Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988
58
--
//
pau hIjómci öLL eins í rn'mum
eyrum., eftir 30 ára starf-"
)
%
... að færa henni
hlóm.
TM Rea. U.S. Pat. Otf.—all rights reserved
°1984 Los Angeles Times Syndicate
En bróðir, skrifaðir þú
bréf tíl makalausa-félags-
ins?
Aðeins þetta að lokum: Ég
minni á fjársöfnunina til
viðgerðarinnar á þak-
inu...
Þessir hringdu . .
Silfurhringur
Útskorinn silfurhringur með
litlum svörtum steini tapaðist á
leiðinni frá veitingahúsinu Evrópu
upp Nóatúnið að Miðtúni
aðfaranótt sl. sunnudags.
Vinsamlegast hringið í síma
14428.
Kamelullarkápa
Ljósbrún kamelullarkápa,
stærð 42, var tekin í misgripum
í Leikfélagsskemmunni
fimmtudaginn 18. febrúar. Önnur
eins en minni og með
leðurbryddingum var skilin eftir.
Upplýsingar í síma 99-1555.
í fjarlægð
Síðastliðinn laugardag birtist í
Velvakanda ljóðið í fjarlægð og
mun ^ekki hafa verið alls kostar
rétt. Asta Sigurðardóttir hringdi
og sagði orð röng á þremur stöð-
um. Samkvæmt hennar upplýs-
ingum er ljóðið rétt svona:
Þig sem í Qarlægð fjöllin bakvið dvelur
og fagrar vonir tengdir hug minn við.
Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá.
Heyrir þú ei hvem hjartað kallar á?
Heyrirðu storminn kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina
sem aldrei deyr á meðan lífs ég er.
Seðlaveski
Brúnt seðlaveski tapaðist
fimmtudaginn 18. febrúar, annað
hvort við Suðurver eða á
Guðrúnargötu. Finnandi er
vinsamlega beðinn að hringja í
Steinunni í síma 36746.
Fundarlaun.
Af hveiju fá sumir frítt í
Háskólabíó?
Kristján Ólafsson hringdi:
„Á öskudag lagði ég leið mína
í Háskólabíó til að sjá
kvikmyndina Hættuleg kynni.
Þegar ég stóð í biðröðinni við
miðasöluna rétt fyrir klukkan 17
varð ég vitni að því að stúlkan í
miðasölunni hljóp til
dyravarðarins og fylgdi henni
ungt par, sem var næst á undan
mér í röðinni. Var parinu hieypt
inn og ástæðan fyrir úthiaupi
miðasölustúlkunnar sögð sú að
parið átti að fá frítt inn. Þegar
ég spurði dyravörðinn hvers
vegna parið fengi frítt inn yppti
hann öxlum en sagði það vera
tengt forstjóranum. Þetta vil ég
kalla sukk af hálfu ríkisins því
Háskólabíó er jú ríkisbíó. Sætti
ég mig ekki við þessa mismunun
þeganna þegar ríkið á í hlut og
krefst skýringa af hálfu
forráðamanna bíósins. Hefði ég
haldið að eitt ætti yfir alla að
ganga."
Kvóta á bílainnflutning
Kristín Sigurðardóttir
hringdi:
„Víkveiji talar um það í pisli
sínum að ljósin við Lækjargötu
te§i umferðina og það gera auð-
vitað öll umferðarljós hvar sem
þau eru. En það ætti að vera
hægt að setja kvóta á blikkbelj-
umar eins og annað og draga
þannig úr bílafarganinu."
Veski
Grátt seðlaveski tapaðist á
mánudagskvöld annað hvort fyrir
utan Bíóhöllina í Reykjavík eða
fyrir utan Hraunbrún 24 í
Hafnarfirði. í veskinu voru litlir
peningar en ökuskírteini og
persónulegir munir, sem eiganda
er sárt um. Finnandi vinsamlegast
hringi í Fríðu Sjöfn í síma 616342.
Góður upplestur
A. J. hringdi:
„Á sunnudagskvöld horfði ég á
Amar Jónsson lesa ljóðið Ský í
buxum eftir sovézka skáldið
Vladímír Majakofskí.
Upplesturinn var áhrifamikill og
sjaldan hef ég heyrt ljóð eins vel
lesið. Vildi ég að sjónvarpið gerði
meir af þessu."
Göngubraut meðfram
flugbraut
Göngumaður hringdi:
„Eg legg til að borgin eða
flugmálayfírvöld leggi gönguleið
meðfram flugbrautinni, sem
skagar út í Skerjafjörð, þannig
að ganga megi óhindrað úr
Nauthólsvík og vestur með
ströndinni.
Eins og stendur er leiðin girt
og finnst mér það ástæðulaust.
Gera mætti gönguleið á
uppfyllingu brautarinnar þannig
að göngumenn þurfi ekki að fara
upp á flugbrautina."
Bakkastæði
Kona hringdi:
„Fólk sem þarf að nota Bakka-
stæði veltir því fyrir sér fyrir hvað
það borgar þijúþúsund krónur á
rhánuði. Það er ekki mokað þegar
snjóar og hefur verið eitt svell en
þar sem myndast hafa för eftir
bíla myndast vötn þegar hlýnar.
Það er almenn óánægja yfir þessu
hjá fólki sem er tilneytt að nota
þetta stæði vegna þess að það
vinnur í Miðbænum. Mér er spum,
fyrir hvað er verið að borga? Von-
ast eftir svari.“
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkveiji skrifar
au em mörg íslandsmetin og
það nýjasta las Víkveiji um í
einu Eyjablaðanna á dögunum. Þar
í bæ hafa nú um 900 manns keypt
sér afmglara eða lykil að Stöð 2.
Þessi fjöldi mun nema tæplega 60%
af íbúum í Vestmannaeyjum. Þjón-
ustustjóri Stöðvar 2 segir að þama
sé um íslandsmet að ræða og að
þeir Stöðvarmenn séu í skýjunum
yfír viðbragðsflýti Eyjamanna.
Tæpt ár er liðið síðan Vestmanney-
ingar gátu fyrst náð sendingum
Stöðvar 2.
í Eystrahorni, blaði Homfirðinga
og Skaftfellinga, kveður hins vegar
við annan tón. Þar em menn óhress-
ir með að ná ekki sendingum Stöðv-
ar 2. Bent er á að stærri staðir á
norðanverðum ' Austfjörðum séu
komnir í samband, en fátt bendi til
að Homfirðingar nái Stöð 2 á næst-
unni. Þeir em óhressir með þetta
og segja. auk þess að þeir „sitji
uppi með, miklu verra ríkissjónvarp
en áður og engan valkost".
XXX
Víkveiji flettir dönsku blöðunum
endmm og sinnum og á dögun-
um rakst hann á frétt um stofnun
sjóðs í Danmörku sem á að beijast
gegn fjölmiðlahremmingu eða of-
sóknum („mediaterror" kalla þeir
það á dönskunni). Formaður sam-
takanna, sem standa að sjóðsstofn-
uninni, segir frá því, að persónulega
hafi stofnendurnir enga reynslu af
þeirri tegund fréttamennsku sem
nærist á hneykslum. Hins vegar
viti þeir um marga sem telji sig
hafa verið misnotaða og formaður-
inn nefnir sérstaklega B. T. og
Ekstra Bladet.
I frétt blaðsins segir formaðurinn
hið alvarlegasta við þetta að
„hneysklisfréttamennskan“ virki
sem hindmn á tjáningarfrelsið. Það
endi með því að fólk neiti að tjá sig
í rjölmiðlum af ótta við að verða
fyrir aðkasti.
XXX
0
Ivikubyijun þegar Víkjveiji var
að setja þessar línur á blað, og
var með dönsku úrklippuna á skrif-
borðinu, kom reyndur blaðamaður
til skrifara. Um leið og hann settist
dæsti hann og lýsti því að fyrra
bragði, hvað sér virtist margt vera
að breytast í blaðamennskunni. Stór
hópur fólks virtist orðinn ragur við
að tjá sig í fjölmiðlum og sagðist
þá ekki eiga við spjallþætti á út-
varpsrásunum. Sagðist hann ekki
vilja dæma fjölmiðlana og segja til
um hvort þeir hefðu breyst til hins
verra með fjölguninni, en sér virtist
sem fólk treysti þeim verr en áður.
Er Víkveiji sýndi honum dönsku
úrklippuna varð maðurinn hugsi og
sagði síðan að löngu væri orðið
tímabært að i'slenzkir blaða- og
fréttamenn athuguðu sinn gang.