Morgunblaðið - 05.03.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 05.03.1988, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 Morgunblaðið/Emilía Samgönguráðherra í Siglingamálastofnun Matthías Á Mathiesen samgöngnráðherra, skoðaði Siglinga- málastofnun rikisins á miðvikudag en þar stendur yfir árlegur fundur umdæmisstjóra. Heilsaði ráðherra upp á umdæmisstjó- ranna og skoðaði sig um. Með ráðherra á myndinni eru frá vinstri; Magnús Jóhannsson siglingamálastjóri, samgönguráð- herra, Magnús Guðmundsson skipaskoðunarmaður og Ragn- hildur Hjaltadóttir, deildarstjóri í Samgönguráðuneytinu. Natturuverndarrað: Heimilt mat fyrirhug- aðra framkvæmda Samkvæmt lögfræðilegri álitsgerð NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur fengið lögfræðilega álitsgerð frá Páli Sigurðssyni, prófessor við lagadeild Háskóla Islands, varð- andi túlkun á 29. grein náttúru- vendarlaga um náttúruvemd og heimildir Náttúruverndarráðs. Að- alniðurstöður eru þær að sam- kvæmt lögunum hafi Náttúru- vemdarráð sjálfstæða heimild til að fylgjast með og meta fyrir- hugaðar framkvæmdir og þau umhverfisspjöll sem af þeim geta hlotist, og einnig að meta hvað séu merkar náttúmminjar i skilningi laganna. Páli Sigurðssyni var falið að semja álitsgerð vegna umræðna á opin- berum vettvangi um túlkun náttúru- vemdarlaga, en ákvæði 1. og 2. máls- greinar 29. greinar laganna hljóða svo: „Valdi fyrirhuguð mannvirkjagerð eða jarðrask hættu á því, að landið breyti varanlega um svip, að merkum náttúruminjum verði spillt eða hættu á mengun lofts eða lagar, er skylt að leita álits Náttúruvemdarráðs, áður en framkvæmdir hefjast. Ef það er vanrækt, getur Náttúru- vemdarráð krafist atbeina lögreglu- stjóra til að vama þvt, að verk verði hafið eða því fram haldið." í álitsgerð Páls segir meðal ann- ars: „Það gefur auga leið, að ákvæðið í 2. málsgrein væri þýðingarlítið í reynd ef það yrði einungis skilið svo, að náttúruvemdaryfirvöldum væru allar bjargir bannaðar til að stöðva verk, ef framkvæmdaraðili lætur hjá líða að leita lögboðins álits, því að þá gæti honum stafað svo augljóst hagræði af aðgerðarleysi sínu, gagn- stætt ótvíræðri grundvallarreglu lag- anna. Ákvæði 1. og 2. málsgreinar 29. greinar verða því ekki, í réttu samhengi, skilin öðruvísi en þannig, að Náttúruvemdarráð geti einnig, án þess að formlega hafi verið leitað álits þess, krafist atbeina lögreglustjóra til að vama því, að verk verði hafið eða því fram haldið. En þetta getur Nátt- úruvemdarráð ekki gert, að sínu leyti, nema eftir sjálfstætt mat á því hvort skilyröi 1. málsgreinar 29. greinar eigi við. Vitneskju um fyrirhugaðar fram- kvæmdir, sem varhugaverðar em, Á mér var brotinn sjálfsagð- ur réttur hvers einstaklings . „ _ _ ö segir Eysteinn Helgason í greinargerð MORGUNBLAÐINU barst f gær eftirfarandi greinargerð frá Ey- steini Helgasyni: í umfjöllun sinni um brottrekstur minn og Geirs Magnússonar frá Ice- land Seafood hafa flölmiðlar síðustu dagana skýrt frá ýmsum nýjum sjón- armiðum og skýringum Guðjóns B. Ólafssonar, stjómarformanns Ice- land Seafood. Eftir að mér var vikið úr starfi án skýringa, en íjölmiðlum sagt að brottreksturinn grundvallaðist á per- sónulegu missætti milli mín og Guð- jóns, hefur verið athyglisvert að* fylgjast með þvf hvemig stöðugt fleiri „ástæður" hafa verið fundnar upp og dregnar fram í dagsijósið — eftir að brottvikningin átti sér stað. Fjögur atriði eiga flestar þessar skýr- ingar og ástæður sameiginlegt: 1. Þær hafa aldrei borist mér til eyma fyrr. 2. Þær hafa aldrei verið ræddar á stjómarfundum Iceland Seafood — ekki einu sinni á þeim fundi sem samþykkti uppsagnimar. 3. Þær koma allar fram eftir að Guðjón B. Ólafsson hélt til höfuð- stöðva Iceland Seafood í Banda- ríkjunum. 4. Þær era flestar huglægar og óáþreifanlegar kenningar sem þó er auðvelt að hrekja með rökum. Aðrar skýringar er beinlínis hægt að sanna að séu rangar. Það er í senn óhjákvæmilegt og eðlilegt að ég svari þessum atriðum eftir bestu getu. Ég á mér það eitt markmið þessa dagana að hreinsa mig af ómerkilegum aðdróttunum og sannfæra sem flesta um það hvereu miklum órétti ég var beittur í þessu máli — þvert ofan í vilja lang- flestra ef ekki allra daglegra sam- starfsmanna minna — jafnt hér heima sem eriendis. A. Samstarfsmenn Guðjón hefur reynt að gera ýmis mál sem tengjast fyrrverandi sam- starfsmönnum mínum hjá Iceland Seafood tortryggileg. Það er athygi- isvert að eftir að ég upplýsti sl. mánudag hvemig vinnuregiur við Guðjón settum okkar samstarfi, og það hvemig ég stóð við minn þátt í þeim efnum, hefur missætti okkar verið vikið til hliðar og athyglinni í staðinn beint að samstarfsmálum ytra. Takið eftir að engin þessara mála hafa verið rædd við mig á meðan ég starfaði ytra né heldur á stjómarfundum Iceland Seafood. Öll þessi „vandamál" virðast fyret núna vera að skjóta upp kollinum. Litum nánar á þau atriði sem tind hafa verið til. 1. Óróleiki meðal starfsmanna Guðrjón segist finna fyrir miklum óróleika á meðal starfsmanna Iceland Seafood og segir fjölmarga hafa ver- ið komna á fremsta hlunn með að hætta störfum. Rétt er að óróleiki hefur lengi verið á meðal ráðandi starfsmanna, — en ekki vegna minnar nærveru ytra. í marga mán- uði hefur verið stórkostleg þörf fyrir stjómarfund til þess að unnt værí að taka til umfjöllunar og afgreiða fjölmörg brýn og stefnumarkandi mál, sem mörg snertu beint starfs- svið ákveðinna manna og vora jafn- vel frá þeim sjálfum komin. Það var, er og verður óþolandi fyrir alla góða starfsmenn með góðar hugmyndir og vilja til þess að vinna verk sín af alúð, ef yfiretjóm fyrirtækis er óvirk og stendur brýnum hagsmuna- málum þess og starfsmanna fyrir þrifum mánuðum og misseram sam- an. Auðvitað gætir. einnig óróleika þegar tveimur helstu starfsmönnum fyrirtækisins er sagt upp störfum án nokkurra ástæðna. Og það er auð- velt að ímynda sér, að þegar yfir- stjómin síðan birtist og gengur á þá starfsmenn sem eftir sitja, á svaeði þar sem mikið atvinnuleysi er stað- reynd, að óróleika verði vart. Mér kemur ekki til hugar að ætlast til þess að starfsmenn Iceland Seafood haldi uppi vömum fyrir mig við þess- ar aðstæður — til þess er atvinna þessa fólks augljóslega í of mikilli hættu. Með þessari yfirreið og jrfir- heyrelum ytra er starfsfólk Iceland Seafood að mínu mati sett í afar óþægilega og ósmekklega pressu — og það á þann eina kost að halda friðinn — og haida vinnunni Þáttur sölustjórans — nú forstjórans Guðjón segir sölustjórann Marty Finkelstein hafa sett það skilyrði fyrir áframhaldandi vera sinni hjá fyrirtækinu að ég yrði rekinn. Þetta er rétt, en veigamiklum atriðum er þó haldið eftir — eins og svo viða annare staðar f skýringum Guðjóns. Hið rétta er að Marty setti fram ákveðin tímamörk til þess að velja um Qóra kosti: i 1. að við Guðjón næðum sáttum og heilu samstarfi. 2. Að mér yrði vikið úr starfí. 3. Að Guðjón B. Ólafsson hætti sem formaður í a.m.k. 2 ár. 4. Að hann, þ.e. Marty, hætti störf- um hjá fyrirtækinu. Marty lagði á engan hátt meiri áherslu á eina lausn en aðra, en hélt þó ijórða kostinum eðlilega síst á lofti. Skynja menn ekki nú hvereu villandi og rangur málflutningur Guðjóns er þessa sfðustu daga? 3. Verksmiðjustjórinn „hrökklast frá“ Hér er enn eitt dæmið um alranga frásögn. Guðjón segir verksmiðju- stjórann, William Gramlich, hafa hrökklast frá vegna óánægju og ofríkis. Hið rétta er að honum bauðst á sl. ári afar vel launað starf, langt- um betur launað en starfið þjá Ice- land Seafood, og að auki víðara verk- svið og meiri möguleika, en við gát- um nokkra sinni boðið þessum starfs- manni. Hann sagði upp störfum sfnum, við gengum í bróðemi frá öllum okkar málum og f bréfi sem hann sendi mér sl. sumar þakkaði hann Iceland Seafood fyrir „ellefu bestu ár ævi sinnar". í þessu bréfí sem hann sendi öllum samstarfs- mönnum sfnum, 430 manns, þakkar hann ánægjulegt samstarf og talar um þann mikla vinningsanda sem rfki og vonandi muni haldast hjá Ice- land Seafood áfram. Þannig „hrökkl- ast“ þessi maður frá störfum. 4. „Samráð við tvo menn“ Því er haldið fram að ég hafi að- eins haft samráð við tvo menn hjá Iceland Seafood en að öðra leyti stjómað sem einræðisherra. Hér er enn rakalaus Qarstæða á ferð. Hið rétta er að fljótlega eftir að ég tók við störfum breytti ég og skilgreindi verksvið allra helstu ráðamanna, gaf þeim aukið frelsi og meiri ábyrgð en áður hafði tfðkast og setti að auki um hálfs mánaðarlega fundi þessara framkvæmdastjóra einstakra deilda. Menn voru á einu málí um að þetta fyrirkomulag hefði hleypt nýju blóði í starfsmenn, ekki einasta þá sem næst mér stóðu heldur tugi þeirra nánustu samstarfsmanna. Á sam- ráðsfundunum settu menn sér mark- mið, kortlögðu leiðir til þess að ná þeim, unnu að framtfðaretefnumótun o.s.frv. Allir töldu sig virkari og ánægðari í starfi en fyrr. Ég ætlast hins vegar ekki til þess að nokkur muni halda slfkum skoðunum á lofti við Guðjón um þessar mundir. Til slíks hafa menn engar aðstæður ytra. 5. „Slæm áhrif Geirs“ Það er enn ein furðukenningin að Geir Magnússon hafi haft slæm áhrif á mig og síðar hefur komið fram að hann hafi haft slæm áhrif á aðra starfsmenn. Ég kannast ekki við slíkt og minni á að Geir vann með Guð- jóni í 12 ár og þessi „galli" hans virtist a.m.k. ekki hafa háð fyrirtæk- inu eða samstarfi þeirra Guðjóns. B. Viðskiptavinir Enn eitt óáþreifanlegt atriði, sem nú er tínt til sögunnar, er að margir af helstu viðskiptavinum Iceland Seafood hafi verið á förum vegna óánægju með samstarfíð, mig per- sónulega, verðstefhu fyrirtækisins o.fl. Einn stæreti viðskiptavinurinn, Long John Silver, er þar nefndur séretaklega. Staðreyndin er eftir- greind: Við fengum á sfðasta ári mun minna af fiski vestur um haf en fyrr. Um leið er auðvitað óhjákvæmilegt að afgreiðslur verði erfiðari, við átt- um of lítið af vöra til að selja og deila varð þvf á milli manna sem til var. Við reyndum að halda góðu sam- starfi við alla stæretu viðskiptavini, völdum þá úr sem voru elstir, traust- astir og greiddu hæsta verðið og lét- um vfsvitandi örfáa litla viðskiptavini róa á önnur mið. Slíkt var óhjá- kvæmilegt. Samstarfið við Long John Silver stóð traustum fótum og ég var einmitt staddur á fundi á aðalskrif- stofu þess fyrirtækis í Kentucky þeg- ar mér baret fyret til eyma eftir óformlegum leiðum að mér hefði verið sagt upp störfum. Fundurinn hafði gengið vel, við lögðum á ráðin um hversu mikil viðskipti ársins yrðu, hve mikið í hverjum mánuði o.s.frv. og engin óánægja með samstarfið við mig gerði vart við sig. Ég hef hins vegar margoft, í skýrelum til stjómar, á fundum með framleiðend- um og í samtölum við Qölmiðla, var- að við því ástandi sem gæti skapast vegna áframhaldandi hráefnisskorts. Ég hef engin tök á því að taka á mínar herðar oreakir, og síðan afleið- ingar, þessa skorts á fiski, sem stafar annare vegar af lágu gengi dollars og hins vegar stórauknum útflutn- ingi á frystum og ferekum fiski til V-Evrópu. gæti Náttúravemdarráð þá sem hæg- ast fengið frá almenningi (þ.e. áhuga- sömum einstaklingum eða til dæmis náttúruvemdamefndum). í þessu sambandi skal þess þó getið, að í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til náttúruvemdarlaga á sínum tíma, segir í athugasemdum við umrædda grein, að Náttúruvemdarráði sé með þessu ákvæði ekki fengið vald til að stöðva eða tefja mikilvægar fram- kvæmdir, en þessi ummæli greinar- gerðarinnar verða að teljast mark- laus, þar sem þau fá engan veginn samræmst orðalagi lagagreinarinnar sjálfrar." Síðar í álitsgerð Páls segir einnig: „Gildissvið almennra ákvæða náttúra- vemdarlaga, svo sem 29. grein, er mjög víðtækt og taka þau til dæmis jafnt til þéttbýlis (bæja og borgar) og stijálbyggðari landsvæða eða óbyggða. Ákvæði í 1. málsgrein hefur sjálfstætt gildi, án tillits til byggingar- löggjafar, nema sérstök ákvæði í byggingarlögum eða sambærilegri löggjöf leiði til skýrra frávika frá þeirri meginreglu. Auðkenning ákveðins landsvæðis eða annarra náttúruminja í B-hluta náttúraminjaskrár (sem birt er með tilstuðlan Menntamálaráðuneyti) fel- ur tvímælalaust í sér staðfestingu náttúruvemdaryfírvalda á því, að þar sé um merkar náttúraminjar að ræða í skilningi 1. málsgreinar, enda styrk- ir löng og nær ágreiningslaus fram- kvæmd ákvæðisins þá niðurstöðu." Ég fullyrði að fréttir um stirt sam- band milli mín og viðskiptavina eiga við jafn lítil rök að styðjast og dylgj- ur um margþætta óánægju starfs- manna. Enn era á ferðinni tilbúnar sögur. Ella væri það líka fádæma ábyrgðarleysi af stjóm fyrirtækisins að hafa ekki sest niður á fundi og rætt þessi aðkallandi mál. C. Hversu góð er afkoman? Það er einkennilegt að vera (þeirri stöðu að hafa stjómarformann sinn stöðugt í vöm gagnvart góðum árangri á sfðasta ári. Málflutningur- inn sfðustu daga er ekki nýr fyrir mér þótt hann komi fyret núna fram opinberlega. Guðjón B. Olafsson hef- ur fengið mánaðarlega skýrelur allt frá því ég tók við störfum, um góðan árangur, aukna sölu, aukna mark- aðshlutdeild og methagnað. Á sfðasta ári fékk ég aldrei nein viðbrögð við þessari skýrslugerð, hvorki jákvæð né neikvæð, engin símtöl, engar at- hugasemdir. Ég heyrði hins vegar út undan mér stöðugar efasemdir um að þetta góða gengi myndi halda áfram, ég hefði verið heppinn með ytri aðstæður og hagnaðurinn væri forvera mínum að þakka. Það er alveg ljóst að síðastliðið ár verður metár í hagnaði og sölu hvort sem Guðjóni B. Olafssyni líkar það betur eða verr. Það er talað um of miklar birgðir af fiski um áramót og að í uppgjöri síðasta áre eigi eft- ir að taka tillit til lækkandi verðs á fiskblokk. Því er til að svara að birgð- ir era eðlilegar miðað við það mikla neyslutfmabil sem í hönd fer og stað- reynd er að verð var ekkert farið að lækka um síðustu áramót og enn f dag, í byijun maremánaðar, hefur þessi umtalaða verðlækkun á þorek- blokk sem stöðugt hangir yfir ekki komið til framkvæmda. Skýra máli um rekstur og afkomu á sfðasta ári talar líka bréf sem mér baret frá aðalviðskiptabanka Iceland Seafood, Citicorp í New York. Eftir árlegan yfirlitsfund í upphafi árs með þremur af helstu starfsmönnum bankans sem um mál fyrirtækisins fjalla, lætur varaforsetinn, Charles Kelly, skriflega í ljós mikla ánægju með reksturinn og telur samstarfið standa á traustari fótum en nokkru sinni fyrr. D. „Þrír stjóraar- fundir um mín mál“ Það er látið berast að mér hafi gefist ýmis tækifæri til þess að hitta stjórnina vegna minna mála, heyra sakargiftir og halda uppi vörnum. Nefndur er til sögunnar einn stjóm- arfundur í desember og tveir til við- bótar eftir sfðustu áramót áður en ákvörðun um brottrekstur var tekin. Hér er loks komið eitt áþreifanlegt atriði — og um leið kærkomið tæki- færi til að hrekja rangfærelur með óyggjandi staðreyndum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.