Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 27 Morgunblaðið/ól.K.M. Bókinni um fornleifarí Skálholti vel tekið Bókin Skálholt, fornleifa- rannsóknir 1954 - 1958 sem nýkomin er út hjá bókaútgáf- unni Lögbergi, var kynnt háti- ðargestum á 125 ára afmæli Þjóðminjasafns íslands sl. sunnudag. Á hátíðarfundi Þjóð- minjasafnsins fórust mennta- málaráðherra, Birgi ísleifi Gunnarssyni, m.a. svo orð um ■*------------------■»----------- Desemberfundurinn sem talað er um í tveimur flölmiðlum í gær, fimmtudag, var haldinn í september og var ekki stjómarfundur, heldur óformlegur rabbfundur. Þessi fundur var haldinn án stjómarformanns, og var því fuliskipaður. Þetta var áður en Guðjón var byijaður að ræða um það af alvöru við stjómarmenn að ég yrði að víkja úr starfi. Sambúð okkar Guðjóns hafði hins vegar farið versnandi og ég sagði stjómarmönn- um mína hlið þeirra mála. Engar ásakanir heyrðust í minn garð á þeim fundi, enda var engin óánægja á meðal anarra stjómarmanna en Guð- jóns og ekkert tal um brottrekstur á fundinum. Það er rétt að Guðjón kallaði í tvígang saman stjómarfund á þessu ári til þess að knýja í gegn ákvörðun um brottrekstur. Mér var ekki boðið til þeirra funda og gat því ekki varið mitt mál. Svo fór þó á báðum þessum fundum að Guðjón breytti dagskrá þeirra, frestaði því að taka mín mál fyrir og fundartíminn var allur notað- ur til þess að ræða mál Guðjóns sjálfs. Þessi frestun á mínum málum á sér væntanlega þá skýringu að meirihluti fyrir brottvikningunni var ekki fyrir hendi. Guðjóni tókst hins vegar ætlunarverk sitt í þriðju tilraun á þessu ári og keyrði þá málið í gegn á skömmum tíma án nokkurra um- ræðna um efnisleg atriði. A þessa fundi var mér aldrei boðið að koma þrátt fyrir þrábeiðni mína. A þessum fundum var aldrei rætt um ástæður og á þessum fundum var aldrei minnst einu orði á alla þá erfiðleika sem nú er talað um að steðjað hafí að Iceland Seafood. Finnst mönnum þessi atburðarás ekki einkennileg? Mér er hún a.m.k. gjörsamlega óskilj- anleg, ekki síst þegar lýðræðislegt félagsmálaafl á borð við Samvinnu- hreyfinguna á í hlut. E. Rannsókn á fjár- reiðum Guðjóns Því er haldið fram í flölmiðlum og sterklega gefið í skyn af Guðjóni og Marteini FViðrikssyni stjómarmanni að við Geir Magnússon höfum komið af stað umræðunni um rannsókn á árreiðum Guðjóns B. Ólafssonar. g hef eftirfarandi að segja um það mál: Þessi umræða er ekki frá mér komin. Ég á engan þátt í því að hún er komin af stað og tel það reyndar afar óheppilegt að launamál Guðjóns B. Ólafssonar hafi komist í hámæli með þeim afleiðingum að mitt mál og sá óréttur sem ég hef verið beitt- ur er orðinn að aukaatriði í víðtækum vangaveltum um átök innan Sam- vinnuhreyfingarinnar. Ég er borinn þeim sökum að hafa nú vakið upp umræðu til þess að hefna min á Guðjóni. Þetta er alfar- ið rangt og hefði ég ætlað mér að nota þetta vopn í baráttu undanfar- inna mánaða hefði ég væntanlega gripið til þess áður en ég var rekinn bókina: „Þar eru birtar niður- stöður viðamestu rannsókna sem gerðar höfðu verið fram að þeim tima, en stjórnandi rannsóknanna var dr. Kristján Eldjárn. Bókin er vegleg og falleg.“ Aðspurður sagði Sverr- ir Kristinsson forsfjóri Lög- bergs að bókinni hefði verið vel tekið af hátíðargestum. — en ekki eftir að sá skaði var skeð- ur. Vera kann þó að ég hafi vakið upp fyrstu grunsemdir um að eitthvað væri athugavert við launaúttektir Guðjóns. Forsagan er sú að ég var ráðinn á ákveðnum byijunarlaunum í september 1986 og þá gengið út frá því að laun yrðu endurskoðuð. Um áramót léði Guðjón hins vegar ekki máls á neinum breytingum á mínum launum umfram venjulegar hækkanir og ég lýsti óánægju minni, bæði í samtölum við hann og aðra stjómarmenn. Aðspurður um hvaða launakröfur ég gerði sagði ég þeim sem málið varðaði að ég væri a.m.k. ekki kröfuharðari en svo að ég væri fyllilega sáttur við helming þeirra launa sem forveri minn hefði haft. Það kann að vera að þessi litla þúfa hafi nú velt þessu þunga hlassi. í kjölfarið bárust mér meðal annars tilmæli frá Erlendi Einarssyni, fyrr- verandi stjómarformanni og núver- andi stjómarmanni í Iceland Sea- food, og bandarískum endurskoðend- um fyrirtækisins, um að afhenda göfen úr bókhaldi. Ég taldi mig ekki í nokkurri aðstöðu til þess að neita viðkomandi aðilum um að verða við þessum tilmælum. Að öðm leyti hef ég ekki komið nálægt þessu máli og vil raunar sem minnst af því vita. F. Staðreyndir málsins Ég vil að lokum beina sjónum manna að staðreyndum þessa máls eins og þær blöstu við mér þegar ég kom til landsins um síðustu helgi — og eins og mér finnst þær vera enn í dag. Engar af þeim ástæðum sem Guðjón hefur reynt að finna upp síðustu dagana hafa breytt stað- reyndum málsins né viðhorfum mínum til þess. 1. Engir fiillskipaðir stjómarfundir voru haldnir til þess að ræða um hugsanlega uppsögn mína eða Geirs Magnússonar fyrr en ákvörðun var tekin án umrasðna og án skýringa þann 24. febrúar sl. 2. Engir fullskipaðir stjómarfundir vom haldnir til þess að ræða sam- skiptavandamál, samstarfsörðug- leika ytra, flótta viðskiptavina né önnur mál sem nú em tínd til sem ástæður uppsagnar. 3. Ég var beðinn um að reka Geir Magnússon án þess að hafa til þess neinn siðferðilegan né laga- legan rétt. Stjómin þurfti að taka þessa ákvörðun en mál Geirs var aldrei rætt á fundum hennar fyrr en hann var rekinn. 4. Ég var rekinn á sama tíma og ég skilaði rekstri Iceland Seafood með methagnaði og þrábað um stjómarfund um brýn aðkallandi mál fyrir þetta yfirstandandi ár. 5. Ég var rekinn án skýringa, án þess að hejra sakargiftir og án þess að'fá að halda uppi vömum. Á mér var brotinn sjálfsagður réttur hvers einstaklings. Stórkaupmenn mót- mæla kartöflugjaldinu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá stjórn Félags íslenzkra stórkaupmanna: Stjóm Félags íslenskra stórkaup- manna mótmælir harðlega álagn- ingu jöfnunargjalds á kartöfluaf- urðir. Þegar þetta heimildarákvæði var sett í lög var sérstaklega tekið fram í athugasemdum við frum- varpið að forsendur álagningar jöfnunargjalds væm niðurgreiðsla í viðskiptalöndum. Þessar forsendur em ekki fyrir hendi. Kartöflur em hrein markaðsvara í Vestur-Evrópu og N-Ameríku og gildir það líka um vöm sem unnar em úr þeim. Engar forsendur em því fyrir hendi til álagningar þessa gjalds af hálfu landbúnaðarráðu- neytisins, aðrar en þær að íþyngja kaupgetu almennings en álaguing jöfnunargjaldsins hækkar verð á þessum vömm veralega. Þegar litið er til þess að framund- an em mjög viðkvæmir og alvarleg- ir samningar við Efnahagsbanda- lagið varðandi tollmeðferð á íslenskum sjávarafurðum, liggur það ljóst fyrir að þessar ráðstafanir landbúnaðarráðherra skaða samn- ingsstöðu íslendinga stórlega. Félag íslenskra stórkaupmanna skorar á Alþingi að afnema nú þeg- ar heimildarákvæði landbúnaðar- ráðherra í núgildandi búvpmlögum til álagningar jöfnunargjalds, þar sem misbeiting þessa gjalds gengur þvert á stefnu ríkisstjómarinnar um verðhjöðnun og lækkun vömverðs auk þess sem forsendur þær sem Alþingi gaf sér til þessarar heimild- ar em ekki fyrir hendi. Með 100 króna VISA framlagí á mánuði gerir þú Krabbameinsfélaginu kleift að vinna ðflugt rannsnknarstarf ng veita sjúklingum mikílvægan stuðning Kæru korthafar VISA. Krabba- okkar sjálfra, þvíþriðji hver íslend- meinsfélag Islands leitar til ykkar um ingur fær krabbamein einhvern- styrk. Vinsamlegast kynnið ykkur tíma á lífsleiðinni! bæklinginn sem barst með VISA Við væntum þess að margir sendingu nú um mánaðamótin. bregðist vel við erindi okkar og fylli út Framlag til baráttunnar gegn VISA svarseðilinn eða hringi í síma krabbameini er / raun framlag til 91-62 11 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.