Morgunblaðið - 27.02.1988, Síða 38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988
38
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Hafnarfjörður
- blaðberar
Blaðbera vantar í Setbergshverfin,
þ.e. Einiberg, Álfaberg og Fagraberg.
Upplýsingar f síma 51880.
iltagmifrlaMfe
Neskaupstaður
Blaðberar óskast í Bakkahverfi.
Upplýsingar í símum 97-7266 og 91 -83033.
Geislavarnir ríkisins
óska eftir að ráða verkfræðing, eðlisfræðing
eða tæknifræðing til starfa sem fyrst.
Hér er um að ræða áhugavert starf, m.a. að
sérhæfðum rannsókna- og eftirlitsverkefnum.
Þekking og reynsla á sviði geislamælinga og
mælifræði æskileg.
Laun samkvæmt launakjörum opinberra
starfsmanna.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður
M. Magnússon í símum 25245 og 25470.
Ratsjárstofnun
Ratsjárstofnun óskar eftir að ráða starfsmenn
vegna reksturs ratsjárstöðva hérlendis.
Umsækjendur verða að hafa lokið námi í
rafeindavirkjun eða hafa sambærilega
menntun.
Starfsmenn mega gera ráð fyrir að þurfa að
sækja námskeið erlendis og hér á landi.
Námstími erlendis hefst í apríl nk. og stend-
ur í um 2 mánuði.
Laun eru greidd á námstímanum.
Umsókn, ásamt prófskírteini eða staðfestu
afriti af því, sakavottorði og heilbrigðisvott-
orði, berist Ratsjárstofnun, Laugavegi 116,
fyrir 16. mars nk.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Ratsjár-
stofnun.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ratsjár-
stofnun í síma 623750.
Reykjavík, 26. febrúar 1988.
Ratsjárstofnun.
Mosfellsbær
Blaðburðarfólk óskast í Holtahverfi.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma
666293.
Áhugavert starf
Rannsóknamaður
Okkur vantar duglegan og glöggan mann til
rannsóknastarfa. Æskilegt er að viðkomandi
hafi búfræði- eða líffræðimenntun eða þekk-
ingu á þeim sviðum.
Nánari upplýsingar gefur Sigurður Sigurðar-
son, dýralæknir, í símum 82811, 82896 og
985-21644.
Launabókhald
- launavinnsla
Getum bætt við okkur nokkrum fyrirtækjum
í launavinnslu. Sjáum um öll atriði launa-
vinnslunnar, s.s. útprentun launaseðla, ávís-
ana og skilagreina til gjaldheimtu og annarra
stofnana.
Upplýsingar í síma 84303 eftir kl. 14.00 virka
daga.
Námsgagnastofnun
óskar eftir að ráða fjármálastjóra frá 15.
mars nk. að telja.
Um er að ræða yfirumsjón með fjármálum,
áætlanagerð og bókhaldi Námsgagnastofn-
unar.
Þetta er starf sem hentar vel áhugasömum,
drífandi og hugmyndaríkum aðila, sem vill
starfa hjá opinberu fyrirtæki með fjölbreytta
og líflega starfsemi.
Við leitum að manni með viðskiptafræði-
menntun eða hliðstæða menntun, sem hefur
reynslu af fjármálaumsýslu og stjórnunar-
störfum.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf, sendist Námsgagnastofnun, Laugavegi
166, 105 Reykjavík, eða í pósthólf 5192, 125
Reykjavík, eigi síðar en 4. mars nk.
Nánari upplýsingar veitir námsgagnastjóri í
síma 28088.
Mosfellsbær
Blaðberar óskast í Reykjahverfi.
Upplýsingar í símum 666293 og 83033.
Patreksfjörður
Blaðberar óskast á Patreksfjörð.
Upplýsingar í síma 94-1503.
Frystitogari
Óskum eftir að ráða fólk sem hefur þekkingu
á viðhaldi Baader-fiskvirinsluvéla. Einnig há-
seta vana vinnu um borð í frystitogara.
Menntun frá fiskvinnsluskóla æskileg.
Óskað er eftir skriflegum umsóknum til Stál-
skips hf., pósthólf 149, 220 Hafnarfirði.
Umsóknum verður ekki svarað í síma. Farið
verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Rafvirkjar
Rafvirkja vantar til vinnu strax.
Upplýsingar í símum 45930 og 71694.
Ljósvakinn sf.
Kerfisfræðingur
IBM S/36tölvur
Tæknisvið Landsbanka íslands vill ráða
starfsmann til að annast uppsetningu og
rekstur IBM S/36 tölvukerfa, ásamt því að
vera tengiliður á milli notenda innan bankans
og seljenda vélbúnaðar og hugbúnaðar.
Starfið krefst staðgóðrar þekkingar í RPG,
IBM System 36 og PC umhverfi, frumkvæð-
is og góðra samskipta við fólk. Um er að
ræða nýjan þátt í tölvuvæðingu bankans,
sem spennandi verður að takast á við.
Umsóknum, er tiigreini menntuh og starfs-
feril, skal skila til framkvæmdastjóra starfs-
mannasviðs bankans, Ara F. Guðmundsson-
ar, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, Reykjavík,
fyrir 1. mars nk.
Landsbanki Islands.
raðauglýsingar
raðauglýsingar
raðauglýsingar
húsnæði í boði
Gott verslunarhúsnæði
Til leigu er ca 66 fm pláss í góðu verslunar-
húsnæði í verslanamiðstöð í Breiðholti. Pláss
þetta er laust mjög fljótlega. Hentar vel undir
margskonar starfsemi.
Áhugasamir leggi tilboð á auglýsingadeild
Mbl. fyrir 5. mars 1988 merkt: „A - 3918“.
húsnæði óskast
Einbýlishús
eða stór íbúð óskast til leigu til lengri tíma.
Möguleiki að greiða hluta af leigunni með
gjaldeyri.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbi. merkt:
„D - 4487“.
fundir — mannfagnaðir
Aðalfundur
Aðalfundur Gigtarfélags íslands verður hald-
inn í Sóknarhúsinu, Skipholti 50a, laugardag-
inn 5. mars kl. 14.00. Venjuleg aðalfundar-
störf. Brynhildur Briem, næringarfræðingur,
flytur erindi. Félagsmenn fjölmennið.
Stjórnin.
í tilefni af 15 ára afmæli Armanna verður
opið hús í félagsheimili þeirra í Dugguvogi
13, sunnudaginn 28. febrúar milli kl. 14.00
og 17.00. Allir velunnarar félagsins velkomnir.
Stjórnin.
Styðjum sjúka
til
sjálfsbjargar
Fræðslufundur
á Reykjalundi
Fundur fyrir lungnasjúklinga og aðstandend-
ur þeirra verður á Reykjalundi laugardaginn
27. febrúar kl. 14.
Læknar og hjúkrunarfólk af Vífilstöðum og
Reykjalundi fjalla um ýmsa þætti í meðferð
lungnasjúkdóma og svara fyrirspurnum.
Allt áhugafólk velkomið.
Kaffiveitingar og skemmtidagskrá.
Samband íslenskra berkia-
og brjóstholssjúklinga.
Samtök gegn astma og ofnæmi.