Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 Morgunblaðið/Börkur Séð inn eftir ganginum á hinni nýju legndeild Krabbameinslækningadeildar Landsspítalans. Landspítalinn: Ný legudeild fyrir krabba- meinssjúklinga opnuð Efnahagsráðstaf anirnar orðnar að lögum: Jóhanna sat hjá við einstaka liði frumvarpsins Samþykkti ráðstafanirnar í heild NÝ legudeild fyrir sjúklinga Krabbameinslækningadeildar Landspítalans hefur verið opnuð. Á legudeildinni eru 16 rúm fyrir sjúklinga Krabbameinslækninga- deildar og að sögn Þórarins Sveinssonar yfirlæknis markar opnun hennar ákveðin tímamót i meðferð krabbameinssjúklinga hér á landi, þótt hún fullnægi ekki allri þörfinni, sem að mati Þórarins er 25 til 30 rúm. Auk sérfræðinga í krabbameinslækn- ingum starfa við hina nýju deild hjúkrunarfræðingar, sem fengið hafa sérstaka þjálfun í meðferð krabbameinssjúklinga. Krabbameinslækningadeild Landspítalans fæst við meðferð krabbameina með lyfjum og eða geislum. Læknar deildarinnar taka oft við þar sem hlutverki skurð- lækna lýkur og þá einkum við með- höndlun sjúkiinga þar sem aðgerð ein sér hefur ekki verið möguleg til lækningar eða þar sem hætta er á endurvakningu þrátt fyrir aðgerð og þar sem geisla- og lyfjameðferð er betri kostur en aðgerð. Þórarinn sagði að höfuðkosturinn við hina nýju legudeiid væri að þar í dag starfaði sérþjálfað fólk auk þess sem sérstök Iegudeild fyrir krabba- meinssjúklinga hefði í för með sér aukið öryggi. Fram til þessa hafa krabbameinssjúklingar verið lagðir inn á hinar ýmsu deildir innan um aðra sjúklinga eftir því sem þörf hefur krafíst. Meðferð með krabba- meinslyflum og geislum væri hins vegar mjög flókin og ýmis sérhæfð vandamál kæmu oft upp, sem ekki væri hægt að ætlast til að starfs- fólk annarra deilda kynni alltaf ráð við. Með sérhæfðu starfsfólki á legudeild Krabbameinslækninga- deildar væri ráðin bót á þessu vandamáli og öryggi sjúklinga auk- ið að mun. Hjúkrunardeildarstjóri hinnar nýju legudeildar er Krístín Sophus- dóttir og auk Þórarins Sveinssonar yfírlæknis starfa við deildina Kjart- an Magnússon, Guðmundur Bene- diktsson, Guðjón Baldursson, Sig- urður Árnason og Sigurður Bjöms- son, sem allir eru sérfræðingar í krabbameinslækningum. Krossvík hf skipt upp VINNA hefst í frystihúsi Hafam- arins á Akranesi nú á mánudag- inn. 40 til 50 manns verða þá NEÐRI deild Alþingis samþykkti efnahagsráðstafanir ríkisstjóm- arinnar síðdegis i gær og eru þær þvi orðnar að lögum. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð- herra, sat hjá þegar greidd voru atkvæði um þá liði frumvarpsins er valda skerðingu á hennar málaflokkum en samþykkti þó frumvarpið i heild. Jóhanna Sigurðardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu þegar greidd voru atkvæði um frumvarpið í heild. Hún sagðist hafa bókað andstöðu sína við þijá þætti efna- hagsráðstafana í ríkisstjóminni, skerðingu á jöfnunarsjóði, skerð- ingu á framlagi til Byggingarsjóðs ríkisins og því að frumvarpi um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga var frestað. Hún hefði síðan setið hjá þegar greidd voru atkvæði um þessar greinar frumvarpsins og þannig undirstrikað andstöiðu sína. Hún styddi þó efnahagsráðstafan- imar að öðm leyti og greiddi því atkvæði með þeim. Tveir þingmenn, Albert Guð- mundsson, Borgaraflokki, og Unn- ur Sólrún Bragadóttir, varaþing- maður Alþýðubandalagsins á Aust- urlandi, greiddu atkvæði gegn kallaðir til vinnu við að frysta afla Höfðavikur AK, sem nú er eingöngu í eigu Hafarnarins. Fyrirtækinu Krossvík hefur ver- ið skipt upp, en það var í eigu þriggja frystihúsa áður. Guð- mundur Pálmason, forstjóri Haf- arnarins, segir það mikinn létti að vinna hefjist að nýju. Krossvfk hf átti áður og gerði út tvo togara, Höfðavík og Krossvík. Fýrirtækið var í eigu Hafamarins, Heimaskaga og H.B. & Co. og var afla skipanna skipt á milli frystihúsanna þriggja. H.B. & Co. hefur nú selt eignarhlut sinn og Haföminn tekið við Höfðavíkinni og Heimskagi Krossvíkinni. Harald- ur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri H.B. & Co. sagði í samtali við Morg- unblaðið, að víst væri fyrirtækinu frumvarpinu. Aðrir þingmenn stjómarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Maður lést eftir bruna MAÐUR lést í gær eftir að hafa orðið fyrir reykeitrun í bruna að Kleppsvegi 90, þar sem hann bjó. Slökkviliðið var kallað að Klepps- vegi 90, sem er eldra timburhús á einni hæð, um kl. 11.50. í húsinu em tvær íbúðir og reyndist eldur loga í stofu annarar íbúðarinnar, þar sem maðurinn bjó einn. Lítinn reyk lagði þó frá íbúðinni, en rúður vom að því komnar að springa vegna hitans. Reykkafarar bmtust inn um dymar og fundu manninn á gólfí stofunnar. Hann var meðvit- undarlaus og var fluttur á sjúkra- hús. Þar iést hann af völdum reyk- eitmnar. Maðurinn var 52 ára gamali. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. missir í aflahlut af þessum togur- um, en nauðsynlegt hefði verið að hliðra til svo lausn fyndist á málum og til að greiða fyrir því að vinna gæti að nýju hafízt í Hafeminum. Mikilvægast væri að fólkið hefði vinnu. Guðmundur Pálmason sagði ( samtali við Morgunblaðið, að á mánudag yrði allt fastráðið starfs- fólk kallað til vinnu, 40 til 50 manns. Engin vinna hefði verið í frystihúsinu síðan rétt fyrir jól og því væri það ákveðinn léttir að vera að byija að vinna á ný. Miklir erfið- leikar hefðu verið í rekstrinum. Nokkmm hindmnum hefði verið mtt úr veginum og unnið væri að lausn annarra þátta. Með þá von ( huga, að farsæl lausn fyndist, væri farið af stað að nýju. Reykjavíkurskákmótið: Kotronias bar sig- urorð af Jóni L. Tíunda umferðin tefld í dag Akranes: Vinna hefst að nýju í, frystíhúsi Hafamarins jHvrgunbUibib mr BLAÐ B JÓN L. Ámason tapaði sínni fyrstu skák á Reykjavíkurskák- mótinu í gærkveldi, en er samt áfram einn í efsta sæti á mótinu með 7,5 vinninga eftir níu um- ferðir. Grikkinn Kotronias bar sigurorð af Jóni og er í 2. sæt- inu með 7 vinninga. Dolmatov er í 3. sæti með 6,5 vinninga og fimm skákmenn em í 4.-9. sæti með 6 vinninga, þeir Gurevic, Adorjan, Dzidar, Þröstur Þórhallsson og Carsten Höi. 10. umferðin verður tefld í dag og leiða þá meðal annarra saman hesta sína Jón L. og Dolmatov, Adoijan og Kotronias, Gurevic og Þröstur Þórhallsson, Dizdar og Höi og Margeir Pétursson og Tis- dal. 11. og síðasta umferðin verð- ur tefld á morgun, sunnudag. Helstu úrslit í 9. umferðinni urðu að öðru leyti sem hér segin Adoijan og Gurevic gerðu jafn- tefli, Dolmatov vann Margeir, Diz- dar vann Browne, Þröstur Þór- hallsson vann Cristiansen, Z. Polg- ar gerði jafnteli við Gausel og Hannes Hlífar Stefánsson við Pol- ugajevsky, Höi vann Karl Þor- steins, Helgi Ólafsson vann Hall- dór Grétar Einarsson, Schön vann J. Polgar, Tisdal vann Ásgeir Þór Ámason, S. Polgar vann Guðmund Gíslason og skák Sævars Bjama- sonar og Barle fór í bið og er tal- in jafnteflisleg. Meðai þeirra sem eru með 5,5 vinninga má nefna Margeir Pét- ursson, Browne, Z. Polgar, Hann- es Hlífar Stefánsson, Gausel, Helga ólafsson og fleiri. Ný umferðarlög: Skylt að hafa við- vörunarþríhyrning SAMKVÆMT reglugerð með nýjum umferðarlögum er skylt að hafa að minnsta kosti einn viðvömnarþríhyraing af viður- kenndri gerð ( hverri bifreið. Ökumanni er skylt að gera ráð- stafanir til að vara aðra vegfarend- ur við ef ökutæki hefur stöðvast á þannig stað eða svo að hætta eða óþægindi stafí af fyrir umferðina. í reglugerðinni er kveðið á um að til þess að vara aðra vegfarendur við skuli notaður viðvörunarþrí- hymingur og á að setja hann upp 50-100 metra frá bifreiðinni. Viðvörunarþríhymingar fást í verslunum hér á landi. Þeir em skærrauðir að lit, með endurskini. Þar sem Morgunbláðið kannaði verð í gær var það um 730 krónur. Þar var um að ræða viðvörunarþríhym- ing, sem hægt er að fella saman og fer þá lítið fyrir honum í kassa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.