Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 21
HAOHflíni TS HUDAQHADTÍAil (TIöAJÍMIJD51ÖW MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 Fallþungi er stóraukinn með haustrúningi gimbra og fiskimjölsgjöf á 1. vetri # Hvannatúni í Andakíl. Á Fjárræktarbúi Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins á Hesti i Borgarfirði eru framkvæmdar margvíslegar tilraunir, sem þjóna hagnýtum tilgangi fyrst og fremst. Haustrúningur eykur af- urðir gemlinga, fiskimjölsgjöf minnkar fijósemi gimbra og kál- beit siðfæddra lamba gefur jafn- góð fðll og snemmfædd lömb. Á Hesti hefur Dr. Sigurgeir Þor- geirsson árum saman unnið að til- raunum og þegar hann var á ferð- inni í Borgarfírði var hann inntur eftir þessu. Þijá síðustu vetur hefur staðið til- raun, sem nú er lokið, með ásetn- ingslömb, annarsvegar voru þau klippt í lok október og í febrúarlok en hinsvegar aðeins í febrúarlok. Þar að auki var hvorum fíokki skipt í 2 hópa, öðrum var gefið 50 gr. físki- mjöl auk frjálsrar heygjafar, sem hinn hópurinn fékk framan af vetri. Það er ekki ætlunin að gera til- raun sem þessari nein tæmandi skil á þessum vettvangi. En heildarát lambanna í FE var svipuð í öllum flokkunum, þynging var mest hjá þeim, sem fengu allan tímann físki- mjöl. Hinsvegar var hún svipuð milli flokka, sem klipptir voru á mismun- andi tíma. Áhrif á fanghlutfall var merkilegt. Um 10% fleiri gimbrar fóðraðar án fískimjöls báru lömbum miðað við samanburðarhópinn. Skýring á þessu hefur ekki fundist, þótt líka hafí verið spurst eftir því hjá erlendum sérfræðingum. Gimbrar klipptar í október fæddu um 30% fleiri lömbum en þær sem klipptar voru eftir feng- Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Sigurgeir Þorgeirsson metur bakhold og ákveður tilrauna- flokk um leið og hann vigtar ærnar í lok nóvember. itima. Fallþungi lamba var 9% meiri hjá vetrarklipptu flokkunum og 8% meiri hjá flokkunum, sem fengu fískimjöl umfram hina. Haustklippt ull er mjög gott hráefni, 85% hennar var metin í úrvalsflokk. Síðastliðið vor voru ær, sem báru 1. til 8. maí hafðar á túni annarsveg- ar og á mýrlendi hinsvegar. Saman- burðarhópar báru einu gangmáli síðar og burðartími því 17.—23. maí. Allir flokkamir fengu hey eftir vild og 200 g fískimjöl. Þrátt fyrir í túnum væri engin nál í maíbyrjun var mjög mikill munur á heyáti, en æmar á mýri átu 3 kg. Um haustið voru síðfæddu lömbin 2,6 kg léttari á fæti en þau snemmfæddu á tún- beit, en 2,9 kg léttari á mýrarbeit. Túnlömbin voru 2,2 kg þyngri á fæti en mýrarlömb í snemmfædda hópnum, en 1,5 kg í hinum. Munur- inn er marktækur, það er nógu mik- ill fyöldi í hveijum hópi til að tölum- ar sýni réttar niðurstöður. Þegar tvílembingshrútum úr þess- ari tilraun var skipt í 2 hópa um haustið og annar gekk áfram á út- haga í 4 vikur á meðan hinum var. beitt á kál, var niðurstaðan sú, að snemmfæddu hrútlömbin bættu við sig meiri holdum en þeir síðbomu. Fall snemmbomu hrútlambanna sem gengu á úthaga var svipað að þyngd og þeirra síðbomu, sem hámuðu í sig kál í 4 vikur. Sama gilti um þver- mál bakvöðva og þykkt síðufitunnar. Megintilgangur tilrauna á Hesti hefur lengst af verið sá, að fínna hvaða árangri er hægt að ná með kynbótum og að finna bestu kyn- bótagripina. Nokkrir af bestu kyn- bótagripum landsins eru ættaðir frá Hesti og væri það óbætanlegur skaði, ef höggvið væri á það starf, sem unnið hefur verið að á Hesti undan- fama áratugi. Bústjóri á Hesti er Ámi Jónsson og yfírstjóm hjá Rala annast Stefán Scheving Thorsteinsson. - DJ Kynning á frönskum hefðum við ARINBYGGINGAR Nú loksins hér á landi ELDFASTAR FLÍSAR ARINBÖK OG HUNDAR TILBÚNIR ARNAR Opið laugardag og sunnudag til kl. 17.00. ©BÚÐIN ÁRMÚLA 17 Arnar&ca s“84585 BÓKAMARKAÐURINN í AUSTURSTRÆTI FÁGÆTAR BÆKUR Á FÁSÉÐU ÖRFÁIR DAGAR EFTIR OPIÐ í DAG KL. 9-16 Bókaunnendur. Enn eru meiriháttar perlur sem aðeins fást í mjög uppgrip á Bókamarkaðnum 1988 takmörkuðu upplagi. og þar má enn finna sjaldséðar PAÐ ERU NÆG BÍLASTÆÐI í GAMLA MIÐBÆNUM. Við viljum sérstaklega benda á Bakkastæðin, sem merkt eru inn á kortið. F%^VP . Bakkastæðin Mv BÓKAMARKAÐUR ALLRA LANDSMANNA Peir sem ekki komast á staðinn geta notfært sér pöntunarþjónustu okkar og verslað símleiðis. Bókalisti birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 19. febrúarsl. SÍMSVARI. TEKIÐ ER VIÐ PÖNTUNUM ALLAN SÓLARHRINGINN. Pöntunarsímar: 91-18880 og 91-13522. Símsvari eftir kl. 18 til kl. 09: 91-16109. Ekkert póstkröfugjald. EYMUNDSSON AUSTURSTRÆTI 18 Pöntunarsímar: 91-18880 og 91-13522.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.