Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 Búnaðarþingi lokið: Ráðunautaþjónusta og ný fjárhagsleg viðhorf fyrirferðamestu málin - sagði Hjörtur E. Þórarinsson for- seti þingsins í lokaávarpi sínu mörgu mál sem lúta að skipulagi, starfsemi og vinnubrögðum Búnað- arfélags íslands, einkum ráðu- nautaþjónustu þess og annarri leið- beiningaþjónustu í landbúnaði, hafí verið mikilvægustu mál þingsins. Umræða um þau hafi orðið fyrir- ferðarmeiri á þinginu nú meðal annars vegna þess að þinginu vár sent til umsagnar nýútkomin áfangaskýrsla stjómskipaðrar nefndar sem gera átti úttekt og ályktanir um leiðbeiningarþjónustu í landbúnaði og skyld mál. Einnig sagði hann að óneitanlega hin nýju fjárhagslegu viðhorf sem Búnaðarfélagið stendur frammi fyr- BÚNAÐARÞINGI, hinu 71., lauk í gær er Hjörtur E. Þórarinsson formaður Búnaðarfélags íslands og forseti þingsins sleit þvi að viðstöddum landbúnaðarráð- herra, þingfulltrúum og gestum. Þingið stóð í 12 daga og af- greiddi 29 ályktanir um þau 34 mál sem lágu fyrir þinginu. Hjörtur E. Þórarinsson sagði í ræðu sinni að þetta þing hafi líklega verið styst allra reglulegra þinga hingað til og óvenju fá mál hafí legið fyrir þinginu. Sagði hann að líklega væru flest- ir sammála um að þau nokkuð I/EÐURHORFUR í DAG, 5.3.88 YFIRLIT ( gœr: Víðáttumikil 1.032 mb hæð suðsuðvestur í hafi, en 1.003 mb lægð viö norðurströndina þokast suðaustur. Á vestan- verðu Grænlandshafi er grunnt en heldur vaxandi lægðardrag. SPÁ: í dag veröur suðvestan kaldi eða stinningskaldi um sunnan- vert landið en hægari suðlæg átt norðanlands. Rigning eða þoku- súld verður sunnanlands og vestan og vestantil á Norðurlandi en þurrt fram eftir degi norðaustanlands. Hiti 2—6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG: Vestlæg eöa suðvestlæg átt og hiti víða um eða rétt yfir frostmarki. Slydduól um vestanvert landið en bjart veður að mestu austanlands. Suölægari og þykknar upp suðvestan- lands með kvöldinu. HORFUR Á MÁNUDAG: Sunnanátt og hlýnandi veöur. Rigning um sunnan- og vestanvert landið en úrkomulítiö noröaustanlands. Heiðskírt TÁKN: 0 m Léttskýjað m Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * # * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V Él — Þoka = Þokumóða * , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HElfJÍ kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hhl +1 2 veóur alskýjað súld Bergen 2 skýjaö Helslnki +6 heiöskfrt J«n Mayen +16 skafrenningi Kaupmannah. 4 skýjaö Naresarssuaq 1 snjóél Nuuk vantar Osló 1 snjókoma Stokkhólmur 1 snjókoma Þórshöfn +2 skýjað Algarve 13 þokumóöa Amsterdam 6 úrkoma Aþena vantar Barcelona 12 skýjað Berlln 6 skýjað Chicago +3 skýjað Feneyjar 8 þokumóða Frankfurt 2 snjókoma Glasgow 2 hálfskýjað Hamborg 8 skýjað Las Palmaa 17 akýjað London 4 léttskýjað Los Angeles 14 alskýjað Lúxamborg 0 snjókoma Madrfd 8 mistur Malaga 14 skýjað Mallorca 11 alskýjað Montreal +14 skýjað New York 3 þokumóða Paris 2 rigning Róm 12 skýjað Vfn 2 mfstur Washington 7 þokumóða Wlnnlpeg +11 helðskfrt Valencfa 16 skýjaö Þingfulltrúar og gestir á Búnaðarþingi við þingslit. ir sett mikinn svip á þingið. „Þó held ég að segja megi að enginn svartsýnisblær hafi legið á þingstörfunum miklu fremur að þau hafí borið merki af almennum og einbeittum ásetningi manna að Búnaðarfélag íslands haldi hlut sínum í kerfinu og í landinu á ókomnum tímum eins og það hefur gert í vaxandi mæli alla þessa öld.“ Síðan þakkaði Hjörtur þing- mönnum og starfsmönnum þingsins vel unnin störf. Sagði hann að starfsnefndimar fimm hefðu unnið af mikilli elju og samviskusemi. Að loknu ávarpi Hjartar flutti Jón Ólafsson frá Eystra-Geldingarholti þakkir fyrir hönd þingfulltrúa. Frystitogararnir: Verðlækkun á hverjum farmi - segir Sveinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Skagstrendings „ÚTLITBÐ er dökkt eins og staðan er í dag. Við seljum megnið af fiskinum til Bret- lands og við sölu á síðasta farmi lækkaði ég verðið um 3,2% og mér er sagt að búast við lækk- unum á sölu næstu tveggja til þrififKÍa farma. Ég er því hræddur um að ástandið lagist ekki fyrr en í sumar,“ sagði Sveinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Skagstrendings, í samtali við Morgunblaðið. Verðlækkun á sjófrystum fiski hefur fyrst og fremst orðið á Bret- landsmarkaðnum. Fullnægjandi upplýsingar um skiptingu afurða frystitogaranna milli markaða liggja ekki fyrir, svo erfítt er að meta tekjutap þeirra vegna verð- lækkunar á hluta afurðanna. Afla- verðmæti frystitogaranna á síðasta ári var samkvæmt skýrslum LÍÚ 2,7 milljarðar króna, þar með eru taldir rækjutogarar. Miðað við að ákveðið skip hafi selt fisk til Bret- lands fyrir um 250 milljónir króna á einu ári, má reikna með um 25 milljóna króna tekjutapi vegna verðlækkunar, en gengislækkun krónunnar dregur úr því tapi. Skagstrendingur gerir út tvo togara. Annar þeirra er frystitog- arinn Örvar HU. Sveinn sagði, að skýring lækkandi verðs væri mikið framboð á sjófrystum fiski í Bret- landi, einkum héðan og frá Nor- egi. Mikið framboð af ferskum físki á þessum markaði hefði einnig sitt að segja. Nú hefði Eystra-Saltið aldrei þessu vant ekki lagt og það yki á veiðina og framboðið. Það væru því margir samverkandi þættir, sem þessu réðu. Staðan væri fremur slæm fyrir þá, sem byggðu afkomu sína á sölu roð- flaka til Bretlands. Um 90% af framleiðslu Örvars væri af því tag- inu. Það væri ekki nema í léglegu fískiríi, sem hefðist nógu vel undan að vinna fisk á Bandaríkjamarkað- inn, sem væri hagstæðari nú. Gísli Jón Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Ögurvíkur, sem ger- ir út frystitogarann Prera RE, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þeir þryftu ekki að treysta á roðflök á Bretlandsmarkað. Meg- nið af físki þeirra væri seldur í Bandaríkjunum. Þar væri að vísu vaxandi fiskframboð, þó það væri ekki frá okkur, og líkur á lækk- andi verði. Hins vegar væru gæði sjófrysta fisksins umfram þann landfiysta ótvíræð og héldi einhver verði uppi, þá hlyti það að vera sjófrysti fiskurinn. Hins vegar væri náttúrulega sama niðursvei- flan hjá frystitogurunum og öðr- um, sem ynnu að frystingu og flyttu fiskinn utan. „Frystitogaramir hafa sannað tilvemrétt sinn og í raun em þeir ekki í samkeppni við frystihúsin," sagði Gísli Jón. „Fiskurinn frá þeim er svo miklu betri en úr húsunum að við hljótum að hanga lengur á verðinu en húsin. Eins og þetta er nú, hafa það allir gott, útgerðin og karlamir og þjóðarbúið fær meiri gjaldeyri en ella. Hins vegar er það einkennilegt hve margir þurfa að vera að agnúast út í frystitogarana, bæði æðstu menn þjóðarinnar og aðrir. í augum þeirra virðast útgerðarmenn vera glæpamenn og þeir sem gera út frystitogara sýnu verstir. Þegar við emm blákalt ásakaðir um að henda fiski í tonnavís, liggja ein- hveijar annarlegar hvatir að baki. Um borð í Frera er allur fískur nema blágóma hirtur og hana hirð- ir enginn maður," sagði Gísli Jón Hermannsson. ^ O ] INNLENTJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.