Morgunblaðið - 25.02.1988, Page 45

Morgunblaðið - 25.02.1988, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR <25. FEBRÚAR 1988 45 Bifreiðaeftirlitið og séra Jónar eftirKarlG. * Asgrímsson Til er gamalt orðatiltæki, þar sem segir, að ekki sé sama Jón eða séra Jón. Þetta orðatiltæki mun vera frá þeim tíma þegar almenningur var óupplýstur og fyrirmenn og prestar eða með öðrum orðum Séra Jónar voru álitnir nánast guðlegar verur, sem ekki þurftu að fara að lögum og reglum og þeirra orð og gerðir voru lög, enda breyttu þeirra tíma séra Jónar samkvæmt því og fóru sínu fram og komust upp með það. Það mætti halda að tímar séra Jóna væru liðnir, en því miður er svo ekki að því er varðar Bifreiða- eftirlit ríkisins, en þar virðast séra Jónar ríkja sem á miðöldum og oft lítt hugsað um lög og reglur þegar tilskipanir og fyrirmæli eru gefin um störf, sem starfsmenn Bifreiða- eftirlitsins eiga að framkvæma, eða hvemig má það vera að mörg und- anfarin ár hafa 11., 12., 13. og 14. greinar núgildandi umferðarlaga verið marbrotnar af forystu Bif- reiðaeftirlitsins og þeir alltaf komist upp með það, en í þessum greinum umferðarlaga er sagt að lögreglu- stjórar skuli annast skráningar, umskráningar, útgáfu skráning- arskírteina og afhenda skráningar- númer ökutækja, en þessi störf hafa bifreiðaeftirlitsmenn orðið að annast á undanfömum árum. Er þetta ekki eitthvað í líkingu við_ séra Jón? í 15. grein núgildandi umferðar- Karl G. Ásgrímsson „Og er það von mín að dómsmálaráðherra, sem yfirmaður umferð- armála noti tæklfærið með nýjum umferða- lögum og haf i heimil á „séra Jónum“ meðal þeirra, sem eiga að sjá um framkvæmd nýju laganna.“ laga segir: Sérstök stofnun, Bif- reiðaeftirlit ríkisins, er lýtur yfír- stjóm dómsmálaráðherra, annast skoðun og eftirlit ökutækja. Sam- kváemt þessari grein á Bifreiðaeftir- litið að annast eftirlit með ökutækj- um ásamt venjulegri skoðun, og hlýtur þama að vera átt við eftirlit með ökutækjum í umferðinni, en ekki bara skoðun á skoðunarplani, enda var það svo á fyrstu áratugum Bifreiðaeftirlitsins að mestur tími og vinna bifreiðaeftirlitsmanna var við ökutækjaeftirlit í umferðinni þar sem þeir voru ýmist með lögreglu eða ekki. Árið 1987 markar tímamót í sögu Bifreiðaeftirlitsins, en í febrúar það ár var settur eða ráðinn fram- kvæmdastjóri að Bifreiðaeftirlitinu og mun hann hafa verið settur eða ráðinn samkvæmt umferðarlögum, sem eiga að taka gildi 1. mars 1988. Framkvæmdastjóri þessi gaf út til- skipun vorið 1987 undir nafninu: „Rekstrarátak 1987“, um að hætta öllu ökutækjaeftirliti í umferðinni, nema það félli inní dagvinnutíma- bil. Nú var það vitað fyrir að um- ferðin er ekki bara á dagvinnutíma- bilinu og bifreiðaeftirlitsmenn voru bundnir við almenna skoðun og ökupróf á þessu tímabili, og þýddi þessi tilskipun því það sama og hætta öllu eftirliti bifreiðaeftirlits- manna með ökutækjum í umferð- inni og var þama verið að banna bifreiðaeftirlitsmönnum að fram- fylgja ákvæðum 15. greinar um- ferðarlaga. Er þetta ekki eitthvað í líkingu við séra Jón? Eins og alþjóð veit urðu deilur milli starfsmanna og forystu í Bif- reiðaeftirlitinu vorið 1987 eftir vafasamar tilskipanir stjórnar „Rekstrarátaks 1987". Deilu þess- ari lauk með samningum og fólst í þeim m.a. að starfsmenn Bifreiða- eftirlitsins fengu fulltrúa í stjóm „Rekstrarátaks 1987“ og var for- maður félags íslenskra bifreiðaeft- irlitsmanna kjörinn í stjóm þessa. Ekki hafa stjómendur Bifreiðaeftir- litsins staðið við það sem samið var um og fulltrúi starfsmanna í stjórn „Rekstrarátaks 1987“ hefur aldrei verið boðaður á fund þar. Er þetta ekki eitthvað í líkingu við séra Jón? Þegar líða tók á árið 1987 og bifreiðaeftirlitsmenn fórp að gerast órólegir vegna vanefnda á sam- komulaginu, sem gert var í áður- nefndri deilu, fóru að gerast undar- legir atburðir. Allt í einu fáum við bifreiðaeftir- litsmenn þær fregnir að formaður okkar félags og fulltrúi í stjóm „Rekstrarátaks 1987“ hjá Bifreiða- eftirlitinu, er hættur störfum fyrir- varalaust og er settur lögreglumað- ur hjá lögreglu Kópavogskaupstað- ar, en þar mun engin staða lög- reglumanns hafa verið laus fyrir og virðist þetta gert til að lama samtakamátt starfsfólksins, eða hvað? Er þetta ekki eitthvað í líkingu við séra Jón? Þessi atriði, sem ég hef nefnt hér eru kannski ekki hvert um sig stórmál, en margt smátt gerir eitt stórt. Þessa dagana er verið að birta tillögur nefndar um framtíð Bif- reiðaeftirlitsins og kemur þar fram sú tillaga að leggja Bifreiðaeftirlit ríkisins niður og láta hlutafélag, sem yrði myndað af ríkinu, bifreiða- innflytjendum, bifreiðaeigendum, bifreiðaviðgerðarmönnum og tryggingarfélögum annast skoðun ökutækja. Er það ekki óraunhæft að fela þessum aðilum, sem eiga þama fjárhagslegra hagsmuna að gæta, að annast eftirlit með eigin tækjum og vinnu? Um síðustu ára- mót voru öll skoðunargjöld hjá Bif- reiðaeftirlitinu stórhækkuð og tekin upp ýmis ný auka- og endurskoðun- argjöld, og nú þegar heyrast raddir um að stofna hlutafélag um skoð- un. Vaknar sú spuming hvort sam- band sé þama á milli, en verið að tryggja stórgróða hjá nýju félagi? Er þetta eitthvað í líkingu við séra Jón? Nú þegar þessi grein birtist eiga ný umferðarlög að taka gildi eftir nokkra daga eða hafa þegar tekið gildi og em þau að ýmsu leyti frá- bmgðin þeim gömlu, og er það von mín að dómsmálaráðherra, sem yfírmaður umferðarmála noti tæki- færið með nýjum umferðarlögum og hafí hemil á „séra Jónum“ með- al þeirra, sem eiga að sjá um fram- kvæmd nýju laganna, því hvemig er hægt að láta þá sem ekki fara að lögum sjá um framkvæmd og eftirlit með þeim. Höfundur er bifreiðaeftirlitsmað- ur. Eróbik - leikfimi Heilsuræktin Sólskin, sími 46055. Námskeið hefjast 1. mars 15% afsláttur fyrir skólafólk. GE\SV-^^7. ox/ÉUA^ EM TIL ÞA MILLTEXinnimálning með7eða20%gljáa-BETT vatnsþynnt plastlakk meö 20 eða35% gljáa - VITRETEX plast- og mynsturmálning - HEMPELS lakkmálning og þynnir- CUPRINOLfúavarnareíni,gólf-og húsgagnalökk, málningaruppleysir ofl. - ALCRO servalakk og spartl - MARMOFLOR gólfmálning - BREPLASTA spartl og fylliefni - Allar stærðir og gerðir afpenslum, rúllum, bökkum, límböndum ofl.ofl. Kynnið ykkur verðið og fáið góð ráð í kaupbæti. venHctoy viA&alcí eUptfi Litaval SÍÐUMÚLA 32 SÍMI 68 96 56

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.