Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 PYLSUR aðeins 256.- kg Lambahryggur kr. 456.- kg Svínahamborgarlæri kr. 599.- kg Kjúklingaraðeins kr. 419.- kg Hangikjötslæri 1/1 537.- kg Hangikjötsframpartur kr. 410.- kg Ungkálfakjötfrá kr. 245.- kg Bacon bitar kr. 421.- kg Bacon sneiðar kr. 620.- kg Svínakótelettur kr. 869.- kg Nauta T-bone kr. 475.- kg Nautasnitchel kr. 765.- kg Nautagullasch kr. 670.-kg Nautafillet kr. 970.-kg Nautalundir kr. 1.290.- kg Svínalundir kr. 1.020.- kg Nautalærisneiðar kr. 360.- kg Laugalæk, sími686511 Opiðtilkl. 16ídag Garðabæ, sími656400 Opiðtilkl. 18ídag Stofuaskur — Radermachera Undirritaður vill byrja á því, að biðja lesendur alúðlegra vel- virðingar á því að honum varð heldur betur á í messunni hér í pistlinum sl. laugardag. Hann notaði þá nafnið geislablaðka á ættkvíslina Schefflera. Ólafur B. Guðmundsson hefur nú bent á, að nafnið geislablaðka hafi þeg- ar fyrir nokkru verið gefið fjöl- æru jurtinni Lewisia columb- iana, sem þegar er að verða al- geng feguriðardís hér í görðum. Schefflera mætti því nefna geisla- við. Hins vegar standa tegunda- heitin óbreytt, þ.e. geislatré, geislabrúskur. í síðasta þætti var vakin at- hygli á nýlegum tegundum inni- gróðurs, sem vegna lauffegurðar og vaxtarlags hafa eignast vissan hóp aðdáenda. í daglegu tali nefna flestir þánnig gróður ýmist grænar plöntur eða blaðplönt- ur, til aðgreiningar frá þeim hópi sem fengist er við að rækta vegna blómfegurðar og vilja til að blómgast. Nafngiftin er auðvitað hálfgert ónefni, sem við garð- yrkjumenn eigum ekki síður sök á að hafa haldið á loft en almenn- ingur. En hnitmiðað heiti verður kannski erfitt að fínna. Ein allra nýlegasta tegundin í hópi blað- gróðurs til upplífgunar í hýbýlum er stofuaskur. Mjög stutt er síðan hann skaut upp kolli og þess vegna er vart farið að geta hans enn sem komið er í blómabókum. Stofuaskur er stundum nefndur Sterospermum, en heitir í reynd Radermachera sinica. íslenska heitið er bein þýðing á danska nafninu stueask. En það heiti er að því leyti villandi, að plantan er ekkert skyld askinum eða eski- trénu, sem á stöku stað prýðir hér í görðum. Askurinn tilheyrir smjörviðarætt, en það gera einnig hinar blómfögru sírenur ásamt hinum ævagamla smjörvið — ólífutré. Stofuaskur á aftur heima í Kalabasætt-Bignoniace- ae, sem stundum er einnig nefnd palísanderætt þvf til hennar telst palísandertréð, sem gefur af sér hinn blæbrigðaríka rósavið. Ann- ar ættingi er hinn blómfagri fjöl- æringur kínaglóð sem sumir leggja sig fram við að rækta utan dyra. Heimahagar stofuasksins eru í Kantonhéraði í Kína, en hann er sígræn tijátegund sem nær þar nokkuð álitlegri hæð, en heyrir samt til hóps lágvaxnari trjáa. Blöð hans eru krossgagn- stæð og standa allþétt. Yfir þeim er samt mikill léttleiki, því þau eru löng, niðursveigð og tvífjöðruð með flölda yddra smáblaða sem eru glansandi fagurgræn til dökk- græn á litinn líði trénu vel. En í þannig ástandi er ekki þörf fyrir neinn blaðgljáa til að punta upp á laufíð. Þegar stofuaskur hefiir náð ákveðnu aldursskeiði þá kem- ur hann með allstóra blómskipun með stórum daufgulum blómum. Mun þó hæpið að gera ráð fyrir að hann geti náð að blómgast inni í hýbýlum. Samt er aldrei að vita hvað gæti gerst ef vel tekst til með ræktun. Meðferð. Stofuaski líður best við 18—19° næturhita og 22—23° Stofuaskur daghita. Honum þarf helst að ætla allbjartan stað, en samt verð- ur að hlífa honum fyrir sterkri sól. Þetta þýðir að hann má ekki standa í of mikilli nálægð suður- glugga þegar sól tekur verulega að hækka á lofti og sólbjart er. Vökva þarf með umhyggju. Stofuaskur þarf að jafnaði mikið vatn yfír vaxtartímann, en það verður þó ætíð að hafa hliðsjón af því hvar plantan stendur (hiti, birta), í hvemig jarðvegi hún er, ásamt stærð á fláti. Forðast skal, ef ríflega er vökvað, að vatn standi lengi á undirskálinni, því þá skemmast rætur fljótlega vegna súrefnisskorts og blöð gulna. Moldin má hins vegar aldr- ei verða skraufþurr því þá fellir stofuaskur blöðin. Hvað þetta snertir, þarf að hafa sérstaka gát á svarðmosamoldinni sem er nú mikið í notkun. Hún þarf ætíð að haldast nokkuð rök en samt aldr- ei forblaut. Vandasömust er vökv- un að vetri, því þá þarf að hægja mjög á henni á meðan vöxtur er í kyrrstöðu. Hendir þá stundum að kökkurinn verði full þurr og að blöð byiji að hiynja. Mikil og tíð vökvun stofuasks á vaxtartím- anum kallar á allmikla og reglu- bundna næringu. Hana má gefa í hvert skipti og vökvað er, en þá gæta þess að hafa upplausnina daufa eða þá nokkuð sterkari lausn á 7—8 daga fresti. Notið ávallt volgt vatn við vökvun og gætið þess að mold sé þokkalega rök þegar næring er aðeins gefín vikulega. Hægja ber á áburðar- gjöf þegar kemur fram undir haust, en ekkert sakar þó að gefa ögn á 4—5 vikna fresti yfír vetr- artímann þótt vöxtur sé í hfld. Slfld viðheldur svolitlu jafnvægi í moldinni. Úðun blaða með vatni við og við, er ætíð vel metin af stofuaski þótt hann geti sætt sig furðu vel við þurrt umhverfí. Varðandi umpottun þá ætti al- mennt að nægja að framkvæma hana á 2—3 ára fresti, en tími þess starfs fer einmitt f hönd nú. Stofuask er oftast hægt að fá í ýmsum stærðum og ýmist eina plöntu í potti eða fleiri saman í þyrpingu. Þannig pottaplöntu- þyrpingar ýmissa tegunda lauf- prúðra plantna eru nú mikið í tísku. Algengt er einnig við upp- eldi á stofuaski í gróðrarstöðvum, að vökva hann eða úða með vaxt- artregðuefni, til þess að halda vexti hans í skeíjum. Laufkrónan verður þá töluvert þéttari en ella, vegna þess að stöngulliðir stytt- ast. Vaxtartregðuefnið gagnar þó ekki óendanlega. Smám saman dvína áhrif þess og vöxtur fer þá að spretta úr spori. Er þá ekkert því til fyrirstöðu að afkvista sprota, fari svo að plantan verði of há. Hún myndar þá hliðargrein- ar sem geta tekið við um stund. Þannig má stífa stofuaskinn koll af kolli eins og svo margar aðrar plöntur. Eins má reyna að koma afklippum til og þannig endumýja plöntuna. Best henta toppgræð- lingar. Garðyrkjumenn nota samt yfírleitt ekki þessa aðferð til fjölg- unar, heldur kjósa þeir að sá fræi. Óli Valur Hansson Heilsugetraun Tóró DREGIÐ hefur verið í heilsuget- raun Tóró hf. Fyrstu verðlaun, 10.000 krónur, hlaut Ögmundur Jónsson, Reykjavík. Onnur til þriðju verðlaun, 10 teg- undir vítamína og hollefna, komu í hlut Sigríðar Jónsdóttur, Reykjavík og Þórðar Sigurðssonar, Hafnar- fírði. Mjög góð þátttaka var í heilsu- getrauninni sem haldin var í tengsl- um við heilsumánuð Kringlunnar í janúar. Getraunin var byggð upp á 10 krossaspurningum um vítamín og hollefni. Tóró hf. er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu lyfja og vítamína. (Fréttatilkynning) Ögmundur Jónsson sem hlaut fyrstu verðlaun í Heilsugetraun Tóró hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.