Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988
43
ÁFENGUR BJÓR
Nú um sinn hefur mikið verið
rætt um áfengan bjór, hvort leyfa
skuli innflutning hans og fram-
leiðslu í landinu. Um þetta eru
menn ekki sammála.
Faðir minn var í Danmörku
1902 til 1904. Hann sagði svo frá,
að þar hefði verið mikið drukkið
af áJfengum bjór, líklega Carlsberg.
A vinnustöðum var bjórinn drukk-
inn við þorsta, þegar heitt var og
af fleiri ástæðum, sem leiddi til
þess að mikill meirihluti vinnandi
fólks var undir áhrifum áfengis,
með starandi augu og föla brá.
Faðir minn var hvorki drykkjumað-
ur né bindindismaður, en sagði frá
því sem fyrir augu bar.
Langt er liðið síðan þetta var,
en nú er sagt frá því í blöðum að
á Norðurlöndum sé áfengisdrykkja
mest í Danmörku. En hver er
ástæðan? Er það áfengur bjór?
Á vinnustöðum hér á landi er
fólk ekki undir áhrifum áfengis,
en hvað mundi verða, ef allt það
öl og gosdrykkir sem drukkið er
yrði allt í einu áfengt eins og í
Danmörku?
Áfengisdrykkja er mikil hér á
landi, en sem betur hefur mikill
meirihluti fólks gott vald á sinni
drykkju. Það getur varla talist sak-
næmt þó Pétur og Páll drekki sig
fulla tvisvar eða þrisvar á ári, en
dagdrykkja, að vera flesta daga
undir áhrifum áfengis, er hættu-
leg.
Bjórfrumvarpið liggur nú á
borðum alþingismanna. Ég er
sannfærður um að alþingismenn
eru samviskusamir og upp til hópa
vilja þeir gera þjóð sinni það gagn
sem þeir geta. En á líðandi stund
er of erfitt að meta hvað á að
gera og hvað á ekki að gera. Þess-
vegna eru menn ósammála.
Ég held að alþingismenn ættu
að hugsa sig vel um áður en þeir
Björn Egilsson
samþykkja að áfengur bjór verði á
hvers manns borði.
Björn Egilsson
frá Sveinsstöðum.
Bíóhöllin frum-
sýnir „Skap-
aður á himni“
KVIKMYNDIN „Skapaður á
himni“ (Made in Heaven) hefur
verið tekin til sýninga í kvik-
myndahúsinu Bíóhöllinni. Leik-
stjóri er Alan Rudolph og með
aðalhlutverk fara Kelly Mcgillis
og Timothy Hutton. í fréttatil-
kynningu frá kvikmyndahúsinu
segir m.a.:
Mike drukknar þegar hann bjarg-
ar lífi konu og tveggja dætra henn-
ar. í himnaríki hittir hann löngu
látna frænku sína sem segir honum
að menn fái stundum að snúa aftur
til jarðar ef þeir ímyndi sér það
nógu eindregið. Mike verður síðan
einmitt einn þeirra sem fá tæifæri
til að snúa aftur til jarðar.
tuna með skráningu og verksmiðjuryðvórn,
vildarkjör
|un og eftirstöðvar á allt að 24 mánuA
í Daihatsusalnum.
Mest seldi arinkubburinn í Bandaríkjunum
á gamla verðinu kr
Nokkrir bílar til afgreiðslu strax.
,X'