Morgunblaðið - 05.03.1988, Page 37

Morgunblaðið - 05.03.1988, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 37 unblaðið. Útflutningur á brotajámi lagð- ist af um tíma síðastliðið haust þegar verð lækkaði mikið. Flutt hafa verið út 10-12 þúsund tonn af brotajámi á ári síðustu 3-4 ár, en það var bróðurparturinn af því sem til féll á íslandi. Þá störfuðu um 12-15 menn hjá Sindrastáli við að skera jámið niður í réttar stærðir, en nú eru þeir aðeins fjór- ir. Farmurinn sem skipað var upp í Lystend er aðallega úrgangur úr smiðjum, en hann fer til Rott- erdam þar sem honum er umskip- að til Japans. Ekki er þó áformað að senda fleiri en einn farm í við- bót eins og stendur og eftir það gæti endurvinnsla á brotajámi lagst niður hjá Sindrastáli. „Það er búið að skipa allskonar nefndir um brotajámsvinnslu á vegum ríkis og sveitarfélaga en þær era fremur seinvirkar og hefur lítið sést liggja eftir þær ennþá," sagði Þór Hauksson. „Ef ekki verður nein breyting á verður þetta allt geymt í jörðu hér, en ég tel að það sé örugglega hægt að endur- vinna brotajám á íslandi." INNLENT man ég ekki eftir því að þeir hafí hamast af jafnmiklum krafti pólitískt og í þessu ópólitiska máli. Allt pólitískt þrek þeirra fer í þetta eina mál, og það er svo sem ág- ætt, það lifir þá ekkert eftir af þeim í öðra, mér líður ágætlega undir þessu." Davíð vék sfðan að áhyggjum Kristínar af háskólastúdentum. „Það vekur furðu mína, að það er byggð hver stórbyggingin á fætur annarri á háskólasvæðinu, við hlið- ina á lesstofum stúdenta, en Kristín virðist ekki velta því fyrir sér hvort stúdentar þar geti lært. Ef hins vegar um ráðhús er að ræða, er þetta stórmál. Hvers konar ráð- húsveiki er þetta eiginlega," sagði borgarstjóri. Varðveisla gamallar bæjarmyndar Siguijón Pétursson (Abl) sagði meginástæðuna fyrir andstöðu sinni við ráðhúsið vera þá, að það væri á röngum stað. Við 'Ijömina væri heillegasta bæjarmynd Reykjavík- ur, frá þeim tíma er fyrst var að komast á bæjarbragur. Þessa bæj- armynd yrði að varðveita og kynna borgarbúum vel, hvað þama væri á ferð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (S), formaður skipulagsnefndar borgar- innar, svaraði Sigurjóni og minnti á að ákveðinn reitur hefði verið afmarkaður og merktur ráðhúsi á skipulagsuppdráttum af Kvosinni. Hann minntist þess hins vegar ekki að þeir, sem nú mótmæltu ráð- húsinu kröftuglegast í borgarstjóm hefðu andmælt þessari staðsetn- ingu. Að loknum umræðum um ráð- húsið var gengið til atkvæða um tillögu minnihlutafulltrúanna fímm um að stöðva framkvæmdir þar til kynningu á ráðhúsinu yrði lokið,' Henni var vísað frá með níu at- kvæðum sjálfstæðismanna gegn atkvæðum fimmmenninganna, en Sigrún Magnúsdóttir, fulltrúi Fram- sóknarflokksins kaus að sitja hjá. Þvínæst kom til atkvæða tillaga meirihlutans um að hefja samninga við ístak hf., og var hún samþykkt með níu atkvæðum sjálfstæðis- manna gegn sex atkvæðum minni- hlutans. Minnihlutafulltrúamir, að Sigrúnu Magnúsdóttur undanskil- inni, gengu þá af fundi. Frá Eingarfundi á Akureyri á fimmtudagskvöldið. Morgunbiaðið/Guðmundur Svansson Eining í Eyjafirði: Næstu skref ákveðin eftir helgi - segir Sævar Frímannsson formaður „STJORNIN hittist eftir helgina og þá sjáum við hvað komið hef- ur út úr þeim fundum, sem nú á eftir að halda. sagði Sævar Frímannsson formaður verka- lýðsfélagsins Einingar í Eyjafirði í samtali við Morgunblaðið, en eins og fram hefur komið voru samningarnir felldir með 348 atkvæður gegn 109 á almennum fundi í félaginu á fimmmtudags- kvöld. „í framhaldi af þvi verða svo næstu skref ákveðin." Aðspurður um framhaldið sagð- ist Sævar, á þessu stigi, telja víst að erfitt verði fyrir einstök félög að standa í viðræðum hvert fyrir sig. „Ég tel réttast að fjórðungs- samböndin eða jafnvel VMSÍ taki að sér að semja fyrir þau félög sem koma til með að fella samningana," sagði hann. „Ég held að það hafi verið til góðs að koma heim með samninginn og fá viðbrögð við honum," sagði Sævar. „Ég tel mig hafa borið samninginn upp hlutlaust, en gerði hins vegar fólki alveg grein fyrir því að það væri á brattann að sækja, og að það væri álit mitt að Leikfélag Akureyrar: Æfingarhafn- ar á Fiðlaran- um á þakinu LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýnir verk Arthurs Millers, “Horft af brúnni", i kvöld, en nú þegar er farið að huga að lokaverkefni leikfélagsins á yfir- standandi ári, sem verður “Fiðl- arinn á þakinu“. Hafnar eru sön- gæfingar á verkinu og er stefnt að frumsýningu 22. apríl. Theódór Júlíusson fer með hlut- verk Tevje mólkurpósts og Goldu konu hans leikur Anna Einarsdótt- ir, sem undanfarin ár hefur starfað hjá Félagi íslenskra leikara. Dæt- umar þijár leika þær Amheiður Ingimundardóttir, Margrét Péturs- dóttir og Erla Ruth Harðardóttir, sem allar hafa nýlokið námi frá leiklistarskólum erlendis. Verðandi eiginmenn þeirra leika þeir Gunnar Rafii Guðmundsson, Skúli Gauta- son og Friðþjófur Sigurðsson. Sunna Borg fer með hlutverk Yente hjúskaparmiðlara og Þráinn Karls- son leikur slátrarann Lazar Wolf. Alls taka um 45 manns þátt í verkinu, þar af tólf manna hljóm- sveit. Leikstjóm annast Stefán Baldursson. ekki_ fengist meira án aðgerða. „Á fundinum var greinilegt að fólk var óánægt með kaupliði samn- ingsins og ekki síst starfsaldurs- hækkanimar," sagði Sævar enn- Samningur náðist í gær á milli Alafoss hf og sovéska Samvinnu- sambandsins um ullarvörukaup. Samningurinn var undirritaður á Akureyri um kl. 17 í gær. Þessi samningur er um fjórðung þess magns, sem vonir standa til að Sovétmenn kaupi af íslendingum á árinu. Jón Sigurðarson for- stjóri Alafoss sagðist vera án- ægður með niðurstöður, þegar Morgunblaðið hafði tal af honum eftir undirritun í gær. I dag hefj- ast í Reykjavík viðræður við so- véska ríkisfyrirtækið Raznoex- port um kaup þeirra á því sem eftir er til að fylla í rammasamn- ing um viðskipti þjóðanna, eða um 75% ullarsölunnar. Jón Sigurðarson sagði í gær, að hann væri mjög ánægður með að vera búinn að ná þessum samningi. „Báðir aðilar urðu að gefa dálítið eftir, en þetta er í anda þeirrar verðstefnu sem við viljum fylgja,“ sagði hann, en vildi ekki tjá sig nánar um verð. „Sovétmenn hafa sýnt mjög mikinn samningavilja, það er þeim að þakka og okkar samningamönnum að þetta gekk saman núna. Viðræðumar hafa staðið síðan í september og þetta er lokaátakið." Ennþá er ósamið við sovéska ríkisfyrirtækið Raznoexport. í dag hefjast viðræður í Reykjavík við viðskiptafulltrúa Sovétríkjanna um þau viðskipti. Þar er um mun meira magn að ræða og sagðist Jón Sig- urðarson vonast til að gengi saman í næstu viku. „Samningurinn í dag er aðeins brot af því sem við von- umst til að selja til Sovétríkjanna. Treflamir era eftir, Samvinnusam- bandið keypti fatnað. Það er mjög þýðingarmikið að ríkisfyrirtækið, Raznoexport, standi við ramma- samninginn um magn, sem þeir kaupa á árinu," sagði Jón. Aðspurð- ur um áhrif samningsins á afkomu Alafoss sagði hann:„ Ég er bjart- fremur. „Það þýðir ekkert að bjóða mönnum upp á það að þjóðfélagið fari um koll ef þetta fólk fengi það sem það þyrfti að fá til að geta lif- að mannsæmandi lífí. Afstaðan til þessa var mjög á einn veg. Þetta á ekki síst við um fiskvinnslufólkið, sýnn, þessi samningur í dag styrkir okkur verulega. Það er þó mikið undir því komið að við náum magn- BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur synjað Þráni Lárussyni veitinga- manni á Uppanum um leyfi til að hafa opið milli kl. 3 og 5 á nætumar um helgar. Synjunin er byggð á forsendum lögreglu- samþykktar Akureyrarbæjar sem segir að veitingastaðir megi ekki hafa opið frá kl. 3 til 6 á næturnar. „Sjoppumar hljóta að þurfa að selja heitan mat, svo sem hamborg- ara, pizzur og annan heitan mat, á sem er um það bil 40% félags- manna. Það er afgerandi óánægja meðal þess og er greinilegur mikill áhugi á því að samið verði sérstak- lega fyrir það,“ sagði Sævar Frímannsson formaður Einingar. samningum um svipað magn og undanfarin ár. Það kemur væntan- lega í ljós í næstu viku.“ veitingaleyfí. Þvf vil ég gjarnan fá að sitja við sama borð og þær og fá að hafa opið til 5 um helgar eins og þær á mínu smásöluleyfi," sagði Þráinn. Hann sagðist hafa haft samband við bæjarstjóra, sem sýnt hefði málinu mikinn skilning og ætlaði að beita sér fyrir því að lögreglu- samþykktinni, sem nú væri nokkuð komin til ára sinna, yrði breytt. „Á meðan ætla ég að bíða rólegur enda friðsamur maður í eðli mínu,“ sagði Þráinn. Ullarvörusamningar: Samið við sovéska Sam~ vinnusambandið í gær Viöræður við Raznoexport hefjast í dag Morgunblaðið/Guðmundur Svansson Frá undirritun samningsins á Akureyri i gær. Jón Sigurðarson for- stjóri Álafoss og fulltrúar sovézka samvinnusambandsins. Vil silja við sama borð og sjoppumar — segir Þráinn Lárusson á Uppanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.