Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 dag 12. mars kl. 14. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa meö altaris- göngu kl. 14. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa á æskulýösdegi kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Dagrún Hjartardóttir og Rósa K. Baldursdóttir syngja. Vænst er þátttöku fermingarbarna og fjöl- skyldna þeirra. Kvöidmessa og alt- arisganga kl. 17. Sr. Karl Sigur- björnsson. Þriðjudag: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudag: Föstumessa kl. 20.30. Sr. Ólafur OddurJónsson í Keflavík predikar. Kór Keflavíkur- kirkju syngur. Organisti Siguróli Geirsson. Kvöldbænir meö lestri passíusálma alla virka daga nema laugardaga kl. 18.00. Fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 14.30. Fundur kvenfélagsins kl. 20.30. Laugardag 12. mars: Samvera fermingarbarna kl. 10.00. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Æskulýðsmessa kl. 14. Unglingar aðstoða. Pétur Björgvin predikar. Prestarnir. Föstuguðsþjónusta miðvikudag kl. 20.30. Sr. Arngrím- ur Jónsson. HJALLAPRESTAKALL í KÓPA- VOGI: Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11 í messuheimilinu í Digranes- skóla. Guðsþjónustan er sameigin- leg fyrir alla aldurshópa. Félagar úr hornaflokki Kópavogs flytja passíusálmalög í útsetningu Bjöms Guðjónssonar. Fermingar- börn annast boðun orðsins. Kirkju- kór Hjallasóknar syngur. Orgelleik- ari Gunnar Gunnarsson. Sr. Krist- ján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 árdegis. Helgistund á æskuiýðsdegi í Kópavogskirkju kl, 11 árdegis. Unglingaleikhúsið flytur kafla úr leikritinu Vaxtaverkir undir stjórn Benónýs Ægissonar. Þór Hauksson guðfræðinemi flytur ávarp. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barn- anna kl. 11. Söngur — sögur — myndir. Þórhallur Heimisson guð- fræðinemi og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Jón Stefánsson. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Les- arar: Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Bryndís Baldvinsdóttir. Ferm- ingarbörn baka kökur og bjóða foreldrum til kirkju og veitinga að messu lokinni. Starfsfólk kirkjunn- ar sér um undirbúning með börn- unum og lagar kaffi. Sóknarnefnd- in. LAUGARNESKIRKJA: Æskulýðs- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Jóna Hrönn Bolladóttir guðfræði- nemi predikar. Börn og unglingar aðstoða við guðsþjónustuna. Eftir guðsþjónustu bjóða konur úr kven- félaginu upp á hádegisverð á vægu verði í safnaðarheimilinu. Sóknar- prestur. Til sölu Sérverslun til sölu. Einnig fjöldi annara fyrirtækja á söluskrá. Fasteigna- og fyrirtækjasalan, Tryggvagötu 4, Reykavík, símar 11740,623860 og 12927. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALOIMARS LOGM JOH Þ0RÐARS0N HDL Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Ágæt íbúð með bílskúr 4ra herb. á 1. hæð 92,7 fm nettó v/Ásbraut Kóp. í enda. Sórinng. Sólsvalir. Geymsla í kj. Ágæt endurn. sameign. Stór og góður bílsk. Útsýni. Laus næstu daga. Fimm ára úrvals íbúð 3ja herh. um 87 fm m. sérþvottah. Rúmgóð herb. Ágæt sameign. Langtímalán um kr. 700 þús. ib. er f enda á efri hæð í 7 íb. blokk v/Jöklasel. Endurbyggð íbúð í Hafnarfirði 3ja herb. á neðri hæð í tvíbhúsi um 78,9 fm nettó. Allt sér. (Allar innr., gluggar, rafm. og tæki eru ný.) Langtfmalán um kr. 1,2 millj. fylgir. Ódýr íbúð - langtímalán 3ja herb. þakhæö 64,5 fm nettó v/Vesturbr. i Hafnarf. Nýl. endur- bætt. Sólsvalir. Mikið útsýni. Langtfmalán kr. 1,2 millj. Laus 1. júní. Gott steinhús í Garðabæ með 4ra-5 herb. fb. 104 fm nettó. Sérsmfðaðar innr. frá '79. Kj. 27,5 fm. Rúmg. bílsk. Nú 2ja herb. séríb. Laust í maí nk. Teikn. á skrifst. Úrvals íbúð við Efstahjalla 3ja herb. á 2. hæð 79,1 fm nettó. Sérsmfðuð eldhúsinnr. Sólsvalir. Geymslu- og föndurherb. i kj. Mikið útsýni. fb. er í einni af 2ja hæöa vinsælu blokkunum v/Efstahjalla. Lítið einbýlishús eða raðhús óskast til kaups miösv. i borginni. Skipti mögul. á 4ra herb. úrvals íb. á 2. hæð v/Ofanleiti. Bilsk. fylgir. Um 200 fm einbýlishús óskast til kaups á góöum stað á höfuöborgarsv. Rétt eign verður borguð út. Opið í dag frákl. 11-16. ALMENNA FASTEIGNASAL AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 SHARP MYNDBANDSTÆKI 11 NESKIRKJA: Laugardag: Æsku- lýðsfundur fyrir 11—12 ára kl. 13. Samverustund aldraðra kl. 15. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Æskulýðs- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Málfríður Finnbogadóttir talar. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas- son. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mánudag: Æskulýðsfélagsfundur kl. 19.30. Þriðjudag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13—17. Fimmtudag: Föstuguðsþjónusta kl. 20.00. Guðm. Óskar Ólafsson. SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta er í Seljahlíð laugardag kl. 11. Barna- guðsþjónusta er sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Æskulýðs- dagurinn. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Eirný og Sol- veig Lára. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 14. Verum glöð í kirkju. Söng- hópur frá ungu fólki meö hlutverk sér um tónlistina. Félagar úr æsku- iýðsfélagi Seltjarnarneskirkju sjá um ritningarlestur og bænagjörð. Sveinbjörg Pálsdóttir guðfræði- nemi predikar. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Kaffisopi á eftir. Æskulýðsfélagsfundur mánu- dagskvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10—12 ára þriðjudag kl. 17.30. Biblíulestur á föstu miðvikudags- kvöld kl. 20.30. Umræður og kaffi- sopi. Sóknarprestur. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum, þá kl. 14. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffla- delfta: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Safnaðarguðsþjónusta kl. 14. Daniel Glad. Almenn guðsþjónusta kl. 20 í umsjón æskufólks. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- , dagaskóli og almenn samkoma kl. 17« NÝJA Postulakirkjan: Messa kl. 11. MOSFELLSPRESTAKALL: Barna- samkoma í Lágafellskirkju kl. 11 og æskulýösguðsþjónusta kl. 14. Trúnemar aðstoða við messugjörð og barnakór Varmárskóla syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Sóknarprestur. GARÐAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 í Kirkjuhvoli. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra: Há- messa kl. 14. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Hrund Þórarins- dóttir predikar. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. H AFN ARFJ ARÐARKIRKJ A: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn aðstoða og leiða söng. Magnús Gunnarsson guð- fræðinemi predikar og leiðir sam- verustund ásamt Þórhalli Heimis- syni guöfræðinema í Fjarðarseli eftir guðsþjónustuna. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Sr. Gunnþór Ingason. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli í umsjá Ragnars og Málfríð- ar. Munið skólabílinn. Æskulýðs- guðsþjónusta kl. 14. Fermingar- börn aöstoöa og flytja ávörp um gleðina. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Messa kl. 14. Kirkjukórinn syngur. Ragnar Snær Karlsson predikar og fermingar- börn lesa texta dagsins og flytja bænir. Barnakór syngur undir stjórn Margrétar Sighvatsdóttur. Ungmenni úr KFUM & K í Keflavík syngja og flytja vitnisburð. Þriðju- dagskvöld: Bænasamkoma kl. 20.30. Að henni lokinni hefst bænanámskeiö sem stendur síðan þrjú næstu þriðjudagskvöld. Sr. Örn Bárður Jónsson. HVALSNESKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Fermingarbörn lesa úr Ritningunni. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Fermingarbörn lesa úr Ritningunni. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. HVERAGERÐISPRÉSTAKALL: Barnaguðsþjónusta í Hveragerðis- kirkju kl. 11 í umsjá Kristínar Sig- fúsdóttur. Æskulýðsmessa kl. 14. ÞORLÁKSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Tómas Guð- mundsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Fjölskyldu- messa kl. 14. Organisti Einar Sig- urðsson. Sóknarprestur. BORGARPRESTAKALL: Æsku- lýðsguðsþjónusta í Borgarnes- kirkju kl. 11. Sóknarprestur. Umsjónarmaður Gísli Jónsson ísinn rak vestur með landinu. Hvað merkir þetta? Jú, það merkir að ísinn færðist vestur með landinu. ísinn gerði hvorki eitt né neitt. Hann var ekki ger- andi þess verknaðar sem sögnin að reka felur í sér. Hann var þolandi verknaðarins, enda kem- ur í ljós, ef að er gáð, að ísinn var þama í þolfalli. Það lítur reyndar út alveg eins og nefni- fallið, svo að sumum sést yfír þetta að lítt athuguðu máli. Hver rak þá ísinn vestur með landinu? Þess var ekki getið og stóð ekki til. Það stafar af því, að þama var að verki einhver ópersónulegur kraftur sem rak ísinn. Að minnsta kosti kraftur sem menn eru ekki reiðubúnir að nafngreina. í þessu dæmi er því sögnin að reka ópersónuleg, öðru nafni einpersónuleg, vegna þess að slíkar sagnir breyta ekki um mynd, þótt skipt sé um persónufomafn (eða nafn- orð) með þeim. Mig rak þig rak, bátinn rak, bátana rak, ykkur rak, okkur rak o.s.frv. Sögnin alltaf eins, einpersónu- leg, og alltaf með henni þolfall. Auðvitað gætum við sagt: ísinn rakst vestur með landinu eða: ísinn var rekinn, en heldur þykir mér það kollótt tal miðað við hið sígilda orðalag: ísinn rak. Ef mönnum finnst óljóst hvort ísinn var nefnifall eða þolfall, þá skulum við bara skipta um orð. í staðinn fyrir safnheitið ís skulum við prófa einheitið ísjaki. Ekki er það eins í nefni- falli og þolfalli. Þá eigum við að segja: ísjakann rak vestur með landinu, ekki ’ísjakinn rak o.s.frv. Af þeirri einföldu ástæðu að ísjakinn rak ekki nokkum skapaðan hlut, en einhver óper- sónulegur kraftur rak ísjak- ann. Þvi segjum við líka: bátinn (ekki báturinn) rak að landi, skýin bíur (ekki bám) yfir bæ- inn, mig (ekki ég) bar af réttri leið. Ópersónulegar sagnir em skemmtilegar og rökhugsun býr á bak við þær. Mikill skaði væri skeður máli okkar, ef við týndum þeim í fljótræði og heimsku. ★ Stundum gemm við illt verra. Þetta er líklega algengt, að minnsta kosti á mál okkar um þetta mörg tilbrigði. Við bætum gráu ofan á svart eða bindum grátt ofan á svart. í viðgerðum fata hefur það líklega ekki þótt smekklegt, gatið jafnvel ill- skárra. Einhvem tíma lærði ég vísu eftir bögubósa. Seinni part- urinn var svona: Að bæta svart með grárri bót, það gengur næst gati. Við gætum jafnvel bitið höf- uðið af skömminni. Þetta er ekki komið úr lakari stað en Vídalínspostillu. Sams konar orðalag kemur fyrir í nokkmm skyldum málum, t.d. lágþýsku: „de scham de kopp afbiten", en hvemig er þetta hugsað? Verður „skömmin" kannski enn verri, ef hausinn er bitinn af? Hvað sem því líður, þá vantar okkur ekki orð um það athæfi, að gera illt verra. Það sýnist því óþarft, svo að ekki sé meira sagt, að komast að orði eins og maðurinn um daginn. Hann sagði að þetta væri nú að setja punktinn yfir kommuna. Slík athöfn er nefnilega ekki til ann- ars en að til verður blásaklaus semíkomma (;). ★ Stundum hafa menn óttast að orðið kýr kynni að týnast úr málinu, vegna þess að það er vandbeygt, og við tæki þá orðið belja, sem allir kunna að beygja. Ég er ekki svo hræddur um kúna, því að belja er heldur púkalegt orð. Aftur á móti er ég dauðhræddur um orðið ær. Þær ær og kýr em gamlar syst- ur, beygjast eins og voru hlið við hlið á búi bóndans. Ástæðan til ótta míns um ána er einkum 427. þáttur vegna þess, að orðið kind sem menn setja nú þrásinnis í stað- inn, er ekki ljótt, hefur enga niðrandi merkingu, en er auð- velt í beygingu. Kind er auðvit- að tegundarheiti=sauðskepna. En fyrir löngu tóku krakkar og kaupstaðarfólk upp á því að hafa kind einvörðungu í sömu merkingu og ær. Og um daginn þótti mér höggva sá sem hlífa skyldi. Utan á sperðlapakka frá Sláturfélagi Suðurlands stóð að í sperðlinum (bjúganu) væn „kindakjöt, lambakjöt“ o.s.frv. Á þessum bæ voru lömb ekki talin til kinda. Og líklega merkir „kindakjöt" á máli þeirra í Slát- urfélagi Suðurlands ærkjöt. Man ég það ekki rétt, að SS sé virðulegt félag bænda frá Skaftafellssýslu upp í Borgar- fjörð undir stjóm fimm valin- kunnra bændahöfðingja? Ég veit ekki betur en kindakjöt geti ver- ið eftir atvikum ærkjöt, dilkakjöt eða hrútakjöt. Og væri nú ekki snjallt að gefa „fjallalambinu" frí og kaupa og matreiða dilka- kjöt, þegar mikið skal við hafa? Ég get ekki alveg stillt mig um að minnast á málfar í frétt- um sjónvarpsmanna, tek þó að- eins tvö dæmi: 1) „ ... þegar skyndilegajám- brautarlestin skall á rútunni." Það er aldeilis ekki sama hvar atviksorðið skyndilega stendur þama. Auðvitað á það að koma á eftir sögninni. Hitt er enska: When suddenly etc. 2) „Verð á kílóinu kostaði 240 krónur." Ja, ekki er furða þó menn kvarti, þegar fiskurinn, kílóið og verðið er allt saman farið að kosta eitthvað. Auk þess leggur Páll Helga- son á Akureyri til að sambýlis- maður eða sambýliskona heiti sambúi, svona eins og nábúi, einbúi eða bæjarbúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.