Morgunblaðið - 27.02.1988, Page 26

Morgunblaðið - 27.02.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 Iðnaðarráðherra: Sett verði á fót markaðsskrifstofa IÐNAÐARRÁÐHERRA, Friðrik Sophusson, hefur lagt til við stjóm Landsvirkjunar að sett verði á fót sérstök markaðsskrifstofa, sem rekin verði sameiginlega af iðnaðarráðuneytinu og Landsvirkjun. markaðssknfstofunnar til stóriðju eða útflutnings á orku. Iðnaðarráðherra hefur ennfremur farið þess á Ieit við Útflutningsráð að það taki að sér almennt kynning- arstarf til að vekja áhuga erlendra fyrirtækja á samstarfi við íslensk fyrirtæki og fjárfestingu hér á landi. Jafnframt verði leitað samstarfs við önnur ráðuneyti og stofnanir til að tryggja samræmingu þessa starfs. Nefnd, sem iðnaðarráðherra skip- aði í október sl. til að athuga á hvem hátt iðnaðarráðuneytið geti best stuðlað að almennu samstarfí inn- lendra og erlendra fyrirtækja og aukinni erlendri flárfestingu hér á landi, í því skyni að draga úr við- skiptahalla og þörf fyrir erlent láns- fé, hefur nú lokið störfum. í áliti sínu bendir nefndin á, að undanfama þijá áratugi hafí viðleitni stjómvalda til að fá erlend fyrirtæki til sam- starfs eða fjárfestingar snúið nær eingöngu að orkufrekum iðnaði. í að afla markaðar fyrir raforku Nefndin telur að skort hafi samfellt grunnstarf við að safna upplýsingum og fylgjast með þróun orkufreks iðn- aðar í heiminum og til að laða er- lenda aðila til þáttöku í uppbyggingu stóriðju hér á landi. í áliti nefndarinnar kemur fram að margt mæli með því að gert verði átak til að leita eftir erlendri íjárfest-. ingu og samstarfi við erlend fyrir- tæki. Til að ná fram samræmingu í störfum þeirra aðila sem hagsmuna eiga að gæta og til að nýta fjár- muni sem best leggur nefndin til að ráðuneytið skipti þessu viðfangsefni í tvennt, annars vegar orkusölu og stóriðju og hins vegar almennt sam- starf innlendra og erlendra fyrir- tækja. Varðandi orkusölu og stóriðju gerir nefndin tillögu um stofnun markaðsskrifstofunnar sem áður er getið. Morgunbladið/Sverrir Hreinn Bergsveinsson hjá Samvinnutryggingum, Eiður Guðnáson formaður nefndar til þjóðarátaks fyrir bættri umferðarmenningu, Þórarinn Hjartarson yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg, Sig- urður Helgason blaðafulltrúi þjóðarátaksnefndar og Óli H. Þórðar- son framkvæmdastjóri Umferðarráðs. Ný umferðarlög: Áróðurs- og kynning'- arherferð að hefjast NÝ umferðarlög ganga í gildi 1. mars. Umferðarráð og nefnd til þjóð- arátaks fyrir bættri umferðarmenningu eru nú að hrinda af stað áróð- ursherferð til að kynna almenningi nýju lögin og minna á einfaldar aðferðir til að bæta aksturslag og hegðun í umferðinni. Þessir aðilar hafa látið prenta bækling sem sendur verður á öll heimili landsins þar sem gerð er grein fyrir helstu breytingum á lög- unum og þær breytinganna sem varða staðsetningu á vegi eða akst- urslag eru útskýrðar með myndum. Jafnframt hefur verið dreift á bensínstöðvar límmiðum með slag- orðum og merki þjóðarátaksins og eiga merkin að liggja þar frammi fyrir bíleigendur. Morgunblaðið/Júlíus Valgeir Guðmundsson, lögregluþjónn, kannar tryggingu vinnutækis, sem ekið var um götur borgarinnar í gær. Vinnutæki í umferðinni: Lögreglan kannar öku- réttindi og tryggingar LÖGREGLAN í Reykjavík kann- aði í gær, hvort ökumenn vinnu- tækja, sem eru á ferð um götur borgarinnar, hafa tilskilin rétt- indi og hvort tækin eru tryggð til aksturs á umferðargötum. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar eru nokkur brögð að því að menn hafí ekki tilskilin réttindi til að stjóma tækjum þessum. Þá er ekki skylt að tryggja tækin, en ótryggð mega þau aðeins vera á afmörkuðum vinnusvæðum. Um leið og út í Umferðina kemur verða þau að vera tryggð ábyrgðartrygg- ingu. Næstu daga mun lögreglan sérstaklega huga að þessum atrið- um. Héraðskólanum að Reykj- um breytt í skólabúðir FYRSTU skólabúðir á íslandi verða teknar í notkun á hausti komanda í Reykjaskóla í Hrúta- firði. Búðirnar eru ætlaðar böm- um á aldrinum 11-15 ára, 5.-8. bekk og er rúm fyrir allt að 90 böm I skólanum. Hver hópur dvelst í skólanum í 3-5 daga und- ir handleiðslu umsjónarkennara auk fastráðins starfsliðs skólans; skólabúðastjóra, tveggja fastráð- inna kennara og stundakennara auk ráðskonu og aðstoðarfólks. Búðiraar verða starfræktar frá 1. september til 30. nóvember og frá 15. febrúar til 31. maí. Nem- endur úr Reykjavík, af Norður-, Vestur- og Suðurlandi eiga kost á dvöl í skólabúðunum. Skólabúðir hafa verið starfrækt- ar um áratuga skeið á hinum Norð- urlöndunum en hugmyndin að búð- Morgu nblaðið/Júlíus Birgir Isleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, og Sigurður Helga- son, deildarstjóri, kynntu fyrirkomulag skólabúða í Reykjaskóla á fundi með fréttamönnum. Verðum að fylgjast bet- ur með málefnum EB segir Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SIF „ÉG FAGNA því að sjálfsögðu að formaður Alþýðuflokksins hafí vakið athygli manna á þessu vandamáli og komin sé af stað ákveðin umræða um Evrópu- bandalagið og stöðu íslands gagn- vart því,“ sagði Magnús Gunnars- son framkvæmdastjóri Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda, þegar hann var spurður álits á hugmyndum Jóns Baldvins Hannibalssonar fyármálaráðherra um aukin tengsl íslands og EB. Magnús sagðist telja það nauð- synlegt að menn gerðu sér grein fyrir hvaða hagsmunir væru þama í húfi. „Við þurfum að fylgj- ast mun betur með þessum mál- efnum en við höfum gert fram að þessu og það er nauðsynlegt að viðskiptalífíð og stjómmála- mennimir átti sig á hver staða okkar er f mögulegum viðræðum eða samningum við þessa aðila," sagði Magnús. Hann sagðí að innan EB berð- ust tveir hagsmunahópar varð- andi físk og fískafurðir. Annars- vegar útgerðaraðilar sem eru sterkir í Danmörku, Frakklandi og Spáni og hinsvegar fiskvinnsl- an sem er sterk í Bretlandi og Þýskalandi. „Það er ljóst að vissir aðilar innan EB vilja knýja á um fiskveiðiréttindi og telja Evrópu- bandalagið hafa gengið of langt í samningum sínum við ísland á sínum tíma. Við náðum mjög góð- um samningi við EB 1972, en þá var saltfískurinn undanskilinn S viðræðunum og látið nægja að treysta ákveðin loforð manna inn- an EB um að saltfískur verði ekki tollaður. Þetta breyttist við inn- göngu Miðjarðarhafslandanna þar sem hagsmunir vegna saltfísksins komu mun meira inn í myndina," sagði Magnús Gunnarsson. unum í Reykjaskóla kom upp árið 1986 þegar vandi héraðsskólanna var til umræðu í menntamálaráðu- neytinu. Á fundi sem menntamála- ráðuneytið efndi til, sagði Sigurður Helgason, deildarstjóri, sem sæti á f nefnd þeirri er gerði tilllögur um skólann. Hann sagði Reykjaskóla hafa orðið fyrir valinu vegna góðrar heimavistar, góðrar náms- og íþróttaaðstöðu auk þess sem ágætt byggðasafn væri á staðnum, sem væri nokkuð miðsvæðis. Markmiðið með skólabúðum sem þessum er að gefa nemendum kost á að kynnast öðru umhverfi en þeir hafa alist upp í; náttúru þess, sögu og atvinnu- og lífsháttum auk þess sem skólabúðir hafa mikið félags- legt gildi. Sagði Sigurður skólabúð- imar að mörgu leyti líkjast sumar- búðum skáta og KFUM & K en fyrirmyndin er aðallega fengin frá Noregi og löguð að aðstæðum hér. Ríkið greiðir allan rekstrarkostn- að búðanna en nemendur greiða þáttökugjald og fargjald. Þátttöku- gjald er áætlað 2500 krónur og fargjald fram og aftur er nú um 1400 kr. Þetta gera því nærri 4000 kr. en Sigurður tók það skýrt fram að ekki væri ætlunin að sækja þessa peningá í vasa foreldra heldur ættu börnin sjálf að safna í ferðasjóð. Á fundinum kom fram að heima- menn væru ánægðir með þessa til- raun, þar sem héraðsskólamir heyrðu brátt sögunni til vegna breyttrar skólaskipunar. í vetur væru aðeins um 40 nemendur í skólanum en með skólabúðunum gæti framtíð staðarins verið borgið. Þá eru þegar uppi hugmyndir um að koma á fót skólabúðum í Reykjavík en reynslan af skólabúð- unum á Reykjum mun skera úr um hvort framhald verður á. INNLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.