Morgunblaðið - 25.02.1988, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 25.02.1988, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 Guðrún S. Gísla- dóttir — Minning Fædd 26. desember 1918 Dáin 17. febrúar 1988 „Ekki með valdi né krafli, heldur fyrir anda minn! segir Drottinn hersveitanna.“ (Sak. 4,6.) Mig langar með aðeins örfáum óbundnum orðum, að minnast móð- ur minnar Guðrúnar Gísladóttur, og þakka henni fyrir allt það góða sem hún gerði fyrir mig og kenndi mér og þá fyrst og fremst það að kenna mér að trúa á og treysta Jesúm Kristi, mínum sannasta vini. Ég veit hún er hjá Honum og að henni líður vel. Ég vil þakka henni fyrir allar góðu og glaðværu samverustund- imar í foreldrahúsum forðum. Mamma var alltaf létt í lund og hrókur alls fagnaðar. Alltaf stóð hús hennar opið jafnt stórum og smáum og öllum var hún tilbúin að hjálpa. í minningunni eru marg- ar stundimar, þegar Gísli afi og kunnmgjamir komu í kaffisopa á Skagfirðingabrautina og þar flugu margar stökumar, en þeim feðgin- unum var þessi listgrein mjög í blóð borin og mikla ánægju höfðu þau af öllum góðum vísum hvaðan sem þær komu. Ég vildi þakka henni fyrir allar góðu stundimar, þegar hún söng og spilaði fallegu lögin á gítarinn eða orgelið. Hennar var höndin högur og andinn fijór. Og alltaf var mamma fundvís á ljósu punktana og góðu ráðin. Hún var einstaklega lagin að gera mikið úr iitlu, því stundum var hart í búi. Ég vil þakka henni fyrir að hafa alltaf tíma til að vera móðir sem hægt var að taia við. Og síðast núna fyrir nokkr- um dögum, þegar erfíðar stundir vom vegna fráfalls yndislegs ást- vinar, þá gat hún huggað mig og hughreyst. Eg vil einnig flytja henni hjartans þakkir frá tengdasyni hennar og bamabömum og sérstaklega Björgu Rögnu sem er erlendis og ekki getur komið heim. Einnig hjartans þakkir frá Björgu ömmu. Minningin um góða móður mun ætíð lifa. Bína Hinn sautjánda febrúar sl. lést Guðrún Sigríður Gísladóttir, mág- kona mín, í Borgarspítalanum í Reykjavík. Enda þótt hún hafí ekki ætíð gengið heil til skógar að und- anfömu kom kallið skyndilega og óvænt. Guðrún fæddist á Bergsstöðum í Svartárdal í Húnavatnssýslu ann- an dag jóla fullveldisárið 1918. Foreldrar hennar voru Jakobína Þorleifsdóttir og Gísli Ólafsson sem þá vom í húsmennsku hjá séra Bimi Stefánssyni og konu hans Sigríði. Guðrún var þriðja og yngsta_ bam foreldra sinna, en Hulda og Ólafur vom eldri. Guðrún bar nafn Sigríð- ar prestsfrúar og hafði ætíð miklar mætur á nöfnu sinni og séra Birni. Þegar hún eignaðist sitt yngsta bam sagði hún að séra Björn hefði vitjað nafns hjá sér. Guðrún ólst upp á Bergsstöðum fyrstu bemsku- árin en fluttist síðan með foreldmm sínum að Hólabæ í Langadal þar sem þau bjuggu um skeið, en árið 1928 lá leið þeirra til Sauðárkróks eftir stutta dvöl á Blönduósi. A Sauðárkróki gekk Guðrún í bama- og unglingaskóla sem á þeim ámm var stjómað af Jóni Þ. Bjömssyni, mætum skólamanni, er margir minnast. Guðrún var bráðgreind og átti því auðvelt með að læra. Lauk hún námi í skólanum með góðum vitnisburði. Hugur hennar stóð til frekari mennta en smá efni gerðu slík áform að engu, enda kreppa í landinu á unglingsárum Guðrúnar og ekki mulið undir íslenska alþýðu sem barðist við að hafa í sig og á. Er Guðrún var 18 ára gömul hleypti hún heimdraganum og fór til Reykjavíkur. Þar vann hún um hríð í vist eins og sagt er en síðan í Hampiðjunni. Svo vildi til að hún var þar á vakt nóttina sem Island var hemumið og varð henni það eftirminnilegt. Fimmta nóvember 1941 urðu þáttaskil í lífí Guðrúnar er hún gift- ist Inga Sveinssyni, rennismið. Ári síðar eignuðust þau sitt fyrsta barn. Þau fluttust búferlum til Neskaup- staðar árið 1945 og áttu þar heima til ársins 1947 en þá tóku þau sig upp og héldu til Sauðárkróks og bjuggu þar um skeið í skjóli for- eldra Guðrúnar, en fluttu síðan í eigið hús á staðnum. Heimili þeirra var í þjóðbraut, opið gestum og gangandi, ungum sem öldnum, háum og lágum. Allir voru þar au- fúsugestir. Guðrún minntist dvalar- innar á Sauðárkróki einatt með ánægju og að ég held nokkurri eftir- sjá. En að lokum lá leið þeirra hjóna aftur til Reykjavíkur árið 1963 og settu þau þar saman bú á nýjan leik. Þau Guðrún og Ingi eignuðust fjögur mannvænleg böm: Jakobínu, ritara á skrifstofu bæjarfógeta í Kópavogi, sem er gift Erlingi Lúðvíkssyni húsasmið; Svein bif- vélavirkja og tónlistarmann, sem er kvæntur Hugnínu Þórðardóttur sjúkraliða; Gylfa matreiðslumeist- ara og Bjöm flugvélstjóra, sem báðir em ókvæntir. En líf okkar mannanna er hverfult. Eftir 5 ára búskap í Reykjavík slitu þau Guð- rún og Ingi samvistir. Það vom margir strengir á hörpu Guðrúnar Gísladóttur. Hún var skáldmælt vel og mörg listfeng kvæði liggja eftir hana og ógrynni af lausavísum er hún mælti af munni fram við ýmis tækifæri til að gera mönnum glatt í geði. Hún gaf út tvö ljóðakver 1978: „Skag- fírskar glettur" og „Norðfjarðar lofsöngur og fleiri ljóð frá ámnum 1945-1947“. Mátti segja að Guð- rúnu kippti í kynið með skáldgáfuna því að faðir hennar, Gísli Ólafsson, var talinn einn af meisturum fer- skeytlunnar eins og kvæðakver hans „Ljóð“ (1922), „Nokkrar stök- ur“ (1924) og „Heiman úr dölum“ (1933) bera glöggan vott um. Um tíma orti hann undir dulnefninu „Flosi frá Hveravöllum", einkum gamanvisur. Jakobína, móðir Guð- rúnar, var forkur duglegur og hafði svo góðar forsagnir á heimili þeirra hjóna, að Gísli bóndi gat leyft sér þann munað að leggjast í yrkingar þegar sá gállinn var á honum. En Guðrúnu var fleira til lista lagt. Hún var sérlega söngvin og samdi mörg lög við eigin texta. Og ekki lét hún þar við sitja heldur flutti ljóð sín og lög iðulega í út- varpi og á skemmtunum í Reykjavík og víðar. Ég hygg að ríkisútvarpið eigi vænan sjóð af ljóðum og lögum eftir hana. Guðrún nam gítarleik um skeið í Reykjavík hjá Sigurði Briem, og var honum vel ljóst hvflíkum tónlistarhæfíleikum hún var gædd. Hún lék líka á slag- hörpu. Einnig var hún listateiknari og saumaskapur hvers konar lék í höndunum á henni. Guðrún tók mikinn þátt í fé- lagslífí í Neskaupstað og á Sauðár- t Faðir okkar og tengdafaðir, GUNNAR ÓLAFSSON, Frakkastig 6A, Reykjavík, er látinn. Ólafur Gunnarsson, Elsa Benjaminsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Júlíus P. Guðjónsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Bragi Hannesson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Björn R. Einarsson, Hulda Gunnarsdóttir. t Eiginmaður minn, HERMANN BÆRINGSSON yfírvélstjóri, Barmahlíð 51, Reykjavik, lóst í Landakotsspítala að kveldi mánudagsins 22. febrúar. Ragna Eiriksdóttir. t Eiginmaður minn, EINAR ÓLAFSSON, Norðurvöllum 10, Keflavík, lést þann 23. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Liss Ólafsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARTÍN C. FREDERIKSEN vólstjóri, andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt 24. febrúar. Gudrun West Frederiksen. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SÍMON JÓHANN HELGASON, fyrrverandi skipstjóri, Túngötu 12, isafirði, er lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 16. febrúar verður jarðsunginn frá Isafjarðarkapellu laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00. Elísa Elíasdóttir, Kristin Simonardóttir, Jóhann Hauksson, Sigríður Simonardóttir, Jón Guðbjartsson, Elisa Sfmonardóttir, Árni Helgason, Stefán Sfmonarson, Steinunn Sölvadóttir, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ALDÍS SIGURGEIRSDÓTTIR frá Grfmsstöðum á Fjöllum, Eyjahrauni 22, Þorlákshöfn, lést í Ljósheimum á Selfossi 12. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigtryggur Þorsteinsson, Árný Þorsteinsdóttir, Rúnar Ágústsson, Þórólfur Þorsteinsson, Anna Jóhannesdóttir, María Jensen, barnabörn og barnabarnabörn. t Elsku eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN STEINÞÓR JÚLÍUSSON skipstjóri, Vesturvangi 36, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Arndfs Kristinsdóttir, Rósa Sigurjónsdóttir, Júlfus Sigurjónsson, Einar Sigurjónsson, Halla Sigurjónsdóttir, Dóra Sigurjónsdóttir, Kolbeinn Sigurjónsson, Hrefna Sigurjónsdóttir, stjúpbörn, tengdabörn og barnabörn. króki. Eystra var hún kosin formað- ur í Slysavamafélagi kvenna og var einnig í Samkór Neskaupstaðar. Hún tók mikinn þátt í starfí Kvenfé- lags Sauðárkróks og beitti sér m.a. fyrir því að félagið héldi danslaga- keppni árlega. Iðulega samdi Guð- rún ljóð og lög fyrir þá keppni. Ég hef það fyrir satt að Guðrún hafí veitt bömum sínum ungum vænt veganesti. Hún þroskaði máls- mekk þeirra við sögur og ljóð og innrætti þeim guðsótta og góða siði því hún var kona trúuð og trúrækin. Enn urðu þáttaskil í lífí Guðrúnar er hún kynntist Þórði Þorkelssyni frá Seyðisfirði á útmánuðum 1978. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 1981. Fyrstu þrjú árin bjuggu þau í Suðurhólum 14 en keyptu síðan íbúð í Þórufelli 8. Hjá þeim eins og öðrum manneskjum skiptust á skin og skúrir. En þau héldu vel saman í blíðu og stríðu og undu glöð við sitt í Þórufelli þar til yfír lauk. Nú er tómlegt á þeim bæ og til- veran með öðmm blæ en áður að Guðrúnu genginni. Þórður, bróðir minn, situr nú þar eftir einn og saknar sárt eiginkonu sinnar. En í einsemdinni ylja ljúfar minningar um látinn ástvin og Guðrún mun eiga góða heimvon í ríki himnanna hjá því almætti er hún trúði á og tignaði í lifanda lífí. Ég og fjölskylda mín sendum Þórði og bömum hinnar látnu sam- úðarkveðjur. Ingólfur A. Þorkelsson Bæn Kærleiksfylltu kristna menn kraftaverkin gjörðu, gefðu miskunn öllu enn sem andar hér á jörðu. (G.G.) Ekki hvarflaði það að mér að á skma tíma og ég mætti til vinnu þann 17. febrúar væri tengdamóðir mín, Guðrún Gísladóttir, að ferðbúa sig í sína hinstu ferð. En kl. rúm- lega 10 hringdi síminn og mér sagt að hún væri lögð af ^stað í ferðina löngu fyrirvaralaust. Á slíkri stundu setur mann hljoðan. En ég veit að svona vildi hún fara og var bæn- heyrð með það. Guðrún var glaðvær kona, alltaf tilbúin að koma þar sem gleði og ánægja ríki, hláturmild og hafði einstakt lag á að gera gott úr öllu. Lífið kenndi henni að „ekki er allt gull sem glóir". Hún var mjög stolt kona og sínu lífsmottói lýsti hún með þessum orðum: Þótt mig skorti skjól og brauð skrekk mér engan vekur, meðan hefí andans auð, sem enginn frá mér tekur. Á hugann leyta ótal minningar frá liðnum árum, en ljúfastar eru þær er við sátum tvær einar marg- ar nætur. Þá kenndi hún mér svo margt sem ég oft minnist á í amstri dagsins. Oft var kátt í kotinu er hún kom í heimsókn, mikið hlegið og margar vísur urðu til. Stundum sátum við í þungum þönkum og ræddum alvöru lífsins. Mig langar að þakka Guðrúnu svo margt en hennar verður ekki minnst í nokkrum orðum. Aldrei var nema sjálfsagt að setja saman vísu við ólíklegustu tækifæri þótt fyrir- varinn væri oft stuttur. Nú þegar ég kveð hana svo góðan vin, finn ég hvað hún skilur eftir mikið tóma- rúm. Alltaf lifði hún í takt við tímann og það gustaði af henni þar sem hún fór um. Umhverfið verður Skreytum viö öll tækifæri Reyfcjavíkurvegi 60, sími 53848. AHheimum 6, sími 33978. Bæjarhrauni 26, sími 50202.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.