Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 Skákmótið í Linares: Jafntefli eftir 11 klukkustunda skák JÓHANN Hjartarson og Spán- veijinn Illescas gerðu gær jafn- tefli í biðskák sinni úr annarri umferð skákmótsins í Linares á Spáni. Skákin stóð alls í 11 Lést af slysförum Maðurinn, sem lést þegar olíu- geymir við Fiskimjölsverksmiðj- una í Ólafsvík sprakk á fimmtu- dag, hét Hjálmtýr Agústsson. Hjálmtýr var verksmiðjustjóri Fiskimjölsverksmiðjunnar og slökkviliðsstjóri í Ólafsvík. Hann var tæplega 45 ára gamall fjöl- skyldufaðir, fæddur 11. maí 1943, til'heimilis á Ólafsbraut 46 í Ól- afsvík. klukkustundir. Jóhann er nú með 1 vinning eftir þijár umferðir og teflir í dag við Beljavskíj. Leifur Jósteinsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Linares, segir að biðleikur Jóhanns í skákinni hafi verið mjög slakur og í raun gert út um vinningsvonir hans nema Spánveijanum hefðu orðið á mistök. Svo varð ekki ogjafntefli varð stað- rejmd. Ljúbojevic átti einnig bið- skák við Illescas og átti að tefla hana í gær. Af því varð ekki vegna þess hve langan tíma skákin við Jóhann tók. Öðrum biðskákum lauk þannig að Timman vann Nunn og Júsupov og Tsjiburdanidze sömdu um jafntefli. Efstir á mótinu eftir þijár um- ferðir eru Timman og Beljavskíj með 2,5 vinninga. í íjórðu umferð í dag verður Jóhann með hvítt á móti Beljavskíj. Margeir og* Hannes gerðujafntefli Margeir Pétursson og Hannes Hlífar Stefánsson gerðu jafntefli í biðskák sinni úr 3. umferð Reykjavíkurskákmótsins, og Göran Dizdar vann Joel Lautier.. Biðskákirnar voru tefldar í gær. með 2 vinninga. 4. umferð mótsins verður tefld í dag og hefs ferðin klukkan 13.00. Valur Arnþórsson, stjórnarformaður SÍS: „Kertaljósakvöld“ á Hótel Sög'u vegna raf magnsley sis RAFMAGNSLAUST varð í stórum hluta Vesturbæjar um klukkan níu í gærkvöldi vegna bilunar í dreifistöð á Hótel Sögu og var sumstaðar raf- magnslaust í um einn og hálfan klukkutíma, m.a. á Hótel Sögu. Um eitt þúsund manns voru í mat á hótelinu þegar raf- magnið fór af, að sögn Wil- helms Wessmans fram- kvæmdastjóra Gildis hf. Múffa á streng brann yfir í dreifistöðinni og lagði nokkum reyk frá henni en slökkviliðið var komið að hótelinu um 3 mínútum eftir að tilkynnt hafí verið um atvikið, að sögn Wilhelms. „Borð- haldið stóð sem hæst þegar raf- magnið fór af en fólk tók raf- magnsleysinu bara vel. Það var kveikt á kertum og spilað á píanó, þannig að það skapaðist ró- mantísk stemning hjá okkur. Það væri því athugandi að taka upp „kertaljósakvöld" á hótelinu," sagði Wilhelm. Wilhelm Wessman ræðir við slökkviliðsmenn í kjaUara Hótel Sögu í gærkvöldi Morpmblaðið/Jultua Við sigurinn bættist Dizdar í hóp efstu manna mótsins með 2'/2 vinn- ing. Hannes og Margeir eru báðir gRorjjunblnbiti BLAO B Eðlilegt að stjómarmenn vilji skýrslu um ástæður uppsagna VALUR Arnþórsson, stjómarformaður Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri ákveðið hvort ákvörðun stjómar Iceland Seafood að víkja þeim Eysteini Helgasyni og Geir Magnússyni úr starfi yrði tekin fyrir á næsta fundi stjórnar SÍS. Hann sagði að stjórn Iceland Seafood væri rétti valdaaðilinn í þessu máli, en engu að síður væri það mjög óvenjulegt að forstjóra og aðstoðarforstjóra í samstarfsfyrirtæki SÍS væri sagt upp með þessum hætti, og eðlilegt að stjórnarmenn í SÍS vildu hlýða á skýrslu um ástæður uppsagnanna. Ekki er ákveð- ið hvenær næsti stjórnarfundur verður haldinn, en venja er að halda fund í lok febrúar eða einhvern tíma fyrstu þrjár vikurnar í mars. Valur sagðist mundu fylgjast vel með málinu og það byggðist þá á sínu mati hvort það yrði tekið fyrir á næsta stjómarfundi. Aðspurður sagði Valur að uppsagnimar í Ice- land Seafood væm ekki liður í neinni valdabaráttu innan Sam- bandsins, þetta hefði verið ágrein- ingur á milli umræddra manna, eins og fram hefði komið, og ekki vafa- mál að skoðánir hefðu verið mjög skiptar á því hvemig ætti að leysa hann. Bókun til stuðnings Eysteini Gísli Jónatansson, kaupfélags- stjóri á Fáskrúðsfírði, var annar þeirra tveggja manna sem greiddi atkvæði á móti brottvikningu Ey- steins og Geirs. Hann lagði fram bókun af þvf tilefni, sem var svo- Eysteinn Helgason Geir Magnússon Eysteinn væntanlegur til landsins í dag: Var meinaður aðgang- ur að eigin skrifstofu EYSTEINN Helgason fyrrverandi forstjóri Iceland Seafood i Bandarikjunum er væntanlegur til landsins i dag með flugvél frá New York. Eysteinn sagði i gær að hann myndi funda með lög- fræðingi sínum og fleiri aðilum um helgina og yfirlýsingar væri að vænta frá honum um eða eftir helgina. Guðjón B. Ólafsscn stjómarfor- maður Iceland Seafood og Sigurð- ur Markússon framkvæmdastjóri sjávarafurðadeildar SÍS eru komnir til höfuðstöðva Iceland Seafood í Bandaríkjunum. Þeir hittu Eystein ekki að máli enda mun hann hafa látið þau boð ber- ast að lögfræðingur hans myndi annast viðræður ef óskað væri eftir þeim. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Eysteir.i Helgasyni hafi verið meinaður aðgangur að skrifstofu sinni þegar hann kom ( fyrirtækið á fímmtudagsmorg- uninn. Öryggisvörður stöðvaði Eystein í hliðinu og sagðist hafa fyrirmæli um að hleypa honum ekki inn. Eysteinn mun hafa látið kalla á lögfræðing Iceland Seafo- od og skýrt honum frá því að hann hefði enga formlega upp- sögn fengið og liti því enn á sig sem forstjóra. Fór hann síðan til skrifstofu sinnar og var þar að störfum þar til skeyti barst síðdegis um uppsögn, en hún var tekin á stjómarfundi daginn áður, eins og fram hefúr komið í frétt- um. Yfirgaf Eysteinn þá fyrirtæk- ið. hljóðandi: „Ég undirritaður lýsi hér með yfír fullum stuðningi við Ey- stein Helgason, forstjóra Iceland Seafood Corporation. Ég tel að Eysteinn valdi mjög vel því starfí sem honum var trúað fyrir, og ber afkoma fyrirtækisins árið 1987 þar glöggt vitni um. Hann hefur á stutt- um tíma aflað sér trausts og virð- ingar meðal framleiðenda fyrir störf sín hjá Iceland Seafood. Brottrekst- ur Eysteins er því að mínu mati ekki byggður á haldbærum rökum, heldur á einhveiju sem ekkert á skylt við hæfni Eysteins í starfí." Gísli sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann teldi að það væri verið að brjóta á þessum mönnum með því að segja þeim upp störfum og að rökin í málinu væru að sínu mati ákaflega léttvæg. Annar varð að víkja Ámi Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Félags Sambands fískframleiðenda, sagði í samtali við Morgunblaðið, að á stjómar- fundi ííélaginu á þriðjudaginn hefði verið samþykkt yfirlýsing með öll- um sjö atkvæðum fundarmanna, að láta í ljós áhyggjur af því ástandi sem væri orðið í Iceland Seafood Corporation, sem væri farið að hafa mjög alvarlegar afleiðingar á starf- semi í fyrirtækinu og stjómin kvaðst hafa fullt traust til núver- andi stjómarformanns til að leysa þessi vandamál strax. Þessi yfirlýs- ing var síðan lesin upp á stjómar- fundi Iceland Seafood sfðar um daginn. „Þama var um það að ræða að tveir menn í lykilstöðum gátu ekki starfað saman og þá varð ann- ar að víkja," sagði Ami. Hann sagði einnig að samstarfserfíðleikarnir hefðu komið fram í því að menn litu ekki á það sömu augum hvert ætti að stefna í rekstri fyrirtækisins og að þótt að menn efuðust ekki um þekkingu Eysteins þá hefði Guðjón verið lengur ytra og hefði yfírburðaþekkingu á markaðnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.