Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988
59
BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
Æ ^
VA : ' ' Jj? * í
Allir ættu að hafa sömu laiu
Til Velvakanda.
Þegar faríð er að semja um laun
hér á lantíi, hefst upp mikill bæg-
slagangur. Eftir mikla baráttu,
togstreitu og verkföll ef illa geng-
ur, nást samningar. Þar koma fram
ótrúlegustu tilbrígði á launum
fólks og er munurínn mjög mikill.
Öll þessi læti og það sem af
þeim leiðir er skrípaleikur. Auðvit-
að eiga allir að fá sömu laun, mið-
að við þarfir slnar sem eru að
mestu leyti þær sömu. Þó er lítils-
háttar munur á neysluþörf eftir
þyngd og hreyfingu. Þann mun
væri hægt að reikna út. Annars
eiga aUir að vera á sama kaupi,
hver lifandi maður án tiUits til ald-
ure eða kynferðis eða tegundar
vinnu. Þjóðhagsstofnun færi létt
með að reikna út þjóðartekjur
siðasta áre, áætla síðan kostnað
við uppbyggingu og viðhald, ætla
svo ríflega upphæð í varasjóð þeg-
ar vel árar. Deila síðan afgangin-
áAUiI
greinum með því að ganga í gegn
um skóla. Þá er ekki spurt um
hæfni né áhuga. Fólki, sem ekki
hefur gengið í skóla, er meinað
að vinna. Þetta er algjör óhæfa og
í raun mannréttindabrot. En
stjómendur kerfisins halda yfir
þessu vemdarhendi og skipa sér í
launaflokka yfir alla.
Ekki vil ég gera Utið úr fraaðslu
og þekkingu, það er hvort tvegga
undiretaða velmegunar. Einn þátt-
urínn í valdaneyslu peningamann-
anna er að halda þekkingunni fyr-
ir sig. En menntunin á að vera
fyrir alta sem vijja og geta þégið
hana. Hana þarf að efla og færa
úr skólum til vinnustaða og heim-
ila, vera til boða öllum þegnum
landsins. Fjölmiðlar eru kjörinn
vettvangur fræðslunnar, enda er
gott fólk að vinna að þeim málum.
Ég hef mikla trú á því unga
fólki sem nú er að alast upp, og
ég geri mér vonir um að verðmæta-
mat be88 sveigist frá peningum og
lega þróun. Ég hef illan grun
að fámennur hópur „auðmanr
styðji hver annan í því að raka
sér fé af framleiöslu þjóðarínr
og bera það til útlanda og koi
því þar fýrir í fasteignum og böi
um. Ég sá fyrir skömmu voldug
mann í sjónvarpi. Þar sagði ha
blygðunaríaust yfir alla þjóðina
leysa þyrfti þær hömlur sem ve
hefðu á því að íslendingar ga
fjárfest í öðrum Iöndum“. Á söi
vígstöðvum er rætt um að fly
orku, sem framleidd yrði n
vatnsorku hér á landi, til Sk
lands.
Þetta er boðskapur um að leg
landið í eyði. Við vitum það
vegna hnattstöðu lslands er þi
mörkum hins byggilega heims
árferði verenar, gæti það átt fu
rétt á að flytja héðan. En við
um ekki liðið það að tiltölul
fáir menn sópi saman eignum þ
Hvítur plastpoki
Þessir hringdu . .
Meiri launajöfnuður yrði
til góðs
Ólafur hringdi:
„Eg vil taka undir með Krist-
leifi Þorsteinssyni sem skrifar í
Velvakanda þriðjudaginn 16. fe-
brúar. í grein sinni fjallar hann
um allan þann meting og óróa sem
skapast vegna óréttlátrar skipt-
ingar lífsgæða. Launamismunur
er orðinn allt of mikill milli þeirra
hálaunuðu og hinna sem teljast
láglaunamenn. Yrði þetta lagfært
myndi margt þróast á betri veg í
þjóðfélaginu."
í fjarlægð
Mikið hefur verið hringt útaf
ijóðinu í fjarlægð og er greinilegt
að það kunna margir en fæstir
hafa það orðrétt. Lára E. Sigurð-
ardóttir hringdi og upplýsti að
ljóðið væri að finna í ljóðasafninu
Hörpuljóð sem Jón frá Ljárskóg-
um tók saman og út kom árið
1942. Þar er ljóðið prentað þann-
ig:
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur
og fagrar vonir tengdir líf mitt við,
minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar
er horfnum stundum ijúfum dvel ég hjá.
Heyrirðu ei hvem hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storminn kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina
sem aldrei gleymist meðan lífs ég er.
Hvítur plastpoki með Biblíu,
peningaveski o. fl. tapaðist í
Breiðholti fyrir skömmu. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma 77522.
Frábært sjónvarpsviðtal
Kristín Lára hringdi:
„Ég vil þakka Arna Johnsen
fyrir frábært sjónvarpsviðtal við
Ragnar í Steingrímsfirði í þættin-
um Maður er manns gaman. Á
mínu heimili kom öllum saman
um að þetta var góður sjónvarps-
þáttur. Ámi er sjall að ná til
þeirra sem hann er að tala við
og að þessu sinni fór hann á kost-
um. Hann grípur aldrei framí fyr-
ir viðmælendum sínum heldur
leyfir þeim að tjá sig en aðrir sjón-
varpsmenn gera of mikið af því.
Það ætti að fá Áma til að gera
fleiri svona viðtalsþætti fyrir sjón-
varpið."
Silfurarmband
Silfurarmband með
postulamynstrinu tapaðist við
Grettirsgötu 89 fyrir skömmu.
Finnandi vinsamlegast hringi í
síma 681134. Fundarlaun.
Hvar fæst þörungamjöl?
Kona hringdi:
„Jónas Pétursson skrifar í
Velvakanda 25. febrúar og segir
að þörungamjöl örvi hárvöxt.
Hvar fæst þömngamjöl frá
Þörungaverksmiðjunni á
Reykhólum? Ég hef hvergi séð
það í búðum.“
Um glymskratta og fjandafælur
Til Velvakanda.
Þakkarorð til Sveins Ólafssonar
fyrir grein hans hér í þættinum 4.
febrúar síðastliðinn, sem bar heitið
„Að beita músíkölskum fantabrögð-
um“. Greininni er ég samþykkur
að öllu leyti og kann höfundi bestu
þökk fyrir. Þessir glymskrattar
geta oft valdið svo þvílíkum hávaða
að stórtjón hlýst af þegar verst
lætur. Ekki síst ef berserkimir sem
framleiða þessi óhljóð garga líka
einhveija vitleysu með tilheyrandi
fíflalátum sem eiga víst að heita
textar. En Guð minn góður — hvílík
hörmung. Mér detta stundum í hug
áhöld, sem góðir bændur notuðu til
að fæla helst úr túnum sínum, þeg-
ar hundamir dugðu ekki til að koma
bitvörgunum á brott. Þessi ágætu
áhöld voru nefnd hrossabrestir og
gátu framleitt ótrúlega mikinn há-
vaða ef þeim var beitt af kunnáttu.
Ágæti Velvakandi
Mig langar að taka undir grein
um fæðingarorlof sem birtist í Vel-
vakanda 7. janúar. Að sjálfsögðu á
fæðingarorlof að vera jafnt fyrir
allar konur. Af hveiju eiga konur
sem vinna úti að fá meira en þær
sem vinna heima? Ég þekki dæmi
um heimavinnandi konur sem fara
út á vinnumarkaðinn þegar þær
vita að þær eiga von á bami, að-
eins til að ná tilteknum vinnutímum
til að fá fullt fæðingarorlof. Konur
sem eiga tvö eða þrjú böm og fara
út að vinna, þær vinna varla fyrir
Oftast vom notaðar blikkdósir til
þessara hluta með jámdrasli í og
þær síðan hristar til sitt á hvað.
Stóðið trylltist þáog hljóp burt með
nokkra teningsmetra af jarðvegi á
hælum sér.
Þegar ég tek svona til orða er
góð músík og söngur af mörgu tagi
undanskilinn. Það tilheyrir allt öðm
blaði. Þessar fjandafælur sem hér
um ræðir tengjast oftast nær sam-
komuhúsum, en bregður þó mjög
útaf nú í seinni tíð. Má þar nefna
sjónvarpið, er býður fólki uppá hin-
ar skelfílegustu hrellingar árið út
og árið inn, en bætir gráu ofaná
svart með því að framleiða einhvers
konar djöflagang í byijun kvöld-
fréttanna sem fer mjög hækkandi
eftir því sem á líður, þar til þulim-
ir birtast á skjánum og tilkynna
með bros á vör að nokkrir menn
dagmömmukostnaði. Það er alltaf
verið að tala um að bömum verði
að fjölga. Besta leiðin til þess er
að hafa fæðingarorlof jafnt fyrir
allar konur. Þá geta fleiri konur
leyft sér að vera heima og hugsa
um bömin sín sjálfar. Séu þær
heima með tvö böm munar lítið um
að hugsa um eitt eða tvö böm í
viðbót við það? Ég vona að heima-
vinnandi konur láti þetta mál til sín
taka. Verum samtaka og krefjumst
jafnréttis á þessu sviði sem öðmm.
L.L.
hafi misst lífið suður við Miðjarðar-
haf. Beljandi þessi er svo furðuleg-
ur að leitun hlýtur að vera að öðm
eins enda fáir nógu snöggir að loka
fyrir „menningartækið".
Valtýr Guðmundsson
Ráðhúsið
og Tjörnin
Til Velvakanda.
Ef við íhugum málið er staðsetn-
ing ráðhúss borgarinnar í stíl við
Listasafnið, sem nýbúið er að hanna
úr bmnnu danshúsi, sunnan við
Fríkirkjuna.
Ég hygg að blessaðir fuglamir á
tjöminni hafí bara gott af upplýstu
ráðhúsi.
Núverandi forarvilpa er Reyk-
víkingum ekki til sóma.
Á góðviðrisdögum leiða foreldr-
amir bömin sín niður að tjöm til
að kasta brauði í fuglana. Allt flýt-
ur í óétnu drasli og plastpokum.
Hve margir gefa fuglunum í harð-
indum, að ég minnist ekki á að-
fangadagskvöld jóla?
Vissulega er ráðhúsið stórt. En
er það nokkuð stærra en stein-
steypuferlíkin, sem er verið að
smíða allt í kringum mann, svo
maður er orðinn eins og hver önnur
sólarlítil vin í eyðimörkinni — með
sjónvarpsstöngina á lánshúsi?
Ég bara spyr — það er sko ekki
sama Jón og séra Jón. Sumir eiga
innundir hjá borgarverkfræðingum
og aðrir ekki.
Guðrún Jacobsen
Fæðingarorlof verði
jafnt fyrir allar konur
Hjartans þakkir til allra, sem heimsóttu mig
meÖ blómum, gjöfum og heillaskeytum á 70
ára afmœli mínu þann 11. febrúar sl.
Guö blessi ykkur öll. JónArason.
Hjartans þakkir flyt ég öllum þeim, er glöddu
mig og konu mína, Unni Ágústsdóttur, á sjö-
tugs afmceli mínu 17. febrúar sl. með góÖum
gjöfum, blómum, skeytum og kortum, afmœlis-
grein, kvœÖum, ávörpum og hljóÖfœraleik. Sjér-
stakar þakkir fcerum viÖ börnum okkar og
tengdabörnum fyrir glœsilega veislu, sem þau
héldu okkur meö þátttöku cettingja, vina og
vinnufélaga.
LifiÖ heil. Siguröur Gestsson iMörk.
a nokkrum notuðum bílum í
eigu umboðsins:
Verðáður Verðnú
Chevrolet Citation árg. ’80
Peugeot Diesel 7 manna árg. ’85
Daihatsu bitabox árg. ’84
Volkswagen Golf árg. ’84
Volvo 244 árg. ’78
Suzuki bitabox árg. '82
Fiat 127 árg. ’82
Honda Civic Station árg. '82
MAZDA B1800 pickup árg. '82
Daihatsu Charade árg. '80
Mitsubishi Lancerárg. ’80
Nissan Sunny árg. '83
240.000 165.000
450.000 320.000
250.000 195.000
260.000 220.000
230.000 180.000
160.000 130.000
120.000 70.000
260.000 230.000
240.000 200.000
120.000 95.000
180.000 110.000
220.000 180.000
FJöldl annara bíla á staðnum
Oplð laugardaga frá kl. 1-5
BÍLABORG HF.
FOSSHÁLSI 1,S.68 12 99.
BUKKEHAVE
Tökum að okkurað útvega
nýja og notaða skattfrjálsa
bíla frá Danmörku.
Alltaferum að ræða velmeð
farna gæðabíla sem gjarnan
eru ótrúlega lítið keyrðir við
góð skilyrði.
ICEMARK APS
ENGLANDSVEJ 380
DK-2770 KASTRUP
Sími: 1-522951
Telefax: 1-524377