Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988
7
Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins:
••
Ollum gefinn kost-
ur á þátttöku
BREYTING hefur venð gerð á
starfi málefnanefnda Sjálfstæð-
isflokksins og þær opnaðar þeim
sem áhuga hafa að taka þátt í
starfi nefndanna. Áður gat fólk
einungis gengið í Sjálfstæðis-
flokkinn með því að ganga í ein-
hver félög hans, og miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins skipaði
menn i nefndimar, en nú er fólkj
gefinn kostur á að láta skrá sig
beint i einhveijar af hinum 17
málefnanefndum flokksins. Að
sögn Sigurbjöms Magnússonar,
framkvæmdastjóra þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, era nú i
reynd engin takmörk fyrir fjölda
nefndarmanna, en áður var fjöldi
nefndarmanna oft takmarkaður
við 7-15 manns, og sagði hann
breytinguna vera stórt skref í
því að opna starf Sjálfstæðis-
flokksins.
í fréttatilkynningu frá Sjálfstæð-
isflokknum segir: „Meginástæðan
fyrir þessum breytingum er að gefa
fólki tækifæri til að koma til liðs
við flokkinn á málefnalegum for-
sendum en fólk virðist í ríkari
mæli tilbúið að starfa ef það vinnur
að ákveðnum málum og skilgreind-
um verkefnum sem varða áhuga-
svið þess.“
Miðstjóm Sjálfstæðisflokksins
skipar stjómir nefndanna, en
stjómimar e'ru skipuðar 4 mönnum
auk þess sem einn alþingismaður
starfar með hverri nefnd sem full-
trúi þingflokksins.
Málefnanefndimar 17 em eftir-
farandi: Efnahagsmálanefnd, þar
sem formaður er Ólafur Davíðsson,
hagfræðingur, og fulltrúi þing-
flokksins er Halldór Blöndal; Heil-
brigðis- og tryggingamefnd - form-
aður er Ólafur Om Amarson, yfír-
læknir, og fulltrúi þingflokksins er
Ólafur G. Einarsson; Húsnæðis-
málanefnd - formaður er María E.
Ingvadóttir, viðskiptafræðingur, og
fulltrúi þingflokksins er Geir H.
Haarde; Iðnaðamefnd - formaður
er Eggert Hauksson, forstjóri, og
fulltrúi þingflokksins er Sverrir
Hermannsson; íþrótta-, æskulýðs-
og tómstundanefnd - formaður er
Ólafur Jónsson, upplýsingafulltrúi,
og fulltrúi þingflokksins er Guð-
mundur H. Garðarsson; Jafnréttis-
og fjölskyldunefnd - formaður er
Kristín S. Kvaran, fyrrverandi al-
þingismaður, og fulltrúi þingflokks-
ins er Salóme Þorkelsdóttir; Land-
búnaðamefnd - formaður er Sigur-
geir Þorgeirsson, ráðunautur, og
fulltrúi þingflokksins er Pálmi Jóns-
son; Menningarmálanefnd - form-
aður er Þuríður Pálsdóttir, söng-
kona, og fulltrúi þingflokksins er
Ragnhildur Helgadóttir; Orkunefnd
- formaður er Jónas Elíasson, próf-
essor, og fulltrúi þingflokksins er
Þorvaldur Garðar Kristjánsson;
Samgöngunefnd - formaður er Leif-
ur Magnússon, verkfræðingur, og
fulltrúi þingflokksins er Egill Jóns-
son; Sjávarútvegsnefnd - formaður
er Bjöm Dagbjartsson, forstöðu-
maður, og fulltrúi þingflokksins er
Matthías Bjamason; Skattanefnd -
formaður er Sigurður B. Stefáns-
son, hagfræðingur, og fulltrúi þing-
flokksins er Geir H. Haarde; Skóla-
og fræðslunefnd - formaður er Þor-
varður Elíasson, skólastjóri, og full-
trúi þingflokksins er Friðjón Þórð-
arson; Sveitastjómar- og byggða-
nefnd - formaður er Sturla Böðvars-
son, sveitarstjóri, og fulltrúi þing-
flokksins er Eggert Haukdal; Um-
hverfís- og skipulagsmálanefnd -
formaður er Hulda Valtýsdóttir,
blaðamaður, og fulltrúi þingflokks-
ins er Salóme Þorkelsdóttir; Ut-
anríkismálanefnd - formaður er
Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður
ráðherra, og fulltrúi þingflokksins
er Eyjólfur Konráð Jónsson; Við-
skipta- og neytendanefnd - formað-
ur er Steingrímur Ari Arason, hag-
fræðingur, og fulltrúi þingflokksins
er Guðmundur H. Garðarsson.
■ * \
Kennitölur, nafnnúmer og aðrar helstu upplýsingar um 10.000 starfandi
fyrirtæki alls staðar á landinu er að finna í
Vantar þig gólfteppi, bátakrana eða einhvern til að sjá um tískusýningu eða ráðstefnu?
Upplýsingar um útflytjendur, erlend umboð eða farsímanúmer einhvers íslensks skips?
Svarið finnur þú í „ÍSLENSK FYRIRTÆKI1988“.
ÍSLENSK FYRIRTÆKI - ómissandi uppsláttarrit í 18 ár.