Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra: Tveir lífeyrissjóðir ætla ekki að semja um skuldabréfakaup TVEIR lífeyrissjóðir, Lifeyris- sjóður atvinnuflugmanna og Lífeyrissjóður Tannlæknafélags íslands, ætla ekki að semja við Húsnæðisstofnun um kaup á skuldabréfum fyrir árin 1989 og 1990. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, skýrði frá þessu á Alþingi í gær en þetta hefur í för með sér að sjóðs- félagar munu ekki hafa lánsrétt i húsnæðiskerfinu. Einnig sagði félagsmálaráðherra að hún vildi nota fryst fjármagn hjá Hús- næðisstofnun til þess að vega upp á móti skerðingu vegna efna- hagsráðstafana ríkisstjórnarinn- ar. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, sagði að sú ákvörðun hefði verið tekin að frysta 500 m.kr. í sjóð hjá Húsnæðisstofnun þar sem á sínum tíma hefði verið áætlað að ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna yrði 825 m.kr. meira en gert var ráð fyrir í fjárlögum og lánsfjárlögum fyrir árið 1987. Einungis 430 m.kr. hefðu þó skilað sér og væri frysting- in því ekki 500 m.kr. heldur 105 m.kr. Nauðsynlegt væri að þetta kæmi fram þar sem verkalýðsfélög- in hefðu gagnrýnt þessa frystingu og lífeyrissjóðir haldið að sér hönd- unum við skuldabréfakaup vegna hennar. Félagsmálaráðherra vék næst að skuldabréfakaupum lífeyrissjóð- anna og sagði að fyrir árið 1989 hefðu 54 sjóðir samið við Húsnæðis- stofnun en 33 fyrir árið 1990. Það væru því all nokkrir sjóðir sem ekki hefðu enn samið. Hún sagði það ljóst að ef ekki yrði samið kæmi það niður á sjóðsfélögum þessara lífeyrissjóða þar sem þeir myndu ekki hafa lánsrétt. Flestir þessara sjóða hefðu þó tilkynnt um að þeir myndu ganga til samninga. Lífeyr- issjóður atvinnuflugmanna og Lífeyrissjóður Tannlæknafélags fs- lands hefðu þó tilkynnt um að þeir myndu ekki ganga til samninga. Einnig væri óljóst hvort Lífeyris- sjóður verkafólks í Grindavík myndi ganga til samninga. Jóhanna sagði að framlag ríkis- ins í Byggingasjóð ríkisins þyrfti að vera meira ef standa ætti við þau loforð sem hefðu verið gefin með nýju húsnæðislöggjöfinni. Það væri þó nauðsynlegt að við kæm- umst út úr þessu kerfí og væri nú unnið að því í félagsmálaráðuneyt- inu að kanna hvaða kostir væru fyrir hendi í endurskipulagningu húsnæðiskerfisins. Hún hefði. lýst andstöðu sinni yfir því að framlag ríkisins væri skert. Nóg hefði verið gert þegar Qárlög voru afgreidd og óviðunandi að ganga lengra í þessu efni. Fé- lagsmálaráðherra sagði forsendur hafa breyst varðandi frystinguna og teldi hún að henni bæri að af- létta og skila fjármagninu aftur í Byggingarsjóð. Þessi skerðing sem nú væri gerð með efnahagsráðstöf- unum myndi því ekki koma niður á samningum Húsnæðismálastofnun- ar eða lánsloforðum. Morgunblaðið/RAX Brotajárni frá Sindrastáli skipað um borð í Lystend i Sundahöfn. Ef svo fer fram sem horfir er þetta næstsiðasti brotajárnsfarmurinn sem fer úr landinu. Fyrsti brotajámsfannur- inn í 5 mánuði fluttur út TÓLF hundruð og fimmtíu tonnum af brotajárni var skip- að um borð í norska flutninga- skipið Lystend á miðvikudag, en útflutningur á brotajárni hefur legið niðri um fimm mánaða skeið. Annar farmur verður líklega sendur út í haust, en eftir það eru horfur á að brotajárnsútflutningur leggist alveg niður. „Upp- hleðsla á brotajárni hefur auk- ist gífurlega á sama tíma og útflutningurinn er að leggjast af. Það eru orðin vandræði á haugunum, að maður tali ekki um bílakirkjugarðana, svo sem í Kapelluhrauni,“ sagði Þór Hauksson, verkstjóri hjá Sindrastáli í samtali við Morg- Ráðhúsið við Tjörnina: Gengið til samninga um byggingu fyrsta áfanga Tillögn minnihluta um frestun framkvæmda vísað frá MIKLAR deilur urðu á fundi borgarstjómar Reykjavíkur í fyrrakvöld um byggingu ráðhúss Reykvíkinga við Tjömina. Deii- um þeim lyktaði með því að full- trúar Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista gengu af fundi er þeir urðu undir í at- kvæðagreiðslu og mun slíkt vera einsdæmi i sögu borgarstjómar. Samþykkt var að ganga til samn- inga við Istak hf. um byggingu fyrsta áfanga ráðhússins, en til- lögu minnihlutafulltrúanna fimm um að stöðva framkvæmdir og fresta samningum þar til fram- haldskynningu á húsinu væri lok- ið, var vísað frá. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kvl) sagði að ráðhúsmálið væri orðið merkilegt lögfræðilegt deilu- efni, fjöldi lögfróðra manna hefði um það fjallað, og engir tveir kæm- ust að sömu niðurstöðu. Flestir þessara manna væru þó sammála um að félagsmálaráðherra þyrfti ekki að staðfesta Kvosarskipulagið í heild, heldur mætti gera þar fyrir- vara á eða samþykkja aðeins hluta þess. Væri þetta í andstöðu við álit borgarlögmanns, sem hefði talið þetta fráleitt. Atlaga að réttaröryggi Ingibjörg sagðist sannfærð um að föstudaginn 19. febrúar hefði legið fyrir sú niðurstaða hjá félags- málaráðherra Jóhönnu Sigurðar- dóttur að hún ætlaði að staðfesta uppdráttinn, en gera fyrirvara um ráðhúsreitinn. Þetta álit ráðherra hefði byggt á ráðleggingum frá Jónatan Þórmundssyni, lagapróf- essor. Um helgina á eftir hefði borg- arstjóri hins vegar komist að sam- komulagi við ráðherrann um „veik- burða athugasemd ráðherra við uppdráttinn og einhvers konar kynningamefnu á vegum borgar- stjóra," eins og Ingibjörg Sólrún komst að orði. „Ég dreg það stór- lega í efa að það sé löglegt að tvö stjómvöld komist þannig að mála- miðlun í máli er varðar þriðja aðila, það er borgarbúa," sagði Ingibjörg Sólrún. Hún bætti því við að ráð- herrar í ríkisstjóminni hefðu aug- ljóslega beitt félagsmálaráðherra pólitískum þrýstingi í því skyni að breyta afstöðu hennar. „Þetta er í raun atlaga að réttaröryggi í landinu," sagði Ingibjörg. Hún vitn- aði síðan í ummæli félagsmálaráð- herra um að lögformlegir ágallar væm á kynningu ráðhússins, og sagði að úr þeim göllum yrði ekki bætt nema að kynna aftur með lög- formlegum hætti. Ingibjörg sagði að borgarstjóri hefði hins vegar gefíð borgarbúum langt nef með því að samþykkja að halda nýja kynningu, en segjast jafnframt ekki munu láta athuga- semdir við skipulagið hafa áhrif á byggingu ráðhússins. Borgarfull- trúinn gagnrýndi einnig að ráðhúsið hefði hækkað um einn metra í meðförum hönnuða, en það hefði ekki verið kynnt almenningi. Hún mælti svo fyrir tillögu frá fulltrúum minnihlutans í borgarstjóm, nema Sigrúnar Magnúsdóttur (F), þar sem lagt er til að íramkvæmdir við ráðhúsið verði stöðvaðar og ekki gengið til samninga við verktaka, fyrr en kynningunni verði lokið. Málinu lokið með staðfestingxi ráðherra Davíð Oddsson, borgarstjóri, svaraði því til að Ingibjörg virtist ekki átta sig á því, að með stað- festingu félagsmálaráðuneytisins væri í raun lokið deilum um það, hvort lögformlega hefði verið að kynningu skipulagsins staðið. „Reyndar virðist borgarfulltrúinn bera traust til ráðherrans í öðru orðinu, en í hinu alls ekki,“ sagði borgarstjóri. „Borgarfulltrúinn full- yrðir að niðurstaða ráðherrans hafi breyst yfír eina helgi, en það liggur fyrir marghaft eftir ráðherranum að afstaða hennar hafi alls ekki breyst." Borgarstjóri sagði að allir þeir, sem formlega hefðu fjallað um Kvosarskipulagið, hefðu komist að sömu niðurstöðu í meginatriðum; að ekkert væri því til fyrirstöðu að samþykkja það. Síðan kæmi það hins vegar skyndilega upp að laga- prófessor í refsirétti hafi gefíð munnlega álitsgerð. „Ég hef aldrei vitað það fyrr, að þegar mál hefur legið í ýtarlegum skriflegum álits- gerðum í þrjá mánuði, sé allt í einu dreginn upp prófessor úti í bæ og látinn rabba um málið,“ sagði Davíð. Auk þess sagði hann Jónatan Þórmundsson algerlega vanhæfan til þess að ijalla um málið, enda hefði hann þegar sent borgaryfir- völdum tvö undirrituð mótmæla- plögg gegn ráðhúsinu er hann gaf lögfræðilegt álit sitt. Sigrún Magnúsdóttir (F) sagð- ist ekki standa að afstöðu annarra fulltrúa minnihlutans um að ólög- lega hafí verið að kynningu á skipu- laginu staðið og að því sé ástæða til að stöðva ráðhúsbygginguna. Sagðist Sigrún telja tillögu minni- hlutafulltrúanna fimm vantraust á félagsmálaráðherra, þar sem hún hefði samþykkt skipulagið. Sigrún lét hins vegar í ljós áhyggjur af því að færri bflastæði væru nú áætluð í kjallara ráðhússins en upphaflega var áætlað, og því óttaðist hún bíla- stæðavanda í suðurhluta Kvosar- innar. Sagðist hún vilja láta kanna nánar möguleika á bílastæðum á þessu svæði, og teldi því að bíða ætti með að hefja framkvæmdir við ráðhúsið uns vandinn hefði verið leystur. Kostnaðaráætlun við ráðhús stenst Borgarstjóri sagði fullan vilja fyrir því að kanna nánar möguleika á nýjum bílastæðum í Suður-Kvos. Hann sagði að það hefði þótt væn- legur kostur, að koma bílastæðum fyrir í þreföldum kjallara undir ráð- húsinu, en síðan hefði komið í ljós að kostnaður við slíkan kjallara væri allt of hár, og því hefði verið ákveðið að fækka stæðunum. Bíla- stæði af þessari gerð hefðu heldur ekki verið byggð áður hér á landi, og því hefðu fyrirvarar á kostnað- aráætlun þeirra verið ærnir. Borg- arstjóri sagði þetta vera eina lið ráðhúsbyggingarinnar, sem ekki hefði staðist fyrstu kostnaðaráætl- un, að öðru leyti hefði kostnaður við ráðhúsið ekki hækkað í með- förum hönnuða. Borgarstjóri sagði það einnig at- hyglisvert, er rætt væri um um- ferðaraukningu af völdum hins nýja Kvosarskipulags, að minnihlutinn fjargviðraðist út af umferð þeirri, sem ráðhúsið drægi að sér, en þegði yfír áætlaðri heildarumferðaraukn- ingu, sem væri sjö sinnum meiri. „Þetta segir manni heilmikið um heilindin í málflutningi þeirra,“ sagði borgarstjóri. Kristín Ólafsdóttir (Abl) mælti fyrir bókun minnihlutafulltrúanna fímm, auk hennar sjálfrar þeirra Bjama P. Magnússonar (A), Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur (Kvl), Siguijóns Péturssonar (Abl) og Guðrúnar Ágústsdóttur (Abl). Bók- unin var í fjórum liðum, og kom þar fram að borgarfulltrúarnir sam- þykktu ekki að gengið yrði til samn- inga við ístak hf., að þeir lýstu yfír undrun á tilhögun útboðs í verk- ið, og að frávikstilboð ístaks geri ekki ráð fyrir sama öryggi í vinnu- aðferðum og útboðsgögn miðuðu við. Því gæti kostnaður við bygg- inguna hækkað allmikið ef grípa þyrfti til aukinna öryggisráðstaf- ana. Kristín bætti því við að hún hefði af því miklar áhyggjur að vatn, sem dælt væri upp úr grunni ráðhússins, gæti mengað Tjörnina. Áhyggjur af stúdentum Kristín lýsti einnig furðu sinni á því að í útboðsgögnum væri gert ráð fyrir að vinna við ráðhúsbygg- inguna stæði frá klukkan hálfátta að morgni til tíu að kvöldi alla daga nema sunnudaga. Kvað hún ná- grönnum ráðhússins myndu stafa mikið ónæði af þessu, og lét í ljós sérstakar áhyggjur af mennta- og menningarlífí við Tjörnina. „Hvað með leiksýningar í Iðnó,“ spurði Kristín. „Verður tiyggt að leiksýn- ingar geti farið þar fram fyrir véladrunum? Og hvað með háskóla- stúdentana, sem sitja í Tjarnarbíói að reyna ad tileinka sér lögfræði og önnur gagnleg fræði? Fá þeir frið til að læra?“ „Ég hef gaman af því hvað tals- menn minnihlutans gera mikið úr því að ráðhúsmálið sé ekki pólitískt," sagði Davíð Oddsson í svari sínu við ræðu Kristínar. „Það er eins og þeir séu þess fullvissir, að mál þau er þeir hafa pólitískan áhuga fyrir séu yfirleitt vond mál, en mál sem séu þverpólitísk og ein- hveijir aðrir kunna að hafa áhuga fyrir, það séu góð mál. Hins vegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.