Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988
7»
v .-.I * ♦ i. -<
* Þ r,lf
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
_ FRÁ MÁNUDEGI
X TIL FÖSTUDAGS
/ur i/yywi um/iV 'ii< lí
"UF VFR-DLR<SS'3TJÓRl RRing-ir, CR ÉG FPRInN til kínr"
Himinhrópandi ranglæti
Til Velvakanda.
Þau ánægjulegu tíðindi urðu á
Alþingi 25. febrúar sl. að utanríkis-
ráðherra fór hörðum orðum um
framferði ísraelsmanna gegn Pal-
estínufólkinu á Gaza og Vestur-
bakka árinnar Jórdan. Það var svo
sannarlega kominn tími til þess að
heyra eitthvað frá íslenskum stjórn-
málaforingja um þann hrylling er
þama á sér stað. Ég hefi lengi furð-
að mig á þeirri algeru þögn er hef-
ur ríkt hjá þessum mönnum en von-
andi er þetta merki þess að nú verði
breyting á og hinir fylgi á eftir.
Steingrímur Hermannsson, eins og
flestir vestrænir stjómmálamenn,
talar aðeins um grimmilega með-
ferð á Palestínufólkinu á þessum
ákveðnu svæðum, vitanlega er mál-
ið miklu stærra og alvarlegra en
það. Ekki fordæmdi ráðherrann
heldur hernámið sem slíkt, aðeins,
eins og vestrænir kollegar hans,
hörkuna sem beitt er. Engin þjóð í
víðri veröld hefur mátt þola þvílíkar
hörmungar né jafn lengi og Pal-
estínuþjóðin en þetta hefur þegar
varað í rúma fjóra áratugi eða allt
frá því Bretar tóku þá skelfilegu
ákvörðun að heimila gyðingum að
hefja landnám í Palestínu. Bretar
réðu þama ríkjum á þessum tímum
eins og reyndar mjög víða í heimin-
um. Þegar þeir tóku þessa örlaga-
ríku ákvörðun þá vom íbúar lands-
ins um 700.000, þar af Palestínu-
Stöð2:
Haldið
áfram
endursýn-
ingum
Til Velvakanda.
Endursýningar góðra kvikmynda
eru af hinu góða — sérstaklega fyrir
þá sem eru kvöldsvæfir og ekki hafa
nennu til að horfa fram á rauðanótt,
enda þótt fullur vilji sér fyrir hendi
og að um góðar myndir sé að ræða.
Það er þægilegt að setjast fyrir fram-
an sjónvarpið þegar maður kemur
þreyttur heim úr vinnu og sjá góða
mynd fyrir kvöldmatinn, oft og tíðum
kvikmynd sem maður var hálfstúrinn
yfír að hafa ekki séð þegar hún var
sýnd í fyrsta sinn. Þið á Stöð 2,
haldið ykkar striki, dagskráin er fín
eins og áskrifendafjöldinn sýnir.
Einn kvöldsvæfur
arabar 93%. Ekki var verið að
spyija íbúana álits á þessari ákvörð-
un. Ég er ansi hræddur um að ís-
lendingar hefðu talið það himin-
hrópandi ranglæti hefðu Danir, sem
um langan tíma stjómuðu hér á
Fróni eins og allir vita, auðvitað,
einn góðan veðurdag heimilað t.d.
sígaunum ýmissa landa að hefja
hér landnám. Nóg var rýmið, aðeins
lítill hluti landsins byggður, vitan-
lega hefðum við aldrei tekið þessu
og hefðum reynt að beijast gegn
slíkri ákvörðun á allan hugsanlegan
máta, einkum og sér í lagi hefðu
hinir nýju landnemar þegar byijað
að sölsa undir sig eigur okkar og
lendur, en þetta er nákvæmlega
það, sem skeð hefur þama austur
í Palestínu. Gyðingar era um það
bil að ná öllu þessu svæði undir
sig. Milljónir manna hafa verið
hraktar á brott og hírist þetta fólk
í flóttamannahreysum í nágranna-
löndunum og víða við svo hroðaleg-
ar aðstæður að orð gætu aldrei lýst
þeirri eymd og algera niðurlægingu.
Brátt munu íbúar svæðanna sem
nefnd era hér í byijun pistilsins
einnig verða famir sömu leið og
spumingin hvort ísraelsmenn láta
þar staðar numið ætli þeir sér að
ná öllu því landi er gyðingar fom-
aldarinnar byggðu samkvæmt Bibl-
íunni, þeir vitna oft í hana í þessu
sambandi.
Það sem skeð hefur í Palestínu
snertir okkur íslendinga svo sann-
arlega þó að með óbeinum hætti
sé. Við eram í Atlantshafsbandalag-
inu, þar eru Bandaríkjamenn allt í
öllu og með herstöð hér, en einmitt
Bandaríkjamenn era aðal stuðn-
ingsmenn morðvarganna í ísrael og
það svo mjög að án þeirra væri
þetta ríki ekki til. Við vitum um
blóðugan feril ísraelsmanna í
tryggu skjóli Bandaríkjanna en
hvað geram við í málinu? Var ein-
hver að tala um siðferðilega ábyrgð.
Jú, það er mikið talað um það þessa
dagana að bera siðferðilega sök eða
ábyrgð á þessu eða hinu og látlaust
er hamast á Austurríkisforseta. í
þessu sambandi á hann, sem tvítugt
ungmenni í þýska hemum, að hafa
staðið að eða að minnsta kosti að
hafa vitað um glæpaverk nas-
istanna og því sé hann sekur. Enda
þótt fjöldi manna vinni dag og nótt
og hafí gert áram saman við að
grafa upp einhver plögg til sönnun-
ar þá hefur það ekki tekist. En
þrátt fyrir þetta er forsetinn þegar
brennimerktur og fær t.d. ekki að
koma til Bandaríkjanna á sama
tíma og menn þar í landi blessa í
bak og fyrir og veita hinar höfðing-
legustu viðtökur fjöldamorðingjan-
um Shamir forsætisráðherra Isra-
els. Ekki síður bugtar Thatcher hin
breska sig og beygir fyrir þessum
sama manni, sem með eigin hendi
drap fjölda landa hennar á dögum
Breta í Palestínu. Þetta hugtak, „að
bera siðferðilega sök“, virðist hljóta
ansi einkennilega túlkun margra
nú á dögum að ekki sé meira sagt.
Alþýðuflokksforystan þegir þunnu
hljóði eins og hinir forkólfanir að
Steingrími ráðherra einum undan-
skildum. Af íslensku stjórnmála-
flokkunum er hlutur Alþýðuflokks-
ins sýnu verstur, þeir steinþegja
enda vita þeir á sig skömmina. Al-
þýðuflokkurinn er aðili að Alþjóða-
sambandi jafnaðarmanna, þar er
einnig ísraelski verkamannaflokk-
urinn en sá flokkur hefur lengst
af farið með völdin í ísrael og ber
þar af leiðandi þyngstu sökina á
örlögum Palestínuþjóðarinnar.
Jafnaðarstefnan boðar frelsi, jafn-
rétti og bræðralag og talað er um
að rétta hendur til hinna þjáðu,
kúguðu og fátæku og fleira fagurt
í þessum dúr. En drottinn minn
dýri, á sama tíma og menn boða
þetta í ræðu og riti þá era þessir
menn með ísraelsmenn innan þess-
ara vébanda, hvílíkur smánarblettur
á göfugum hugsjónum. Mér koma
oft í huga ljóðlínur Fjallaskáldsins
er ég hugleiði hið ömurlega ástand
heimsbyggðarinnar, skáldið segir
m.a. í einu kvæða sinna:
Veröldin er leikvöllur heimsku og harms
er hryggðarstunur bergmálar syrgjandi bams.
Lífið er blóðrás og logandi und
sem læknast ekki fyrr en á aldurtilastund.
Guðjón V. Guðmundsson
“Má*
á nokkrum notuðum bilum í
eigu umboðsins:
Verð áður Verð nú
MAZDA 323 árg. '82
Volkswagen Golf árg. '84
Volvo 244 árg. '78
Suzuki bitabox árg. '82
Fiat 127 árg. '82
Honda Civic Station árg. '82
MAZDA B1800 pickup árg. '82
Daihatsu Charade árg. '80
Mitsubishi Lancerárg. ’80
Nissan Sunny árg. '83
'4
220.000
260.000
230.000
160.000
120.000
260.000
240.000
120.000
180.000
220.000
190.000
220.000
180.000
130.000
70.000
230.000
200.000
95.000
110.000
180.000
FJöldl annara bíla ú staönum
Oplö laugardaga fré kl. 1-5
BILAÐORG HF.
FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til
viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardög-
um frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers
kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum
borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma
þessa.
Laugardaginn 5. mars verða til viðtals Árni Sigfússon, formaður félagsmála-
ráðs og í stjórn heilbrigðisráðs og Hulda Valtýsdóttir, formaður menningamála-
nefndar.