Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988
59,
Ráðhúsið mun
fegra Tj örnina
Kæri Velvakandi
í ráðhúsmálinu, sem svo má
nefna, hefur greinilega komið I ljós
hversu mikil hræðsla er í fólki við
alla nýbreytni í skipulagsmálum.
Slík íhaldssemi hefur vissulega
ávalt nokkuð til síns máls en hún
má ekki ganga of langt. Þegar
hugmyndin um ráðhúsbyggingu var
fyrst kynnt fyrir fólki fór þegar af
stað mótmælaalda sem tiltölulega
fáir einstaklingar stóðu fyrir. Eir.
aðal röksemdin var að bárujárns-
húsið og bílastæðin við norð-austur
enda Tjamarinnar mættu ekki
missa sig þó augljóslega væru til
óprýði.
Ef til vill hefur ráðhúsið ekki
verið kynnt nógu vel í upphafi og
sýnt hversu vel það fellur inn í heild-
armynd Tjarnarinnar. Hefði það
verið gert myndi mótmælaaldan
aldrei hafa farið af stað. Nú hafa
allir gert sér ljóst að ráðhúsið mun
fegra Tjömina og jafnframt tryggja
hreinsun hennar og frekari fegmn
um alla framtíð.
Vesturbæingur
Styðjum Halldór!
Ágæti Velvakandi.
Fyrir skömmu síðan vann Jóhann
Hjartarson skáksnillingur frábæran
og eftirminnilegan sigur og vann
sig inn í hjörtu okkar íslendinga.
Þessa kvöldstund vomm við stolt
og hreykin af okkar manni og
stondum vörð um hann og veit ég
dæmi þess að bæði fyrirtæki og
einstaklingar styrktu hann fjár-
hagslega og á fjölmörgum árshátí-
ðum í borginni þetta föstudags-
kvöld safnaðist stórfé honum til
handa, til að styðja hann og styrkja
til frekari átaka á skákborðinu.
Þetta var og er frábært framtak,
að fólk skuli bregðast svo skjótt
við, vitandi það að bæði hann og
Skáksambandið væri illa á vegi
statt fjárhagslega, til að standa
undir svo fjárfrekum skákþátttök-
um.
Halldór hefur staðið sig eins og
hetja, og getum við verið stolt af
honum, aðgerð sú er hann gekkst
undir heppnaðist vel, en nú er hann
í endurhæfíngu og vonandi að að
honum vegni vel. Þetta er gífurleg
hvatning fyrir þá sem þurfa að
gangast undir slíka uppskurði í
framtíðinni. En ekki get ég ímyndað
mér að hann og ættingjar hans
hafi gengið í gegnum þetta átaka-
laust. Hvorki andlega né fjárhags-
lega.
Stöndum vörð um Halldór. Styðj-
um hann. Margt smátt gerir eitt
stórt. Þeir sem geta séð af lítilræði
til hans geta lagt það inn á hlaupa-
reikning 1800 í Sparisjóði Kópa-
vogs. Ágústa Gunnarsdóttir
Þörungamjöl
og hárvöxtur
Til Velvakanda
Táningur spyr í Velvakanda hinn
6. febrúar: Hvað gétur maður gert
til að fá hárið til að vaxa betur?
Ráð til þess er einfalt! Fáðu þér
þörungamjöl eða þaramjöl frá Þör-
ungaverksmiðjunni á Reykhólum
og borðaðu eina matskeið kúfaða á
hverjum degi næstu árin. Gott í
súrmjólk eða jógúrt og hræra skal
vel samanvið. Og undir engum
kringumstæðum gefast upp þótt
bragðið falli ekki vel.
Hafragraut má einnig hafa í
grunnmáltíð og blanda mjölinu í en
forðast skal mikinn sykur. Reyk-
hólaverksmiðjan getur tryggt hár-
vöxt allra íslendinga sem á annað
borð geta orðið hærðir. Þörunga-
mjöl tryggir einnig góðar neglur.
Gangi þér vel, táningur.
Jónas Pétursson
Greenpeace-Sea
Shephard:
Hleypum öfga-
mönnum ekki
inn í landið
Til Velvakanda
Nú þegar öfgamenn innan
Greenpeace eru byijaðir á áróðurs-
herferð gegn íslenskum hagsmun-
um vil ég skora á Dómsmálaráðu-
neytið að sjá svo um að fólk sem
er vegum þessara öfgasamtaka fái
aldrei að stíga á íslenska grund.
Enda ástæðulaust að hleypa fólki
inn í landið sem vinnur gegn hags-
munum okkar. Ég veit að þessi
samtök svífast einskis og dæmi um
það er þegar þau eyðilögðu tekju-
lind sem Grænlendingar höfðu af
selskinnum. Síðan viðurkenndu
samtökin að það Hefðu verið mistök.
Ef það er til fólk sem styður
þessi samtök þá hlýtur maður að
álíta að það sé á móti íslenskum
hagsmunum. Forkastanlegt er að
samkomuhús skuli leggjast svo lágt
að leigja sali sína öfgasamtökum
sem þessum. Vonandi verður það
ekki endurtekið. Ég veit að ef þessi
samtök fá stuðning hér á landi þá
vilja þau næst banna þorskveiðar.
Kristinn Sigurðsson
En í sambandi við þetta langar
mig að vekja athygli á drengnum
sem nýlega gekkst undir erfíðan
hjarta- og lungnaskurð, fyrstur ís-
lendinga. Það er nú bara staðreynd
að rikissjóður bregst í mörgum til-
fellum, en það er svo ríkt í okkur
íslendingum að vilja aðstoða þá sem
eiga í erfiðleikum, og líka þá sem
skara fram úr á einhveiju sviði.
Ódrengi-
legt verk
Til Velvakanda
Þegar ég var búinn að lesa um
þann fljótfæmislega og ódrengilega
atburð þegar Sigurbjöm Þorleifsson
bóndi í Langhúsum við Haganesvík
skaut til bana saklausan hvítabjam-
arhún kom það fram í hug minn
að mannskepnan er, þótt svo að
undantekningar séu til sem betur
fer, versta skepna jarðarinnar. Á
þessu máli var til einföld lausn. Það
var að skjóta svæfingarefni í dýrið
og flytja það síðan til sinna réttu
heimkynna en það er hvorki löng
eða erfið ferðaleið á þessari tækni-
öld.
HEILRÆÐI
Skipstj ór narmenn
Verið ávallt minnugir ábyrgðar ykkar á öryggi skipveija. Sjáið um
að öll öryggistæki séu í lagi og að hver einasti skipveiji kunni með-
ferð þeirra og viti hvemig og hvað hann eigi að gera á neyðarstundu.
BÆTIÐ HEILSUNA MEÐ
INNHVERFRIÍHUGUN
Rannsókn, sem nýlega birtist f hinu virta lækna-
tímariti „Psychosomatic Mcdicine", sýndi að þeir,
sem iðkuðu íhugunartækni Maharishi, Innhverfa
íhugun (Transcendental Meditation), leituðu 44%
sjaldnar til læknis en aðrir og voru 53% sjaldnar lagð-
ir inn á sjúkrahús. Munurinn var enn meiri hjá þeim
sem voru eldri en 40 ára. Þeir leituðu 74% sjaldnar
til læknis og lögðust 69% sjaldnar inn á sjúkrahús.
Nýtt namskeið hefst með kynningu í kvöld,
fimmtudag í Garðastræti 17 (3. hæð) kl. 20.30.
íslenska íhugunarfélagið,
sími 16662.
Herraleikfími
HEILSURÆKTIN SÓLSKIN, SÍM146055
Uaufa,
TC
BJORNINN HF
Borgartún 28 — sími 621566
Reykjavík
VARA:
U VER
síma 621566
Og nú erum við í Borgartúni 28
l
Þorgeir Kr. Magnússon