Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 64
FERSKLEIKI \ REYNIR EIGINA MIÐLUMN 27711 l»INGHOLTSSTRÆTI 3 SveiTir Kristinsson, sötustjórí - Þaieifur Gu4nxm(isson, sölum. Þórólfur Halldórsson, lögfr,- Unnsteinn Beck hrt., simi 12320 LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 VEM) í LAUSASÖLU 60 KR. Flugleiðavélar: Bannað að reykja pípu o g vindla FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að banna pípu- og vindlareykingar í flugvélum sínum í millilanda- flugi frá og með fyrsta apríl næstkomandi. Allar reykingar eru bannaðar i flugi innanlands. Bogi Ágústsson, fréttafulltrúi Flugleiða, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að þetta væri gert af til- litssemi við þá farþega, sem ekki reyktu og þyldu illa pípu- og vindla- reyk, sem væri lyktarmeiri en reyk- ur af vindlingum. Mörg erlend flugfélög hafa bann- að pípu- og vindlareykingar í vélum sínum, en á sama tíma og Flugleið- ir taka bannið upp bætist SAS í hópinn. Hjá Amarflugi hefur engin ákvörðun verið tekin um svona bann. Hins vegar er þeim tilmælum beint til pípu- og vindlareykinga- manna, að þeir flytji sig um set í vélinni sé svigrúm til þess. Sé vélin hins vegar fullskipuð eru þeir beðn- ir að láta reykingar þessar eiga sig. Snjósleðaflug Óopinbert íslandsmót í vélsleðaakstri hófst i mótinu i Mývatnssveit í fyrra. Þátttakendur í Mývatnssveit i gær með svokölluðu Fjallaralli, ár eru á þriðja hundarð. sem er 40 km sveitakeppni. Það var Pólaris- Á myndinni hér að ofan stekkur Ingvar á sleða sveitin sem vann, og annar meðlima sveitarinn- sínum fyrir skömmu er hann æfði sig i heimabæ ar, Ingvar Grétarsson, fékk besta tímann. sínum, Akureyri, fyrir mótið. „Ég held að lengsta Ingvar hefur verið sigursæll i vélsleðakeppni stökkið mitt sé nærri 20 metrar," sagði Ingvar hér á Iandi til þessa og sigraði í sinum flokki í i samtali við Morgunblaðið, eftir þetta flug! Seðlabankinn: Sendir bréf tilbankaum breytingn dráttarvaxta SEÐLABNKINN hefur skrifað bréf til allra innlánsstofnana þar sem gerð er grein fyrir óskum ríkisstjómarinnar um að dráttarvöxtum verði breytt í dagvexti i stað þess að reikna fulla mánaðarvexti fyrir brot úr mánuði. Gerir bankinn einn- ig grein fyrir eigin sjónarmið- um í þvi sambandi. Gert er ráð fyrir að stjórn Sambands íslenskra viðskiptabanka ræði þetta á fundi eftir helgina. Jónas H. Haralz bankastjóri Landsbankans sagði að bankamir gætu ekki breytt dráttarvaxta- reglum í einu vetvangi. Kanna verði hvaða áhrif breytingamar hafa á tekjur bankanna, og einnig hvort einhliða breytingar af þessu tagi gætu það haft í för með yfir- dráttur ykist stórlega þar sem við- urlögin milduðust. Jónas nefndi sérstaklega að misnotkun á yfír- dráttarreikningum væri langsam- lega mest hjá fyrirtækjum vegna greiðslu söluskatts. Reykjavíkurskákmótið: Jón L. einn efstur þrátt fyrirtap GRIKKINN Kotronias stöðvaði sigurgöngu Jóns L. Árnasonar í 9. umferð á Reykjavíkurskák- mótinu í gærkveldi, en til þess tima hafði Jón L'. ekki tapað nema hálfum vinningi. Þrátt fyr- ir tapið er hann enn efstur með hálfum vinningi meira en Kotr- onias, sem er einn í 2. sætinu. 10. umferð verður tefld í dag og mætir Jón L. þá Dolmatov, sem er í 3. sætinu og Kotronias mætir Adorjan, sem hefur 6 vinninga. Mótinu lýkur á sunnudag, en þá verður 11. og síðasta umferðin tefld. Sjá frétt á bls 2. Morgunblaðið/RAX Jón L. Ámason við upphaf skák- arinnar í gær. Verkfall Snótar hófst á miðnættí Staðan í samningamálunum skýrist ekki fyrr en eftir helgina EKKI er gert ráð fyrir að það skýrist fyrr en eftir helgi hvert framhald verður á samningamálum félaga í Verkamannasambandi íslands, eftir að mörg félög hafa fellt samningana og nokkur sam- þykkt þá. Atkvæðagreiðslum í félögunum lýkur um helgina og á mánudaginn verða fundir f stjórnum Sambands fiskvinnslustöðv- anna og Sambandsfrystihúsanna og framkvæmdastjóraum Vinnu- veitendasambands íslands og Verkamannasambands íslands. Verkfall verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum hófst á miðnætti í nótt. Fundi félagsins og viðsemjenda hjá ríkissáttasemjara lauk um hádegisbiiið í gær og hef- ur ekkert miðað í samkomulagsátt. Héldu samningamenn til Eyja í gær og í gærkvöldi var fundur í samn- inganefnd og stjóm og trúnaðar- ráði félagsins. Félagið er hið eina Starfshópur um nýtt álver: Viðræður við tvö fyrirtæki í Evrópu um þátttöku hafa verið jákvæðar segir Jóhannes Nordal formaður starfshópsins STARFSHÓPUR um byggingu nýs álvers hefur undanfaraa daga rætt við tvö fyrirtæki í Evrópu, annað í Hollandi og hitt í Aust- urriki, um hugsanlega þátttöku í byggingu álvers f Straumsvík. Starfshópurinn ræðir við fyrirtækin í kjölfar þess að hann héfur sent nokkrum fyrirtækjum í Evrópu frumathugun á hagkvæmni nýs álvers. Fyrirtækin sem hér um ræðir eru Hoogovens Aluminium f Hollandi, sem er stórt fyrirtæki sem framleið- ir stál og ál, og Ostrian Metal, sem er álfyrirtæki í eigu austurríska ríkisins. Jóhannes Nordal Seðlabanka- stjóri er formaður starfshópsins. Morgunblaðið ræddi við Jóhannes eftir fundinn í Austurríki í gær og sagði hann að rætt hefði verið við þessi tvö fyrirtæki um möguleikar á því hvort þau hefðu áhuga á að taka þátt í byggingu nýs álvers í Straumsvík. Viðræðumar hefðu verið jákvæðar að flestu leyti og bæði fyrirtækin hefðu sýnt áhuga á að taka upp frekari viðræður við starfshópinn um þessi mál. „Við erum eftir atvikum mjög ánægðir með jákvæð viðbrögð þess- ara tveggja fyrirtækja, en að sjálf- sögðu er ekki um neina samninga að ræða á þessu stigi,“ sagði Jo- hannes Nordal. „Frekari athuganir verða síðan að leiða í ljós hvort fyrirtækið er hagkvæmt og hvort þessir aðilar vilja vera þátttakendur f þvf.“ Haft hefur verið samband við fleiri fyrirtæki um hugsanlega þátt- töku en Jóhannes sagði að ekki væri unnt að skýra frá nöfnum þeirra fyrr en í ljós kemur hvort þau hafi áhuga á málinu. sem boðað hefur verkfall, en það stóð utan samflots VMSÍ við gerð kjarasamninganna, sem undirritað- ir vora í síðustu viku. Verkfallið nær til fískvinnslufólks. Um 400 fullgildir félagar era í Snót og er gert ráð fyrir að 320—350 konur leggi niður vinnu. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að staðan væri mjög óljós og erfítt að meta hvert fram- haldið yrði. Ekkert af þeim félögum sem fellt hefðu samninginn hefði boðað verkfall. Sum væra reiðubú- in til þess og önnur ekki. Þá yrðu síðustu atkvæðagreiðslur í félögun- um um helgina. Hins vegar væri ljóst að viðræðumar yrðu ekki í höndum VMSÍ nema félögin ósk- uðu þess. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, sagði að auðvitað væru vinnuveitendur reiðubúnir til þess að ræða við þau félög sem fellt hefðu samningana, en atvinnu- vegimir gætu ekki tekið á sig frek- ari kostnaðarhækkanir en samn- ingamir við VMSÍ fælu í sér. Það yrði metið þegar þar að kæmi hvemig þeim viðræðum yrði hátt- að. Sjá ennfremur bls. 35 og 37 ummæli formanna verkalýðs- félaganna sem felldu samn- ingana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.