Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 61

Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 61 Símon var fæddur 28. apríl 1909 í Súðavík og voru foreldrar hans Pálína Sigurðardóttir og Helgi Jónsson, er þar bjuggu, en fluttust síðan til ísafjarðar þar sem þau áttu heima til dauðadags. Böm þeirra vom 9, tvö létust í æsku en hin komust til fullorðinsára, en tvö þeirra em látin auk Símonar. Eins og flest önnur vestfirsk ungmenni fór Símon ungur að stunda sjómennsku, fyrst heima við Djúp og síðan var hann með kunn- um aflamönnum eins og Guðmundi Júní og Þorsteini Eyfírðingi og fleir- um sem hér yrði of langt upp að telja. Hann varð stýrimaður hjá Ragnari Jóhannssyni á Hugin I frá Isafírði, sem kom, eftir því sem ég best man, kringum 1935 og var þar um nokkurt árabil, en síðar gerðist hann skipstjóri, m.a. á Gróttu frá ísafirði í fiskflutningum um nokk- um tíma. Hann gerði smáhlé á sjo- mennsku sini og fór þá í Stýri- mannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan fiskimannaprófí árið 1932. Árið 1942 gerðist hann hafnar- vörður á ísafírði og síðar hafnsögu- maður árið 1957, en skipaskoðunar- maður er hann frá 1964, en lét af því starfí sökum aldurs. Símon var harðduglegur maður til allra verka og var talinn mjög góður sjómaður og skipstjóri. Hann var farsæll í störfum og gætinn. Hann kom sér vel við samstarfs- menn sína og margir þeirra bám ávallt mikla vináttu og þakklæti til hans sem stjómanda. Eftir að í land var komið hneigðist hugur hans að ýmsum félagsmálum. Hann varð varabæjarfulltrúi í bæjarstjóm ísa- flarðar 1942—1946 ogbæjarfulltrúi frá 1950—1962. Öll þau ár sem hann var fulltrúi í bæjarstjórn átt- um við þar samstarf, sem mér ber að þakka, því Símon reyndist ávallt traustur og hollráður samstarfs- maður. Hann stóð ekki í eldlínu í stjómmálaþrasi heldur var hann fyrst og fremst hygginn maður sem ávallt reyndi að koma góðu til leið- ar í þeirri baráttu sem þá var hörð og æði oft óvægin og ég hygg að hann hafí komst alveg skaðlaust frá því starfí. Hann gerði eingöngu það sem hann áleit sannast og réttast og það ber að meta eins og annað í fari þessa ágæta manns nú að leiðarlokum. En þótt sjómennskan og skip- stjómartíminn ásamt starfi hans fyrir ísafjarðarhöfn hafí verið veigamesti þátturinn í starfi hans, þá má ekki gleyma því mikla starfi sem hann vann að fræðslu- og ör- yggismálum sjómanna og kom þar með margar ábendingar sem skipa- skoðunar- og eftirlitsmaður. Hann var forstöðumaður og kennari við siglingafræðinámskeið á ísafírði og víðar mörgum sinnum og kenndi þar mörg hundmð nemendum í gegnum árin. Hann var einkar lag- inn kennari og nemendur hans báru virðingu fyrir honum. Hann hjálp- aði þeim sem höfðu ónóga undir- stöðu fyrir þessi námskeið, en hann mat einnig og sérstaklega þá sem sköruðu fram úr. Þessi störf voru mjög mikils virði og þar verður hans starf vandfyllt. Hann starfaði fram til síðustu stundar og engan veit ég til sem hefur lagt sig meira fram á síðustu áratugum í fræðslu- málum sjómanna vestra en Símon Helgason. Hann var félagi í Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Bylgjunni og eftir því sem ég best man var hann þar stjómarmaður og formaður á tímabili. Hann rak gúmmíbátaþjónustu í mörg ár með starfí sínu og eins eftir að hann hætti sem skipaeftirlitsmaður og seldi það fyrirtæki fyrir örfáum árum. Símon Helgason kvæntist 1. júní 1940 Elísu, f. 6. ágúst 1913, dóttur Engilráðar Kristínar Jónsdóttur og Elísar Halldórssonar á Nesi í Grunnavík. Það var einkar kært með þeim hjónum og tengdafólki öllu og óhætt er að segja að systkin- um Elísu var mjög hlýtt til Símon- ar, hann taldi sig iánsaman að tengjast þessari ágætu fjölskyldu. Systkini Elísu er nú flest látin fyrir aldur fram. Símon Helgason var hamingju- maður í þess orðs fyllstu merkingu. því átti hann að þakka að hann var bæði gætinn og greindur þó hann væri kappsamur og duglegur, en það þarf að fylgjast að. Hann var því sérstaklega lánsamur maður á sjónum ekki síður en á landi og sennilega hefur hann aldrei komist í meiri lífshættu heldur en þegar hann flaug á Grumman-bát til Nes- kaupstaðar og flugvélinni hvolfdi við lendingu á sjónum, en hann var, ásamt félögum sínum, að sækja skipið Gróttu, sem hafði veríð í við- gerð og það var fyrir snör handtök manna þar austur frá að tókst að bjarga öllum lifandi úr köldum sjón- um. Einhvem tíma sagði Símon mér að hann hafí eiginlega aldrei komist í hann krappari en þá, þó oft hann hafí lent í vondum veðrum og hættum. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Elst er Kristín Þuríður, sjúkraliði, sambýlismaður hennar er Jóhann Hauksson, búsett á ísafírði; Sigríður Rósa, stúdent og húsmóðir, gift Jóni Guðbjartssyni, vélsmíðameistara, búsett í Bolung- arvík; Elísa, húsmóðir, gift Árna Helgasyni, húsgagnameistara í Hveragerði; og Stefán, bifvélavirki, kvæntur Steinunni _ Sölvadóttur, sjúkraliða, búsett á ísafírði. Símon Helgason var sæmdur heiðursmerki á sjómannadaginn á ísafirði 3. júní 1978. í tilefni af þeim atburði var skráð lífshlaup hans í blaðinu „Vesturlandi" á ísafirði. Þar er rakin ítarlega starfs- og lífsferill Símonar. Þar kemur fram að hann, ungur að árum og hafði nýlokið námi í Stýrimanna- skólanum, ræður sig sem nótabassa á eistlenskt skip, sumarlangt. Það var ekki verið að hika við slíka ákvörðun, enda var Símon ekki hræddur við að taka ákvarðanir og ganga út í óvissuna, en þegar hann var kominn til sinna ákveðnu starfa stóð hann alltaf vel fyrir sínu, hvort heldur var til sjós eða lands. Við fráfall þessa aldna sjómanns og forystumanns í sjómannastétt kemur manni til hugar hve mikið er óunnið að minnast allra þeirra mörgu og góðu manna sem flutt hafa björg í bú og lagt sig í hættu á lífsleiðinni fyrir fólk sitt, heima- byggðina og landið. Það er sannar- lega tími til kominn að rita ítarlega sögu slíkra manna allra og má eng- um gleyma, því miklu hafa þessir menn skilað og sýnt dugnað og áræðni í lífí sínu. Það var ánægjulegt fyrir mig að hafa verið samtíða manni eins og Símoni Helgasyni. Hann var mér alltaf frá fyrstu tíð góður vinur og í samstarfi okkar í bæjarmálum og innan Sjálfstæðisflokks var hann traustur vinur minn og samheiji, hollráður eins og hann var hveijum manni. Hann gerði mér grein fyrir skoðunum sínum, sem fóru stund- um ekki saman við mínar, en á vin- áttu okkar, sem hélst til æfíloka Símonar, bar ekki skugga. Ég var því mjög þakklátur þegar vinur minn og samstarfsmaður í bæjar- stjórn Isafjarðar á þessum árum, Högni Þórðarson, hringdi til mín og sagði mér að Símon hefði geng- ið undir uppskurð og lægi á Landa- kotsspítala í Reykjavík og mundi trúlega fara fljótlega heim til ísa- fjarðar aftur, en sagði mér að hveiju stefndi. Ég dreif mig strax daginn eftir og heimsótti Símon að sjúkrabeði hans á spítalanum. Það var mjög af honum dregið; ég sá og fann að hann var þróttlítill. Símon var mér þakklátur fyrir að heimsækja sig, en ég var ekki síður þakklátur fyrir þessa stund, að sjá og kveðja þennan góða vin minn. Daginn eftir var hann fluttur heim ti! lsafjarðar á sjúkrahúsið og þar endaði líf hans nokkrum dögum síðar. Það er alltaf dapurlegt að sjá á eftir góðum mönnum, sem maður hefur bundið vináttu við í gegnum lífíð, hverfa af sjónarsviðinu, en það er gangur lífsins og eigi má sköpum renna. Við hjónin sendum Elísu, böm- um, tengdabömum, bamabömum, systkinum Símonar og tengdafólki, innilegustu samúðarkveðjur. Ég kveð góðan dreng og góðan vin með söknuði, en ég á hlýjar minn- ingar um samstarf og vináttu lið- inna ára. Blessuð sé minning góðs vinar. Matthías Bjarnason Friðsemd Böðvars dóttir - Minning Fædd 5. mars 1907 Dáin 18. febrúar 1988 í dag kveðjum við hinstu kveðju ömmu mína, Friðsemd Böðvars- dóttur, eða Fríðu eins og hún var jafnan kölluð og vildi láta kalla sig. Amma hafði átt við veikindi að stríða og næstum alla mína tíð var hún sjúklingur og dvaldist á spítala, oft með stuttu millibili. Voru það lungun sem alltaf vom að gefast upp. Það var mikil synd þar sem amma var mjög hress andlega og félagslynd að eðlisfari. Nutum við þess mjög, þær stundir sem hún gat verið heima, þar sem við bjugg- um í sama húsi og hún. En nú er amma farin héðan, til annars og betri heims, þar sem við vitum að henni mun líða vel. Nú þarf hún ekki lengur að þjást eins og hún gerði síðustu dagana sem hún lifði. Elsku afí og frændfólk, guð styrki ykkur á sorgarstundu. Minn- ingin um ömmu gleymist aldrei. Ómmu minni þakka ég fyrir allar ánægjulegu samverustundimar. Guð blessi hana. Drífa og fjölskylda. w 'AJW0Í Morgunblaðið/Helgi Ólafsson Fiskiðjan tekur nýtt frystihús í notkun Raufarhöfn. NÝTT frystihús Fiskiðju Rauf- arhafnar var formlega tekið í notkun síðastliðinn sunnudag. Þar mættu margir þorpsbúar ásamt fjölda gesta úr ná- grannabyggðum svo sem frá Þórshöfn og Kópaskeri. Einnig voru mættir nokkrir af þing- mönnum kjördæmisins svo sem Halldór Blöndal, Stefán Val- geirsson og Steingrímur J. Sigfússon. Avörp fluttu þeir ásamt Hólmsteini Bjömssyni, framkvæmdastjóra Fiskiðjunn- ar, Þorsteini Hallssyni starfs- manni hjá Fiskiðjunni, Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra Þórshöfn og Auði Ásgrims- dóttur formanni verkalýðsfé- lags Raufarhafnar. Byggingarframkvæmdir hófust í ágúst 1985 og stóðu þær í tvö og hálft ár. Nýja húsið er byggt samfast við og austan við gamla frystihúsið, beint upp af nýjum löndunarkanti sem þar hefur verið byggður en er ekki alveg lokið við, þótt Rauðinúpur ÞH sé búinn að landa þar tvisvar. Segja má að framkvæmdum hafi miðað jafnt og þétt áfram allan byggingartímann. Húsið samanstendur af 1.800 fm vinnsluhúsi og starfsmannaálmu á tveimur hæðum. Skrifstofur og matsalur ásamt eldhúsi eru uppi en snyrtingar o.fl. niðri samtals 480 fm. Húsið er steypt upp og klætt utan með stáli. Trésmiðjumar á Raufarhöfn, Þórshöfn og Kópaskeri sáu um byggingu hússins, óskar Guð- bjömsson byggingameistari Þórs- höfn sá um að steypa húsið upp og koma því undir þak. Þá tók Jón Ó. Finnsson byggingarmeist- ari Raufarhöfn við og sá um inn- réttingar. Framtak á Akureyri sá um vatns- og hitalagnir, Rafel á Rauf- arhöfn annaðist raflagnir, Blikk- smiðurinn í Reyldavík loftræsti- kerfi, Vélsmiðjan Oðinn í Keflavík sá um uppsetningu frystikerfis og Meka hf. í Kópavogi sá um hönn- un og smíði vinnslubúnaðar. Raf- Gestir njóta veitinga við opnunina. tækni á Akureyri sá um hönnun á rafkerfi, en önnur hönnun var í' umsjá Nýju teiknistofunnar í Reykjavík. I húsinu er allt vinnslukerfí nýtt nema flökunarvél, hausari og roðflettivél. Ný skrúfufrystipressa og frystiskápar eu í húsinu og er all- ur vinnslubúnaður úr ryðfríu stáli. Húsið er að nokkru leyti hitað i pp með varma frá skrúfupress- v nni og nýtist sú orka vel. Vatnshitalögn er í 600 fm plani atan við fiskmóttöku og kemur vonandi að góðum notum á vetr- um. í vinnslurásinni er Mara raf- eindakerfí sem hefur eftirlit með nýtingu á hráefni og tvær iðntölv- ur stjóma að'hluta frystikerfi og vinnslukerfí. Fiskiðja Raufarhafnar er í Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna. Kostnaður við framkvæmdir á þessu nýja frystihúsi er um 110 millj. króna. Framkvæmdin var fjármögnuð þannig; Fiskveiðisjóður 50%, Byggðasjóður 15%, eigið fé 15%, erlend vélakaupalán 5%, innlend samkeppnislán 5% og skammtímalán 10%. Framleiðsluverðmæti Fiskiðju Raufarhafnar á síðasta ári var rúmar 200 millj. króna. Það skein mikil ánægja út úr svip þess fólks sem þama var samankomið til að fagna þessum áfanga, sem náðst hefur í atvinnu- uppbyggingu Raufarhafnar og það er von manna og trú að þessi Hólmsteinn Björnsson fram-< kvæmdastjóri lýsir byggingar- sögu hússins. staður haldi áfram eftirleiðis sem hingað til að leggja sitt í íslenskt þjóðarbú. í upphafí var Kaupfélag Lang- nesinga með 40% eignaraðild en nú em Raufarhafnarhreppur og Jökull hf. eigendur að þessum hlut, þannig að eigendur Fiskiðju Raufarhafnar em Raufarhafnar- hreppur og Jökull hf. 80% og Kaupfélag N-Þing. 20%. í stjóm Fiskiðju Raufarhafnar eiga sæti Amþór Pálsson sem er stjómarformaður, Guðmundur Lúðvíksson, Gunnar Hilmarsson, Helgi Ólafsson og Eysteinn Sig- urðsson fyrir' hönd Kaupfélags N-Þing. Helgi Nýtt frystihús Fiskiðju Raufarhafnar. Raufarhöfn:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.