Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 ÁRBÆJ ARPREST AKALL: Barna- samkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardag kl. 11 árdeg- is. Barnasamkoma í Árbæjarkirkju sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðs- þjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Viktor Guðlaugsson skólastjóri syngur einsöng í messunni. Foreldrum fermingarbarna sórstaklega boðið til guðsþjónustunnar. Samvera foreldra í safnaðarheimili kirkjunn- ar að lokinni messu. Kaffiveitingar í umsjá Kvenfélags Árbæjarsókn- ar. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Mið- vikudagur: Föstumessa kl. 20.30. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BORGARSPITALINN: Guðsþjón- usta kl. 10.30. Sr. Tómas Sveins- son. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 11 í Breiðholts- skóla. Guðsþjónusta kl. 14 í Breið- holtsskóla. Organisti Daníel Jónas- son. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Elín Anna Antons- dóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Jónas Þórir. Æskulýðsfélagsfundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldr- aðra miðvikudagseftirmiðdag. Föstuguðsþjónusta miðvikudags- kvöld kl. 20.30. Sr. Ólafur Skúla- son. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Laugardag: Barna- samkoma í kirkjunni kl. 10.30. Eg- ill Hallgrímsson. Sunnudag: Messa kl. 11. Orgelleikur í 20 mín. fyrir messuna. Sr. Hjalti Guðmunds- son. Messa kl. 14. Foreldrar ferm- ingarbarna flytja bæn og ritningar- texta. Sr. Þórir Stephensen. Dóm- kórinn syngur við báðar messurn- ar. Organleikari Marteinn H. Frið- Guðspjall dagsins: Matt. 15: Kanverska konan. riksson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Árelíus Níelsson. Föstuguðsþjónusta 2. mars kl. 18.30. Gunnar Sigurjónsson, guð- fræðinemi. FELLA- og Hólakirkja: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Umsjón Ragn- heiöur Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartar- son. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Æskulýðsfélags- fundur mánudagskvöld kl. 20.30. Miðvikudag: Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 20.00. Sóknar- prestar. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Ferming- arbörn komi laugardag 27. febr. kl. 14. Sunnudag: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðspjallið í myndum. Barnasálmar og smábarnasöngv- ar. Afmælisbörn boðin sérstaklega velkomin. Framhaldssaga, við píanóið Pavel Smid. Föstumessa miðvikudag kl. 20.30. Bænastundir eru í kirkjunni þriðjudaga til föstu- daga kl. 18.00. Sr. Gunnar Björns- son. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 10. MesSa með altaris- göngu kl. 14. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Fermingarbörn ásamt foreldrum eru sérstaklega beðin að koma. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardag 27. febr.: Samvera fermingarbarna _____________________famgM œbID Umsjónarmaður Gísli Jónsson 426. þáttur Ég hljóp frá minna en hálf- unnu verki síðast, þegar ég var að myndast til að svara bréfi Kjartans Ragnars. Ég er þess ekki heldur umkominn, að gefa fyrirmæli eða hafa uppi reglur um meðferð erlendra staðarheita í máli okkar. Þetta er ærinn vandi, og lausn hans er ekki hvað síst háð þeirri tilfínningu sem við höfum um kyn orðanna. Að þessu leyti er tilfínning mín hvikul nokkuð svo. Kjartan Ragnars taldi að „heiti landa sé að öllum jafnaði hvorugkyns í ísl. máli, nema því aðeins að formið krefjist ann- ars.“ Fyrirvarinn hér er svo mik- ill, að úr þessu verður engin regla, enda er sægur landanafna (og fylkja og héraða) kvenkyns. Eg nefni (og með íslensku beyg- ingarlagi): Argentínu, Belgíu, Dóminíku, Eþíópíu, Gambíu, Ítalíu, Jórdaníu, Kaliforníu, Líberíu, Mansjúríu, Nígeriu, Polynesíu, Rúmeníu, Sómalíu, Tansaníu, Úkraínu, Virginíu og Þrakíu. En þótt erlend landaheiti endi á -a, er ekki þar með sagt, að við skynjum þau í kvenkyni og beygjum þau eins og dæmin i héma á undan. í máli okkar eru líka mörg hvorugkynsorð sem ' enda á -a, svo sem auga og I milta. Eg nefni nú nokkur dæmi i erlendra staðamafna sem mér ' fínnst að séu hvorugkyns og ég hef því eins í öllum föllum: Alab- ama (og meira að segja Al- j berta, líkl. fyrir áhrif frá Vest- j ur-íslendingum) Birma, Dakr : óta, Efra-Volta, Flórída, j Gvatemala, Indíana, Kanada, Louisíana, Mantíbóba, Nik- aravga (sjá bréf Kjartans og Orðalykil), Oklahóma, Pan- | ama, Rúanda, Sahara, i| Tequciqalpa, Utha og Venda. Heiti margra eyja eru kven- kyns, eins og Kjartan Ragnars segir, sbr. Jövu, Kúbu og Möltu. Þetta er þó engan veginn einhlítt. í hvaða kyni fínnst ykk- ur að séu Kýpur, Ródos, Sri Lanka (Ceylon), Madagaskar (Malagasy), Diskó og Maur- itius? „Borgir eru ... yfírleitt kven- kyns,“ segir Kjartan Ragnars. Margar verða undantekningar frá þessu, og það þótt heiti borg- anna endi á -a. Eg tek enn fá- ein dæmi: Accra, Alma-Ata (sjá enn bréf Kjartans og Orðalyk- il), Andorra, Ankara, Can- berra, Dacca, Gvatemala, Havana, Kampala, Lúanda, Lúsaka, Managva, Manama, Oklahóma, Panama, San’a, Tirana og Vasa. Að svo mæltu þakka ég Kjart- ani Ragnars kærlega fyrir að hafa skrifað mér um þetta mikla vandamál. Það verður seint leyst til fullnustu. Sumt er á reiki, og hefðir eru stundum nokkum tíma að mótast. Ég man ekki til þess að nokkur maður beygði borgamafnið Moskva í mínu ungdæmi. Nú færi sendimaður til Moskvu, en hvort hann les Pravda eða Prövdu veit ég ekki. Veit reyndar ekki hvers kyns þessi orð em í rússnesku, enda ræður það ekki úrslitum um máltilfínningu okkar. ★ Þá fer hér á eftir hugvekja frá Halldóri Kristjánssyni frá Kirkjubóli: „Heill og sæll, Gísli! Enda þótt viðræður heQist af sérstöku tilefni á afmörkuðu sviði vill oft fara svo að umræð- an fari víðar þegar fram í sæk- ir. Hér mættu koma vamaðarorð til að benda á að eitthvað kynni að koma úr penná mínum án þess að vera endilega ætlað til birtingar almenningi, þó að ég voni að þar verði ekkert sem ég þarf að skammast mín fyrir. En snúum nú að efninu. Ég las í Tímariti Máls og menningar grein eftir ungan bókmenntafræðing. Þar getur hann þess að í sögu nokkurri grípi embættismaður penna- stöng og hún sé „reðurtákn". Þetta fínnst mér ljótt að sjá líkt og talað væri um róðurbát. Ég held-að við verðum að segja og skrifa reðrartákn. Það er svo til hliðar við þetta að mér virðist gæta tímaskekkju hjá ýmsum hinna ungu bók- menntafræðinga. Sitthvað hef ég heyrt um táknmál það sem kennt hefur verið við Sigmund Freud. Nú virðist mér að ýmsir bókmenntafræðinga séu háðir því táknmáli. Freud ólst upp á þeirri tíð að margt mátti segja um þvinganir, hömlur og þrúg- un. Það var ekki tíska þá að tala um að andlegri heilbrigði manna stafaði hætta af að reyna að hafa stjóm á sér. Seinna fundu menn að það verður ýms- um ofraun, meira en þeir eru menn til að þola. Annað er það sem beinlínis varðar mál og málnotkun og merkingu orða. Við höfum lært það að ást væri huglæg kennd eða tilfínning. Að elska væri að fínna til í samræmi við það. Nú má fínna ýmis dæmi þess að orðið elskast sé notað um kyn- mök án þess að nokkurrar elsku sé getið. Það er látið ná yfír ástlaus kynmök þegar svo stend- ur á. Þetta held ég að sé útlendur ósiður og ber þá fyrir mig að fyrir nokkrum árum las ég í dönsku vikublaði um þennan ávana. Þar var fastur dálkahöf- undur blaðsins að vanda um þessa misnotkun sagnarinnar að elska. Mönnum ætti að vera ljóst að eitt er að njóta konu og ann- að að elska konu. Það gleður mig innilega -að nú er stundum talað um kaup- kröfur í útvarpi en ekki alltaf o g eingöngu um kröfugerð. Með- an unnið er að kröfugerð eru kröfur mótaðar." Ég þakka Halldóri bréf hans góð bæði fyrr og síðar, en at- hugasemdir mínar, ef einhveijar verða, bíða betri tíma. ★ Gísli Brynjólfsson, látinn fyrir réttri öld, kvað til Konráðs Gísla- sonar Fjölnismanns (brot): „Leiður er ég á lögum/leiður á molludögum, leiður á lífsins snögum/leiður á flestum brögum, leiður á lýðum rögum/og lærdóms sundurhlutan, leiður á öllu utan/Islendingasögum. P.s. Auk þess styð ég tillögu Páls Bergþórssonar, þess efnis að róbótinn verði íslenskaður undir nafninu robbi. kl. 10. Sunnudag: Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Karl Sigur- björnsson. Séra Bent Reidar Eiríksson frá Noregi pródikar sr. Jónas Gíslason túlkar mál hans. Orgeltónleikar kl. 17. Þröstur Eiríksson leikur og kynnir orgelverk eftir Dieprich Buxtehude. Þriðju- dag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Miðviku- dag: Föstumessa kl. 20.30. Sr. Jón Einarsson í Saurbæ pródikar. Kvöldbænir alla virka daga kl. 18. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Eftir messu halda kirkjukórinn og kven- félag Háteigssóknar sameiginlegt afmælishóf á Hótel Loftleiðum. Bílferð verður frá kirkju fyrir þá sem óska. Nefndin. Föstuguðs- þjónusta miðvikuag 2. mars kl. 20.30. HJALLAPRESTAKALL f Kópavogi: Safnaðarferð í Fríkirkjuna í Hafnar- firði þar sem tekið verður þátt í barna- og fjölskyldusamkomu kl. 11. Farið verður frá Digranesskóla kl. 10.30. Sóknarfólk er hvatt til að fjölmenna. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 árdegis. Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 14. Hjört- ur Hjartarson guðfræðinemi préd- ikar. Miðvikudag 2. mars er opið hús í safnaðarheimilinu Borgum kl. 20.30. Gestur: Jóhanna Björns- dóttir sýnir litmyndir af íslenskum kirkjum og útskýrir þær. Sr. Árni Pólsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barn- anna kl. 11. Söngur - sögur - mynd- ir. Þórhallur Heimisson guðfræði- nemi og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Pjetur Maack. Organ- isti Jón Stefánsson. Kór kirkjunnar syngur. UnnurVilhelmsen, Dagrún Hjartardóttir og Ragnar Davíðsson ásamt hljóðfæraleikurum flytja kantötuna camite Jesu nostro eftir Buxtehude. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardagur 27. febr.: Guðsþjón- usta í Hátúni 10b 9. hæð kl. 11. Sunnudag: Guðsþjónusta kl. 11. Barnastarf. Kaffisopi eftir guðs- þjónustuna. Fermingarbörn og for- eldrar þeirra sérstaklega hvött til að koma. Mánudag 29. febr.: Æskulýðsfundur kl. 18.00. Föstu- dagur 4. mars: Messa kl. 18 á vegum áhugahóps um klassíska messu, kyrrðardaga og tíðagjörð. Allir velkomnir. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugardag: Æsku- lýðsfundur fyrir 11—12 ára kl. 13. Samverustund aldraðra kl. 15. Sýnd verður kvikmynd frá Vest- mannaeyjum. Einsöngur. Sunnu- dag: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 14.00. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Fræðslufundur kl. 15.15. Sigurður Pálsson guðfræö- ingur fjallar um trúarlegt uppeldi barna. Umræður að erindi loknu. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mánudag: Æskulýðsfélagsfundur kl. 19.30. Þriðjudag ogfimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13—17. Fimmtudag: Föstuguðsþjónusta kl. 20.00. Guðm. Óskar Ólafsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. EirnýÁsgeirs- dóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Torfi Stefánsson. Kaffisopi á eftir. Æskulýðsfélagsfundur mánu- dagskvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10—12 ára þriðjudag kl. 17.30. Biblíulestur miðvikudagskvöld kl. 20.30. Lesið er úr píslarsögunni og valdir Passíusálmar. Sóknar- prestur. KIRKJA óháða safnaðarins: Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Heiðmar Jónsson. Sr. Þórsteinn Ragnars- son. DÓMKIRKJA Krists Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Lágmessa alla rúmhelga daga kl. 18 nema laugardag þá kl. 14. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Lág- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KFUM & KFUK: Almenn samkoma á Amtmannsstíg kl. 20.30. „Haltu því fast sem þú hefur“. Ræðumað- ur Bent Reidar Eriksen frá Noregi, sem kynnir Lausanne-hreyfinguna. HJÁLPRÆÐISHERINN: Lofgerð- arsamkoma og sunnudagaskóli kl. 17. vitnisburður og söngur. NÝJA Postulakirkjan: Messa kl. 11. MOSFELLSPRESTAKALL: Lága- fellskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Mosfellskirkja: Messa kl. 14. Altar- isganga. Sóknarprestur. GARÐAKIRKJA: Barnasamkoma í Kirkjuhvoli kl. 11. Messa kl. 11. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup prédikar. Altarisganga. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐISTAÐASÓKN: Biskup (slands herra Pétur Sigurgeirsson vígir kirkjuna kl. 16. Að vígslu lokinni verður kaffisamsæti sem öllum er opið í íþróttahúsi Víöistaðaskóla. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- og fjölskyldusamkoma kl. 11. Börn úr Hjallasöfnuði í Kópavogi koma í heimsókn ásamt presti sínum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Örn Falkner. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10. Rúmhelga daga lág- messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. rúmhelga daga messa kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta í sjúkrahúsinu kl. 10.30. Sunnudagaskóli í umsjá Málfríðar og Ragnars kl. 11. Munið skóla- bílinn. Messa, altarisganga kl. 14. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Mikill söngur, myndir og sögur. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson. HVALSNESKIRKJA: Sunnudaga- skólinn verður í grunnskólanum í Sandgerði kl. 14. Mikill söngur, myndir og sögur. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Sr. Tómas Guðmundsson. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. á Höfða dvalarheimili aldraöra verður messað kl. 15.15. Organisti Jón Ól. Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Fjöl- skyldu- og æskulýðsguðsþjón- usta í lok æskulýsmóts kirkjunn- ar á Norðurlandi kl.11. Sr. Yrsa Þórðardóttir, Hálsi, Fnjóskadal prédikar. Sóknarprestar í Hóla- stifti hinu forna þjóna fyrir alt- ari. Sr. Vigfús Þór Árnason. Bandanska sendiráðið: Opnunartími lengdur SENDIRÁÐ Bandaríkjanna, Laufásvegi 21, Reylqavík, hefur til hagræðingar ákveðið að mót- taka fynrspurna til vegabréfs- og áritunardeildar verði opin alla virka daga á milli kl. 10 og 12 á hádegi. Umsóknum um vegabréfsáritanir er veitt móttaka á virkum dögum kl. 8.30 til 12 á hádegi og milli kl. 1.30 og 4.30 síðdegis. Afhending vegabréfa er á sömu tímum. Þegar sótt er um vegabréfsáritun skal svara öllum liðum umsóknar- eyðublaðsins, undirrita það og leggja íram með vegabréfí og lítilli nýlegri mynd af umsækjenda. Um- sækjendur yngri en 16 ára þurfa ekki að leggja fram mynd. Vega- bréf sem lögð hafa verið fram með umsóknum fyrir kl. 4 e.h. má sækja að tveimur dögum liðnum eftir kl. 2 e.h. Umsóknir má einnig senda í pósti og skal þá fylgja umsóknum frímerkt umslag með heimilisfangi umsækjenda. (Fréttatilkynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.