Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988
Suður-Kórea:
Sljórnarand-
staðan sameinuð
Roh veitir víðtæka sakaruppgjöf
Seoul, Reuter.
FLOKKAR stjórnarandstöðunn-
ar í Suður-Kóreu samþykktu í
gær að ganga í eina sæng í næsta
mánuði. Vonast þeir til þess að
Einkavæð-
ingrafmagns-
veitunnar
London, Reuter.
BRESKA stjórnin tilkynnti í gær
að Breska rafmagnsveitan,
(CEGB) sem er í ríkiseigu, yrði
seld einkaaðilum. Lög þar að lút-
andi verða sett innan tveggja ára.
Þetta er langstærsta skrefið til ;
þessa í áætlun stjórnvalda um að
einkavæða rikisfyrirtæki.
Cecil Parkinson, orkumálaráð-
herra Bretlands, sagði að CEGB yrði
seld fyrir 27 milljarða punda (1770
milljarða ísl. kr.). Stofnuð verða þijú
hlutafélög sem sjá munu um að fram-
leiða rafmagn og koma því til not-
enda. Parkinson sagði að útkoman
yrði samkeppnishæfari iðnaður í eigu
almennings og betri þjónusta við
notendur.
Talsmenn launþega í orkufram-
leiðslu sögðust óttast að einkavæð-
ingin myndi leiða til atvinnuleysis
ef ódýr orka og orkugjafar verða
keyptir erlendis frá af hagkvæmnis-
ástæðum.
ná þingmeirihluta í komandi
kosningum, sem fyrirhugaðar
eru seint í apríl, og takmarka
þannig völd hins nýkjörna for-
seta landsins, Roh Tae Woo, en
hann tók við embætti í fyrradag.
Eitt fyrsta embættisverk hans
var að tilkynna víðtæka sakar-
uppgjöf, sem bæði tók til pólití-
skra fanga og almennra saka-
manna. Landráðamenn eru þar
þó undanskildir.
Enn er ekki ljóst hver valdahlut-
föll verða í hinum nýja flokki, ekki
síst með tilliti til þess að leiðtogar
gömlu flokkanna tveggja, þeir Kim
Dae Jung og Kim Young Sam, hafa
eldað grátt silfur saman. Jukust
kærleikar ekki með þeim í forseta-
kosningunum þrátt fyrir yfirlýsing-
ar um að stjómarandstaðan myndi
standa að einum og sama frambjóð-
andanum gegn Roh, því þegar á
hólminn kom vildi hins vegar hvor-
ugur gefa eftir og buðu því fram
sitt í hvoru lagi.
Kim Young Sam gaf þó sterklega
til kynna að hann væri reiðubúinn
til þess _að láta undan að þessu
sinni. „Ég verð sem hver annar
óbreyttur flokksmaður." Sagðist
hann sannfærður um að hinn nýi
flokkur myndi sigra í þingkosning-
unum og þá fyrst tækist að koma
á „raunverulegu lýðræði í Suður-
Kóreu."
Lögreglumenn hindra umferðina
Reuter
Um fimm þúsund lögregleglumenn, sem hafa þann
starfa að greiða úr umferðarflækjum, hindruðu sjálfir
umferðina í miðborg Rómar í gær þegar þeir fóru í
kröfugöngu. Þeir eru nú í verkfalli og kreíjast hærri
launa, betri starfsskilyrða, auk þess sem þeir vilja að
fleiri verði ráðnir í lögregluna.
ísrael:
ísraelska ráðherra grein-
ir á um tillögur Shultz
Fjórir Palestínumenn farast í átökum
Jerúsalem, Reuter.
FJÓRIR Palestínumenn voru
drepnir og að minnsta kosti sjö
særðust í miklum óeirðum á
Norskir saltfiskverkendur
í alvarlegum erfiðleikum
Neyðarástand ríkir nú í norskri saltfiskverkun og er hvoru-
tveggja um að kenna, verð- og markaðshruni. Nam tapið í greininni
tugum eða hundruðum milljóna ísl. kr. á síðasta ári og var mest hjá
þeim, sem reiddu sig á þurrfiskútflutning til Brasilíu. Astandið er
ekki alveg eins slæmt með blautfiskinn en hann hefur þó hrannast
upp hjá framleiðendum og eru margir hættir að taka á móti fiski
til verkunar. Kemur þetta fram í sjávarútvegsblaðinu Fiskaren og
öðrum norskum blöðum.
Árið 1986 var hreinasta gullöld
fyrir norska saltfískverkendur og
eins og stundum vill við brenna
treysta menn á, að ævintýrið taki
engan enda. Vegna þess var mikið
keypt og saltað á síðara helmingi
1987 og fram eftir þvi næsta. Þá
var hins vegar farið að slá í bak-
seglin og þegar upp var staðið var
þurrfískútflutningurinn 16.558
tonnum minni í fyrra en 1986.
Brasilíumarkaður hrundi
Sem dæmi um verðfallið má
nefna, að þegar mest fékkst fyrir
saltaðan og þurrkaðan ufsa í Bras-
ilíu var verðið rúmlega 245 ísl. kr.
fyrir kílóið en er nú komið niður í
82 kr. Á 25 tonna sendingu munar
því hvorki meira né minna en um
5,83 milljónir kr.
Heildarútflutningur þurrfísks í
fyrra var 34.134 tonn á móti
50.693 tonnum árið 1986. Ef litið
er á skiptinguna í fyrra milli ein-
stakra físktegunda er hún þannig,
að þorskur var 17.288 tonn, ufsi
6.537 tonn, langa 4.614 tonn, keila
5.475 tonn og ýsa 54 tonn.
Á síðasta ári var Brasilía stærsti
markaðurinn fyrir norskan þurrfisk
og tók á móti 7.502 tonnum. í
öðru sæti var Ítalía með 5.006 tonn
og Frakklandi í þriðja með 3.084
tonn. Alls var fluttur út þurrfískur
til 30 landa.
„ Búmerangeinkennið “
Menn greinir nokkuð á um
ástæðumar fyrir verðhruninu í
þurrfísknum. Töluverðar verð-
sveiflur eru að vísu tíðar í þessari
framleiðslu en aðrir segja, að hru-
nið sé dæmigert „búmerangein-
kenni". Verðið sé keyrt upp þegar
eftirspumin er mikil og síðan hrap-
ar það niður úr öllu valdi þegar á
henni slaknar. „Við höfum einfald-
lega verðlagt okkur út af markaðn-
um,“ sagði Keith Elliott, útflutn-
ingsstjóri R. Domstein & Co., næst-
stærsta fiskútflutningsfyrirtækis í
Noregi.
Birgðasöfnun í
blautfiskinum
„Hjá okkur eru allar geymslur
fullar af blautfíski og við erum
flutningsfyrirtælq'anna en sölumið-
stöð fiskframleiðenda kemur oft
ekki til skjalanna fyrr en síðar, sér
t.d. um að selja físk, sem ekki hef-
ur gengið út á uppboði. Á upp-
boði, sem haldið var 18. janúar sl.,
vildu útflutningsfyrirtækin lítið
sem ekkert bjóða í fískinn og var
þá ákveðið að halda annað uppboð
í febrúar. Átti þá ekki að hafa
neitt lágmarksverð til viðmiðunar
og segir það ef til vill bestu söguna
um ástandið í norskri saltfiskverk-
un nú.
íslendingar gleypa
Portúgalsmarkað
Þorskurinn hefur staðið sig bet-
ur en aðrar físktegundir hvað verð-
ið snertir en líka þar er að draga
Yfirfullar fiskgeymslur hafa valdið þvi, að nú eru saltfiskverkend-
ur á Hálogalandi og þar fyrir norðan hættir að taka á móti. Hafa
sjómenn miklar áhyggjur af því enda hefur þorskveiðin úti fyrir
Norðlandsströndu verið mjög góð frá því fyrir jól. Botninn er
dottinn úr Brasilíumarkaðnum og nú á að reyna að koma birgðun-
um út á þeim portúgalska.
hættir að taka á móti,“ sagði einn
saltfiskverkandinn og sömu sögu
er að segja af öðrum verkendum á
svæðinu frá Hálogalandi og norður
til Salten.
í Noregi er sá háttur hafður á,
að fískverkendur bjóða saltfískinn,
þurran eða blautan, upp meðal út-
blikur á loft. Verðið fyrir saltfisk
hefur alltaf verið lægra í Portúgal
en Brasilfu en nú segja norskir físk-
verkendur, að íslendingar séu að
eyðileggja fyrir þeim Portúgals-
markaðinn með stórum sölum, 10-
12.000 tonnum, fyrir lægra verð
en þeir fái við ráðið.
Vesturbakkanum og á Gaza-
svæðinu í gær, á sama tíma og
viðræður Georges Shultz, ut-
anríkisráðherra Bandarikjanna
og tveggja ráðherra ísrael fóru
fram. Schultz ræddi við Yatzhak
Shamir, forsætisráðherra ísrael,
og Shimon Perez, utanríkisráð-
herra ísrael, og á fundum þeirra
kom fram ágreiningur meðal
israelsku ráðherranna um tillög-
ur Bandaríkjamanna um framtíð
hernumdu svæðanna.
Shultz, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, ræddi við Yitzhak Shamir
og Shimon Peres í gær um tillögur
Bandaríkjamanna um framtíð her-
numdu svæðanna. Talsmaður
Shamirs sagði að forsætisráðherr-
ann hefði hafnað alþjóðlegri friðar-
ráðstefnu um málefni Mið-Austur-
landa. Hann hefði sagt að hann
myndi ekki gefa leiðtogum araba
eftir meðan hann yrði fyrir þrýst-
ingi uppreisnarmanna á hernumdu
svæðunum. Perez, utanríkisráð-
herra Ísrael, sagði hins vegar
fréttamönnum eftir fund sinn með
Schultz, að tillögur Schultz væru
raunhæfar og líklegar til að bera
árangur.
Leiðtogar Palestínumanna á
hemumdu svæðunum reyndust
tregir til að ræða við Schultz meðan
heimsókn hans stóð. Frelsissamtök
Palestínumanna hvöttu til þess að
Palestínumenn sniðgengju Schultz,
líkt og átti sér stað þegar hann kom
til ísrael í október. Fyrirhugað er
að Schultz heimsæki Jórdaníu og
Sýrland í dag.
Talsmaður ísraelska hersins
sagði í gær að hundmð mótmæl-
enda hefðu ráðist á hersveit og
kastað á hana steinum og bensín-
sprengjum. Hersveitir hefðu skotið
úr byssum á mótmælendurna þegar
ekki hefði tekist að tvístra hópnum
með táragasi og gúmmíkúlum.
Evrópubandalagið og Sovétríkin:
Reynt að koma
samskiptum í
eðlilegt horf
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
TILRAUNUM til að koma samskiptum Evrópubandalagsins og
Sovétríkjanna í eðlilegt horf verður haldið áfram í Brussel 1. og
2. mars.
Sendinefnd frá Sovétríkjunum
undir forystu aðstoðarráðherra
kemur til viðræðna við fulltrúa úr
framkvæmdastjóm Evrópubanda-
lagsins. Allt frá stofnun EB hefur
fjandskapur sovéskra yfírvalda við
bandalagið og markmið þess verið
grímulaus. Hann hefur ekki ein-
ungis birst í því að sniðganga
bandalagið heldur lögðu Sovét-
menn á árum áður umtalsverðar
fjárhæðir í áróður gegn EB. Á
þessu hefur orðið breyting og ljóst
að það er vilji ráðamanna í Kreml
að koma á eðlilegum samskiptum
við bandalagið.
Á síðata ári kom til Brussel
sendinefnd frá æðstaráði Sov-
étríkjanna í boði sósíalista á Evr-
ópuþinginu. Sovétmennimir lýstu
við það tækifæri áhuga sínum á
betra sambandi við EB og sam-
starfi um ýmsa þætti s.s. vísindi
og rannsóknir. Það sem hefur helst
staðið í vegi fyrir eðlilegu sam-
bandi á milli bandalagsins og Sov-
étríkjanna er afstaðan til Berlínar.
Sovétríkin hafa alls ekki viljað við-
urkenna V-Berlín sem hluta af
bandalaginu og þar með Vestur-
Evrópu. Allt bendir nú til þess að
Sovétmenn séu tilbúnir til að við-
urkenna að V-Berlín sé, a.m.k.
efnahagslega, hluti af EB.