjalti var einmitt
mjög virkur og áhugasamur í störf-
um hans.
Nú er beðið eftir hentugu tæki-
færi til að fyrsta úthlutun geti far-
ið fram. Hugmyndin er að styrkja
mann til köfunamáms erlendis eða
hér heima. Nám erlencíis hefur enn
sem komið er verið of dýrt en nú
lítur út fyrir að næsta sumar verði
haldið námskeið í atvinnuköfun á
íslandi. Stefnt er að úthlutun í
tengslum við það og að styrkurinn
Vetrarferðin
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Á milli Malarastúlkunnar fögru
og Vetrarferðarinnar eru rúmlega
60 tónverk stór og smá. Talið er
að Schubert hafí tekið til við að
semja Vetrarferðina í febrúar
1827 og afhent til útgáfu fyrstu
tólf söngvana en seinni hluti laga-
flokksins var gefinn út að tón-
skáldinu látnu. Yfirlestur próf-
arka á seinni hluta Vetrarferðar-
innar mun hafa verið það síðasta
sem Schubert vann við. Ekki er
ljóst hvort Der Hirt auf den Fels-
en eða Die Taubenpost er síðasta
sönglag Schuberts en bæði lögin
semur hann í október rétt áður
en hann veikist.
Sönglög Schuberts spanna þær
víddir er liggja í millum alþýðu-
laga og háþróaðra tónsmíða, eins
og t.d. í Der Lindenbaum, fímmta
lagi Vetrarferðarinnar. Þetta sér-
kennilega tak sem Schubert hefur
á einföldu alþýðlegu lagferli, list-
rænni útfærslu og túlkun tilfinn-
inga, án þess nokkurs staðar að
ofgera um einn af þessum þáttum,
er ef til vill það sem kalla mætti
hin „leyndu lögmál listsköpunar-
innar“.
Það sama má segja um list-
flutning, sem þarf að vera án
þess að hlustandinn taki eftir því
að túlkunin sé glæsileg, öguð og
„útspekúleruð". Þetta hendir oft
unga flytjendur og hverfur þá, er
þeir hafa öðlast meiri þroska og
þörfín fyrir að sýna getu sína,
hefur vikið fyrir skilningi þeirra
á hinum „leyndu lögmálum listar-
innar".
Andreas Schmidt og Thomas
Palm fluttu Vetrarferðina óað-
finnanlega og í nokkrum lögum
með yndislegum hætti. í Der
greise Kopf lék píanóleikarinn
eina litla tónhendingu, seinni hlut-
ann af forspilinu, sem gægist á
nokkrum stöðum í gegn og lagið
endar á, með þeim hætti að tók
til hjartans. Þá mátti heyra svo
mikla nákvæmni í allri útfærslu
píanóleikarans, allt frá sérkenni-
legum áherslum sem Schubert til-
greindi sérstaklega og einnig
ýmsar smá línur 'i milliröddum
sem píanóleikarinn dró fram með
ítrustu nákvæmni. Auðvitað á
nákvæmnin að vera til staðar, en
þegar hún verður það sem talar
til áheyrenda, hefur einhveiju ver-
ið ofgert, sem á að vera hluti af
öðru því sem einnig skiptir máli.
Söngvarinn Andreas Schmidt
kann og getur en túlkun er meira
en gallalaust framsetning kunn-
áttumannsins. Hún er upplifun
sem aldrei verður hægt að skil-
greina, aðeins upplifa og enginn
veit hvar er að leita en allir fínna
ef vantar. Það sem einkenndi túlk-
unina á Vetrarferðinni var ótrúleg
nákvæmni og það verður spenn-
andi að fylgjast með Andreas
Schmidt þegar honum hefur tekist
að finna sér leið inn á lendur hinna
„leyndu lögmála listarinnar".
nýtist fyrir einn eða fleiri félaga
sveitarinnar.
Minningarkortin sem nú hafa
verið gefin út ættu að geta lagt
þessu brýna málefni lið því það
sýnir sig æ oftar hve nauðsynlegt
er fyrir slysavamasveit að hafa inn-
an sinna raða vel þjálfaða kafara
sem geta sinnt ýmsum brýnum
verkefnum við björgun úr sjávar-
háska.
Kortin eru til sölu hjá gjaldkera
slysavamasveitarinnar Þorbjörns,
Ólafl Guðbjartssyni, og foreldrum
Hjalta heitins.
— Kr. Ben.
400Wstöðugtafl.
Fyrirferðariftil: Þarf aðeins rými sem er
28x20 sm.
Hún er frá SIEMENS og heitir COmpqct
Smith & IMorland
Nóatúni 4, sími 28300
rjn
ZÉLAGIÐ
INNRITUNm
26.FEB.
SI/VU:
621066
INNRITUN TIL
26.FEB.
SÍMI:
621066
WORD, FRAMHALD I 29.2.
WORDNOTANDI: Á ÞESSU NÁMSKEIÐI
LÆRIR ÞÚ FLÓKNUSTU AÐGERÐIRNAR
SEM SPARA ÞÉR MIKINN TÍMA OG
GERA VINNUNA LÉTTARI.
EFNI: • Stutt upprifjun frá fyrra námskeiði • Prentun _____
límmiða • Fléttun vistfanga og texta • Orðskiptingar og stafsetningar-
athugun (enska) • Flutningur texta á disklingum til prentsmiðju.
LEIÐBEINANDI: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari.
TÍMIOG STAÐUR: 29. feb.—2. mars kl. 8.30—12.30 að Ánanaustum 15.
MULTIPLAN 2
ÁÆTLANAGERÐ, TÖLULEG
ÚRVINNSLA OG SAMANBURÐUR
ÓLÍKRA VALKOSTA ERU DÆMIGERÐ
VERKEFNI MULTIPLAN
Multiplan er mest notaði töflureiknir á íslandi
og þótt víðar væri leitað.
LEIÐBEINANDI: Ólafur H. Einarsson, kerfisfræðingur.
TÍMIOG STAÐUR:29. feb.-3. marskl. 13.30-17.30aðÁnanaustum 15.
VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA
TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSUM NÁMSKEIÐUM.
Stjórnunarfélag Islanós
TÖLVUSKÓLI
i Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66