Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 51 Næturgalinn gleður með góðum hljóm — lög Magnúsar Eiríkssonar í söng- og danssýningu á Hótel Sögn Pað er létt og leikandi stemmn- ing á söng- og danssýningunni Næturgalanum á laugardagskvöld- um á Hótel Sögu. Næturgalinn byggist á lögum og textum Magn- úsar Eiríkssonar tónlistarmanns, en sérhijómsveit Næturgalans, Bræðralagsbandið, ásamt lands- kunnum söngvurum og dönsurum úr Dans-Nýjung Kollu flytur söng- leikinn af innlifun og leikgleði. Næturgalinn er eilítið öðruvísi en söngsýningar ýmissa skemmtistaða að undanfömu. Höfuðáherslan er ekki endilega lögð á dúndrandi fjör og hraða, heldur fá hin landskunnu taktföstum dansi. Iög Magnúsar Eiríkssonar að njóta sín í samstilltum hópi flytjenda og látlaus og manneskjulegur sögu- þráður tengir saman 28 lög og lag- hluta eftir Magnús Eiríksson. Bræðralagsbandið samanstendur af Hljómsveit Magnúsar Kjartansson- ar og þar er valinn maður í hveiju rúmi enda ekki feilpúst á þeim nót- unum. Næturgalinn er vönduð og skemmtileg sýning, eins konar kon- sert eða rokkópera og uppsetningin á dagskránni féll auðheyrilega flest- um vel í geð. Sýningin naut sín og gestir Hótels Sögu fengu einnig að njóta sín við góðan mat og sýningu sem hittir i mark án nokkurra púð- urskota. Næturgalinn er þannig skemmtileg blanda af tónleikum, sviðssetningu, skemmtun, undir- tónninn er ljóðræn stemmning með sprettum. Það eru blússgóðir söngvarar sem syngja í Næturgalanum, Pálmi Gunnarsson, sem segja má að höf- uðþunginn liggi á, Jóhanna Linnet, Ellen Kristjánsdóttir og Eyjólfur Kristjánsson. Þó ekki væri nema til þess að hlusta á þessa frábæru söngvara, stendur Næturgalinn fýr- ir sínu. Mjög góður hljómur er á tónlist- arflutningnum og það eru margir skemmtilegir toppar á sýningunni þegar söngvarar og hljómsveit þurfa að beita sér til fulls og dansar- amir setja skemmtilegan svip á sýninguna og eru bráðgóðir. Eins og fyrr segir er taktur sýn- ingarinnar eins og indælt veður þar sem menn geta slappað af og látið sér líða vel, enda sýningin nær leik- húsi en ærslasýningum. Það sem helst má finna að sýningunni er lýsingin fyrir þá sem sitja fjærst sviðinu. Það þarf að auka ljósmagn- ið og reyndar mun það standa til. Það mátti heyra á sýningargestum að sumir söknuðu ákveðinna laga Magnúsar, en' söguþráðurinn réð að nokkru ferðinni og lögin gefa góða mynd af hinum fjölbreytta og persónulega stíl Magnúsar Eiríks- sonar. í stuttu máli er Næturgalinn með Bræðralagsbandinu vel heppnað fyrirbæri í menningar- og skemmt- analífinu og sýnir að það eru marg- ar leiðir að góðu marki. Leikstjóri Næturgalans er Val- geir Skagfjörð, Kolbrún Aðalsteins- dóttir stjómar dönsum hinna ungu efnilegu dansara,_Gerla sá um bún- ingana, Gunnar Ámason um hljóð, Bjöm Guðmundsson um ljós og Sig- uijón Jóhannsson um leikmynd, en allt er þetta snyrtilega og mark- visst unnið. Söguþráðurinn er ástarsaga sem allir skilja, sorg og gleði, flóð og fjara eins og gengur í mannlífíriu, þægileg og skemmtileg kvöldsýn- ing. ‘v é 0^ •» i f Bræðralagsbandið bregður á leik í Næturgalanum, en eins og sjá. má byggist bandið á hljómsveit Magnúsar Eiríkssonar. Valgeir og Gerla leggja á ráðin. Micahel Jackson hlaut engin verðlaun á þrítugustu Grammy verðlaunaafhendingunni, en heiiiaði áhorfendur upp úr skón- um. Reuter Whitney Houston með verðlaunin sin. Hún þakkaði Guði, aðdáendum og fjölskyldu sinni árangurinn í örstuttri ræðu. TÓNLIST Grammy verðlaunin afhent Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent f New York síðastliðinn miðvikudag. Tíðindum þykir sæta að Michael Jackson hlaut engin verðlaun þetta árið, en síðast þegar hann var tilnefnd- ur féllu honum átta verðlaun í skaut. Plata Paul Simons, „Grace- land“, sem er undir afrískum áhrifum var valin hljómplata árs- ins. Bruce Springsteen var valinn besti söngvarinn og tekinn fram yfir hetjurokkara eins og Tinu Tumer og Joe Cocker. Rokkhljómsveit ársins var valin hin írska U2 og afurð hennar „The Joshua Tree“ kjörin besta rokkplatan. Whitney Houston var valin besta ryþma- og blússöng- konan, trompetleikarinn Wynton Marsallis átti jassplötu ársins. Diane Shur var valin besta jass- söngkonan og Bobby McFerrin þótti bera af karlkyns jasssöngv- urum. Sérstök Grammy verðlaun komu í hlut píanóleikarans Vlad- imirs Horowitz fyrir framlag hans til sígildrar tónlistar. Hann hlaut einnig verðlaun fyrir hljómplötuna „Horowitz in Moscow", sem tekin var upp fyrir tveimur árum þegar Horowitz heimsótti föðurlandið og hélt tónleika, í fyrsta sinn eftir að hann yfirgaf Rússland skömmu eftir byltingu. Horowitz er á níræðisaldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.