Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 + Rás 2 - ljúf skylda og brýn nauðsyn •• eftir Markús Orn Antonsson Menntamálaráðherra lýsti því yfir á Alþingi í síðustu viku að hann hygðist beita sér fyrir því að af Ríkisútvarpinu yrði létt þeirri skyldu að reka tvær hljóðvarps- dagskrár eins og útvarpslög mæla fyrir um. Kom þetta fram í svari ráðherrans við fyrirspum Inga Bjöms Albertssonar úr Borgara- flokknum um það hvort Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamála- ráðherra, hyggist stuðla að því að Rás 2 verði seld eða starfsemi henn- ar hætt. Nú geta menn dregið af ummæl- um ráðherrans alls kjms ályktanir og komizt að ólíkum niðurstöðum. Ljóst er þó að engar breytingar verða gerðar á stöðu Rásar 2 í meginatriðum fyrr en Alþingi hefur breytt útvarpslögum og staða máls- ins því öll mjög óljós. Hinu er ekk- ert hægt að leyna að viðlíka yfirlýs- ingar í véfréttastfl koma sér afar illa fyrir Ríkisútvarpið, þar sem unnið hefur verið að umfangsmikl- um samræmingaraðferðum á dag- skrám beggja hljóðvarpsrásanna síðustu misseri vegna breytinga í útvarpsmálum og hinnar aimennu kröfu um að Ríkisútvarpið standi sig í samkeppninni. Því er ekki nema von að spurt sé hvort og hvenær eigi að koll- varpa því endurskipulagsstarfi sem unnið hefur verið, bæði dagskrár- lega og markaðslega. Af því tilefni ber að hafa hugfast: — Rás 2 er ekki baggi á Ríkisút- varpinu. — Rás 2 mun standa undir sér með auglýsingatekjum sínum. Að undanfömu hafa verið gerðar margvíslegar ráðstafanir til hag- ræðingar á Rás 2 eins og hjá Ríkisútvarpinu í heild. — Rás 2 er með samhæfingu við Rás 1 orðin óaðskiljanlegur hluti af Útvarpinu og veitir möguleika til að bjóða upp á fjölbreytni í dag- skrá, sem Ríkisútvarpið á nú lögum samkvæmt að veita og hlýtur að verða markmið þess í framtíðinni. — Rásar 2 bíða ný verkefni sem notendur um land allt munu fagna. Það þarf engum að koma á óvart að Útvarpið, lflct og dagblað, hafi lagað sig að breyttum samfélags- háttum og komið til móts við óskir um stöðugt meira, fjölbreyttara og jafnframt sérhæfðara efni. Á dag- blaði er bætt við síðum eða blaða- auka, í útvarpi þarf að bæta við rásum og er athyglisvert að ein þeirra einkastöðva sem hér útvarpa á takmörkuðu hlustunarsvæði heftir þegar talið sér nauðsynlegt að hafa tvær rásir til umráða fyrir tónlistar- efni. Ríkisútvarpið hefur talið sér rétt og skylt að miða útvarpsefni við fjölbreytni ísienzks þjóðlífs, eins og fyrir það er lagt í útvarpslögum. Á síðari árum hefur Ríkisútvarpinu ekki verið úthlutað tilteknum við- fangsefnum, sem það megi fást við, en bannað að takast á við önnur. Vonandi eru slíkir tímar ekki í upp- siglingu. Alhliða dagskrárgerð Með stofnun Rásar 2 og upp- byggingu dreifíkerfis hennar um landið hafa skapazt skilyrði til þeirrar flölbreyttu dagskrárgerðar, sem er aðalsmerki Ríkisútvarpsins. Skoða verður dagskrárframboð á báðum rásum hljóðvarps í sam- hengi, þar sem tillit er tekið til ólíkra aldurshópa hlustenda, mis- munandi smekks fyrir útvarpsefni, breytilegra athafna fólks á ýmsum tímum dagsins, séráhugasviða vissra hópa hlustenda, t.d. barna, auk upplýsingamiðlunar í þágu til- tekinna samfélagshópa svo sem for- eldra, aldraðra, öryrkja eða fólks á vinnumarkaði, þannig að nokkur dæmi séu nefnd. Með tilkomu Rás- ar 2 hefur reynzt unnt að auka hlut talmálsliða og sígildrar tónlist- ar á Rás 1. Á Rás 2 hefur aftur á móti verið lögð áherzla á létta tón- list og dægurmálaumræðu, sem henti vel til hlustunar í erli dags- ins, t.d. á vinnustöðum um land allt, auk íþróttaumfjöllunar, sem er mjög vaxandi í öllum íslenzkum fjöl- miðlum en hefur ekki verið látin ryðja öðru efni til hliðar á Rás 1. Landshlutaútvarp Ríkisútvarpið á að koma upp aðstöðu til dagskrárgerðar og hljóð- varps í öllum kjördæmum landsins. Slík aðstaða er þegar fyrir hendi á Akureyri og Egilsstöðum. Á þessum stöðum er rekið svæðisútvarp um dreifíkerfí Rásar 2 í viðkomandi landshlutum. Uppbygging svæðis- útvarps í einstökum kjördæmum eða landshlutum miðast við nýtingu á dreifíkerfí Rásar 2 í þágu þess, þannig að aðaldagskrá sé rofin á tilteknum tímum og svæðisstöðvar úti um landið fái þá afnot af dreifí- kerfínu hver í sínum landshluta þar til aðaldagskrá tekur við að nýju á öllu kerfínu. Fræðsluútvarp Að undanfömu hefur verið unnið að undirbúningi fræðsluútvarps á vegum Qarkennslunefndar mennta- málaráðuneytisins og Ríkisútvarps- Markús Örn Antonsson „Meðal þeirra kosta sem boðið er upp á er f lutningur auglýsinga samtímis á Rás 1 og Rás 2. Hefur það fyrir- komulag mælzt mjög vel fyrir hjá viðskipta- mönnum og orðið til að styrkja tekjuöflun með auglýsingum. Rás 2 fær sinn skerf af þessum tekjum til að standa undir eigin rekstri og af þessu fyrirkomulagi hefur Rás 1 ótvíræðan styrk. ins. Að því er hljóðvarpsútsendingar varðar, er gert ráð fyrir að nýta dagskrá Rásar 2 að hluta fyrir flutning kennsluefnis, einkanlega að kvöldlagi, og verða þá tungu- málanámskeið væntanlega fyrst fyrir valinu. Rekstur svæðisútvarps og fræðsluútvarps rennir enn frekar stoðum undir nauðsyn þess , að Ríkisútvarpið geti skipulagt hljóð- varpsdagskrá sína á tveim rásum. Peningahliðin Auglýsingar í Útvarpi og Sjón- varpi eru annar af aðaltekjustofnun Ríkisútvarpsins. Með nýtilkominni samkeppni við aðrar útvarps- og sjónvarpsstöðvar hefur Ríkisút- varpið gjörbreytt uppbyggingu aug- lýsingatíma og auglýsingagjald- skrá. Meðal þeirra kosta sem boðið er upp á er flutningur auglýsinga samtímis á Rás 1 og Rás 2. Hefur það fyrirkomulag mælzt mjög vel fyrir hjá viðskiptamönnum og orðið til að styrkja tekjuöflun með auglýs- ingum. Rás 2 fær sinn skerf af þessum tekjum til að standa undir eigin rekstri og af þessu fyrirkomulagi hefur Rás 1 ótvíræðan styrk. Myndi það að dómi undirritaðs hafa ófyrir- sjáanlegar afleiðingar fyrir rekstur Rásar 1 og veikja Ríkisútvarpið í heild ef þessir samtengingarmögu- leikar væru ekki fyrir hendi. Geng ég þá út frá því, að einhver auglýs- ingaútvarpsstöð fylli skarð Rásar 2 um allt land. Dagskrá Rásar 1 er ekki „mark- aðsútvarp" í eðli sínu heldur þjón- ustuútvarp sem veitir hlustendum aðgang að margvíslegu menningar- efni, sem almennt verður ekki flokkað meðal þeirra sölutækja er auglýsendur leita eftir. Án þess að fyrir liggi nokkur ítarieg spá um það efni, leyfír undirritaður sér fljótt á litið að óttast um afkomu Rásar 1 á auglýsingamarkaði ef hún nyti ekki samtengingar við Rás 2, sem býður upp á annað dagskrár- svið. Án Rásar 2 þyrftu viðkomandi yfírvöld hugsanlega að grípa til enn frekari hækkunar á afnotagjöldum til að standa undir rekstri Rásar 1 einnar og sér. Það er Ríkisútvarpinu í senn ijúf skylda og brýn nauðsyn að hafa Rás 2 til umráða. Látið Rás 2 vinsamlega í friði. Hún er ekki fyrir neinum. Eða hvað? Höfundur er útvarpsstjárí. Undirskriftasöfnun! eftirÁslaugu Ragnars Þakkarverðar eru ýmsar ábend- ingar Helga Hálfdanarsonar í grein í Morgunblaðinu í fyrradag varð- andi undirskriftasöfnun sem hafín er til að mótmæla smíði ráðhúss á Tjamarbakkanum. Vissulega er óæskilegt að þurfa að grípa til frumstæðrar aðgerðar á borð við undirskriftasöfnun svo almenning- ur fái að segja sitt um þessi áform. En Helgi vekur athygli á því að borgaryfírvöld taka ekki mark á skoðanakönnunum og telur málið tapað, m.a. vegna ójafnrar vígstöðu gegn „Bakkabændum“ sem hafí farið fram með svo blygðunarlausri valdfrekju að Kastró hlyti að blöskra, og bendir í því sambandi á yfírlýsingar um að árangur af þeirri kynningu sem nú fer fram verði að engu hafður. í framhaldi af þessu verður ekki vikizt undan því að spyija: Á að gefast upp fyr- ir þeim valdstjómarháttum sem við- hafðir em í þessu máli? Eigum við að gera eins og hjúin sem hús- bændumir teymdu á kjörstað og ginu yfir á meðan þeir létu þau greiða atkvæði? Undirskriftasöfnun er örþrifaráð. Það er engum ljósara en samtökun- um sem að henni standa. Hún er til komin vegna þess frumstæða stjómarfars sem birzt hefur í sam- bandi við þetta mál. Því miður. Áður hefur þurft að grípa til svona úrræðis. Það var árið 1974 þegar þáverandi ríkisstjóm var komin á fremsta hlunn með að láta undan þrýstingi þeirra sem aldrei hafa skilið að sjálfstæði þjóðarinnar er háð vömum íslands. Þá átti að fóma fjöregginu í þágu stundar- hagsmuna sem enginn man lengur hveijir voru. Þá risu upp samtökin Varið land. Safnað var rúmlega 55 þúsund undirskriftum, um helmings kosn- ingabærra manna í landinu, gegn þessum glannaskap. í kjölfarið komu alþingiskosningar þar sem þessi vilji landsmanna var stað- festur svo ekki varð um villzt. Þá skildu menn hveijir það voru sem réðu í þessu landi, að þeim hafði ekki verið úthlutað valdi til ráðstöf- unar að geðþótta sínum, að það var ekki klappað fyrir valdfrekju — að lýðræðið sjálft hafí sigrað. Raunar telja margir að undiskriftasöfnun Varins lands sé einn merkasti stjómmálaviðburður hér á landi fyrr og síðar, en það er önnur saga. Samtök um vemdun Tjarnar- svæðisins hafa ekki farið fram með ofstopa. Þau sjónarmið hafa ríkt að þetta væri ekki flokksmál, að engum skyldi stillt upp við vegg, og að svigrúm væri til að hverfa með sóma frá því glapræði að reisa ráðhús gegn vilja Reykvíkinga á viðkvæmasta stað í heimabyggð þeirra. Það hefur verið litið svo á að afstýra yrði glundroða í stjóm „Undirskriftasöfnun er örþrifaráð. Það er eng- um ljósara en samtök- unum sem að henni standa. Hún er til kom- in vegna þess frum- stæða stjómarfars sem birzt hefur í sambandi við þetta mál. Því mið- ur.“ Reykjavíkur, m.a. með hliðsjón af því stjómleysi sem ríkti þegar margir flokkar voru hér við völd, og eins því að flokkurinn sem nú hefur meirihlutavald hafí þegar bundið sér nógu þunga bagga með klofningsævintýri þótt ekki skærist í odda í kosningum vegna þessa máls. Það em draumórar að vænta þess að málið verði útkljáð með lýðræðislegum hætti áður en illa fer og áður en borgarbúar segja sitt í kosningum 1990. Spumingin er því þessi: Eiga Reykvíkingar að vera þær undir- lægjur að kyngja_ Tjamarráðhúsi áður en það rís? Ég segi nei. Því eigum við að láta afstöðu okkar í ljós með því að mótmæla og svo skulum við sjá hvort valdhafar treystast til að hafa úrslitin að engu. Höfundur er blaðamaður. Bréf Jóhönnu Sigurðardóttur til siða- nefndar Blaðamannafélags Islands Morgunblaðið birtir hér á eftir í heild bréf Jóhönnu Sigurðardótt- ur, félagsmálaráðherra, til siða- nefndar Blaðamannafélags ís- lands: Fimmtudaginn 25. febrúar 1988 birtist á forsiðu dagblaðsins Þjóðvilj- ans grein sem ber yfirskriftina „Skrípaleikur hjá Jóhönnu", en í henni er fjallað um ákvörðun félags- málaráðherra um staðfestingu á Kvosarskipulagi. í greininni segir m.a.: „Heimildir Þjóðviljans í félagsmálaráðuneytinu staðfesta þetta. Sagði heimildarmað- urinn að Jóhanna hefði upphaflega ætlað að neita að staðf&sta skipuiag ráðhúsreitsins og því hafí sér komið mjög á óvart þegar hún hélt því fram að afskipti forsætisráðherra hefði ekki haft nein áhrif á afstöðu henn- ar.“ Blaðamaður ber hér fyrir sig heimildarmann í félagsmálaráðu- neytinu, bæði hvað varðar ákveðnar upplýsingar, og eins á heimildarmað- ur blaðsins í ráðuneytinu að hafa sett fram sína skoðun á niðurstöðu málsins. í bréfí félagsmálaráðherra til rit- stjóra Þjóðviljans, sem birt var í blað- inu laugardaginn 27. þ.m., er mál þetta rakið og jafnframt skýrt frá því, að ráðuneytið muni vísa málinu til siðanefndar Blaðamannafélags íslands. Óviðunandi er gagnvart starfsfólki ráðuneytisins, sem engan hlut á að máli, að geta um heimildarmann inn- an ráðuneytisins án þess að skýra nánar frá því í fréttinni hver hann er. Hefur framsetning blaðamanns- ins á heimildarmanni í fréttinni vak- ið mikla reiði meðal starfsfólks. Á það ber að líta í þessu sambandi að á opinberum starfsmönnum hvflir rík trúnaðarskylda og liggur refsing við, sé hún brotin. í 3. gr. siðareglna blaðamanna segir svo: „Blaðamaður vandar upp- lýsingaöflun sína svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vanda- sömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu." Telja verður að í umræddri grein hafí blaðamaður svo haldið á málum gagnvart starfsfólki félagsmálaráðu- neytisins að brotið sé gegn ákvæðum 3. gr. siðareglna Blaðamannafélags íslands, sem taka skýrt fram, að blaðamaður skuli vanda upplýsinga- öflun sína svo sem kostur er, sýna fyllstu tillitssemi og forðast allt sem geti valdið saklausu fólki óþarfa sárs- auka eða vanvirðu. Með vísan til framanritaðs vísar ráðuneytið máli þessu til siðanefndar Blaðamannafélags íslands til úr- skurðar. Af gefnu tilefni skal það skýrt tekið fram að máli þessu er ekki vísað til siðanefndar blaðamannafélagsins vegna þess að blaðið hafí neitað að gefa upp heimildarmann sinn i fé- lagsmálaráðuneytinu heldur er mál- inu vísað til siðanefndar með vísan í 3. gr. siðareglna Blaðamannafélags íslands vegna þess hvemig framsetn- ing blaðsins á heimildarmanni var gagnvart starfsfólki félagsmálaráðu- neytisins. Þess er óskað að siðanefndin taki mál þetta til meðferðar og úrskurðar svo fljótt sem verða má. Hjálagt fylgir umrædd frétt í Þjóð- viljanum 25. febrúar sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.